Í kyrruviku 2023

I.

Það var hádegi
Sólin missti birtu sinnar
Í boði var edik

Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?

Öðrum bjargaði hann
sjálfum sér getur hann ekki bjargað

Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?

Það er fullkomnað

Hann hneigði höfuðið
gaf upp andann

Það er fullkomnað

II.

Þær stóðu þarna konurnar

Horfðu, grétu

Það er fullkomnað

III.

Þær gripu í tómt
Var honum stolið?

Engin hafði skilið að
hann ætti að rísa upp frá dauðum

Birtist upprisinn
Friður sé með yður

 



Dauðinn að morgni dags

 

Hvað voru mörg drepin í dag?

Hvað áttu við?

Bara það sem ég sagði. Það er alltaf talað um hvað margir voru myrtir í fréttunum.

Hvað voru þau mörg í dag?

Sjáum til, hér stendur 16 manns létust í árás á verslunarmiðstöð.

Það er nefnilega það.

Í gær var sagt að einn hefi veri drepinn í skotárás í Noregi. Það er nú ekki mikið miðað við morðin á Útey. Þar voru 69 ungmenni drepin og nokkrir í Osló

Það er alveg rétt

Svo er verið að minnast þeirra sem fórust í Lockerbie slysinu. Það var nú morðárás, hryðjuverk. 270 dóu.

Vá. Mér verður bara illt.

Það mætti nú segja einhverjar uppbyggilegar sögur – eða eru kannski engar góðar fréttir?

Jú, hér er ein. Skólastúlka fékk verðlaun fyrir ritgerð um aðstoð við fólk sem hefur orðið örkumla í stríði eða slysi.

En göfugt.

Já. Hún er víst eitthvað tengd Össuri – fyrirtækinu, þú skilur.

Jæja, mig langar ekki að fá fleiri dauðafréttir.

En þú verður að líta breiðar á dauðsföll.

Nú, hvernig?

Blöðin og RÚV eru full af dánartilkynningum. Fólk deyr þó það sé ekki drepið.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Í kyrruviku 2023

I.

Það var hádegi
Sólin missti birtu sinnar
Í boði var edik

Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?

Öðrum bjargaði hann
sjálfum sér getur hann ekki bjargað

Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?

Það er fullkomnað

Hann hneigði höfuðið
gaf upp andann

Það er fullkomnað

II.

Þær stóðu þarna konurnar

Horfðu, grétu

Það er fullkomnað

III.

Þær gripu í tómt
Var honum stolið?

Engin hafði skilið að
hann ætti að rísa upp frá dauðum

Birtist upprisinn
Friður sé með yður

 



Dauðinn að morgni dags

 

Hvað voru mörg drepin í dag?

Hvað áttu við?

Bara það sem ég sagði. Það er alltaf talað um hvað margir voru myrtir í fréttunum.

Hvað voru þau mörg í dag?

Sjáum til, hér stendur 16 manns létust í árás á verslunarmiðstöð.

Það er nefnilega það.

Í gær var sagt að einn hefi veri drepinn í skotárás í Noregi. Það er nú ekki mikið miðað við morðin á Útey. Þar voru 69 ungmenni drepin og nokkrir í Osló

Það er alveg rétt

Svo er verið að minnast þeirra sem fórust í Lockerbie slysinu. Það var nú morðárás, hryðjuverk. 270 dóu.

Vá. Mér verður bara illt.

Það mætti nú segja einhverjar uppbyggilegar sögur – eða eru kannski engar góðar fréttir?

Jú, hér er ein. Skólastúlka fékk verðlaun fyrir ritgerð um aðstoð við fólk sem hefur orðið örkumla í stríði eða slysi.

En göfugt.

Já. Hún er víst eitthvað tengd Össuri – fyrirtækinu, þú skilur.

Jæja, mig langar ekki að fá fleiri dauðafréttir.

En þú verður að líta breiðar á dauðsföll.

Nú, hvernig?

Blöðin og RÚV eru full af dánartilkynningum. Fólk deyr þó það sé ekki drepið.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir