Rósa Matthíasdóttir, listfræðingur, sest við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is og segir frá þremur kirkjulistakonum og verkum þeirra.
Rósa Matthíasdóttir er fædd 1975 á Akureyri, þar sem hún ólst einnig upp. Hún lauk stúdentsprófi af Myndlistar- og handíðabraut Verkmenntaskólans þar í bæ. Síðan lá leið hennar í Hafnarfjörð þar sem hún kláraði Tækniteiknun í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Árið 2010 tók hún BA-próf frá Háskóla Íslands í listfræði og guðfræði sem aukagrein. Hún hefur einnig lokið MLM-próf forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Rósa hefur stundað margvísleg störf, verið tækniteiknari, unnið við verslunarstörf og ferðaþjónustu. Þá hefur hún verið listleiðbeinandi eldri borgara og stundað jógakennslu.

Kirkjan hefur oft kallað til hina bestu listamenn og hefur ekki annað talið hæfa helgidóminum. Það voru viðhorf sem voru ríkjandi áður fyrr en margt bendir til þess að slíkt sé farið að sækja á aftur í nútímanum. Í skapandi list er tekist á við tilvist mannsins af einlægni og dýpt og kirkjan ætti því að leita eftir samstarfi við skapandi listamenn. Köllun listamanns og hlýðni hans við hana getur aldrei stangast á við hinn kristna söfnuð og hlýðni hans við sinn skapandi Guð. Það sem ætti að vera einkennandi fyrir kirkjulegt samfélag er skapandi andi og andrúmsloft. Skapandi andi svífur yfir vötnum í kirkjunni og því listin þar ávallt velkomin.[1]

Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir (1921-2001), er ættuð frá Vík í Mýrdal. Hún er dóttir Jóns Jónssonar málm- og silfursmiðs, sem var sonur Jóns Þorsteinssonar kaupmanns í Vík og Þorgerðar Þorgilsdóttur, sem ættuð var frá Svínafelli í Öræfum og starfaði á Alþingi.[2]

Sigrún lauk námi frá Kennaraskóla Íslands í handmenntun 1947 og útskrifaðist tíu árum síðar sem meistari úr textíldeild Sljödföreningens-skóla í Gautaborg.[3] Áhersla Sigrúnar í námi sínu var batík, sem er ævaforn listgrein og var sú listgrein þá nær óþekkt hér á Íslandi. Sigrún hafði það á orði aðspurð að sér þætti Íslands vera eins og batík-verk, þegar hún sá það ofan frá, með öllum sínum sprungum, ám, hraunum og ströndum.[4]

Sigrún Jónsdóttir (1921-2021), kirkjulistakona, við hökul sem hún gerði fyrir Reynistaðarkirkju í Skagafirði árið 2000. Mynd: Ásdís Ásgeirsdóttir

Umhyggjusemi og kvenlegar dyggðir var það sem Sigrún vildi leggja áherslu á að konur tileinkuðu sér og gerðu að sínum. Á sínum tíma henti Sigrún penslinum frá sér, notaðist helst við hann við skissugerð, en hún einbeitti sér að því að skapa nálinni þann sess, að hún yrði metin á sama hátt og pensillinn er metinn í hendi listamannsins. Síðustu þrjá áratugi tuttugustu aldar helgaði Sigrún sig kirkjulist og varð hún hvað þekkust sem kirkjulistakona í hugum fólks. Allt efni sem hún saumaði í hökla sína úr lét hún handvefa, gjarnan gerði hún sjálf prufu sem hún lét síðan vefa eftir. Hún nálgaðist hvert verkefni á persónulegan hátt, tók mið af kirkjunni, sögunni og staðháttum, sem hún útfærði og fléttaði inn í efnið.[5]

Á árum sínum í Gautaborg var Sigrún gift Ragnari Emilssyni arkitekt[6] og hefur hans nám og þær námsferðir sem Sigrún fór með honum haft mikil áhrif á hana. En þegar hún hóf nám í Gautaborg, var hún alltaf ákveðin í því að verða kennari, en þegar frá leið og kynni hennar af frekari listum og listaðferðum þroskuðust og þróuðust, varð listamaðurinn í henni sjálfstæðari og einbeittari.[7]

Árið 1966 komst Sigrún í varanlegt húsnæði með vinnustofa sína að Kirkjustræti 10, sem hún leigði af Alþingi með því skilyrði að hún færi um leið og það þyrfti á því að halda, sem varð ekki fyrr en árið 1995. Í þessu húsnæði hafði Sigrún eigin vinnustofu, gallerí og rak lítinn listaskóla, þar rak hún einnig litla búð og hafði sölusýningar. Þegar þetta gerðist, segir Sigrún að hún hafi verið komin á veginn sem lá til kirkjunnar, hún var orðin kirkjulistakona. Húsnæðið varð þannig mjög táknrænt og nefndi hún fyrirtæki sitt Kirkjumuni. Sigrún var sölumaður og innflytjandi listmuna, en nafn fyrirtækisins, Kirkjumunir, vísaði til þeirra gripa sem hún hafði í öndvegi, munina valdi hún sjálf erlendis. Sigrún hélt þó áfram að vinna heima og hafði hjá sér góðar konur í vinnu í Kirkjumunum sem allar unnu hjá henni í tugi ára.[8]

Guðrún J. Vigfúsdóttir

Guðrún J. Vigfúsdóttir (1921-2015), er ættuð frá Þorvaldsdal á Árskógsströnd. Foreldrar Guðrúnar hétu Vigfús Kristjánsson og Elísabet Jóhannsdóttir og voru þau bændur. Guðrún var næst yngst níu barna en tveir bræður hennar létust ungir. Ólst hún upp í torfbæ sem þeim systkinunum þótti æsispennandi að rata inn í dimm göngin sem lágu milli ótal hliðarvistarvera. Faðir Guðrúnar var mikill hagleiksmaður sem smíðaði báta og jafnvel hús og móðir hennar var mikill kvenskörungur í barnauppeldi og heimilisrekstri. Þegar Guðrún var 8 ára fluttist fjölskyldan yfir í stórt tvíhæða einbýlishús með kjallara, sem bróðir Vigfúsar, Jóhann Franklín Einarsson arkitekt, hafði teiknað. Síðan var fjósi, hlöðu, fjárhúsum og hesthúsum bætt við.[9]

Systkinin bjuggu snemma yfir sterkri athafnaþrá og listhneigð en bræður Guðrúnar urðu landsfrægir fyrir hönnun sína og útskurð á skírnarfontum. Mörg verka þeirra bræðra eru á Minjasafni Akureyrar.[10]

Systkinin voru fluglæs þegar þau hófu nám í farkennslu sem var skilyrði til náms, sem eldri systkinin Guðrúnar fengu, hún sjálf var níu ára þegar hún hóf nám á Árskógssandi.[11]

Árið 1940-1941 var Guðrún við nám í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði og kynntist þar vefstólnum fyrst,[12] síðan varð hún önnur tveggja sem hófu fyrstar nám við vefnaðarkennaradeildina á Hallormsstað. Útskrifaðist hún þaðan árið 1945 sem önnur af tveimur fyrstu vefnaðarkennurum á Íslandi, eftir tveggja ára nám, auk kennslu námskeiðs sem þær tóku á vormánuðum sem þjálfaði þær til kennslu nemenda sem ekkert kunnu til vefnaðar.[13]

Guðrún J. Vigfúsdóttir (1921-2015), kirkjulistakona við vefstólinn

Eftir nám sitt lá leið Guðrúnar til Ísafjarðar, þar sem hún hóf kennslu við húsmæðraskólann Ósk, þar sem hún kenndi í ein 43 ár, frá árunum 1945-1988. Það var á 13. ári kennslunnar sem Guðrún fékk árs orlof, það nýttu hún og maður hennar sér til að ferðast um Norðurlöndin. Þau heimsóttu verkstæði og skóla til að kynna sér nýjungar í vefnaðarkennslu, munsturgerð og vefjarefnaframleiðslu. Fóru þau á milli Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur.[14]

Alltaf blundaði löngun hjá Guðrúnu til að fá aðstöðu til að vefa sjálf, fá útrás fyrir eigin hugmyndir og tilraunir. Þegar þau hjón komu heim eftir ársleyfið, leigði Guðrún sér herbergi úti í bæ þar sem hún kom sér upp athvarfi fyrir vefstólinn og notaði frítíma sinn til að gera ýmsar tilraunir með íslenska ull og vefa. Svo fór konuna í húsinu að langa til að vefa og komu þær þá upp öðrum vefstól og fékk Guðrún henni það verkefni að vefa trefla úr íslensku bandi. Þeir voru svo sendir til Akureyrar í ýfingu og svo seldir, þá aðallega í Reykjavík. Þegar það vitnaðist að salan gekk vel, komu fleiri og óskuðu eftir vinnu hjá Guðrúnu og kom það því að stofan rúmaði ekki fleiri vefstóla. Fjölskylda Guðrúnar keypti húsnæði sem stofan var flutt í og enn fleiri vefstólar voru keyptir, einnig var konunum sem höfðu verið að vefa boðið að gerast hluthafar. Þann varð draumur Guðrúnar að litlu fyrirtæki sem var stofnað 1962 og fékk nafnið Vefstofa Guðrúnar J. Vigfúsdóttur h.f.[15] Á vefstofu sinn framleiddi Guðrún tískufatnað sem varð mjög eftirsóttur.[16]

Unnur Ólafsdóttir

Unnur Ólafsdóttir (1897-1983),[17] fæddist í Keflavík, hún var dóttir Vigdísar Ketilsdóttur og Ólafs Ásbjarnarsonar kaupmanns.[18]

Unnur lærði við Listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn og markaði hún sér svo sjálf starfsvið, við gerð muna fyrir guðsþjónustuna og helgihald hennar.[19] Auk þess sem hún stofnaði hannyrðaverslun í Reykjavík sem hún rak um árabil.[20]

Unnur var vel að sér og mjög fróð um skáldamál sem og hið táknræna mál kirkjunnar, sem er einnig algjör nauðsyn og forsenda til góðs árangurs við þetta sérhæfða handverk.[21]

Unnur Ólafsdóttir (1897-1983), kirkjulistakona

Þegar Unnur kom fram á sjónarsviðið var danski barrokhökullinn, rauður með gull bryddingum í hávegum hafður, en Unnur markaði sín spor með því að notast við sem mest af íslenskum efnum í verk sín. Þrátt fyrir miklar hæringar og stílbreytingar á tuttugustu öld þá er ólíklegt að Unnur hafi fylgt þeim mikið eftir. Unnur fór sínar eigin leiðir jafnframt því að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi en umfram allt var hún hefðbundin og jarðföst.[22]

Unnur og eiginmaður hennar, Óli Magnús Ísaksson,[23] bjuggu lengi í næsta nágrenni við Áskirkju í Reykjavík, þar sem má finna mörg verk sem bæði Unnur vann og gaf kirkjunni ásamt eiginmanni sínum.

Vera má að ættartengsl Unnar hafi haft mikil áhrif á val hennar á liðsmiðli sínum þar sem hún var dótturdóttir Ketils Ketilssonar kirkjubónda sem lét byggja Hvalsneskirkju árið 1864,[24] og hún átti einnig rætur að rekja til Njarðvíkurkirkju sem sonardóttir Ásbjörns Ólafssonar hreppstjóra er réðst í byggingu þeirrar kirkju á árunum 1885-1886.[25]

Höklar listakvennanna

Hér að framan hefur verið gerð stutt grein fyrir listakonunum þremur, þeim Sigrúnu, Guðrúnu og Unni. Nú er komið að því að skoða nánar vinnu þeirra við gerð hökla, hvaða efnivið þær notast við og hvernig þær nýta sér hann, einnig verður skoðuð táknfræði þeirra og hvernig hún kemur fram í úrvinnslu verkefna þeirra.

Mynd 1

Vert er að geta þess áður en lengra er haldið að þegar Unnur, sem er elst þessara þriggja, var farin að hanna og sauma hökla, þá var danski hökullinn mest notaður hér á landi. Hann hafði verið fluttur inn í miklu magni og margar kirkjur notuðust við hann. Hann var yfirleitt úr rauðu flaueli, með stórum gullkrossi að aftan og gullbrydduðum líningum allan hringinn. (Sjá mynd 1).

Það var því ekki í lítið ráðist fyrir Unni að fara í svo gagngerar breytingar, að varpa gömlum formum og taka algjörlega upp nýja nálgun eins og eftirfarandi texti og myndir greina frá.

Efni, aðferð, form og tákn

Annar af tveimur höklum Sigrúnar Jónsdóttur sem hér skulu nefndir, er hátíðarhökull sem hún gerði fyrir Ingjaldshólskirkju (mynd 2).[26] Þessi hökull er hluti af heildstæðum skrúða, með honum voru púltklæði, altarisklæði og stóla. Mynd af lambi prýðir hökulinn að framanverðu, brjóstmynd á hvítri undirstöðu með blárri línu efst og hvítum tungum sem eru útsaumaðar neðan á. Lambið er Kriststákn sem vísar til þess sigurs sem Kristur hafði með fórn sinni, þrátt fyrir það að hann hafi einnig verið fórnarlamb. Að baki er hin gyðinglega hefð að slátra lambi í tilefni páskahátíðarinnar.[27]

Mynd 2 og 3

Hinn hökull Sigrúnar er rauður batíkhökull, sem gerður var fyrir Melstaðarkirkju (mynd 3). Hökullinn er ryðrauður ofan á svartan bakgrunn, með sterkum okkurgulum lit í mynstrinu. Þessi mynd sýnir bakhlið hökulsins, sem ber stóra dúfu, tákn heilags anda þegar hún er sýnd með geislabaug (dúfan er  tákn friðar sé geislabaugnum sleppt). Bæði það að dúfan skuli vera að koma að ofan, sem og hvíti liturinn í vængbörðum hennar, vísar til himnesks uppruna sem og hreinleika. Kjarninn í dúfunni miðri sem sammiðja hringir ganga út frá, vísar til útbreiðslukrafts og anda kirkjunnar. Auga dúfunnar er tákn fyrir sterka skynjun og vitund.[28]

Þessir tveir höklar eru mjög ólíkir að gerð og vinnslu. Í þann hvíta hefur Sigrún ofið efnið og síðan saumað lambið út, með hvítum glansþráðum og gylltum. Lambið er eitt af elstu táknum kristninnar eins og fyrrgreint var.

Síðarnefndi hökullinn sem er unnin með batíkaðferðinni og dúfan er máluð á efnið. Á höklum Sigrúnar má sjá að hún fer á móti ríkjandi straumum, hún fer eigin leiðir þrátt fyrir það að táknin eigi djúpar rætur í hefðum táknheimsins.

Guðrún J. Vigfúsdóttir, vefnaðarlistakona, gerði ferna hökla í seríu fyrir vígslu Digraneskirkju árið 1994. Guðrún vann að þremur höklum með aðstoð sóknarnefndar og prestsins. En allir hjálpuðust að við að vefa höklana undir hennar verkstjórn. Það var arkitekt kirkjunnar, Benjamín Magnússon sem teiknaði táknin fyrir vefnaðinn. Guðrún óf sjálf í lokin hvíta hökulinn sem hún gaf kirkjunni.[29]

Mynd 4 og 5

Tákn höklanna tveggja sem hér sjást á mynd 4 og 5, vísa bæði til grunnteikninga kirkjubyggingarinnar. Hér er dæmi um hökla sem eru sniðir meira að kirkjurými og kirkjuheild fremur en táknheimi hinna kristnu hefða, þó svo þeim sé auðvitað ekki sleppt úr. Vefnaður og útlit höklanna minna á hökla miðalda bæði hvað varðar vefnað og látleysi.

Unnur Ólafsdóttir var list-handverkskona, sem var mjög vel að sér í táknum og tengingu lita við myndform kristinna hefða. Sést mjög vel á verkum Unnar að um er að ræða mikla vandvirkni, gríðarlega þekkingu á viðfangsefninu og mikla sköpun.

Mynd 6

Mynd 7

Fyrri hökullinn sem um ræðir er hvítur ullarhökull með gotnesku lagi gerður fyrir Lágafellskirkju, árið 1964 (mynd 6). Framan á höklinum eru fimm geislar og að aftan eru sjö, þeir eru skornir úr grænu rúskinni og kantlagðir með gylltu steinbítsroði. Í mynstrinu eru 27 íslenskir steinar úr Glerhallavík og við hálsmálið er gyllt steinbítsroð.[30]

Sá síðarnefndi er einnig gerður úr ullarefni, í gotneskum stíl (mynd 7). Stóri krossinn er á baki hökulsins, sem er úr dökkrauðu flaueli, á honum miðjum er átta arma stjarna baldýruð með gylltum flötum þræði. Allur krossinn er baldýraður eikarlaufum og akörnum. Stóri krossinn minnir á Möltukrossinn, ekki jafnarma, framan á höklinum er lítill latneskur kross. Báðir krossarnir hafa slípaða glerhalla í miðju.[31]

Skammstafanir á nafni Krists eru þau tákn sem sjást einna mest í kirkjuskreytingum og kirkjulist. Gyðingar nefna aldrei nafn Guðs, því það er svo heilagt, en kannski er það þess vegna sem nafn Krists verður snemma áberandi í kirkjulistinni, þar það er ýmist skammstafað á latínu eða grísku:

 

 

 

[32]

Hin klassísku kriststákn, myndtákn sem eru hvað oftast notuð, eru til dæmið lambið, fiskurinn, dúfan og blómið, Liljan sem er Maríutákn o.s.frv. Þríhyrningur er mikið notað og stendur fyrir hina heilögu þrenningu, sem eru trú, von og kærleikur. Hringurinn er tákn eilífðarinnar, krossinn er hins vegar sá sem er alltaf mest áberandi og stendur hvað sterkast fyrir hina kristnu kirkju.

Öll þessi tákn eru áberandi í listsköpun og verkum þessara kvenna. Lambið má sjá í hátíðarhökli Sigrúnar, ísaumað með hvítum og gylltum þræði á gulan bakgrunn, þar sem lambið ber fána, líkt og sigurfána til að auka mikilvægi táknsins. Á öðrum hökli má sjá dúfuna, tákn hins heilaga anda, þar sem hún er sýnd með geislabaug til áhrifaaukninga.

Í verkum Guðrúnar er sjálfur krossinn í fyrirrúmi þó sjá megi einnig skammstöfun á nafninu CHRISTUS. Unnur er bæði íburðarmikil í efnisvali sem og táknum, hún styðst við skammstafanir og rætur hefðarinnar í táknheimi kirkjunnar, með eikarlaufum sínum.

„Ég er hinn sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn.”[33]

Hafa verður í huga að þegar verk þessara kvenna eru skoðuð, hver staða íslensku kirkjunnar var. Fjárhagur margra sókna virðist hafa verið bágborinn og erfiður á þessum tíma, með það í huga verður ekki horft fram hjá því hve vandasöm og viðkvæm nálgun það hefur verið að ætla að skapa skartmikla og dýra listmuni, í umhverfi sem hafði ekki úr miklu að moða.

Listakonurnar þrjár sem hér hefur verið fjallað um eiga það sameiginlegt að vera handverkskonur í grunninn, með brennandi áhuga á sköpun í kirkjulist. Þær eru mjög ólíkar eins og glöggt má sjá í verkum þeirra.

Listakonan Sigrún sem ögrar ríkjandi gildum í sínum samtíma og fer eigin leiðir í sköpun sinni, hún nálgast viðfangsefni sín ekkert ólíkt því hvernig málarinn nálgast strigann. Hökull Sigrúnar fyrir Melstaðarkirkju, er býsna framúrstefnulegur og minnir um margt á verk listamanna síðustu aldar sem oft hafa verið flokkuð sem „kitsch.“

Guðrún er hefðbundnari listamaður, hún fer öruggari og þekktari leiðir, verk hennar stílhreinni og hafa meira yfirbragð einfaldleika og skýrleika. Aldrei farið langt frá ríkjandi táknum og hefðum hinnar kristnu táknmynda.

Unnur Ólafsdóttir, er elst þessara þriggja listamanna og sækir hún sköpun sína í táknheim kirkjunnar, tök hennar á sögum og táknum kristindómsins eru mikil. Gylltur þráður, gyllt steinbítsroð, rautt og grænt flauel, allt eru þetta efni og litir sem eiga samsvörun og vísun í heilagleika kristinna táknmynda. Verk hennar eru öll hin vönduðustu og bera vott um glæsileika, höklar með þessu yfirbragði bera vott um fágun og reisn.

Þegar þessi samanburður er hafður í huga, sést að listamaður og kirkja fara misvel saman. Listamaðurinn leiðir greinilega stundum sköpunina og stýrir ferðinni, en í öðrum tilfellum er það rými kirkjunnar og aðstæður hennar sem ráða verkinu. Hafa verður í huga að stærð og gerð líkama prestsins hlýtur að hafa töluvert vægi þegar hökull er annars vegar, dúfu-hökull Sigrúnar fer til dæmis ekki hvaða líkamsgerð sem er, væri hann þó mun auðveldari í notkun í miklum hita, fremur en þungir og efnismiklir ullarhöklar Unnar.

Alheimsborgarinn Sigrún, nálgast verk sín, út frá sjónarhorni heimsborgarans og hvatvísinnar. Þar sem mikil blöndun á sér stað og stíllinn er því margslunginn og dregur hugmyndir sínar úr ólíkum áttum og vinnur þær í margbreytileika.

Guðrún skapar í verkum sínum tengsl og tengingar úr hefðbundnum íslenskum aðstæðum, þjóðleg og jarðbundin sköpun hennar svo og nákvæmni fór sjaldnast út fyrir fyrirséðan ramma. Natni og vandvirkni einkenna verk hennar.

Unnur sem afkomandi kirkjufólks átti auðvelt með að tileinka sér hefðir og anda kirkjunnar, og þar af leiðandi þarfir og óskir um ímynd kirkjunnar sem voru á margan hátt henni samferða. Glæsileika og fágaðan stíl hennar má sjá í verkum hennar, þar sem efnisval og táknmyndir bera merki lotningar og skrauts.

Listakonurnar áttu það sameiginlegt að allar ráku þær vinnustofur þar sem fjöldinn allur af starfsfólki var á þeirra vegum og kom að vinnslu verka þeirra. Úrvinnsla margra listaverka þeirra fór þar af leiðandi fram á vinnustofum þeirra með aðstoð og vinnu starfsmanna og urðu afköst listakvennanna því meiri fyrir vikið.

Lokaorð

Táknmyndir lifna við og deyja, allt fer það eftir tíðaranda samfélagsins og þeirra tíma sem fara í hönd. Ímyndin eða táknið er eitthvað sem er sameiginleg okkur öllum, er þetta eitthvað sem við fáum í arf frá forfeðrum okkar. Tilfinningin fyrir því hvernig við móttökum táknin kemur frá okkur sjálfum og umhverfinu eða með tíðarandanum. Fáum við, kynslóðin í dag, þá sömu tilfinningu og næsta kynslóð á undan okkur þegar við finnum eplalykt, kveikir hún á sömu jólatilfinningunni og lifir hjá þeim sem eldri eru? Er það sama með táknmyndirnar, fáum við sömu tilfinningu og eldri kynslóðir okkar, sem kannski þurftu meira að leita í trúna og auðmýktina gagnvart henni, þar sem þau voru meira undir náttúruöflunum komin heldur en við í dag, þegar við getum einfaldlega farið út í búð og keypt allt sem hugurinn girnist?

Skynjun táknmynda hafði mikil áhrif á fólk hér áður fyrr sökum ólæsis, líkur má því leiða að því að táknmyndir hafi ekki sömu áhrif á okkur í dag og þær höfðu áður fyrr, þar sem áreiti og allskyns táknmyndir hafa margfaldast á okkar dögum.

Tákn í klæðnaði presta og kirkjunnar manna hafa haft mikið vægi í lífi fólks í gegnum aldirnar. Samspil listamanna og kirkju hefur alltaf verð sterkt hvort sem listamenn voru fengir til að útfæra fegurð himnaríkis eða angist og ótta helvítis. Táknin í höklum og klæðnaði presta hafa því skipt afar miklu máli þar sem presturinn hafði það hlutverk að vera tengill milli Guðs og manna á þeim tímum þegar messur fóru fram á latínu og hinni almenni leikmaður skildi hvorki upp né niður í athöfninni, hafa táknin á messuskrúðanum spilað stórt hlutverk.

Á okkar tímum eru þessi tákn skýrari og skiljanlegri mörgum þeim sem leita í kirkjuna. Í hugum flestra eru þessi tákn merki um kærleika, von, birtu og gleði, fremur heldur en merki ógnar og valds, eins og glöggt má lesa úr skilningi miðalda og fyrri tíma.

Gaman er að leiða hugann að því hvert táknmyndir nú á tímum munu leiða okkur og í hvaða átt þær muni þróast og breytast.  Munum við sjá að kirkjan fari að varpa táknmyndum sínum á stóran skjá við guðsþjónustuna með útskýringartexta? Áður hefur verið bent á að táknmyndir hafi komið og farið, lifnað við og dáið, er það þróun sem koma skal? Klæðnaður og táknmyndir verði aftur aðalinntak messunnar og að presturinn sem persóna fái minna vægi? Ekki er gott um það að segja.

Samspil listamanns og kirkju er á gömlum grunni reist. Sú þróun sem hefur átt sér stað í gerð hökla á Íslandi hefur verið hröð og mikil á síðustu áratugum og virðist vera í stöðugri framför, ekki verður annað séð en það samstarf blómstri. Á meðan sköpun listamanna fær notið sín og samhæfing kirkju, rýmis og aðstæðna vinna saman er ekki annað að sjá en að vel muni ganga um ókomna tíð.

Er orðið tímabært að fara út fyrir hin klassísku tákn, umbreyta þeim og nota táknmyndirnar á höklum til að koma sterkari skilaboðum á framfæri, eins og einingu fjölskyldunnar, samkennd landsmanna, heildarinnar?

Form helgihaldsins hefur lítið breyst þó svo breyting hafi átt sér stað á messuforminu þar sem skrúðinn spilar stórt hlutverk í því að skapa andrúmsloftið í messunni. Að ofangreindu má sjá að þörf kirkjunnar fyrir listamenn til sköpunar og tengsla við söfnuð og samfélag á hverjum tíma er stöðug. Sem samlíking er listamaðurinn jafn mikilvægur kirkjunni og markaðsfræðingurinn viðskiptaumhverfinu.

Þessi grein er endurskoðaður hluti af BA-ritgerð Rósu: „Þræðir skrauts, lita og tákna. Höklar og táknmál kirkjunnar í aldanna rás, þræddir af listamönnunum Unni, Guðrúnu og Sigrúnu.“

Tilvísanir

[1] Gunnar Kristjánsson, „Tákn og litir í kirkjulist fyrr og nú,” Hugur og hönd, rit íslenska heimilisiðnaðarfélagsins (Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 1989), bls. 8-13.

[2] Sigrún Jónsdóttir, Minningargreinar: Morgunblaðið, 14. desember, 2001.

[3] Sigrún Jónsdóttir.

[4] Kristín Schmidhauser Jónsdóttir, „Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona,“ Hugur og hönd: rit íslenska heimilisiðnaðarfélagsins, (Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 2011), bls. 8-13.

[5] „Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona,” bls. 8-13.

[6] Sigrún Jónsdóttir.

[7] Þórunn Valdimarsdóttir, Engin venjuleg kona: litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu, (Reykjavík, JPV-forlag, 2000), bls. 99-107.

[8] Engin venjuleg kona, bls. 128-129.

[9] Guðrún J. Vigfúsdóttir, Við vefstólinn: starfsvettvangur Guðrúnar J. Vigfúsdóttur í hálfa öld: lifandi vefnaðarlist í máli og myndum, (Reykjavík, Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir), bls. 13-14.

[10] Við vefstólinn, bls. 13-14.

[11] Við vefstólinn, bls. 13-14.

[12] Við vefstólinn, bls. 15.

[13] Við vefstólinn, bls. 19-21.

[14] Sigríður Halldórsdóttir, „Vefarinn mikli Guðrún Vigfúsdóttir,Hugur og hönd: rit íslenska heimilisiðnaðarfélagsins, (Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 1995), bls. 20-24.

[15] „Vefarinn mikli Guðrún J. Vigfúsdóttir,“ bls. 20-24.

[16] Gunnar Kristjánsson, „Njarðvíkurkirkja,“: Gripir og áhöld, í Kirkjur Íslands, bindi 11, ritstjórn Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Kjalarnessprófastsdæmi, 2008), bls. 320. ???

[17] Unnur Ólafsdóttir hannyrðakona látin, Morgunblaðið, 20. ágúst, 1983..

[18] Unnur Ólafsdóttir hannyrðakona látin.

[19] Bragi Ásgeirsson, Kirkjulistmunir Unnar Ólafsdóttur, Lesbók Morgunblaðsins, 17. tbl. 11. maí 1985.

[20] Unnur Ólafsdóttir hannyrðakona látin.

[21] Kirkjulistmunir Unnar Ólafsdóttur.

[22] Kirkjulistmunir Unnar Ólafsdóttur.

[23] Unnur Ólafsdóttir hannyrðakona látin.

[24] Guðmundur L. Hafsteinsson og Gunnar Kristjánsson, „Hvalsneskirkja,“ í Kirkjur Íslands, bindi 11, ritstjórn Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík, Þjóðminjasafn, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Kjalarnessprófastsdæmi, 2008), bls. 14-33.

[25] „Njarðvíkurkirkja,” bls. 320.

[26] Jakob Ágúst Hjálmarsson, „Listastörf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu,“ í Engin venjuleg kona: litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu, (Reykjavík, JPV-forlag, 2000), (aftan við ævisöguna), bls. 19.

[27]„Listastörf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu,“ bls. 19.

[28] „Listastörf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu,“ bls. 25.

[29] „Vefarinn mikli Guðrún Vigfúsdóttir,“ bls. 20-24.

[30] „Lágafellskirkja“: Gripir og áhöld, í Kirkjur Íslands, bindi 12, ritstjórn Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Kjalarnessprófastsdæmi, 2008), bls. 219.

[31] „Hvalsneskirkja,“ bls. 32-33.

[32] Gunnar Kristjánsson, Gengið í guðshús, (Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1988), bls. 34

[33] Jóhannesarguðspjall 15.1.

Heimildir

Biblían, Heilög ritning, Gamla testamentið ásamt Apókrýfu bókunum, Nýja testamentið, (Reykjavík, Hið íslenska Biblíufélag 2007),

Bragi Ásgeirsson, Kirkjulistmunir Unnar Ólafsdóttur, Lesbók Morgunblaðsins, 17. tbl. 11. maí 1985.

Guðmundur L. Hafsteinsson og Gunnar Kristjánsson, „Hvalsneskirkja,“ í Kirkjur Íslands, bindi 11, ritstjórn Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík, Þjóðminjasafn, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Kjalarnessprófastsdæmi, 2008).

Guðrún J. Vigfúsdóttir, Við vefstólinn: starfsvettvangur Guðrúnar J. Vigfúsdóttur í hálfa öld: lifandi vefnaðarlist í máli og myndum, (Reykjavík, Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir).

Gunnar Kristjánsson, Gengið í guðshús, (Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1988).

Gunnar Kristjánsson, „Njarðvíkurkirkja,“: Gripir og áhöld, í Kirkjur Íslands, bindi 11, ritstjórn Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Kjalarnessprófastsdæmi, 2008).

Gunnar Kristjánsson, „Tákn og litir í kirkjulist fyrr og nú,” Hugur og hönd, rit íslenska heimilisiðnaðarfélagsins (Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 1989), bls. 8-13.

Jakob Ágúst Hjálmarsson, „Listastörf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu,“ í Engin venjuleg kona: litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu, (Reykjavík, JPV-forlag, 2000), (aftan við ævisöguna).

Kristín Schmidhauser Jónsdóttir, „Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona,“ Hugur og hönd: rit íslenska heimilisiðnaðarfélagsins, (Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 2011), bls. 8-13.

„Lágafellskirkja,“ Gripir og áhöld, í Kirkjur Íslands, bindi 12, ritstjórn Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Kjalarnessprófastsdæmi, 2008).

Sigríður Halldórsdóttir, Vefarinn mikli Guðrún Vigfúsdóttir,“ Hugur og hönd: rit íslenska heimilisiðnaðarfélagsins, (Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 1995).

Sigrún Jónsdóttir, Minningargreinar: Morgunblaðið, 14. desember, 2001.

Unnur Ólafsdóttir hannyrðakona látin, Morgunblaðið, 20. ágúst, 1983.

Þórunn Valdimarsdóttir, Engin venjuleg kona: litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu, (Reykjavík, JPV-forlag, 2000).

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Rósa Matthíasdóttir, listfræðingur, sest við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is og segir frá þremur kirkjulistakonum og verkum þeirra.
Rósa Matthíasdóttir er fædd 1975 á Akureyri, þar sem hún ólst einnig upp. Hún lauk stúdentsprófi af Myndlistar- og handíðabraut Verkmenntaskólans þar í bæ. Síðan lá leið hennar í Hafnarfjörð þar sem hún kláraði Tækniteiknun í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Árið 2010 tók hún BA-próf frá Háskóla Íslands í listfræði og guðfræði sem aukagrein. Hún hefur einnig lokið MLM-próf forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Rósa hefur stundað margvísleg störf, verið tækniteiknari, unnið við verslunarstörf og ferðaþjónustu. Þá hefur hún verið listleiðbeinandi eldri borgara og stundað jógakennslu.

Kirkjan hefur oft kallað til hina bestu listamenn og hefur ekki annað talið hæfa helgidóminum. Það voru viðhorf sem voru ríkjandi áður fyrr en margt bendir til þess að slíkt sé farið að sækja á aftur í nútímanum. Í skapandi list er tekist á við tilvist mannsins af einlægni og dýpt og kirkjan ætti því að leita eftir samstarfi við skapandi listamenn. Köllun listamanns og hlýðni hans við hana getur aldrei stangast á við hinn kristna söfnuð og hlýðni hans við sinn skapandi Guð. Það sem ætti að vera einkennandi fyrir kirkjulegt samfélag er skapandi andi og andrúmsloft. Skapandi andi svífur yfir vötnum í kirkjunni og því listin þar ávallt velkomin.[1]

Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir (1921-2001), er ættuð frá Vík í Mýrdal. Hún er dóttir Jóns Jónssonar málm- og silfursmiðs, sem var sonur Jóns Þorsteinssonar kaupmanns í Vík og Þorgerðar Þorgilsdóttur, sem ættuð var frá Svínafelli í Öræfum og starfaði á Alþingi.[2]

Sigrún lauk námi frá Kennaraskóla Íslands í handmenntun 1947 og útskrifaðist tíu árum síðar sem meistari úr textíldeild Sljödföreningens-skóla í Gautaborg.[3] Áhersla Sigrúnar í námi sínu var batík, sem er ævaforn listgrein og var sú listgrein þá nær óþekkt hér á Íslandi. Sigrún hafði það á orði aðspurð að sér þætti Íslands vera eins og batík-verk, þegar hún sá það ofan frá, með öllum sínum sprungum, ám, hraunum og ströndum.[4]

Sigrún Jónsdóttir (1921-2021), kirkjulistakona, við hökul sem hún gerði fyrir Reynistaðarkirkju í Skagafirði árið 2000. Mynd: Ásdís Ásgeirsdóttir

Umhyggjusemi og kvenlegar dyggðir var það sem Sigrún vildi leggja áherslu á að konur tileinkuðu sér og gerðu að sínum. Á sínum tíma henti Sigrún penslinum frá sér, notaðist helst við hann við skissugerð, en hún einbeitti sér að því að skapa nálinni þann sess, að hún yrði metin á sama hátt og pensillinn er metinn í hendi listamannsins. Síðustu þrjá áratugi tuttugustu aldar helgaði Sigrún sig kirkjulist og varð hún hvað þekkust sem kirkjulistakona í hugum fólks. Allt efni sem hún saumaði í hökla sína úr lét hún handvefa, gjarnan gerði hún sjálf prufu sem hún lét síðan vefa eftir. Hún nálgaðist hvert verkefni á persónulegan hátt, tók mið af kirkjunni, sögunni og staðháttum, sem hún útfærði og fléttaði inn í efnið.[5]

Á árum sínum í Gautaborg var Sigrún gift Ragnari Emilssyni arkitekt[6] og hefur hans nám og þær námsferðir sem Sigrún fór með honum haft mikil áhrif á hana. En þegar hún hóf nám í Gautaborg, var hún alltaf ákveðin í því að verða kennari, en þegar frá leið og kynni hennar af frekari listum og listaðferðum þroskuðust og þróuðust, varð listamaðurinn í henni sjálfstæðari og einbeittari.[7]

Árið 1966 komst Sigrún í varanlegt húsnæði með vinnustofa sína að Kirkjustræti 10, sem hún leigði af Alþingi með því skilyrði að hún færi um leið og það þyrfti á því að halda, sem varð ekki fyrr en árið 1995. Í þessu húsnæði hafði Sigrún eigin vinnustofu, gallerí og rak lítinn listaskóla, þar rak hún einnig litla búð og hafði sölusýningar. Þegar þetta gerðist, segir Sigrún að hún hafi verið komin á veginn sem lá til kirkjunnar, hún var orðin kirkjulistakona. Húsnæðið varð þannig mjög táknrænt og nefndi hún fyrirtæki sitt Kirkjumuni. Sigrún var sölumaður og innflytjandi listmuna, en nafn fyrirtækisins, Kirkjumunir, vísaði til þeirra gripa sem hún hafði í öndvegi, munina valdi hún sjálf erlendis. Sigrún hélt þó áfram að vinna heima og hafði hjá sér góðar konur í vinnu í Kirkjumunum sem allar unnu hjá henni í tugi ára.[8]

Guðrún J. Vigfúsdóttir

Guðrún J. Vigfúsdóttir (1921-2015), er ættuð frá Þorvaldsdal á Árskógsströnd. Foreldrar Guðrúnar hétu Vigfús Kristjánsson og Elísabet Jóhannsdóttir og voru þau bændur. Guðrún var næst yngst níu barna en tveir bræður hennar létust ungir. Ólst hún upp í torfbæ sem þeim systkinunum þótti æsispennandi að rata inn í dimm göngin sem lágu milli ótal hliðarvistarvera. Faðir Guðrúnar var mikill hagleiksmaður sem smíðaði báta og jafnvel hús og móðir hennar var mikill kvenskörungur í barnauppeldi og heimilisrekstri. Þegar Guðrún var 8 ára fluttist fjölskyldan yfir í stórt tvíhæða einbýlishús með kjallara, sem bróðir Vigfúsar, Jóhann Franklín Einarsson arkitekt, hafði teiknað. Síðan var fjósi, hlöðu, fjárhúsum og hesthúsum bætt við.[9]

Systkinin bjuggu snemma yfir sterkri athafnaþrá og listhneigð en bræður Guðrúnar urðu landsfrægir fyrir hönnun sína og útskurð á skírnarfontum. Mörg verka þeirra bræðra eru á Minjasafni Akureyrar.[10]

Systkinin voru fluglæs þegar þau hófu nám í farkennslu sem var skilyrði til náms, sem eldri systkinin Guðrúnar fengu, hún sjálf var níu ára þegar hún hóf nám á Árskógssandi.[11]

Árið 1940-1941 var Guðrún við nám í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði og kynntist þar vefstólnum fyrst,[12] síðan varð hún önnur tveggja sem hófu fyrstar nám við vefnaðarkennaradeildina á Hallormsstað. Útskrifaðist hún þaðan árið 1945 sem önnur af tveimur fyrstu vefnaðarkennurum á Íslandi, eftir tveggja ára nám, auk kennslu námskeiðs sem þær tóku á vormánuðum sem þjálfaði þær til kennslu nemenda sem ekkert kunnu til vefnaðar.[13]

Guðrún J. Vigfúsdóttir (1921-2015), kirkjulistakona við vefstólinn

Eftir nám sitt lá leið Guðrúnar til Ísafjarðar, þar sem hún hóf kennslu við húsmæðraskólann Ósk, þar sem hún kenndi í ein 43 ár, frá árunum 1945-1988. Það var á 13. ári kennslunnar sem Guðrún fékk árs orlof, það nýttu hún og maður hennar sér til að ferðast um Norðurlöndin. Þau heimsóttu verkstæði og skóla til að kynna sér nýjungar í vefnaðarkennslu, munsturgerð og vefjarefnaframleiðslu. Fóru þau á milli Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur.[14]

Alltaf blundaði löngun hjá Guðrúnu til að fá aðstöðu til að vefa sjálf, fá útrás fyrir eigin hugmyndir og tilraunir. Þegar þau hjón komu heim eftir ársleyfið, leigði Guðrún sér herbergi úti í bæ þar sem hún kom sér upp athvarfi fyrir vefstólinn og notaði frítíma sinn til að gera ýmsar tilraunir með íslenska ull og vefa. Svo fór konuna í húsinu að langa til að vefa og komu þær þá upp öðrum vefstól og fékk Guðrún henni það verkefni að vefa trefla úr íslensku bandi. Þeir voru svo sendir til Akureyrar í ýfingu og svo seldir, þá aðallega í Reykjavík. Þegar það vitnaðist að salan gekk vel, komu fleiri og óskuðu eftir vinnu hjá Guðrúnu og kom það því að stofan rúmaði ekki fleiri vefstóla. Fjölskylda Guðrúnar keypti húsnæði sem stofan var flutt í og enn fleiri vefstólar voru keyptir, einnig var konunum sem höfðu verið að vefa boðið að gerast hluthafar. Þann varð draumur Guðrúnar að litlu fyrirtæki sem var stofnað 1962 og fékk nafnið Vefstofa Guðrúnar J. Vigfúsdóttur h.f.[15] Á vefstofu sinn framleiddi Guðrún tískufatnað sem varð mjög eftirsóttur.[16]

Unnur Ólafsdóttir

Unnur Ólafsdóttir (1897-1983),[17] fæddist í Keflavík, hún var dóttir Vigdísar Ketilsdóttur og Ólafs Ásbjarnarsonar kaupmanns.[18]

Unnur lærði við Listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn og markaði hún sér svo sjálf starfsvið, við gerð muna fyrir guðsþjónustuna og helgihald hennar.[19] Auk þess sem hún stofnaði hannyrðaverslun í Reykjavík sem hún rak um árabil.[20]

Unnur var vel að sér og mjög fróð um skáldamál sem og hið táknræna mál kirkjunnar, sem er einnig algjör nauðsyn og forsenda til góðs árangurs við þetta sérhæfða handverk.[21]

Unnur Ólafsdóttir (1897-1983), kirkjulistakona

Þegar Unnur kom fram á sjónarsviðið var danski barrokhökullinn, rauður með gull bryddingum í hávegum hafður, en Unnur markaði sín spor með því að notast við sem mest af íslenskum efnum í verk sín. Þrátt fyrir miklar hæringar og stílbreytingar á tuttugustu öld þá er ólíklegt að Unnur hafi fylgt þeim mikið eftir. Unnur fór sínar eigin leiðir jafnframt því að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi en umfram allt var hún hefðbundin og jarðföst.[22]

Unnur og eiginmaður hennar, Óli Magnús Ísaksson,[23] bjuggu lengi í næsta nágrenni við Áskirkju í Reykjavík, þar sem má finna mörg verk sem bæði Unnur vann og gaf kirkjunni ásamt eiginmanni sínum.

Vera má að ættartengsl Unnar hafi haft mikil áhrif á val hennar á liðsmiðli sínum þar sem hún var dótturdóttir Ketils Ketilssonar kirkjubónda sem lét byggja Hvalsneskirkju árið 1864,[24] og hún átti einnig rætur að rekja til Njarðvíkurkirkju sem sonardóttir Ásbjörns Ólafssonar hreppstjóra er réðst í byggingu þeirrar kirkju á árunum 1885-1886.[25]

Höklar listakvennanna

Hér að framan hefur verið gerð stutt grein fyrir listakonunum þremur, þeim Sigrúnu, Guðrúnu og Unni. Nú er komið að því að skoða nánar vinnu þeirra við gerð hökla, hvaða efnivið þær notast við og hvernig þær nýta sér hann, einnig verður skoðuð táknfræði þeirra og hvernig hún kemur fram í úrvinnslu verkefna þeirra.

Mynd 1

Vert er að geta þess áður en lengra er haldið að þegar Unnur, sem er elst þessara þriggja, var farin að hanna og sauma hökla, þá var danski hökullinn mest notaður hér á landi. Hann hafði verið fluttur inn í miklu magni og margar kirkjur notuðust við hann. Hann var yfirleitt úr rauðu flaueli, með stórum gullkrossi að aftan og gullbrydduðum líningum allan hringinn. (Sjá mynd 1).

Það var því ekki í lítið ráðist fyrir Unni að fara í svo gagngerar breytingar, að varpa gömlum formum og taka algjörlega upp nýja nálgun eins og eftirfarandi texti og myndir greina frá.

Efni, aðferð, form og tákn

Annar af tveimur höklum Sigrúnar Jónsdóttur sem hér skulu nefndir, er hátíðarhökull sem hún gerði fyrir Ingjaldshólskirkju (mynd 2).[26] Þessi hökull er hluti af heildstæðum skrúða, með honum voru púltklæði, altarisklæði og stóla. Mynd af lambi prýðir hökulinn að framanverðu, brjóstmynd á hvítri undirstöðu með blárri línu efst og hvítum tungum sem eru útsaumaðar neðan á. Lambið er Kriststákn sem vísar til þess sigurs sem Kristur hafði með fórn sinni, þrátt fyrir það að hann hafi einnig verið fórnarlamb. Að baki er hin gyðinglega hefð að slátra lambi í tilefni páskahátíðarinnar.[27]

Mynd 2 og 3

Hinn hökull Sigrúnar er rauður batíkhökull, sem gerður var fyrir Melstaðarkirkju (mynd 3). Hökullinn er ryðrauður ofan á svartan bakgrunn, með sterkum okkurgulum lit í mynstrinu. Þessi mynd sýnir bakhlið hökulsins, sem ber stóra dúfu, tákn heilags anda þegar hún er sýnd með geislabaug (dúfan er  tákn friðar sé geislabaugnum sleppt). Bæði það að dúfan skuli vera að koma að ofan, sem og hvíti liturinn í vængbörðum hennar, vísar til himnesks uppruna sem og hreinleika. Kjarninn í dúfunni miðri sem sammiðja hringir ganga út frá, vísar til útbreiðslukrafts og anda kirkjunnar. Auga dúfunnar er tákn fyrir sterka skynjun og vitund.[28]

Þessir tveir höklar eru mjög ólíkir að gerð og vinnslu. Í þann hvíta hefur Sigrún ofið efnið og síðan saumað lambið út, með hvítum glansþráðum og gylltum. Lambið er eitt af elstu táknum kristninnar eins og fyrrgreint var.

Síðarnefndi hökullinn sem er unnin með batíkaðferðinni og dúfan er máluð á efnið. Á höklum Sigrúnar má sjá að hún fer á móti ríkjandi straumum, hún fer eigin leiðir þrátt fyrir það að táknin eigi djúpar rætur í hefðum táknheimsins.

Guðrún J. Vigfúsdóttir, vefnaðarlistakona, gerði ferna hökla í seríu fyrir vígslu Digraneskirkju árið 1994. Guðrún vann að þremur höklum með aðstoð sóknarnefndar og prestsins. En allir hjálpuðust að við að vefa höklana undir hennar verkstjórn. Það var arkitekt kirkjunnar, Benjamín Magnússon sem teiknaði táknin fyrir vefnaðinn. Guðrún óf sjálf í lokin hvíta hökulinn sem hún gaf kirkjunni.[29]

Mynd 4 og 5

Tákn höklanna tveggja sem hér sjást á mynd 4 og 5, vísa bæði til grunnteikninga kirkjubyggingarinnar. Hér er dæmi um hökla sem eru sniðir meira að kirkjurými og kirkjuheild fremur en táknheimi hinna kristnu hefða, þó svo þeim sé auðvitað ekki sleppt úr. Vefnaður og útlit höklanna minna á hökla miðalda bæði hvað varðar vefnað og látleysi.

Unnur Ólafsdóttir var list-handverkskona, sem var mjög vel að sér í táknum og tengingu lita við myndform kristinna hefða. Sést mjög vel á verkum Unnar að um er að ræða mikla vandvirkni, gríðarlega þekkingu á viðfangsefninu og mikla sköpun.

Mynd 6

Mynd 7

Fyrri hökullinn sem um ræðir er hvítur ullarhökull með gotnesku lagi gerður fyrir Lágafellskirkju, árið 1964 (mynd 6). Framan á höklinum eru fimm geislar og að aftan eru sjö, þeir eru skornir úr grænu rúskinni og kantlagðir með gylltu steinbítsroði. Í mynstrinu eru 27 íslenskir steinar úr Glerhallavík og við hálsmálið er gyllt steinbítsroð.[30]

Sá síðarnefndi er einnig gerður úr ullarefni, í gotneskum stíl (mynd 7). Stóri krossinn er á baki hökulsins, sem er úr dökkrauðu flaueli, á honum miðjum er átta arma stjarna baldýruð með gylltum flötum þræði. Allur krossinn er baldýraður eikarlaufum og akörnum. Stóri krossinn minnir á Möltukrossinn, ekki jafnarma, framan á höklinum er lítill latneskur kross. Báðir krossarnir hafa slípaða glerhalla í miðju.[31]

Skammstafanir á nafni Krists eru þau tákn sem sjást einna mest í kirkjuskreytingum og kirkjulist. Gyðingar nefna aldrei nafn Guðs, því það er svo heilagt, en kannski er það þess vegna sem nafn Krists verður snemma áberandi í kirkjulistinni, þar það er ýmist skammstafað á latínu eða grísku:

 

 

 

[32]

Hin klassísku kriststákn, myndtákn sem eru hvað oftast notuð, eru til dæmið lambið, fiskurinn, dúfan og blómið, Liljan sem er Maríutákn o.s.frv. Þríhyrningur er mikið notað og stendur fyrir hina heilögu þrenningu, sem eru trú, von og kærleikur. Hringurinn er tákn eilífðarinnar, krossinn er hins vegar sá sem er alltaf mest áberandi og stendur hvað sterkast fyrir hina kristnu kirkju.

Öll þessi tákn eru áberandi í listsköpun og verkum þessara kvenna. Lambið má sjá í hátíðarhökli Sigrúnar, ísaumað með hvítum og gylltum þræði á gulan bakgrunn, þar sem lambið ber fána, líkt og sigurfána til að auka mikilvægi táknsins. Á öðrum hökli má sjá dúfuna, tákn hins heilaga anda, þar sem hún er sýnd með geislabaug til áhrifaaukninga.

Í verkum Guðrúnar er sjálfur krossinn í fyrirrúmi þó sjá megi einnig skammstöfun á nafninu CHRISTUS. Unnur er bæði íburðarmikil í efnisvali sem og táknum, hún styðst við skammstafanir og rætur hefðarinnar í táknheimi kirkjunnar, með eikarlaufum sínum.

„Ég er hinn sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn.”[33]

Hafa verður í huga að þegar verk þessara kvenna eru skoðuð, hver staða íslensku kirkjunnar var. Fjárhagur margra sókna virðist hafa verið bágborinn og erfiður á þessum tíma, með það í huga verður ekki horft fram hjá því hve vandasöm og viðkvæm nálgun það hefur verið að ætla að skapa skartmikla og dýra listmuni, í umhverfi sem hafði ekki úr miklu að moða.

Listakonurnar þrjár sem hér hefur verið fjallað um eiga það sameiginlegt að vera handverkskonur í grunninn, með brennandi áhuga á sköpun í kirkjulist. Þær eru mjög ólíkar eins og glöggt má sjá í verkum þeirra.

Listakonan Sigrún sem ögrar ríkjandi gildum í sínum samtíma og fer eigin leiðir í sköpun sinni, hún nálgast viðfangsefni sín ekkert ólíkt því hvernig málarinn nálgast strigann. Hökull Sigrúnar fyrir Melstaðarkirkju, er býsna framúrstefnulegur og minnir um margt á verk listamanna síðustu aldar sem oft hafa verið flokkuð sem „kitsch.“

Guðrún er hefðbundnari listamaður, hún fer öruggari og þekktari leiðir, verk hennar stílhreinni og hafa meira yfirbragð einfaldleika og skýrleika. Aldrei farið langt frá ríkjandi táknum og hefðum hinnar kristnu táknmynda.

Unnur Ólafsdóttir, er elst þessara þriggja listamanna og sækir hún sköpun sína í táknheim kirkjunnar, tök hennar á sögum og táknum kristindómsins eru mikil. Gylltur þráður, gyllt steinbítsroð, rautt og grænt flauel, allt eru þetta efni og litir sem eiga samsvörun og vísun í heilagleika kristinna táknmynda. Verk hennar eru öll hin vönduðustu og bera vott um glæsileika, höklar með þessu yfirbragði bera vott um fágun og reisn.

Þegar þessi samanburður er hafður í huga, sést að listamaður og kirkja fara misvel saman. Listamaðurinn leiðir greinilega stundum sköpunina og stýrir ferðinni, en í öðrum tilfellum er það rými kirkjunnar og aðstæður hennar sem ráða verkinu. Hafa verður í huga að stærð og gerð líkama prestsins hlýtur að hafa töluvert vægi þegar hökull er annars vegar, dúfu-hökull Sigrúnar fer til dæmis ekki hvaða líkamsgerð sem er, væri hann þó mun auðveldari í notkun í miklum hita, fremur en þungir og efnismiklir ullarhöklar Unnar.

Alheimsborgarinn Sigrún, nálgast verk sín, út frá sjónarhorni heimsborgarans og hvatvísinnar. Þar sem mikil blöndun á sér stað og stíllinn er því margslunginn og dregur hugmyndir sínar úr ólíkum áttum og vinnur þær í margbreytileika.

Guðrún skapar í verkum sínum tengsl og tengingar úr hefðbundnum íslenskum aðstæðum, þjóðleg og jarðbundin sköpun hennar svo og nákvæmni fór sjaldnast út fyrir fyrirséðan ramma. Natni og vandvirkni einkenna verk hennar.

Unnur sem afkomandi kirkjufólks átti auðvelt með að tileinka sér hefðir og anda kirkjunnar, og þar af leiðandi þarfir og óskir um ímynd kirkjunnar sem voru á margan hátt henni samferða. Glæsileika og fágaðan stíl hennar má sjá í verkum hennar, þar sem efnisval og táknmyndir bera merki lotningar og skrauts.

Listakonurnar áttu það sameiginlegt að allar ráku þær vinnustofur þar sem fjöldinn allur af starfsfólki var á þeirra vegum og kom að vinnslu verka þeirra. Úrvinnsla margra listaverka þeirra fór þar af leiðandi fram á vinnustofum þeirra með aðstoð og vinnu starfsmanna og urðu afköst listakvennanna því meiri fyrir vikið.

Lokaorð

Táknmyndir lifna við og deyja, allt fer það eftir tíðaranda samfélagsins og þeirra tíma sem fara í hönd. Ímyndin eða táknið er eitthvað sem er sameiginleg okkur öllum, er þetta eitthvað sem við fáum í arf frá forfeðrum okkar. Tilfinningin fyrir því hvernig við móttökum táknin kemur frá okkur sjálfum og umhverfinu eða með tíðarandanum. Fáum við, kynslóðin í dag, þá sömu tilfinningu og næsta kynslóð á undan okkur þegar við finnum eplalykt, kveikir hún á sömu jólatilfinningunni og lifir hjá þeim sem eldri eru? Er það sama með táknmyndirnar, fáum við sömu tilfinningu og eldri kynslóðir okkar, sem kannski þurftu meira að leita í trúna og auðmýktina gagnvart henni, þar sem þau voru meira undir náttúruöflunum komin heldur en við í dag, þegar við getum einfaldlega farið út í búð og keypt allt sem hugurinn girnist?

Skynjun táknmynda hafði mikil áhrif á fólk hér áður fyrr sökum ólæsis, líkur má því leiða að því að táknmyndir hafi ekki sömu áhrif á okkur í dag og þær höfðu áður fyrr, þar sem áreiti og allskyns táknmyndir hafa margfaldast á okkar dögum.

Tákn í klæðnaði presta og kirkjunnar manna hafa haft mikið vægi í lífi fólks í gegnum aldirnar. Samspil listamanna og kirkju hefur alltaf verð sterkt hvort sem listamenn voru fengir til að útfæra fegurð himnaríkis eða angist og ótta helvítis. Táknin í höklum og klæðnaði presta hafa því skipt afar miklu máli þar sem presturinn hafði það hlutverk að vera tengill milli Guðs og manna á þeim tímum þegar messur fóru fram á latínu og hinni almenni leikmaður skildi hvorki upp né niður í athöfninni, hafa táknin á messuskrúðanum spilað stórt hlutverk.

Á okkar tímum eru þessi tákn skýrari og skiljanlegri mörgum þeim sem leita í kirkjuna. Í hugum flestra eru þessi tákn merki um kærleika, von, birtu og gleði, fremur heldur en merki ógnar og valds, eins og glöggt má lesa úr skilningi miðalda og fyrri tíma.

Gaman er að leiða hugann að því hvert táknmyndir nú á tímum munu leiða okkur og í hvaða átt þær muni þróast og breytast.  Munum við sjá að kirkjan fari að varpa táknmyndum sínum á stóran skjá við guðsþjónustuna með útskýringartexta? Áður hefur verið bent á að táknmyndir hafi komið og farið, lifnað við og dáið, er það þróun sem koma skal? Klæðnaður og táknmyndir verði aftur aðalinntak messunnar og að presturinn sem persóna fái minna vægi? Ekki er gott um það að segja.

Samspil listamanns og kirkju er á gömlum grunni reist. Sú þróun sem hefur átt sér stað í gerð hökla á Íslandi hefur verið hröð og mikil á síðustu áratugum og virðist vera í stöðugri framför, ekki verður annað séð en það samstarf blómstri. Á meðan sköpun listamanna fær notið sín og samhæfing kirkju, rýmis og aðstæðna vinna saman er ekki annað að sjá en að vel muni ganga um ókomna tíð.

Er orðið tímabært að fara út fyrir hin klassísku tákn, umbreyta þeim og nota táknmyndirnar á höklum til að koma sterkari skilaboðum á framfæri, eins og einingu fjölskyldunnar, samkennd landsmanna, heildarinnar?

Form helgihaldsins hefur lítið breyst þó svo breyting hafi átt sér stað á messuforminu þar sem skrúðinn spilar stórt hlutverk í því að skapa andrúmsloftið í messunni. Að ofangreindu má sjá að þörf kirkjunnar fyrir listamenn til sköpunar og tengsla við söfnuð og samfélag á hverjum tíma er stöðug. Sem samlíking er listamaðurinn jafn mikilvægur kirkjunni og markaðsfræðingurinn viðskiptaumhverfinu.

Þessi grein er endurskoðaður hluti af BA-ritgerð Rósu: „Þræðir skrauts, lita og tákna. Höklar og táknmál kirkjunnar í aldanna rás, þræddir af listamönnunum Unni, Guðrúnu og Sigrúnu.“

Tilvísanir

[1] Gunnar Kristjánsson, „Tákn og litir í kirkjulist fyrr og nú,” Hugur og hönd, rit íslenska heimilisiðnaðarfélagsins (Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 1989), bls. 8-13.

[2] Sigrún Jónsdóttir, Minningargreinar: Morgunblaðið, 14. desember, 2001.

[3] Sigrún Jónsdóttir.

[4] Kristín Schmidhauser Jónsdóttir, „Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona,“ Hugur og hönd: rit íslenska heimilisiðnaðarfélagsins, (Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 2011), bls. 8-13.

[5] „Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona,” bls. 8-13.

[6] Sigrún Jónsdóttir.

[7] Þórunn Valdimarsdóttir, Engin venjuleg kona: litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu, (Reykjavík, JPV-forlag, 2000), bls. 99-107.

[8] Engin venjuleg kona, bls. 128-129.

[9] Guðrún J. Vigfúsdóttir, Við vefstólinn: starfsvettvangur Guðrúnar J. Vigfúsdóttur í hálfa öld: lifandi vefnaðarlist í máli og myndum, (Reykjavík, Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir), bls. 13-14.

[10] Við vefstólinn, bls. 13-14.

[11] Við vefstólinn, bls. 13-14.

[12] Við vefstólinn, bls. 15.

[13] Við vefstólinn, bls. 19-21.

[14] Sigríður Halldórsdóttir, „Vefarinn mikli Guðrún Vigfúsdóttir,Hugur og hönd: rit íslenska heimilisiðnaðarfélagsins, (Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 1995), bls. 20-24.

[15] „Vefarinn mikli Guðrún J. Vigfúsdóttir,“ bls. 20-24.

[16] Gunnar Kristjánsson, „Njarðvíkurkirkja,“: Gripir og áhöld, í Kirkjur Íslands, bindi 11, ritstjórn Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Kjalarnessprófastsdæmi, 2008), bls. 320. ???

[17] Unnur Ólafsdóttir hannyrðakona látin, Morgunblaðið, 20. ágúst, 1983..

[18] Unnur Ólafsdóttir hannyrðakona látin.

[19] Bragi Ásgeirsson, Kirkjulistmunir Unnar Ólafsdóttur, Lesbók Morgunblaðsins, 17. tbl. 11. maí 1985.

[20] Unnur Ólafsdóttir hannyrðakona látin.

[21] Kirkjulistmunir Unnar Ólafsdóttur.

[22] Kirkjulistmunir Unnar Ólafsdóttur.

[23] Unnur Ólafsdóttir hannyrðakona látin.

[24] Guðmundur L. Hafsteinsson og Gunnar Kristjánsson, „Hvalsneskirkja,“ í Kirkjur Íslands, bindi 11, ritstjórn Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík, Þjóðminjasafn, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Kjalarnessprófastsdæmi, 2008), bls. 14-33.

[25] „Njarðvíkurkirkja,” bls. 320.

[26] Jakob Ágúst Hjálmarsson, „Listastörf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu,“ í Engin venjuleg kona: litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu, (Reykjavík, JPV-forlag, 2000), (aftan við ævisöguna), bls. 19.

[27]„Listastörf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu,“ bls. 19.

[28] „Listastörf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu,“ bls. 25.

[29] „Vefarinn mikli Guðrún Vigfúsdóttir,“ bls. 20-24.

[30] „Lágafellskirkja“: Gripir og áhöld, í Kirkjur Íslands, bindi 12, ritstjórn Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Kjalarnessprófastsdæmi, 2008), bls. 219.

[31] „Hvalsneskirkja,“ bls. 32-33.

[32] Gunnar Kristjánsson, Gengið í guðshús, (Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1988), bls. 34

[33] Jóhannesarguðspjall 15.1.

Heimildir

Biblían, Heilög ritning, Gamla testamentið ásamt Apókrýfu bókunum, Nýja testamentið, (Reykjavík, Hið íslenska Biblíufélag 2007),

Bragi Ásgeirsson, Kirkjulistmunir Unnar Ólafsdóttur, Lesbók Morgunblaðsins, 17. tbl. 11. maí 1985.

Guðmundur L. Hafsteinsson og Gunnar Kristjánsson, „Hvalsneskirkja,“ í Kirkjur Íslands, bindi 11, ritstjórn Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík, Þjóðminjasafn, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Kjalarnessprófastsdæmi, 2008).

Guðrún J. Vigfúsdóttir, Við vefstólinn: starfsvettvangur Guðrúnar J. Vigfúsdóttur í hálfa öld: lifandi vefnaðarlist í máli og myndum, (Reykjavík, Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir).

Gunnar Kristjánsson, Gengið í guðshús, (Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1988).

Gunnar Kristjánsson, „Njarðvíkurkirkja,“: Gripir og áhöld, í Kirkjur Íslands, bindi 11, ritstjórn Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Kjalarnessprófastsdæmi, 2008).

Gunnar Kristjánsson, „Tákn og litir í kirkjulist fyrr og nú,” Hugur og hönd, rit íslenska heimilisiðnaðarfélagsins (Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 1989), bls. 8-13.

Jakob Ágúst Hjálmarsson, „Listastörf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu,“ í Engin venjuleg kona: litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu, (Reykjavík, JPV-forlag, 2000), (aftan við ævisöguna).

Kristín Schmidhauser Jónsdóttir, „Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona,“ Hugur og hönd: rit íslenska heimilisiðnaðarfélagsins, (Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 2011), bls. 8-13.

„Lágafellskirkja,“ Gripir og áhöld, í Kirkjur Íslands, bindi 12, ritstjórn Jón Torfason og Þorsteinn Gunnarsson, (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa, Kjalarnessprófastsdæmi, 2008).

Sigríður Halldórsdóttir, Vefarinn mikli Guðrún Vigfúsdóttir,“ Hugur og hönd: rit íslenska heimilisiðnaðarfélagsins, (Reykjavík, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 1995).

Sigrún Jónsdóttir, Minningargreinar: Morgunblaðið, 14. desember, 2001.

Unnur Ólafsdóttir hannyrðakona látin, Morgunblaðið, 20. ágúst, 1983.

Þórunn Valdimarsdóttir, Engin venjuleg kona: litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu, (Reykjavík, JPV-forlag, 2000).

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir