Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957) hefur ritað fjölmargar greinar og bækur um guðfræði. Kirkjublaðið.is hefur birt nokkrar greinar eftir hann um kirkjumál, guðfræði og list 

Til hvers ætti biskup að taka afstöðu?

Þátttaka biskups í opinberri umræðu

1. Inngangur

Í umræðunni um tilvonandi biskup um þessar mundir er víða lögð áhersla á að sá sem verði kjörinn þurfi að vera andlegur leiðtogi. Óneitanlega er það hlutverk samofið óskinni um að biskup hafi til að bera innsæi og færni til að greina tímanna tákn og leggja út af þeim. Hann þurfi að vera fær um að greina þær spurningar sem brenna á þjóðinni og veita svör kristinnar trúar við þeim. Hlutverk biskups á  umbreytingatímum sé að halda þjóðinni á réttri braut. Væntingar til biskupsembættisins eru því miklar. Látum það liggja milli hluta hversu raunhæfar þær eru, en veltum því fyrir okkur í staðinn til hvers biskup þurfi eða eigi að taka afstöðu í mismunandi málum. Í því sambandi er nauðsynlegt að taka mið af þeirri umræðuhefð sem ríkjandi er í samtímanum og hann þarf að bregðast við.

Nokkur athyglisverð fræðirit um samfélagslegt hlutverk biskupsembættisins og vanda kirkjunnar í samtímanum verða lögð hér til grundvallar. Sú fyrsta er bókin Kirchendämmerung (sem gæti nefnst á íslensku Kirkjan í ljósaskiptunum) sem þýski trúfræðingurinn Friedrich Wilhelm Graf sendi frá sér 2011, en hann telst til eins af helstu leiðtogum nýfrjálslyndu guðfræðinnar.[1] Önnur bók er Für die Vernunft – Wider Moralisierung und Emotionalisierung in Politik und Kirche (sem gæti nefnst á íslensku Málsvari skynseminnar: Gegn móralíseringu og tilfinningavæðingu innan stjórnmála og kirkju) sem þýski trúfræðingurinn Ulrich H.J. Körtner sendi frá sér 2017 en hann telst til guðfræðiskóla Karls Barths og Eberhards Jüngels.[2] Þá er það bókin Kirche ohne Mitte (sem gæti nefnst á íslensku Kirkja án miðju) sem þýski kirkjusagnfræðingurinn Thomas Martin Schneider sendi frá sér 2023.[3] Loks er það metsölubókin „Cancel Cultur“ – Ende der Aufklärung? (sem gæti nefnst á íslensku Slaufunarmenning – lok upplýsingarinnar?) sem þýski heimspekingurinn Julian Nida–Rümelin sendi frá sér 2023.[4] Af titlum þessara fræðirita má sjá að höfundarnir telja að kirkjan og vestræn menning standi við vatnaskil. Þeir knýja á um að menn hugi betur að grunnhugmyndum upplýsingarinnar þegar vandi samtímans er greindur. Höfundarnir virða allir þá rannsóknarvinnu sem fulltrúar síðnútímans (póstmódernismans) hafa gert á samtímanum á undanförnum áratugum, en vara um leið við þeirri afstæðishyggju sem hann hefur gjarnan leitt til. Slíkt eigi sérstaklega við um stjórnmál, menntastofnanir, fjölmiðla og umræðu um siðferðileg álitamál. Allir telja þeir tilfinningavæðingu og siðapredikun (móralíseringu) í orðræðunni óheppilega og standa úrlausn erfiðra mála fyrir þrifum. Að mati þeirra þurfi að tryggja að á opinberum vettvangi séu leikreglur opinnar og rökrænnar umræðu virtar, hægt sé að koma mismunandi sjónarmiðum á framfæri og málefnaleg átök séu höfð í heiðri. Í öllum þessum ritum er áréttað að vandinn sé sístæður í sögu vestrænnar menningar.

2. Friedrich Wilhelm Graf

2.1 Breytt staða guðfræði og kirkju

Frá og með sjöunda áratugnum verða verulegar breytingar á stöðu kirkjunnar og guðfræðinnar innan vestrænnar menningar. Þessu veldur hefðarrofið þegar kirkjan hætti að vera rammi samfélagsins og mótandi stofnun þess. Að mati Friedrichs Wilhelms Grafs brugðust evangelísk-lútherskir biskupar við þessum vanda með aukinni miðstýringu kirkjunnar í stað þess að efla vægi almenns prestdóms og lýðræðis. Embætti presta og biskupa var sett í forgrunn og átti það að tryggja aukna skilvirkni. Viðleitnin reyndist þó árangurslaus. Kirkjan var orðin mörgum að framandi heimi og játningarrit hennar og kennisetningar náðu orðið bara til þröngs hóps kirkjukristinna.[5] Fyrir vikið grípur almenningur í nútíma fjölmenningarsamfélagi frekar til hugmynda og venja úr öðrum menningarheimum í trúarlífinu sínu. Þess ber þó að gæta að mati Grafs hversu spennuhlaðið fyrirbrigði kristinn táknheimur sé. Aðlögunarhæfni hans sé mikil og hann hafi auðsýnt færni í að vinna úr öðrum hefðum og táknkerfum. Graf telur því orðið erfitt að fóta sig í orðræðu samtímans og tengja hana við boðun fagnaðarerindisins í Jesú Kristi.[6]

Graf ræðir síðan þá staðreynd að vel menntaðir guðfræðingar eigi það til að veigri sér við að gerast prestar og leiti því á önnur mið.[7] Þessu valdi m. a. að gagnrýnið hlutverk predikunarinnar – sem birtingarmynd hins kristna frelsis – hafi um of vikið fyrir þeirri tilhneigingu að enduróma tíðarandann.[8] Graf tekur harla djúpt í árinni þegar hann telur upp sjö meginerfiðleika kirkjunnar um þessar mundir en þeir eru að mati hans (1) málleysi fulltrúa hennar við að orða inntak fagnaðarerindisins, (2) almenn fjarvera kirkjunnar manna innan lista og mennta, (3) allt um liggjandi „móralismi“ innan kirkjunnar, (4) ekki næg lýðræðisþróun í stjórnkerfi kirkjunnar, (5) hversu sjálfhverfir fulltrúar kirkjunnar geta verið, (6) framtíðarblinda og loks (7) misskilningur um félagsþjónustu kirkjunnar.

2.2 Kirkja orðsins

Evangelísk–lúthersk kirkjudeild er að mati Grafs í kjarna sínum kirkja orðsins þar sem útlegging og boðun þess er miðlæg. Þetta birtist sérstaklega í guðsþjónustum, áherslu á menntun safnaðarmeðlima og útgáfu á guðfræðilegu efni.[9] Það kemur því lítt á óvart að mörg af andans stórmennum innan vestrænnar menningar eru afkomendur presta eða koma frá prestsheimilum. Þegar litið er yfir menningarsögu Vesturlanda bara á 19. og fram á 20. öld blasa við áhrif „kúltur-prótestantismans“[10] í vestrænni menningu. Max Weber (1864–1920) gerði því hátt menntastig almennings í lútherskum löndum að viðfangsefni rannsókna sinna. Predikanir lútherskra presta vitnuðu vel um þetta en í þeim var höfðað til skynsemi og tilfinninga. Í guðfræði Friedrichs Scheiermachers (1768–1834), svonefnds föður frjálslyndu guðfræðinnar, er gerð góð grein fyrir vægi þessa. Það er aftur á móti fyrst á sjöunda áratug 20. aldar sem aðrar áherslur og táknmyndir taka að koma fram í predikunum. Í kjölfar friðar– og umhverfishreyfinga fær hið dulræna og óræða aukið vægi og með tilkomu síðnútímans á níunda áratugnum bætist þar við afstæðishyggja. Þetta hafi þýtt að inntak og framsetning fagnaðarerindisins í predikunum hafi í vaxandi mæli orðið óskýr. Í predikuninni í seinni tíð sé almennt tekið mið af óljósum tilfinningum frekar en skynsemi og rökum. Graf telur að kirkjan hafi þannig misst hlutverk sitt sem áttavísir í lífi fólks í uppgjöri þess við stefnur og strauma í samtímanum.[11] Ofan á allt þetta bætist ótti margra presta við að takast á við þau erfiðu guðfræðilegu efni sem textaraðir kirkjuársins geyma. Í stað þess hafi prestar og fulltrúar kirkjunnar tekið að boða svonefnda vellíðunarguðfræði (þ. Wellness).[12]

Graf segir að þessar breyttu áherslur komi þegar fram í guðfræðináminu, en þar hafi átt sér stað miklar breytingar. Aðrar deildir séu farnar að fjalla um efni sem áður voru á sérsviði guðfræðideilda og góðir nemendur og doktorsnemar leita ekki endilega í kirkjulegt starf. Þetta hafi með öðrum orðum leitt til spekileka (e. brain drain) innan guðfræðinnar og kirkjunnar. Hér veldur mestu að mati Grafs skortur á fræðilegum heiðarleika (þ. intullektueller Redlichkeit) eða ræktun þess sem telst til sérstöðu guðfræðinnar. Þessi staða opinberist fyrir vikið í vaxandi skeytingarleysi innan kirkjunnar gagnvart bóknámi og vísindalegum vinnubrögðum.

2.3 Afstæði menntunar

Graf segir að innan kirkjunnar hafi vægi bóknáms minnkað og trosnað um hin fornu tengsl mótmælenda á milli mennta– og hjálpræðisvitundar og blasi afleiðingarnar við. [13] Prestar hafi misst miðlægt vægi sitt innan samfélagsins og mikið til sé hætt að leita til þeirra um álit varðandi samfélagsleg málefni.[14] Slíkt sé ekki að undra þar sem almennt málleysi ríki innan stéttarinnar gagnvart kjarnaviðfangsefnum mannlegs lífs. Viðleitni kirkjunnar manna til að taka upp áberandi málefni í krafti oft óljósra kristinna gilda gagnist hér lítið. Að mati Graf hefur það bara leitt til aukinnar siðvæðingar eða móralíseringar innan kirkjunnar sem taki á sig hæpnar birtingarmyndir eins og það að vera kristinn sé að tilheyra „góða fólkinu“.[15] Því miður virðist þessi þróun haldast í hendur við aukna miðstýringu og lýðræðishalla innan kirkjunnar.[16]

Veraldarvæðing vestrænna samfélaga hafi líka mótað þetta ferli. Fólk leiti ekki lengur markvisst til kirkjulegra stofnana til að móta og orða trú sína, heldur sé hún alfarið orðin á ábyrgð einstaklingsins.[17] Graf telur því nauðsynlegt fyrir starfsmenn kirkjunnar að huga betur að því sem kristin trú standi fyrir og greina samtímann í samhengi þess.

3. Ulrich H.J. Körtner

3.1 Vægi sannleikans

Ulrich H.J. Körtner segir að innan hugvísinda sé almennt gengið út frá því að þekking, hvaða nafni sem hún nefnist, sé háð sögu og samhengi og sé sögulega skilyrt og þar með afstæð. Það leiði aftur á móti ekki til þess að hugmyndin um sannleika og leitin að honum sé afstæð eða óþörf þar sem enginn algildur sannleikur eigi að vera til. Sannleikann beri aftur á móti að meta sem hugmynd sem sé mótuð af menningarumhverfi og í tilfallandi sögulegum aðstæðum. Þessa kenningu hafi margir viljað leiða af þeim aðferðum og rannsóknum sem stundaðar hafa verið af fulltrúum síðnútímans. Körtner hafnar þessu og bendir á þversögn fullyrðingarinnar um að allt sé afstætt því að þegar betur sé að gætt feli hún í sér alhæfingu sem hafni alhæfingum. Slíkt gangi ekki upp.[18] Í krafti hennar séu samt settar fram fullyrðingar um „annars konar staðreyndir“ (e. alternative facts) sem frægt er orðið í málflutningi stuðningsmanna Donalds Trumps fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda.[19] Körtner hafnar slíku þar sem mögulegt sé að sannreyna staðreyndir með viðurkenndum aðferðum óháð því pólitíska samhengi sem þær eru settar fram í.[20]

Í stjórnmálum liggi áhersla á upplifanir fólks og séu staðreyndir jafnan settar undir mælikvarða þeirra. Stjórnmálamenn líti þar fyrst og fremst til þess sem þjóðin vilji og hvernig henni líði. Í slíku umhverfi sé erfitt að túlka staðreyndir og verði það mun erfiðara þegar búið er að skekkja mynd manna svo að erfitt sé að koma auga á þær.[21] Við slíkar aðstæður sé gjarnan frekar farið í manninn en málefnið þegar tekist er á um erfið mál.[22] Þetta birtist ekki síst í tilfinninga- og hneykslisvæðingunni í orðræðu samtímans. Að mati Körtners gerir slíkt vægi sannleikans ekki afstætt.[23]

3.2 Algild siðferðileg gildi og siðvæðing

Körtner bendir á að algild siðferðileg gildi séu máttarstólpar vestrænnar menningar og hafi um aldir verið mótandi í grísk-kristinni menningararfleifð vestrænna samfélaga. Frá tilkomu nútímans hafi þau verið útfærð enn frekar af helstu fulltrúum upplýsingarinnar og öðrum menningarfrömuðum. Þessi gildi taki vissulega mið af sögulegum aðstæðum og ríkjandi tíðaranda þrátt fyrir algildi sitt eins og m. a. er sett fram í kjörorðum frönsku byltingarinnar: Frelsi, réttlæti og bræðralag.[24] Í samtímanum hafi hér þó átt sér stað viss hliðrum eða eins og Körtner orðar það: „Eftir að siðfræðin varð vísindavædd eru vísindin í dag siðvædd, og eftir að stjórnmálin yfirtóku siðferðið eru stjórnmálin núna siðvædd“.[25] Við þetta allt bætist þrýstingurinn um að losa eigi um tök skynseminnar á siðferðinu og tengja það við upplifun fólks, kröfur misskilgreindra hagsmunahópa og menningarkima. Afleiðingin sé siðvæðing og tilfinningavæðing samfélagsumræðunnar sem hafi valdið almennu óöryggi um að taka ákvarðanir í stjórnmálum, vísindum og á menningarsviðinu sem kunni að reynast umdeildar og í óþökk þeirra sem stýra vilja samfélagsumræðunni. Körtner talar hér um „ídeológiseringu“ eða það að hugmyndastefnu sé falið túlkunarvaldið um hvað teljist staðreynd. Hugtök séu nú notuð sem tæki og löguð að viðkomandi stefnu. Þetta eigi við um hugtök eins og frelsi, sjálfsákvörðunarrétt, umburðarlyndi, margbreytileika og hluttekningu og sömuleiðis öllu neikvæðari hugtök eins og kynþáttahatari, þjóðernissinni, bandaríkjaandúð, íslamisti, hómófóbía o. s. frv.[26] Að mati Körtners verður líka vart við sömu tilhneigingu innan trúarlegrar orðræðu en þar er hugtökunum synd, fyrirgefning, náð, fórn og friðþæging oft komið fyrir innan einhverrar hugmyndastefnu eða þeim hreinlega ýtt til hliðar. Afleiðingin sé að hugtökin verði óskýr og missi skýringargildi sitt. [27]

Körtner varar við þessu og segir: „Lýðræðið lifir fyrir ræktun skynsamlegrar orðræðu þar sem virk skoðunarskipti eiga sér stað. Um þessa þætti þarf að standa vörð […] og virða það að rök eiga ekki að lúta valdboði eða tilfinningum, heldur skynsemi. Ef lýðræðið á að virka mega rök ekki vera á valdi tilfinninga.“[28]

Niðurstaða Körtners er sú að það verði að af – hjálpræðisvæða stjórnmálin og losa umræðuna úr heljartökum þeirrar „trúar“ sem hugmyndastefnur virkja. Kirkjudeildir mótmælenda hafi til þess tæki eins skiptinguna í lögmál og fagnaðarerindi, tveggja ríkja kenninguna, þrískiptingu valds o.s.frv.[29] Með hjálp þessara tækja sé mögulegt að vinna gegn siðvæðingunni og halda í heiðri sjálfræði einstaklingsins.[30] Af röksemdafærslu Körtners má leiða að kirkjurnar og þar með biskuparnir verði hér að gæta að því að þrátt fyrir að mörg málefni brenni á samfélaginu sem þurfi vissulega að greina, leiði ekki af því siðferðileg skylda hvers biskups að taka afstöðu til allra málefna. Biskup þurfi fyrst að greina þau mál sem tekin er endanlega afstaða til áður en hún sé gerð opinber. Þó svo að það verði að vera ljóst að biskup tali þar aðeins í nafni eigin persónu verði um leið að taka mið af því að skoðun hans geti haft meira vægi en skoðun presta og annarra meðlima kirkjunnar.

4. Thomas Martin Schneider

4.1 Vatnaskil á sjöunda áratugnum

Kirkjusöguprófessorinn Thomas Martin Schneider gerir í ritinu Kirche ohne Mitte margræðni mannlegs veruleika að viðfangsefni sínu. Schneider álítur líkt og Graf og Körtner að á sjöunda áratug 20. aldar hafi orðið vatnaskil sem komi fram í stjórnmálavæðingu trúar og trúarbragða og móralíseringu stjórnmála. Evangelísk-lúthersk kirkja brást við þessu með róttækum kerfisbreytingum.[31] Guðfræðingar á væng jafnt frjálslyndrar guðfræði, Bultmanns-skólans sem og hefðbundinnar lútherskrar guðfræði vöruðu við þessari þróun og hvernig kirkjustjórnin hefði brugðist við henni. Í stjórnkerfinu var þrátt fyrir það stuðst við kenningar Karls Barths um drottinvald Krists (þ. Königsherrschaft Christi) og vægi spámannlegs hlutverks kirkjunnar sett í öndvegi.[32] Að mati Schneiders var samkirkjulega hreyfingin mótuð af svipuðum áherslum enda sé innan hennar almennt áhugaleysi gagnvart sérleika kirkjudeildanna. Fullyrt var að þær hefðu allar sama vægi og skiptu þar með ekki meginmáli. Hugmyndinni um einingu kirkjudeilda í sérleika þeirra hafði þar með verið vikið til hliðar. Samkvæmt Schneider er uppskera samkirkjulegs starfs í samræmi við það. Rómversk-kaþólskir viðurkenna ekki kirkjudeildir mótmælenda, embætti þeirra og sakramentisþjónustu og meðlimum kirkjudeilda mótmælenda er meinaður aðgangur að altarisþjónustu þeirra.[33]

Þegar kristindómsfræðsla almennings og meðlima kirkjunnar er skoðuð kemur á daginn að börn fá jafnt í skóla sem heima hjá sér litla fræðslu um kristna trú og sérleika kirkjudeildar sinnar. Lengi vel var álitið að kristindómsfræðslan væri verkefni skólanna, en vægi hennar þar hefur minnkað og er hún að mestu horfin því að nú er litið svo á að þessi skylda hvíli á viðkomandi söfnuði og heimili.[34] Afleiðingar þessa setji mark sitt á almenna umræðu, svo sem innan kirkjunnar í umfjölluninni um siðbótarmanninn Martein Lúther (1483–1546). Þar var guðfræði hans að mestu sniðgengin en þeim mun meira hamrað á því að hann hafi verið miðaldamaður, andstæðingur grunngilda upplýsingarinnar, þjónn fursta, neikvæður gagnvart gyðingum o. s. frv. Að Lúther hafi verið baráttumaður samviskufrelsis, í guðfræði hans sé sjálfræði einstaklingsins grundvallað, hamraði sé á aðgreiningu milli andlegs og veraldlegs valds o. s. frv. er allt látið liggja á milli hluta.[35]

4.2 Þegar hugtök fara á flot

Schneider dregur fram hvernig þessi þróun hafi smám saman leitt til almenns áhugaleysis á kristinni trú. Guðfræðilegum kjarnaatriðum sé fyrir vikið mætt með skilningsleysi og áhugaleysi ekki aðeins utan kirkjunnar heldur innan hennar einnig. Auk þess hafi söfnuðirnir breyst í hálfgerðar þjónustumiðstöðvar þar sem presturinn er rekstrarstjóri í þjónandi forystu.[36]

Að allt sé endanlega pólitískt er að mati Schneider út af fyrir sig rétt, en þá frá því guðfræðilega sjónarhorni að endanlega sé allt um leið guðfræðilegt.[37] Af þessu leiði að kirkjan eigi ekki endurspegla það sem komi fram á sviði stjórnmála, heldur setja það í guðfræðilegt samhengi.[38] Tækin til þess sé að finna í kenningunni um réttlætingu af trú, lögmáli og fagnaðarerindi og tveggja ríkja kenningunni.[39] Hlutverk fulltrúa kirkjunnar sé hér að afhjálpræðisvæða umræðuna og koma henni fyrir í þeim farvegi sem þörf sé á.

4.4. Niðurstaða

Schneider segir: „Af sjónarhóli guðfræði Bultmanns átti að afgoða kraftaverkafrásögur [Nýja testamentisins] til að túlka fagnaðarerindið á tilvistarlegan máta. Sú varð þó ekki raunin.“[40] Afgoðun kraftaverkanna átti sér stað en í stað tilvistarlegrar túlkunar komu stjórnmálalegar túlkanir sem enduðu margar hverjar í hreinum móralisma. Schneider vill snúa þessari þróun við og þá í krafti þess að snúa aftur að guðfræðilegum viðfangsefnum. Sjálfsmynd nútímamannsins sé eftir sem áður í kirkjusögunni ánauð verkaréttlætingar. „Lítum við í spegil, án andlitsfarða, þá blasir ekki við þér guð eða goð, heldur sjálfhverf brothætt vera sem er um megn að raungera sjálfan sig, veita lífi sínu merkingu og tilgang. Hún er ofan á allt þetta ófær um að elska aðra, hvað þá sjálfa sig.“[41] Maðurinn þarfnist nú sem áður þess halds sem kristin trú veiti. Hvernig maðurinn meðtaki fagnaðarerindið ráði boðendur þess ekki við, en þeirra sé eftir sem áður að miðla því svo sá möguleiki sé til staðar að við því sé tekið.

5. Julian Nida–Rümelin

5.1 Endurskoðun dogmu og kennisetninga

Heimspekingurinn Julian Nida-Rümelin segir að dogmur séu grundvallarkennisetningar sem settar séu fram sem forsendur margvíslegra kenninga og útfærslna þeirra. Sjálfar séu þær aftur á móti hvorki til umræðu né gagnrýni. Þær séu rammi samfélagsgerðarinnar og settar utan um umræðuna innan hennar. Innan vestrænnar menningar og hins íslamska heims hafi dogmur verið forsendur túlkunarvalds andlegra og veraldlegra valdhafa og sé svo enn.[42] Þær gagnrýnisraddir sem dragi þær í efa kalli fram hörð viðbrögð og villutrúardóma sem í senn feli í sér útilokun frá umræðunni og samfélaginu. Þetta sé grundvöllur og megineinkenni slaufunarmenningarinnar (e. cancel cultur).[43]

Nida-Rümelin segir að í kjölfar þrjátíu ára stríðsins hafi grundvellinum verið svipt undan kristinni kennisetningu og önnur sett í staðinn. Thomas Hobbes (1588–1679) leitaðist þannig við í riti sínu Leviathan (1651) að sniðganga trúarlegar dogmur með því að binda allt vald og valdbeitingu við ríkisvaldið sem setji og tryggi lög réttarríkisins.[44] Hið afhelgaða ríkisvald sé sett þar fram sem lausn úr ánauð kennisetninga. Enski heimspekingurinn John Locke (1632–1704) hafi síðan bætt við áherslunni á náttúrulegan rétt sérhvers einstaklings til lífs og um leið yfir eigin lífi, limum og eignum. Hann hafi lagt áherslu á að ekki megi svipta einstaklinginn þessum grunnréttindum, hvorki í nafni hagsmuna heildarinnar né hóps. Locke hafi auk þess lagt áherslu á þrískiptinguna í löggjafar–, dóms– og framkvæmdavald.[45] Immanuel Kant (1724–1804) hafi tekið undir þetta og brýnt fyrir fólki að hagsmunum einstaklingsins megi ekki fórna á altari pólitískra eða efnahagslegra hagsmuna. Réttindi hans séu gefin með mennsku mannsins og óhagganlegu gildi hans (þ. Würde).

5.2. Vísindahyggja og trú  

Nida-Rümelin vísar til deilna rómversk-kaþólsku kirkjunnar við Galíleo Galielei (1562–1642) til að sýna hvernig umræddur „dogmatismi“ í formi fastheldni á kennisetningum og slaufunarmenningu virka. Þar hafi verið tekist á um heimsmynd kirkjunnar og raunvísinda. Kirkjan hafi reynt að halda til haga hugmyndinni um handleiðslu Guðs í lífi mannsins og innan sköpunarverksins en fulltrúar raunvísinda hafi þess í stað viljað byggja á lokaðri heimsmynd þar sem veröldin lyti óumbreytanlegum lögmálum sem vísindin ein geti rannsakað. Kirkjunnar menn töldu aftur á móti að slíkt gæti leitt til örlagahyggju þar sem allt liti óhagganlegum lögmálum í köldum heimi.[46] Þó svo að um þetta hafi verið tekist telur Nida–Rümelin að átökin hafi fyrst og fremst snúist um frelsi vísinda til að nálgast viðfangsefni sín án ákveðins hugmyndafræðilegs ramma eða dogmu. Galíleo hafi sem sé risið upp gegn fyrirframgefnum túlkunarramma sem hann yrði að lúta. Þegar hann var svo ásakaður um villutrú, hafi verið gripið til þöggunar og slaufunar.

Það er alkunnugt að Galileo bar að lokum sigur úr bítum og færðist túlkunarvaldið þar með til raunvísindanna sem fengu það hlutverk að túlka heimsmynd raunheimsins. Að mati Nida-Rümelin hafði þetta í för með sér að raunvísindin fengu nú hjálpræðislega stöðu innan vestrænnar menningar. Afleidd afleiðing þess hafi verið ný fastheldni á kennisetningar sem hafi í samtímanum jafnvel tekið á sig trúarlegt form í vísindahyggju eða vísindatrú sem flokka megi sem lífsskoðun (þ. „weltanschauliche Ideologie“).[47] Einkennandi fyrir hana sé að vísindalegar aðferðir séu lítt virtar og aðeins vísað til þeirra til að undirbyggja einstaka kennisetningar. Þar sé komin réttlæting fyrir því að kveða upp villutrúardóma með tilheyrandi slaufunarmenningu.

Samkvæmt Nida-Rümelin hafa vísindin alltaf verið tengd vissri staðleysu um hlutleysi þeirra. Vísindastörf eigi t. d. undir högg að sækja nú á dögum þar sem þau eru háð fjárstuðningi jafnt úr efnahagslífinu og frá stjórnvöldum sem sett geta fram ýmsar kröfur. Samtímis því sé varað við dogmuhyggju með vísun til vísindalegrar vinnu en ljóst sé að vísindastörf séu mörg hver háð mati og félagssögulegu samhengi. Nida-Rümelin segir: „Það eru ekki vísindin sem kveða upp úr um hvernig við eigum að hugsa, bregðast við og starfa. Þau lúta hér eins og allt annað þeim veruleika sem kallast dagleg notkun tungumálsins (e. ordinary language), sem þau grundvalla ekki heldur lúta.“[48]

5.3 Mál og menningarheimar

Að mati Nide-Rümelins er hættulegt að nota afstæðishyggju og vægi menningarheima og jaðarhópa til að knýja á um sérstöðu vissra málefna fram yfir önnur. Ekki er nauðsynlegt að rekja umfjöllun hans hér að öðru leyti en því að árétta þarf að fyrir vikið hefur komið fram á sjónarsviðið nýr dogmatismi sem gerir opinni og gagnrýnni umræðu erfitt fyrir. Vandinn er sá að í orðræðunni er stutt í villutrúardóma og ekki greint á milli skoðana og persóna. Slíkt er stundað í skjóli afstæðishyggju og liggur við að markvisst sé vikið til hliðar hefð upplýsingarinnar um vægi raka og sannleiksleitar. Þessi þróun hefur verið áberandi innan háskólasamfélagsins og í fjölmiðlaheiminum. Aftur á móti vekur hún óþol meðal almennings sem hægri og vinstri lýðskrumarar (popúlistar) nýta sér.[49]

Nide-Rümelin knýr því á um nauðsyn þess að rækta opna umræðu í opinberu rými þar sem þær leikreglur séu virtar sem tryggja gagnrýnin og rökbundin átök mismunandi skoðana.

6. Niðurstaða

Vel má gagnrýna fjórmenningana fyrir að draga upp frekar dökka mynd af orðræðunni í samtímanum en þær áherslur innan hennar sem þeir draga fram eru þó athyglisverðar. Sameiginlegt er fjórmenningunum að í opinberri umræðu er ekki talið réttlætanlegt að krefjast þess af fólki að það auðsýni tilfinningalega hluttekningu um þau málefni sem tekist er á um. Allir í umræðunni þurfa að kynna sér þar rök með og á móti enda er málefnaleg umræða að jafnaði eðlileg átök um rök og skoðanir. Þegar tekist er á þarf það að einkennast af umburðarlyndi gagnvart persónum andstæðra skoðana sem leyfa harða gagnrýni á þær. Að sama skapi ber að sneiða hjá hvers kyns þöggun í nafni einhvers hóps eða stefnu.[50]

Í þessu samhengi hefur biskupsembættið mikilvægu hlutverki að gegna. Kirkjan er vissulega vettvangur opinnar umræðu, en það er ekki á færi kirkjunnar sem stofnunar að fulltrúar hennar taki afstöðu til allra mála. Að sama skapi er það ekki hlutverk biskupa eða presta að tala í nafni kirkjunnar um einstök álitamál né hvaða afstöðu menn eigi að taka til þeirra heldur verða þeir að gera slíkt í eigin nafni þegar þeir gera það og auðsýna um leið þá auðmýkt að öndverð sjónarmið séu eða kunni að vera til staðar meðal kristinna manna. Orð biskups og presta hafa vægi en þau ber ávallt að meta með gagnrýnum huga með hliðsjón af fagnaðarerindinu og almennri skynsemi grundvallaðri á fræðilegri þekkingu og vísindalegum vinnubrögðum. Biskup hefur þó mælikvarða sem hann getur ávallt stuðst við, en í 28. grein Ágsborgarjátningarinnar segir að: „biskupsvaldið sé samkvæmt fagnaðarerindinu vald eða boð frá Guði að prédika fagnaðarerindið, leysa og binda syndina og þjóna að sakramentunum.“[51]

Tilvísanir

[1] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung – Wie die Kirche unser Vertrauen verspielen, C.H. Beck, München 2011.

[2] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft – Wider Moralisierung und Emotionalisierung in Politik und Kirche, Evangelische Verlagsanstalt, Leipzig 2017.

[3] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte – Perspektiven in Zeiten des Traditionsabbruch, Evangelische Verlagsanstalt, Leipzig 2023.

[4] Julian Nida–Rümelin, „Cancel Culture“ – Ende der Aufklärung? Ein Plädoyer für eigenständiges Denken, Pipper 4. útgáfa München 2023.

[5] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 19.

[6] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 21.

[7] Graf tekur fram að þessar breytingar komi fram á svipuðum tíma og konum tók að fjölga í guðfræðinámi og prestastétt, en varar samt við því að það verði tengt sérstaklega við þessar breytingar. Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 25, 45.

[8] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 27.

[9] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 41.

[10] Hreyfing, aðallega meðal þýskumælandi þjóða, síðla á 19. öld og framan af þeirri 20. sem leitaðist við að samþætta og sætta kristindóminn við framvindu nútímans á sviði menntunar, heimspeki og menningar.

[11] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 37.

[12] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 38.

[13] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 52.

[14] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 61.

[15] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 72.

[16] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 77–87.

[17] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 127, 137–142.

[18] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 10–11. Hann byggir hér m.a. á greiningu Hans–Georgs Gademars (1900–2002) í Wahrheit und Methode.

[19] „alternative facts“, https://en.wikipedia.org/wiki/Alternative_facts.

[20] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 55.

[21] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 15.

[22] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 23.

[23] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 21.

[24] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 25.

[25] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 26.

[26] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 31.

[27] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 35.

[28] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 58.

[29] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 87–88.

[30] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 91.

[31] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 44.

[32] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 45.

[33] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 92–93.

[34] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 104–105.

[35] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 111.

[36] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 159.

[37] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 163.

[38] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 165.

[39] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 169.

[40] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 169.

[41] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 181.

[42] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 24–26. Mikilvægt er að gæta að því að Julian Nida–Rümelin vinnur hér með nokkuð annað dogmuhugtak en almennt er stuðst við innan trúfræðinnar.

[43] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 24–26.

[44] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 27.

[45] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 31.

[46] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 48–49.

[47] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 63.

[48] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 73.

[49] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 82.

[50] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 129.

[51] Einar Sigurbjörnsson, Kirkjan játar, 2. útg., Skálholt 1991, 244.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

 

 

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957) hefur ritað fjölmargar greinar og bækur um guðfræði. Kirkjublaðið.is hefur birt nokkrar greinar eftir hann um kirkjumál, guðfræði og list 

Til hvers ætti biskup að taka afstöðu?

Þátttaka biskups í opinberri umræðu

1. Inngangur

Í umræðunni um tilvonandi biskup um þessar mundir er víða lögð áhersla á að sá sem verði kjörinn þurfi að vera andlegur leiðtogi. Óneitanlega er það hlutverk samofið óskinni um að biskup hafi til að bera innsæi og færni til að greina tímanna tákn og leggja út af þeim. Hann þurfi að vera fær um að greina þær spurningar sem brenna á þjóðinni og veita svör kristinnar trúar við þeim. Hlutverk biskups á  umbreytingatímum sé að halda þjóðinni á réttri braut. Væntingar til biskupsembættisins eru því miklar. Látum það liggja milli hluta hversu raunhæfar þær eru, en veltum því fyrir okkur í staðinn til hvers biskup þurfi eða eigi að taka afstöðu í mismunandi málum. Í því sambandi er nauðsynlegt að taka mið af þeirri umræðuhefð sem ríkjandi er í samtímanum og hann þarf að bregðast við.

Nokkur athyglisverð fræðirit um samfélagslegt hlutverk biskupsembættisins og vanda kirkjunnar í samtímanum verða lögð hér til grundvallar. Sú fyrsta er bókin Kirchendämmerung (sem gæti nefnst á íslensku Kirkjan í ljósaskiptunum) sem þýski trúfræðingurinn Friedrich Wilhelm Graf sendi frá sér 2011, en hann telst til eins af helstu leiðtogum nýfrjálslyndu guðfræðinnar.[1] Önnur bók er Für die Vernunft – Wider Moralisierung und Emotionalisierung in Politik und Kirche (sem gæti nefnst á íslensku Málsvari skynseminnar: Gegn móralíseringu og tilfinningavæðingu innan stjórnmála og kirkju) sem þýski trúfræðingurinn Ulrich H.J. Körtner sendi frá sér 2017 en hann telst til guðfræðiskóla Karls Barths og Eberhards Jüngels.[2] Þá er það bókin Kirche ohne Mitte (sem gæti nefnst á íslensku Kirkja án miðju) sem þýski kirkjusagnfræðingurinn Thomas Martin Schneider sendi frá sér 2023.[3] Loks er það metsölubókin „Cancel Cultur“ – Ende der Aufklärung? (sem gæti nefnst á íslensku Slaufunarmenning – lok upplýsingarinnar?) sem þýski heimspekingurinn Julian Nida–Rümelin sendi frá sér 2023.[4] Af titlum þessara fræðirita má sjá að höfundarnir telja að kirkjan og vestræn menning standi við vatnaskil. Þeir knýja á um að menn hugi betur að grunnhugmyndum upplýsingarinnar þegar vandi samtímans er greindur. Höfundarnir virða allir þá rannsóknarvinnu sem fulltrúar síðnútímans (póstmódernismans) hafa gert á samtímanum á undanförnum áratugum, en vara um leið við þeirri afstæðishyggju sem hann hefur gjarnan leitt til. Slíkt eigi sérstaklega við um stjórnmál, menntastofnanir, fjölmiðla og umræðu um siðferðileg álitamál. Allir telja þeir tilfinningavæðingu og siðapredikun (móralíseringu) í orðræðunni óheppilega og standa úrlausn erfiðra mála fyrir þrifum. Að mati þeirra þurfi að tryggja að á opinberum vettvangi séu leikreglur opinnar og rökrænnar umræðu virtar, hægt sé að koma mismunandi sjónarmiðum á framfæri og málefnaleg átök séu höfð í heiðri. Í öllum þessum ritum er áréttað að vandinn sé sístæður í sögu vestrænnar menningar.

2. Friedrich Wilhelm Graf

2.1 Breytt staða guðfræði og kirkju

Frá og með sjöunda áratugnum verða verulegar breytingar á stöðu kirkjunnar og guðfræðinnar innan vestrænnar menningar. Þessu veldur hefðarrofið þegar kirkjan hætti að vera rammi samfélagsins og mótandi stofnun þess. Að mati Friedrichs Wilhelms Grafs brugðust evangelísk-lútherskir biskupar við þessum vanda með aukinni miðstýringu kirkjunnar í stað þess að efla vægi almenns prestdóms og lýðræðis. Embætti presta og biskupa var sett í forgrunn og átti það að tryggja aukna skilvirkni. Viðleitnin reyndist þó árangurslaus. Kirkjan var orðin mörgum að framandi heimi og játningarrit hennar og kennisetningar náðu orðið bara til þröngs hóps kirkjukristinna.[5] Fyrir vikið grípur almenningur í nútíma fjölmenningarsamfélagi frekar til hugmynda og venja úr öðrum menningarheimum í trúarlífinu sínu. Þess ber þó að gæta að mati Grafs hversu spennuhlaðið fyrirbrigði kristinn táknheimur sé. Aðlögunarhæfni hans sé mikil og hann hafi auðsýnt færni í að vinna úr öðrum hefðum og táknkerfum. Graf telur því orðið erfitt að fóta sig í orðræðu samtímans og tengja hana við boðun fagnaðarerindisins í Jesú Kristi.[6]

Graf ræðir síðan þá staðreynd að vel menntaðir guðfræðingar eigi það til að veigri sér við að gerast prestar og leiti því á önnur mið.[7] Þessu valdi m. a. að gagnrýnið hlutverk predikunarinnar – sem birtingarmynd hins kristna frelsis – hafi um of vikið fyrir þeirri tilhneigingu að enduróma tíðarandann.[8] Graf tekur harla djúpt í árinni þegar hann telur upp sjö meginerfiðleika kirkjunnar um þessar mundir en þeir eru að mati hans (1) málleysi fulltrúa hennar við að orða inntak fagnaðarerindisins, (2) almenn fjarvera kirkjunnar manna innan lista og mennta, (3) allt um liggjandi „móralismi“ innan kirkjunnar, (4) ekki næg lýðræðisþróun í stjórnkerfi kirkjunnar, (5) hversu sjálfhverfir fulltrúar kirkjunnar geta verið, (6) framtíðarblinda og loks (7) misskilningur um félagsþjónustu kirkjunnar.

2.2 Kirkja orðsins

Evangelísk–lúthersk kirkjudeild er að mati Grafs í kjarna sínum kirkja orðsins þar sem útlegging og boðun þess er miðlæg. Þetta birtist sérstaklega í guðsþjónustum, áherslu á menntun safnaðarmeðlima og útgáfu á guðfræðilegu efni.[9] Það kemur því lítt á óvart að mörg af andans stórmennum innan vestrænnar menningar eru afkomendur presta eða koma frá prestsheimilum. Þegar litið er yfir menningarsögu Vesturlanda bara á 19. og fram á 20. öld blasa við áhrif „kúltur-prótestantismans“[10] í vestrænni menningu. Max Weber (1864–1920) gerði því hátt menntastig almennings í lútherskum löndum að viðfangsefni rannsókna sinna. Predikanir lútherskra presta vitnuðu vel um þetta en í þeim var höfðað til skynsemi og tilfinninga. Í guðfræði Friedrichs Scheiermachers (1768–1834), svonefnds föður frjálslyndu guðfræðinnar, er gerð góð grein fyrir vægi þessa. Það er aftur á móti fyrst á sjöunda áratug 20. aldar sem aðrar áherslur og táknmyndir taka að koma fram í predikunum. Í kjölfar friðar– og umhverfishreyfinga fær hið dulræna og óræða aukið vægi og með tilkomu síðnútímans á níunda áratugnum bætist þar við afstæðishyggja. Þetta hafi þýtt að inntak og framsetning fagnaðarerindisins í predikunum hafi í vaxandi mæli orðið óskýr. Í predikuninni í seinni tíð sé almennt tekið mið af óljósum tilfinningum frekar en skynsemi og rökum. Graf telur að kirkjan hafi þannig misst hlutverk sitt sem áttavísir í lífi fólks í uppgjöri þess við stefnur og strauma í samtímanum.[11] Ofan á allt þetta bætist ótti margra presta við að takast á við þau erfiðu guðfræðilegu efni sem textaraðir kirkjuársins geyma. Í stað þess hafi prestar og fulltrúar kirkjunnar tekið að boða svonefnda vellíðunarguðfræði (þ. Wellness).[12]

Graf segir að þessar breyttu áherslur komi þegar fram í guðfræðináminu, en þar hafi átt sér stað miklar breytingar. Aðrar deildir séu farnar að fjalla um efni sem áður voru á sérsviði guðfræðideilda og góðir nemendur og doktorsnemar leita ekki endilega í kirkjulegt starf. Þetta hafi með öðrum orðum leitt til spekileka (e. brain drain) innan guðfræðinnar og kirkjunnar. Hér veldur mestu að mati Grafs skortur á fræðilegum heiðarleika (þ. intullektueller Redlichkeit) eða ræktun þess sem telst til sérstöðu guðfræðinnar. Þessi staða opinberist fyrir vikið í vaxandi skeytingarleysi innan kirkjunnar gagnvart bóknámi og vísindalegum vinnubrögðum.

2.3 Afstæði menntunar

Graf segir að innan kirkjunnar hafi vægi bóknáms minnkað og trosnað um hin fornu tengsl mótmælenda á milli mennta– og hjálpræðisvitundar og blasi afleiðingarnar við. [13] Prestar hafi misst miðlægt vægi sitt innan samfélagsins og mikið til sé hætt að leita til þeirra um álit varðandi samfélagsleg málefni.[14] Slíkt sé ekki að undra þar sem almennt málleysi ríki innan stéttarinnar gagnvart kjarnaviðfangsefnum mannlegs lífs. Viðleitni kirkjunnar manna til að taka upp áberandi málefni í krafti oft óljósra kristinna gilda gagnist hér lítið. Að mati Graf hefur það bara leitt til aukinnar siðvæðingar eða móralíseringar innan kirkjunnar sem taki á sig hæpnar birtingarmyndir eins og það að vera kristinn sé að tilheyra „góða fólkinu“.[15] Því miður virðist þessi þróun haldast í hendur við aukna miðstýringu og lýðræðishalla innan kirkjunnar.[16]

Veraldarvæðing vestrænna samfélaga hafi líka mótað þetta ferli. Fólk leiti ekki lengur markvisst til kirkjulegra stofnana til að móta og orða trú sína, heldur sé hún alfarið orðin á ábyrgð einstaklingsins.[17] Graf telur því nauðsynlegt fyrir starfsmenn kirkjunnar að huga betur að því sem kristin trú standi fyrir og greina samtímann í samhengi þess.

3. Ulrich H.J. Körtner

3.1 Vægi sannleikans

Ulrich H.J. Körtner segir að innan hugvísinda sé almennt gengið út frá því að þekking, hvaða nafni sem hún nefnist, sé háð sögu og samhengi og sé sögulega skilyrt og þar með afstæð. Það leiði aftur á móti ekki til þess að hugmyndin um sannleika og leitin að honum sé afstæð eða óþörf þar sem enginn algildur sannleikur eigi að vera til. Sannleikann beri aftur á móti að meta sem hugmynd sem sé mótuð af menningarumhverfi og í tilfallandi sögulegum aðstæðum. Þessa kenningu hafi margir viljað leiða af þeim aðferðum og rannsóknum sem stundaðar hafa verið af fulltrúum síðnútímans. Körtner hafnar þessu og bendir á þversögn fullyrðingarinnar um að allt sé afstætt því að þegar betur sé að gætt feli hún í sér alhæfingu sem hafni alhæfingum. Slíkt gangi ekki upp.[18] Í krafti hennar séu samt settar fram fullyrðingar um „annars konar staðreyndir“ (e. alternative facts) sem frægt er orðið í málflutningi stuðningsmanna Donalds Trumps fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda.[19] Körtner hafnar slíku þar sem mögulegt sé að sannreyna staðreyndir með viðurkenndum aðferðum óháð því pólitíska samhengi sem þær eru settar fram í.[20]

Í stjórnmálum liggi áhersla á upplifanir fólks og séu staðreyndir jafnan settar undir mælikvarða þeirra. Stjórnmálamenn líti þar fyrst og fremst til þess sem þjóðin vilji og hvernig henni líði. Í slíku umhverfi sé erfitt að túlka staðreyndir og verði það mun erfiðara þegar búið er að skekkja mynd manna svo að erfitt sé að koma auga á þær.[21] Við slíkar aðstæður sé gjarnan frekar farið í manninn en málefnið þegar tekist er á um erfið mál.[22] Þetta birtist ekki síst í tilfinninga- og hneykslisvæðingunni í orðræðu samtímans. Að mati Körtners gerir slíkt vægi sannleikans ekki afstætt.[23]

3.2 Algild siðferðileg gildi og siðvæðing

Körtner bendir á að algild siðferðileg gildi séu máttarstólpar vestrænnar menningar og hafi um aldir verið mótandi í grísk-kristinni menningararfleifð vestrænna samfélaga. Frá tilkomu nútímans hafi þau verið útfærð enn frekar af helstu fulltrúum upplýsingarinnar og öðrum menningarfrömuðum. Þessi gildi taki vissulega mið af sögulegum aðstæðum og ríkjandi tíðaranda þrátt fyrir algildi sitt eins og m. a. er sett fram í kjörorðum frönsku byltingarinnar: Frelsi, réttlæti og bræðralag.[24] Í samtímanum hafi hér þó átt sér stað viss hliðrum eða eins og Körtner orðar það: „Eftir að siðfræðin varð vísindavædd eru vísindin í dag siðvædd, og eftir að stjórnmálin yfirtóku siðferðið eru stjórnmálin núna siðvædd“.[25] Við þetta allt bætist þrýstingurinn um að losa eigi um tök skynseminnar á siðferðinu og tengja það við upplifun fólks, kröfur misskilgreindra hagsmunahópa og menningarkima. Afleiðingin sé siðvæðing og tilfinningavæðing samfélagsumræðunnar sem hafi valdið almennu óöryggi um að taka ákvarðanir í stjórnmálum, vísindum og á menningarsviðinu sem kunni að reynast umdeildar og í óþökk þeirra sem stýra vilja samfélagsumræðunni. Körtner talar hér um „ídeológiseringu“ eða það að hugmyndastefnu sé falið túlkunarvaldið um hvað teljist staðreynd. Hugtök séu nú notuð sem tæki og löguð að viðkomandi stefnu. Þetta eigi við um hugtök eins og frelsi, sjálfsákvörðunarrétt, umburðarlyndi, margbreytileika og hluttekningu og sömuleiðis öllu neikvæðari hugtök eins og kynþáttahatari, þjóðernissinni, bandaríkjaandúð, íslamisti, hómófóbía o. s. frv.[26] Að mati Körtners verður líka vart við sömu tilhneigingu innan trúarlegrar orðræðu en þar er hugtökunum synd, fyrirgefning, náð, fórn og friðþæging oft komið fyrir innan einhverrar hugmyndastefnu eða þeim hreinlega ýtt til hliðar. Afleiðingin sé að hugtökin verði óskýr og missi skýringargildi sitt. [27]

Körtner varar við þessu og segir: „Lýðræðið lifir fyrir ræktun skynsamlegrar orðræðu þar sem virk skoðunarskipti eiga sér stað. Um þessa þætti þarf að standa vörð […] og virða það að rök eiga ekki að lúta valdboði eða tilfinningum, heldur skynsemi. Ef lýðræðið á að virka mega rök ekki vera á valdi tilfinninga.“[28]

Niðurstaða Körtners er sú að það verði að af – hjálpræðisvæða stjórnmálin og losa umræðuna úr heljartökum þeirrar „trúar“ sem hugmyndastefnur virkja. Kirkjudeildir mótmælenda hafi til þess tæki eins skiptinguna í lögmál og fagnaðarerindi, tveggja ríkja kenninguna, þrískiptingu valds o.s.frv.[29] Með hjálp þessara tækja sé mögulegt að vinna gegn siðvæðingunni og halda í heiðri sjálfræði einstaklingsins.[30] Af röksemdafærslu Körtners má leiða að kirkjurnar og þar með biskuparnir verði hér að gæta að því að þrátt fyrir að mörg málefni brenni á samfélaginu sem þurfi vissulega að greina, leiði ekki af því siðferðileg skylda hvers biskups að taka afstöðu til allra málefna. Biskup þurfi fyrst að greina þau mál sem tekin er endanlega afstaða til áður en hún sé gerð opinber. Þó svo að það verði að vera ljóst að biskup tali þar aðeins í nafni eigin persónu verði um leið að taka mið af því að skoðun hans geti haft meira vægi en skoðun presta og annarra meðlima kirkjunnar.

4. Thomas Martin Schneider

4.1 Vatnaskil á sjöunda áratugnum

Kirkjusöguprófessorinn Thomas Martin Schneider gerir í ritinu Kirche ohne Mitte margræðni mannlegs veruleika að viðfangsefni sínu. Schneider álítur líkt og Graf og Körtner að á sjöunda áratug 20. aldar hafi orðið vatnaskil sem komi fram í stjórnmálavæðingu trúar og trúarbragða og móralíseringu stjórnmála. Evangelísk-lúthersk kirkja brást við þessu með róttækum kerfisbreytingum.[31] Guðfræðingar á væng jafnt frjálslyndrar guðfræði, Bultmanns-skólans sem og hefðbundinnar lútherskrar guðfræði vöruðu við þessari þróun og hvernig kirkjustjórnin hefði brugðist við henni. Í stjórnkerfinu var þrátt fyrir það stuðst við kenningar Karls Barths um drottinvald Krists (þ. Königsherrschaft Christi) og vægi spámannlegs hlutverks kirkjunnar sett í öndvegi.[32] Að mati Schneiders var samkirkjulega hreyfingin mótuð af svipuðum áherslum enda sé innan hennar almennt áhugaleysi gagnvart sérleika kirkjudeildanna. Fullyrt var að þær hefðu allar sama vægi og skiptu þar með ekki meginmáli. Hugmyndinni um einingu kirkjudeilda í sérleika þeirra hafði þar með verið vikið til hliðar. Samkvæmt Schneider er uppskera samkirkjulegs starfs í samræmi við það. Rómversk-kaþólskir viðurkenna ekki kirkjudeildir mótmælenda, embætti þeirra og sakramentisþjónustu og meðlimum kirkjudeilda mótmælenda er meinaður aðgangur að altarisþjónustu þeirra.[33]

Þegar kristindómsfræðsla almennings og meðlima kirkjunnar er skoðuð kemur á daginn að börn fá jafnt í skóla sem heima hjá sér litla fræðslu um kristna trú og sérleika kirkjudeildar sinnar. Lengi vel var álitið að kristindómsfræðslan væri verkefni skólanna, en vægi hennar þar hefur minnkað og er hún að mestu horfin því að nú er litið svo á að þessi skylda hvíli á viðkomandi söfnuði og heimili.[34] Afleiðingar þessa setji mark sitt á almenna umræðu, svo sem innan kirkjunnar í umfjölluninni um siðbótarmanninn Martein Lúther (1483–1546). Þar var guðfræði hans að mestu sniðgengin en þeim mun meira hamrað á því að hann hafi verið miðaldamaður, andstæðingur grunngilda upplýsingarinnar, þjónn fursta, neikvæður gagnvart gyðingum o. s. frv. Að Lúther hafi verið baráttumaður samviskufrelsis, í guðfræði hans sé sjálfræði einstaklingsins grundvallað, hamraði sé á aðgreiningu milli andlegs og veraldlegs valds o. s. frv. er allt látið liggja á milli hluta.[35]

4.2 Þegar hugtök fara á flot

Schneider dregur fram hvernig þessi þróun hafi smám saman leitt til almenns áhugaleysis á kristinni trú. Guðfræðilegum kjarnaatriðum sé fyrir vikið mætt með skilningsleysi og áhugaleysi ekki aðeins utan kirkjunnar heldur innan hennar einnig. Auk þess hafi söfnuðirnir breyst í hálfgerðar þjónustumiðstöðvar þar sem presturinn er rekstrarstjóri í þjónandi forystu.[36]

Að allt sé endanlega pólitískt er að mati Schneider út af fyrir sig rétt, en þá frá því guðfræðilega sjónarhorni að endanlega sé allt um leið guðfræðilegt.[37] Af þessu leiði að kirkjan eigi ekki endurspegla það sem komi fram á sviði stjórnmála, heldur setja það í guðfræðilegt samhengi.[38] Tækin til þess sé að finna í kenningunni um réttlætingu af trú, lögmáli og fagnaðarerindi og tveggja ríkja kenningunni.[39] Hlutverk fulltrúa kirkjunnar sé hér að afhjálpræðisvæða umræðuna og koma henni fyrir í þeim farvegi sem þörf sé á.

4.4. Niðurstaða

Schneider segir: „Af sjónarhóli guðfræði Bultmanns átti að afgoða kraftaverkafrásögur [Nýja testamentisins] til að túlka fagnaðarerindið á tilvistarlegan máta. Sú varð þó ekki raunin.“[40] Afgoðun kraftaverkanna átti sér stað en í stað tilvistarlegrar túlkunar komu stjórnmálalegar túlkanir sem enduðu margar hverjar í hreinum móralisma. Schneider vill snúa þessari þróun við og þá í krafti þess að snúa aftur að guðfræðilegum viðfangsefnum. Sjálfsmynd nútímamannsins sé eftir sem áður í kirkjusögunni ánauð verkaréttlætingar. „Lítum við í spegil, án andlitsfarða, þá blasir ekki við þér guð eða goð, heldur sjálfhverf brothætt vera sem er um megn að raungera sjálfan sig, veita lífi sínu merkingu og tilgang. Hún er ofan á allt þetta ófær um að elska aðra, hvað þá sjálfa sig.“[41] Maðurinn þarfnist nú sem áður þess halds sem kristin trú veiti. Hvernig maðurinn meðtaki fagnaðarerindið ráði boðendur þess ekki við, en þeirra sé eftir sem áður að miðla því svo sá möguleiki sé til staðar að við því sé tekið.

5. Julian Nida–Rümelin

5.1 Endurskoðun dogmu og kennisetninga

Heimspekingurinn Julian Nida-Rümelin segir að dogmur séu grundvallarkennisetningar sem settar séu fram sem forsendur margvíslegra kenninga og útfærslna þeirra. Sjálfar séu þær aftur á móti hvorki til umræðu né gagnrýni. Þær séu rammi samfélagsgerðarinnar og settar utan um umræðuna innan hennar. Innan vestrænnar menningar og hins íslamska heims hafi dogmur verið forsendur túlkunarvalds andlegra og veraldlegra valdhafa og sé svo enn.[42] Þær gagnrýnisraddir sem dragi þær í efa kalli fram hörð viðbrögð og villutrúardóma sem í senn feli í sér útilokun frá umræðunni og samfélaginu. Þetta sé grundvöllur og megineinkenni slaufunarmenningarinnar (e. cancel cultur).[43]

Nida-Rümelin segir að í kjölfar þrjátíu ára stríðsins hafi grundvellinum verið svipt undan kristinni kennisetningu og önnur sett í staðinn. Thomas Hobbes (1588–1679) leitaðist þannig við í riti sínu Leviathan (1651) að sniðganga trúarlegar dogmur með því að binda allt vald og valdbeitingu við ríkisvaldið sem setji og tryggi lög réttarríkisins.[44] Hið afhelgaða ríkisvald sé sett þar fram sem lausn úr ánauð kennisetninga. Enski heimspekingurinn John Locke (1632–1704) hafi síðan bætt við áherslunni á náttúrulegan rétt sérhvers einstaklings til lífs og um leið yfir eigin lífi, limum og eignum. Hann hafi lagt áherslu á að ekki megi svipta einstaklinginn þessum grunnréttindum, hvorki í nafni hagsmuna heildarinnar né hóps. Locke hafi auk þess lagt áherslu á þrískiptinguna í löggjafar–, dóms– og framkvæmdavald.[45] Immanuel Kant (1724–1804) hafi tekið undir þetta og brýnt fyrir fólki að hagsmunum einstaklingsins megi ekki fórna á altari pólitískra eða efnahagslegra hagsmuna. Réttindi hans séu gefin með mennsku mannsins og óhagganlegu gildi hans (þ. Würde).

5.2. Vísindahyggja og trú  

Nida-Rümelin vísar til deilna rómversk-kaþólsku kirkjunnar við Galíleo Galielei (1562–1642) til að sýna hvernig umræddur „dogmatismi“ í formi fastheldni á kennisetningum og slaufunarmenningu virka. Þar hafi verið tekist á um heimsmynd kirkjunnar og raunvísinda. Kirkjan hafi reynt að halda til haga hugmyndinni um handleiðslu Guðs í lífi mannsins og innan sköpunarverksins en fulltrúar raunvísinda hafi þess í stað viljað byggja á lokaðri heimsmynd þar sem veröldin lyti óumbreytanlegum lögmálum sem vísindin ein geti rannsakað. Kirkjunnar menn töldu aftur á móti að slíkt gæti leitt til örlagahyggju þar sem allt liti óhagganlegum lögmálum í köldum heimi.[46] Þó svo að um þetta hafi verið tekist telur Nida–Rümelin að átökin hafi fyrst og fremst snúist um frelsi vísinda til að nálgast viðfangsefni sín án ákveðins hugmyndafræðilegs ramma eða dogmu. Galíleo hafi sem sé risið upp gegn fyrirframgefnum túlkunarramma sem hann yrði að lúta. Þegar hann var svo ásakaður um villutrú, hafi verið gripið til þöggunar og slaufunar.

Það er alkunnugt að Galileo bar að lokum sigur úr bítum og færðist túlkunarvaldið þar með til raunvísindanna sem fengu það hlutverk að túlka heimsmynd raunheimsins. Að mati Nida-Rümelin hafði þetta í för með sér að raunvísindin fengu nú hjálpræðislega stöðu innan vestrænnar menningar. Afleidd afleiðing þess hafi verið ný fastheldni á kennisetningar sem hafi í samtímanum jafnvel tekið á sig trúarlegt form í vísindahyggju eða vísindatrú sem flokka megi sem lífsskoðun (þ. „weltanschauliche Ideologie“).[47] Einkennandi fyrir hana sé að vísindalegar aðferðir séu lítt virtar og aðeins vísað til þeirra til að undirbyggja einstaka kennisetningar. Þar sé komin réttlæting fyrir því að kveða upp villutrúardóma með tilheyrandi slaufunarmenningu.

Samkvæmt Nida-Rümelin hafa vísindin alltaf verið tengd vissri staðleysu um hlutleysi þeirra. Vísindastörf eigi t. d. undir högg að sækja nú á dögum þar sem þau eru háð fjárstuðningi jafnt úr efnahagslífinu og frá stjórnvöldum sem sett geta fram ýmsar kröfur. Samtímis því sé varað við dogmuhyggju með vísun til vísindalegrar vinnu en ljóst sé að vísindastörf séu mörg hver háð mati og félagssögulegu samhengi. Nida-Rümelin segir: „Það eru ekki vísindin sem kveða upp úr um hvernig við eigum að hugsa, bregðast við og starfa. Þau lúta hér eins og allt annað þeim veruleika sem kallast dagleg notkun tungumálsins (e. ordinary language), sem þau grundvalla ekki heldur lúta.“[48]

5.3 Mál og menningarheimar

Að mati Nide-Rümelins er hættulegt að nota afstæðishyggju og vægi menningarheima og jaðarhópa til að knýja á um sérstöðu vissra málefna fram yfir önnur. Ekki er nauðsynlegt að rekja umfjöllun hans hér að öðru leyti en því að árétta þarf að fyrir vikið hefur komið fram á sjónarsviðið nýr dogmatismi sem gerir opinni og gagnrýnni umræðu erfitt fyrir. Vandinn er sá að í orðræðunni er stutt í villutrúardóma og ekki greint á milli skoðana og persóna. Slíkt er stundað í skjóli afstæðishyggju og liggur við að markvisst sé vikið til hliðar hefð upplýsingarinnar um vægi raka og sannleiksleitar. Þessi þróun hefur verið áberandi innan háskólasamfélagsins og í fjölmiðlaheiminum. Aftur á móti vekur hún óþol meðal almennings sem hægri og vinstri lýðskrumarar (popúlistar) nýta sér.[49]

Nide-Rümelin knýr því á um nauðsyn þess að rækta opna umræðu í opinberu rými þar sem þær leikreglur séu virtar sem tryggja gagnrýnin og rökbundin átök mismunandi skoðana.

6. Niðurstaða

Vel má gagnrýna fjórmenningana fyrir að draga upp frekar dökka mynd af orðræðunni í samtímanum en þær áherslur innan hennar sem þeir draga fram eru þó athyglisverðar. Sameiginlegt er fjórmenningunum að í opinberri umræðu er ekki talið réttlætanlegt að krefjast þess af fólki að það auðsýni tilfinningalega hluttekningu um þau málefni sem tekist er á um. Allir í umræðunni þurfa að kynna sér þar rök með og á móti enda er málefnaleg umræða að jafnaði eðlileg átök um rök og skoðanir. Þegar tekist er á þarf það að einkennast af umburðarlyndi gagnvart persónum andstæðra skoðana sem leyfa harða gagnrýni á þær. Að sama skapi ber að sneiða hjá hvers kyns þöggun í nafni einhvers hóps eða stefnu.[50]

Í þessu samhengi hefur biskupsembættið mikilvægu hlutverki að gegna. Kirkjan er vissulega vettvangur opinnar umræðu, en það er ekki á færi kirkjunnar sem stofnunar að fulltrúar hennar taki afstöðu til allra mála. Að sama skapi er það ekki hlutverk biskupa eða presta að tala í nafni kirkjunnar um einstök álitamál né hvaða afstöðu menn eigi að taka til þeirra heldur verða þeir að gera slíkt í eigin nafni þegar þeir gera það og auðsýna um leið þá auðmýkt að öndverð sjónarmið séu eða kunni að vera til staðar meðal kristinna manna. Orð biskups og presta hafa vægi en þau ber ávallt að meta með gagnrýnum huga með hliðsjón af fagnaðarerindinu og almennri skynsemi grundvallaðri á fræðilegri þekkingu og vísindalegum vinnubrögðum. Biskup hefur þó mælikvarða sem hann getur ávallt stuðst við, en í 28. grein Ágsborgarjátningarinnar segir að: „biskupsvaldið sé samkvæmt fagnaðarerindinu vald eða boð frá Guði að prédika fagnaðarerindið, leysa og binda syndina og þjóna að sakramentunum.“[51]

Tilvísanir

[1] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung – Wie die Kirche unser Vertrauen verspielen, C.H. Beck, München 2011.

[2] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft – Wider Moralisierung und Emotionalisierung in Politik und Kirche, Evangelische Verlagsanstalt, Leipzig 2017.

[3] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte – Perspektiven in Zeiten des Traditionsabbruch, Evangelische Verlagsanstalt, Leipzig 2023.

[4] Julian Nida–Rümelin, „Cancel Culture“ – Ende der Aufklärung? Ein Plädoyer für eigenständiges Denken, Pipper 4. útgáfa München 2023.

[5] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 19.

[6] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 21.

[7] Graf tekur fram að þessar breytingar komi fram á svipuðum tíma og konum tók að fjölga í guðfræðinámi og prestastétt, en varar samt við því að það verði tengt sérstaklega við þessar breytingar. Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 25, 45.

[8] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 27.

[9] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 41.

[10] Hreyfing, aðallega meðal þýskumælandi þjóða, síðla á 19. öld og framan af þeirri 20. sem leitaðist við að samþætta og sætta kristindóminn við framvindu nútímans á sviði menntunar, heimspeki og menningar.

[11] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 37.

[12] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 38.

[13] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 52.

[14] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 61.

[15] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 72.

[16] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 77–87.

[17] Friedrich Wilhelm Graf, Kirchendämmerung, 127, 137–142.

[18] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 10–11. Hann byggir hér m.a. á greiningu Hans–Georgs Gademars (1900–2002) í Wahrheit und Methode.

[19] „alternative facts“, https://en.wikipedia.org/wiki/Alternative_facts.

[20] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 55.

[21] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 15.

[22] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 23.

[23] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 21.

[24] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 25.

[25] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 26.

[26] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 31.

[27] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 35.

[28] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 58.

[29] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 87–88.

[30] Ulrich H. J. Körtner, Für die Vernunft, 91.

[31] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 44.

[32] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 45.

[33] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 92–93.

[34] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 104–105.

[35] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 111.

[36] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 159.

[37] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 163.

[38] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 165.

[39] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 169.

[40] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 169.

[41] Thomas Martin Schneider, Kirche ohne Mitte, 181.

[42] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 24–26. Mikilvægt er að gæta að því að Julian Nida–Rümelin vinnur hér með nokkuð annað dogmuhugtak en almennt er stuðst við innan trúfræðinnar.

[43] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 24–26.

[44] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 27.

[45] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 31.

[46] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 48–49.

[47] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 63.

[48] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 73.

[49] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 82.

[50] Julian Nida–Rümelin, Cancel Cultur, 129.

[51] Einar Sigurbjörnsson, Kirkjan játar, 2. útg., Skálholt 1991, 244.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir