Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús tók þá tólf til sín og sagði við þá: „Nú förum við upp til Jerúsalem og mun allt það koma fram sem spámennirnir hafa skrifað um Mannssoninn. Hann verður framseldur heiðingjum. Þeir munu hæða hann, misþyrma honum og hrækja á hann. Þeir munu húðstrýkja hann og lífláta en á þriðja degi mun hann upp rísa.“
En þeir skildu ekkert af þessu, orð þessi voru þeim hulin og þeir skynjuðu ekki það sem sagt var.

Lúkasarguðspjall 18. 31-34

Hundrað orða hugleiðing

Hrygg á svip sagðist hún ekki skilja í boði hvers þetta ofbeldi væri sem meistarinn frá Nasaret var beittur. Hæðni, misþyrmingar, hrækingar, húðstrýking og aftaka. Hvers vegna þyrfti að láta ofbeldið fæða af sér líf upprisunnar? Þetta væri þversögn við margboðaðan kærleika. Var það nokkur furða að henni hefði flogið í hug að Guð væri hallur undir ofbeldi? Þyrfti hún að kyngja fornri trúarhugsun um að einn tæki á sig sök allra svo almættið væri ánægt og henni boðið öruggt sæti í eilífðinni? Hún nútímakonan gæti ekki látið skynsemi sína horfa fram hjá þessu þó að hún tryði á almættið.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin

Guðspjall

Jesús tók þá tólf til sín og sagði við þá: „Nú förum við upp til Jerúsalem og mun allt það koma fram sem spámennirnir hafa skrifað um Mannssoninn. Hann verður framseldur heiðingjum. Þeir munu hæða hann, misþyrma honum og hrækja á hann. Þeir munu húðstrýkja hann og lífláta en á þriðja degi mun hann upp rísa.“
En þeir skildu ekkert af þessu, orð þessi voru þeim hulin og þeir skynjuðu ekki það sem sagt var.

Lúkasarguðspjall 18. 31-34

Hundrað orða hugleiðing

Hrygg á svip sagðist hún ekki skilja í boði hvers þetta ofbeldi væri sem meistarinn frá Nasaret var beittur. Hæðni, misþyrmingar, hrækingar, húðstrýking og aftaka. Hvers vegna þyrfti að láta ofbeldið fæða af sér líf upprisunnar? Þetta væri þversögn við margboðaðan kærleika. Var það nokkur furða að henni hefði flogið í hug að Guð væri hallur undir ofbeldi? Þyrfti hún að kyngja fornri trúarhugsun um að einn tæki á sig sök allra svo almættið væri ánægt og henni boðið öruggt sæti í eilífðinni? Hún nútímakonan gæti ekki látið skynsemi sína horfa fram hjá þessu þó að hún tryði á almættið.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir