Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Þetta var svekkjandi. Búinn að þræla mér út allan daginn. Fleiri bættust í hópinn og verkið gekk betur fyrir sig – jú, ég gat slakað aðeins á en hélt þó stöðugum takti. Svo tíndust nokkrir iðjuleysingjar inn á síðustu stundu. Ég heyrði ekki betur en húsbóndinn segði að þeir fengju sanngjörn laun. Það gat ekki verið mikið því þeir voru ekki komnir í rútínu eins og ég. Svo kom launaumslagið. Hvað? Fæ ég sama og hinir? Hvers konar réttlæti er þetta? Jú, það var samið um þetta en… Húsbóndinn spurði hvort ég væri öfundsjúkur af því að hann væri góðgjarn. Neeeiii…en…
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Þetta var svekkjandi. Búinn að þræla mér út allan daginn. Fleiri bættust í hópinn og verkið gekk betur fyrir sig – jú, ég gat slakað aðeins á en hélt þó stöðugum takti. Svo tíndust nokkrir iðjuleysingjar inn á síðustu stundu. Ég heyrði ekki betur en húsbóndinn segði að þeir fengju sanngjörn laun. Það gat ekki verið mikið því þeir voru ekki komnir í rútínu eins og ég. Svo kom launaumslagið. Hvað? Fæ ég sama og hinir? Hvers konar réttlæti er þetta? Jú, það var samið um þetta en… Húsbóndinn spurði hvort ég væri öfundsjúkur af því að hann væri góðgjarn. Neeeiii…en…