Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Þú ert nú meiri kertakonan,“ sagði fólk alltaf við hana en hún hafði þá föstu venju að kveikja á mörgum kertum á gamlársdag. „Ekki kveikja í húsinu!“ Svo kvað við léttur hlátur og hún brosti. Ljósin áttu að loga til að taka á móti frelsaranum þegar hann kæmi aftur og nú fyrirvaralaust. Það dugði henni reyndar að hann kom hér um árið og hafði ekki yfirgefið hana. En hún taldi sig vera á öryggisvakt andans. Hún var ekki alveg sátt. Þau leyfðu bara plastkerti á dvalarheimilinu. Óttaleg gervitýra. „En ég kveiki á einu alvöru gluggakerti fyrir þig,“ hvíslaði hún brosandi.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin
Hundrað orða hugleiðing
„Þú ert nú meiri kertakonan,“ sagði fólk alltaf við hana en hún hafði þá föstu venju að kveikja á mörgum kertum á gamlársdag. „Ekki kveikja í húsinu!“ Svo kvað við léttur hlátur og hún brosti. Ljósin áttu að loga til að taka á móti frelsaranum þegar hann kæmi aftur og nú fyrirvaralaust. Það dugði henni reyndar að hann kom hér um árið og hafði ekki yfirgefið hana. En hún taldi sig vera á öryggisvakt andans. Hún var ekki alveg sátt. Þau leyfðu bara plastkerti á dvalarheimilinu. Óttaleg gervitýra. „En ég kveiki á einu alvöru gluggakerti fyrir þig,“ hvíslaði hún brosandi.