Þegar við verðum fyrir áföllum eins og veikindum getur verið gott að heyra í öðrum sem hafa svipaða reynslu. Hér verður fjallað um tvær ljóðabækur en í þeim miðla þau Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur, og sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur á Akureyri, af reynslu sinni af krabbameini. Þau eru ólíkir höfundar en innihald bóka þeirra er opinskátt og styrkjandi fyrir fólk í svipuðum aðstæðum. Bók Sigurbjörns heitir Lífið er ferðalag en Hildar Eirar, Meinvarp

Bæði skrifa um sorg sína, hræðslu, örvæntingu, vanmátt og efa en einnig þakklæti, von, trú og efa. Þau miðla okkur líka gleði og þau hafa jafnvel skopskyn fyrir stöðu sinni mitt í alvarlegum veikindum. Þau skrifa um lífið þrátt fyrir að dauðinn sýni klærnar.

Þau viðurkenna jafnframt reiði sína og vonbrigði. Það er mikilvægt að gera og sjá að reiðin er hluti af sorginni í veikindunum. Reiðin má ekki vera feimnismál eða tabú en því miður hefur hún oft verið það.

Sigurbjörn segir:

Endalaus falinn fjandi
sem sætir færis
að trufla lífsganginn

… eyða og deyða. (s. 34)

Hildur yrkir:

Lífið
er egg og grjót. (s. 28)

En Sigurbjörn er líka mæddur og biður um nærveru Guðs:

Á morgun ég mæddur fer
máttlaus út að ganga.
Viltu halda í höndina á mér
og strjúka blítt um vanga? (s. 52)

Hildur orðar vanmátt sinn á þennan hátt og notar vísun í Stein Steinar:

Ég geng í göngugrind
í kringum allt sem er
og utan grindar
er vanmáttur minn. (s. 14)

Hún er sannfærð um að aðeins tvær leiðir séu í boði og segir:

Krabbamein er eyðieyja
Tvær leiðir í boði
Annars vegar örvænting
hins vegar líf í hæglæti. (s. 27)

Bæði Sigurbjörn og Hildur Eir hafa skrifað opinskátt á Fésbókina um gang sjúkdómsins. Mörg hafa lagt orð í belg og enn fleiri „líkað“ við orð þeirra. „Lækin“ hafa verið í hundraðatali. Það segir að skrif þeirra ná til margra og hafa merkingu. Bók Hildar Eirar var um tíma efst á lista yfir mest seldu ljóðabækur á landinu. Núna er hún komin á útsölu og Hildur Eir segir á Fésbókarsíðu sinni 1. febrúar 2023: „Meinvörp á útsölu!“ Hún bætir reyndar við að það hljómi frekar illa. En skopskynið skín í gegn sem vissulega er hér hálfgerður gálgahúmor.

Bæði vita þau Sigurbjörn og Hildur Eir að það getur brugðið til beggja vona. Á Fésbókinn segir Sigurbjörn stundum: „Í dag er svona dagur.“ Þá fylgir gjarnan mynd af honum t.d. með lyf í æð. Hann veit að lífið er ekki sjálfsagt og undirstrikar það í greinum sínum með kveðjunni „Lifi lífið,“ sem og að hann sé aðdáandi lífsins.

Framsetning og stíll þessara höfunda er mjög ólíkur. Texti Hildar Eirar er knappur en almennt er Sigurbjörn langorður og stundum væri textinn betri dálítið styttur. Þessi grein leggur að öðru leyti ekki mat á framsetningu þeirra.

Þessar bækur hafa mér fundist styrkja mig og láta mig sjá hvernig þau sem verða fyrir áfalli geta stutt aðra og leyft lífinu að faðma sig eins og Sigurbjörn segir við lesandann í ljóðinu Lífsins ferðalag:

Lífið
vill fá
að faðma
þig

Láttu eftir þér
að faðma það
á móti (s. 128)

Síðasta ljóð Hildar Eirar er þannig:

Varp
á
mér
í fang fagnaðarerindisins
lífslíkur eru almennt
góðar

Tilgangsleysi þjáningar er augljóst en um leið er hún óumflýjanleg staðreynd. En það er eins og ritningarversið í 2. Kor. 12.9 rætist: „Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika.“ Hvernig má vera að slík mótsögn sé sönn? Hvernig getur það veika verið svo veikt að það snýst í andhverfu sína og hver stuna og þjáning verði máttur? Ekki skal ég reyna að útskýra það en fjölmörg dæmi sanna þetta meðal annars þessar ljóðabækur.

Ég óska Sigurbirni og Hildi Eir alls góðs og þakka fyrir bækur þeirra.

Hildur Eir Bolladóttir: Meinvarp. Vaka-Helgafell: Reykjavík, 2022.
Sigurbjörn Þorkelsson: Lífið er ferðalag. [Útg. höfundur]: Reykjavík, 2022.

                                                   

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þegar við verðum fyrir áföllum eins og veikindum getur verið gott að heyra í öðrum sem hafa svipaða reynslu. Hér verður fjallað um tvær ljóðabækur en í þeim miðla þau Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur, og sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur á Akureyri, af reynslu sinni af krabbameini. Þau eru ólíkir höfundar en innihald bóka þeirra er opinskátt og styrkjandi fyrir fólk í svipuðum aðstæðum. Bók Sigurbjörns heitir Lífið er ferðalag en Hildar Eirar, Meinvarp

Bæði skrifa um sorg sína, hræðslu, örvæntingu, vanmátt og efa en einnig þakklæti, von, trú og efa. Þau miðla okkur líka gleði og þau hafa jafnvel skopskyn fyrir stöðu sinni mitt í alvarlegum veikindum. Þau skrifa um lífið þrátt fyrir að dauðinn sýni klærnar.

Þau viðurkenna jafnframt reiði sína og vonbrigði. Það er mikilvægt að gera og sjá að reiðin er hluti af sorginni í veikindunum. Reiðin má ekki vera feimnismál eða tabú en því miður hefur hún oft verið það.

Sigurbjörn segir:

Endalaus falinn fjandi
sem sætir færis
að trufla lífsganginn

… eyða og deyða. (s. 34)

Hildur yrkir:

Lífið
er egg og grjót. (s. 28)

En Sigurbjörn er líka mæddur og biður um nærveru Guðs:

Á morgun ég mæddur fer
máttlaus út að ganga.
Viltu halda í höndina á mér
og strjúka blítt um vanga? (s. 52)

Hildur orðar vanmátt sinn á þennan hátt og notar vísun í Stein Steinar:

Ég geng í göngugrind
í kringum allt sem er
og utan grindar
er vanmáttur minn. (s. 14)

Hún er sannfærð um að aðeins tvær leiðir séu í boði og segir:

Krabbamein er eyðieyja
Tvær leiðir í boði
Annars vegar örvænting
hins vegar líf í hæglæti. (s. 27)

Bæði Sigurbjörn og Hildur Eir hafa skrifað opinskátt á Fésbókina um gang sjúkdómsins. Mörg hafa lagt orð í belg og enn fleiri „líkað“ við orð þeirra. „Lækin“ hafa verið í hundraðatali. Það segir að skrif þeirra ná til margra og hafa merkingu. Bók Hildar Eirar var um tíma efst á lista yfir mest seldu ljóðabækur á landinu. Núna er hún komin á útsölu og Hildur Eir segir á Fésbókarsíðu sinni 1. febrúar 2023: „Meinvörp á útsölu!“ Hún bætir reyndar við að það hljómi frekar illa. En skopskynið skín í gegn sem vissulega er hér hálfgerður gálgahúmor.

Bæði vita þau Sigurbjörn og Hildur Eir að það getur brugðið til beggja vona. Á Fésbókinn segir Sigurbjörn stundum: „Í dag er svona dagur.“ Þá fylgir gjarnan mynd af honum t.d. með lyf í æð. Hann veit að lífið er ekki sjálfsagt og undirstrikar það í greinum sínum með kveðjunni „Lifi lífið,“ sem og að hann sé aðdáandi lífsins.

Framsetning og stíll þessara höfunda er mjög ólíkur. Texti Hildar Eirar er knappur en almennt er Sigurbjörn langorður og stundum væri textinn betri dálítið styttur. Þessi grein leggur að öðru leyti ekki mat á framsetningu þeirra.

Þessar bækur hafa mér fundist styrkja mig og láta mig sjá hvernig þau sem verða fyrir áfalli geta stutt aðra og leyft lífinu að faðma sig eins og Sigurbjörn segir við lesandann í ljóðinu Lífsins ferðalag:

Lífið
vill fá
að faðma
þig

Láttu eftir þér
að faðma það
á móti (s. 128)

Síðasta ljóð Hildar Eirar er þannig:

Varp
á
mér
í fang fagnaðarerindisins
lífslíkur eru almennt
góðar

Tilgangsleysi þjáningar er augljóst en um leið er hún óumflýjanleg staðreynd. En það er eins og ritningarversið í 2. Kor. 12.9 rætist: „Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika.“ Hvernig má vera að slík mótsögn sé sönn? Hvernig getur það veika verið svo veikt að það snýst í andhverfu sína og hver stuna og þjáning verði máttur? Ekki skal ég reyna að útskýra það en fjölmörg dæmi sanna þetta meðal annars þessar ljóðabækur.

Ég óska Sigurbirni og Hildi Eir alls góðs og þakka fyrir bækur þeirra.

Hildur Eir Bolladóttir: Meinvarp. Vaka-Helgafell: Reykjavík, 2022.
Sigurbjörn Þorkelsson: Lífið er ferðalag. [Útg. höfundur]: Reykjavík, 2022.

                                                   

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir