Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Fyrst þú segir það… í hversdagslegu striti kemur árangur ekki alltaf í ljós á augabragði. Stundum aldrei. Eða seint. Það er morgunn og við erum rög við að leggja á djúp tölvupóstsins. Við bíðum eftir góðum skilaboðum en gæftir eru dræmar. Leggðu á djúpið, segir meistarinn. Ég malda í móinn en opna póstinn. Fyrr en varir streyma inn skínandi spriklandi skilaboð. Allt sem ég beið eftir. Á ég þetta skilið? Meistarinn tekur mig í faðm sinn þegar ég ýti honum skjálfandi frá mér. Hann segir mér að fara og boða fagnaðarerindið af því að ég er eins og ég er.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
Fyrst þú segir það… í hversdagslegu striti kemur árangur ekki alltaf í ljós á augabragði. Stundum aldrei. Eða seint. Það er morgunn og við erum rög við að leggja á djúp tölvupóstsins. Við bíðum eftir góðum skilaboðum en gæftir eru dræmar. Leggðu á djúpið, segir meistarinn. Ég malda í móinn en opna póstinn. Fyrr en varir streyma inn skínandi spriklandi skilaboð. Allt sem ég beið eftir. Á ég þetta skilið? Meistarinn tekur mig í faðm sinn þegar ég ýti honum skjálfandi frá mér. Hann segir mér að fara og boða fagnaðarerindið af því að ég er eins og ég er.