Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Myrk augu þeirra. Límdu sig á hann. Vildu ekki missa af hneyksli. Brunnurinn í hjörtum þeirra og nautið fellur ofan í hann. Dregið upp á svipstundu. En maðurinn sem má ekki fá heilsubót á rauðum degi? Hlustar ekki á þá. Líf gengur alltaf fyrir. Guð er líf. Hógværðin fylgir lífinu. Ætlarðu að troða þér á fremsta bekk og belgja þig út? Krefjast aðdáunar og virðingar? Svo er hnippt í öxlina á þér og einhver segir: Stélið er dálítið sperrt á þér og á ekki heima hér. Frekjugoggurinn roðnar en við hvíta auðmjúka sál er sagt: Flyt þig hærra, lífið vaknar.
Guðspjallið lesið og síðan hundrað orða hugleiðingin.
Hundrað orða hugleiðing
Myrk augu þeirra. Límdu sig á hann. Vildu ekki missa af hneyksli. Brunnurinn í hjörtum þeirra og nautið fellur ofan í hann. Dregið upp á svipstundu. En maðurinn sem má ekki fá heilsubót á rauðum degi? Hlustar ekki á þá. Líf gengur alltaf fyrir. Guð er líf. Hógværðin fylgir lífinu. Ætlarðu að troða þér á fremsta bekk og belgja þig út? Krefjast aðdáunar og virðingar? Svo er hnippt í öxlina á þér og einhver segir: Stélið er dálítið sperrt á þér og á ekki heima hér. Frekjugoggurinn roðnar en við hvíta auðmjúka sál er sagt: Flyt þig hærra, lífið vaknar.