Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Jesús sagði þessa dæmisögu: „Líkt er um himnaríki og húsbónda einn sem gekk út árla morguns að ráða verkamenn í víngarð sinn. Hann samdi við verkamennina um denar í daglaun og sendi þá í víngarð sinn. Síðan gekk hann út um dagmál og sá aðra menn standa á torginu iðjulausa. Hann sagði við þá: Farið þið einnig í víngarðinn og ég mun greiða ykkur sanngjörn laun. Þeir fóru. Aftur gekk hann út um hádegi og nón og gerði sem fyrr. Og á elleftu stundu fór hann enn út og sá menn standa þar. Hann spyr þá: Hví hímið þið hér iðjulausir allan daginn? Þeir svara: Enginn hefur ráðið okkur. Hann segir við þá: Farið þið einnig í víngarðinn.
Þegar kvöld var komið sagði eigandi víngarðsins við verkstjóra sinn: Kalla þú á verkamennina og greið þeim kaupið. Þú skalt byrja á þeim síðustu og enda á þeim fyrstu. Nú komu þeir sem ráðnir voru á elleftu stundu og fengu hver sinn denar. Þegar þeir fyrstu komu bjuggust þeir við að fá meira en fengu sinn denarinn hver. Þeir tóku við honum og fóru að mögla gegn húsbónda sínum. Þeir sögðu: Þessir síðustu hafa unnið aðeins eina stund og þú gerir þá jafna okkur er höfum borið hita og þunga dagsins.
Hann sagði þá við einn þeirra: Vinur, ekki geri ég þér rangt til, sömdum við ekki um einn denar? Taktu þitt og farðu leiðar þinnar. Ég vil gjalda þessum síðasta eins og þér. Er ég ekki sjálfur fjár míns ráðandi? Eða sérðu ofsjónum yfir því að ég er góðgjarn?
Þannig verða hinir síðustu fyrstir og hinir fyrstu síðastir.“

Matteusarguðspjall 20.1-16

Hundrað orða hugleiðing

Þetta var svekkjandi. Búinn að þræla mér út allan daginn. Fleiri bættust í hópinn og verkið gekk betur fyrir sig – jú, ég gat slakað aðeins á en hélt þó stöðugum takti. Svo tíndust nokkrir iðjuleysingjar inn á síðustu stundu. Ég heyrði ekki betur en húsbóndinn segði að þeir fengju sanngjörn laun. Það gat ekki verið mikið því þeir voru ekki komnir í rútínu eins og ég. Svo kom launaumslagið. Hvað? Fæ ég sama og hinir? Hvers konar réttlæti er þetta? Jú, það var samið um þetta en… Húsbóndinn spurði hvort ég væri öfundsjúkur af því að hann væri góðgjarn. Neeeiii…en…

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.

Guðspjall

Jesús sagði þessa dæmisögu: „Líkt er um himnaríki og húsbónda einn sem gekk út árla morguns að ráða verkamenn í víngarð sinn. Hann samdi við verkamennina um denar í daglaun og sendi þá í víngarð sinn. Síðan gekk hann út um dagmál og sá aðra menn standa á torginu iðjulausa. Hann sagði við þá: Farið þið einnig í víngarðinn og ég mun greiða ykkur sanngjörn laun. Þeir fóru. Aftur gekk hann út um hádegi og nón og gerði sem fyrr. Og á elleftu stundu fór hann enn út og sá menn standa þar. Hann spyr þá: Hví hímið þið hér iðjulausir allan daginn? Þeir svara: Enginn hefur ráðið okkur. Hann segir við þá: Farið þið einnig í víngarðinn.
Þegar kvöld var komið sagði eigandi víngarðsins við verkstjóra sinn: Kalla þú á verkamennina og greið þeim kaupið. Þú skalt byrja á þeim síðustu og enda á þeim fyrstu. Nú komu þeir sem ráðnir voru á elleftu stundu og fengu hver sinn denar. Þegar þeir fyrstu komu bjuggust þeir við að fá meira en fengu sinn denarinn hver. Þeir tóku við honum og fóru að mögla gegn húsbónda sínum. Þeir sögðu: Þessir síðustu hafa unnið aðeins eina stund og þú gerir þá jafna okkur er höfum borið hita og þunga dagsins.
Hann sagði þá við einn þeirra: Vinur, ekki geri ég þér rangt til, sömdum við ekki um einn denar? Taktu þitt og farðu leiðar þinnar. Ég vil gjalda þessum síðasta eins og þér. Er ég ekki sjálfur fjár míns ráðandi? Eða sérðu ofsjónum yfir því að ég er góðgjarn?
Þannig verða hinir síðustu fyrstir og hinir fyrstu síðastir.“

Matteusarguðspjall 20.1-16

Hundrað orða hugleiðing

Þetta var svekkjandi. Búinn að þræla mér út allan daginn. Fleiri bættust í hópinn og verkið gekk betur fyrir sig – jú, ég gat slakað aðeins á en hélt þó stöðugum takti. Svo tíndust nokkrir iðjuleysingjar inn á síðustu stundu. Ég heyrði ekki betur en húsbóndinn segði að þeir fengju sanngjörn laun. Það gat ekki verið mikið því þeir voru ekki komnir í rútínu eins og ég. Svo kom launaumslagið. Hvað? Fæ ég sama og hinir? Hvers konar réttlæti er þetta? Jú, það var samið um þetta en… Húsbóndinn spurði hvort ég væri öfundsjúkur af því að hann væri góðgjarn. Neeeiii…en…

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir