Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagðist alltaf hafa verið á lífsins sveif með meistaranum frá Nasaret. Almættið hefði í þessari útivistarferð þeirra á fjallið opnað inn í aðra vídd veruleikans þar sem meistarinn væri mikils metinn fjallkóngur þessa heims og annars. Þetta væri eins og kaffiboð inn á eilífðarheimilið sem allra biði. Það væri ekki ónýtt að ýmsar trúarhetjur sætu þar til borðs yfir hjónabandssælu og heimagerðum snúðum og gaman væri að fá fréttir úr efri byggðum. Eftir hverja jarðarför í sveitinni hefði hún alltaf sagt að nýja vistin tæki þeirri gömlu fram. Væri himnasæla og spennandi ættarmót sem enginn þyrfti að kvíða fyrir.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Hún sagðist alltaf hafa verið á lífsins sveif með meistaranum frá Nasaret. Almættið hefði í þessari útivistarferð þeirra á fjallið opnað inn í aðra vídd veruleikans þar sem meistarinn væri mikils metinn fjallkóngur þessa heims og annars. Þetta væri eins og kaffiboð inn á eilífðarheimilið sem allra biði. Það væri ekki ónýtt að ýmsar trúarhetjur sætu þar til borðs yfir hjónabandssælu og heimagerðum snúðum og gaman væri að fá fréttir úr efri byggðum. Eftir hverja jarðarför í sveitinni hefði hún alltaf sagt að nýja vistin tæki þeirri gömlu fram. Væri himnasæla og spennandi ættarmót sem enginn þyrfti að kvíða fyrir.