Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Náungi minn þvælist fyrir mér. Liggur í spýju sinni í Hljómskálagarðinum. Það er rigning. Sé ekki betur en hann hafi gert á sig. Skima í kringum mig. Það eru ekki fleiri þarna á ferli. Man eftir svipuðu tilviki á skemmtistað: maður kastaði upp og hné niður. Einhver hrópaði: „Reistu hann við!“ Ég greip um axlir hans og handleggurinn slengdist á vanga minn og smurði hann með illa þefjandi uppsölunni. Og ég sleppti honum; höfuð hans skall í barstólsfótinn. „Hjálpaðu!“ En ég er á leiðinni í dómkirkjuna. „Far þú og ger hið sama,“ ómar í ráðvilltum huga mínum á leiðinni þangað.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Náungi minn þvælist fyrir mér. Liggur í spýju sinni í Hljómskálagarðinum. Það er rigning. Sé ekki betur en hann hafi gert á sig. Skima í kringum mig. Það eru ekki fleiri þarna á ferli. Man eftir svipuðu tilviki á skemmtistað: maður kastaði upp og hné niður. Einhver hrópaði: „Reistu hann við!“ Ég greip um axlir hans og handleggurinn slengdist á vanga minn og smurði hann með illa þefjandi uppsölunni. Og ég sleppti honum; höfuð hans skall í barstólsfótinn. „Hjálpaðu!“ En ég er á leiðinni í dómkirkjuna. „Far þú og ger hið sama,“ ómar í ráðvilltum huga mínum á leiðinni þangað.