Ragnheiður Sverrisdóttir var vígð til djákna 1981 og starfaði bæði í sænsku og íslensku kirkjunni. Hún sinnir núna sjálfboðastarfi og stundar nám í ritlist.

Það er eftirspurn eftir kyrrð. Það kemur í ljós meðal annars þegar talað er um áreiti og álag í daglegu lífi. En hvar er kyrrð að fá, kyrrð sem veitir hvíld frá sístarfandi huga og hönd?

Það eru ýmsar leiðir til að kyrra hugann og má þar nefna kyrrðarstundir sem ýmsar kirkjur bjóða upp á. Einnig eru til Kyrrðarbænasamtök sem kynnt hafa sérstaka kyrrðarbæn og nú er komið út fræðsluefni til að kynna og styðja fólk í að stunda hana. Efnið heitir Kyrrðarlyklar. Eins og aðrir lyklar þá eru kyrrðarlyklar ætlaðir til að opna. Þeir bjóða lesendum inn í kyrrðarrými til íhugunar, hlustunar, bænar og hugleiðslu. Þá er sérstök áhersla á þögn. Í kynningu segir:

„Kyrrðarlyklar snúast um bænaaðferðir sem við getum þrætt á nokkurs konar andlega lyklakippu.“

Skálholtsútgáfan gefur út Kyrrðarlyklana sem saman standa af 36 síðna hefti og handhægum spjöldum. Spjöldin eru 86 og eru ætluð til stuðnings við Kyrrðarbæn sem fer fram í þögn, biblíulega íhugun (Lectio Divina) sem beðið er með ritningarversum að leiðarljósi, og íhugun út frá mynd (Visio Divina). Efnið er í mildum litum og myndir eru með mjúkum línum sem undirstrika kyrrðarhugmynd efnisins. Maður nánast slakar á við að horfa á og handfjalla þessi fallegu spjöld.

Bylgja Dís Gunnarsdóttir er höfundur textans og myndirnar eru eftir Angelu Árnadóttur. Þær eru báðar listakonur. Bylgja er tónlistarkona, m.a. óperusöngkona og með kennsluréttindi í þeim bænahefðum sem eru kynntar í Kyrrðarlyklunum. Angela hefur fengist við myndlist, listdans og söng. Þetta eru sannarlega fjölhæfar konur sem fara inn á nýjar slóðir með útgáfu þessara kyrrðarlykla.

Eins og segir á bls. 11 í bókinni, Kyrrðarlyklar, þá er þetta einföld aðferð en ekki þar með sagt auðveld. Við erum vön að biðja með orðum en hér eru orð óþörf. Hér er það kyrrðin sem gildir. Kyrrð til að hlusta á Guð.

Við sem erum lúthersk höfum ekki mikla reynslu af aðferð sem þessari. Við erum venjulega orðmörg en hér er bænaaðferð sem að miklu leyti er stunduð í þögn. Þögn til að hlusta á Guð. Hugurinn fer oft á fullt en hér er bent á leið til að kyrra hugann. Orð er valið til að beina huganum aftur að bæn, kyrrð og hlustun. Orðin gætu t.d. verið amen eða friður. Lögð er áhersla á að dæma sig ekki þegar hugurinn fer á fullt heldur að snúa sér blíðlega aftur að bænarorðinu sínu.

Þetta efni gæti verið gagnlegt fyrir fólk sem alltaf er að miðla boðskap Krists t.d. í prédikun. Öll þurfum við á endurnýjun að halda og að dýpka samband okkar við Guð til að geta þjónað honum/henni.

Í þessu efni eru margar leiðbeiningar og við fyrstu sýn virðist erfitt að stunda þessar aðferðir án þjálfunar með öðrum eða jafnvel námskeiði. Það er þó hægt að byrja einslega en gagnlegt að taka eitt skref í einu. Að mati undirritaðrar hentar þetta efni vel þeim sem hafa kynnst öðrum bænaaðferðum en vilja dýpka sig og komast áfram á vegi trúarinnar. Sem betur fer bjóða kyrrðarbænasamtökin upp á bænahópa, námskeið og kyrrðardaga til að stunda þessa bænaaðferð.

Í kristinni trú er löng hefð fyrir kyrrð og íhugun sem hefur varðveist í klaustrum en ekki náð til almennings. Það hefur hins vegar jóga gert og hafa mörg stundað jóga til að ná slökun og kyrrð.

Frumkvöðull kyrrðarbænarinnar, Thomas Keating (1923-2018) taldi að bjóða yrði upp á kristna hefð sem valkost við austurlenskar hefðir. Hann kom til Íslands árið 2000 og kenndi kristna íhugun (Centering Prayer). Stofnuð voru samtökin Contemplative Outreach til að kynna kyrrðarbænina. Slík samtök voru stofnuð hér 2013. Þetta er sjálfboðahreyfing og ber að fagna því hversu mörg hafa lagt henni lið og þetta efni er sannarlega stór áfangi í kynningu hennar.

Bylgja Dís Gunnarsdóttir, gerði textann í bókinni: Kyrrðarlyklar – mynd: Edda Möller

 

Hér er stutt myndband þar sem Bylgja Dís Gunnarsdóttir kynnir Kyrrðarlykla

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Ragnheiður Sverrisdóttir var vígð til djákna 1981 og starfaði bæði í sænsku og íslensku kirkjunni. Hún sinnir núna sjálfboðastarfi og stundar nám í ritlist.

Það er eftirspurn eftir kyrrð. Það kemur í ljós meðal annars þegar talað er um áreiti og álag í daglegu lífi. En hvar er kyrrð að fá, kyrrð sem veitir hvíld frá sístarfandi huga og hönd?

Það eru ýmsar leiðir til að kyrra hugann og má þar nefna kyrrðarstundir sem ýmsar kirkjur bjóða upp á. Einnig eru til Kyrrðarbænasamtök sem kynnt hafa sérstaka kyrrðarbæn og nú er komið út fræðsluefni til að kynna og styðja fólk í að stunda hana. Efnið heitir Kyrrðarlyklar. Eins og aðrir lyklar þá eru kyrrðarlyklar ætlaðir til að opna. Þeir bjóða lesendum inn í kyrrðarrými til íhugunar, hlustunar, bænar og hugleiðslu. Þá er sérstök áhersla á þögn. Í kynningu segir:

„Kyrrðarlyklar snúast um bænaaðferðir sem við getum þrætt á nokkurs konar andlega lyklakippu.“

Skálholtsútgáfan gefur út Kyrrðarlyklana sem saman standa af 36 síðna hefti og handhægum spjöldum. Spjöldin eru 86 og eru ætluð til stuðnings við Kyrrðarbæn sem fer fram í þögn, biblíulega íhugun (Lectio Divina) sem beðið er með ritningarversum að leiðarljósi, og íhugun út frá mynd (Visio Divina). Efnið er í mildum litum og myndir eru með mjúkum línum sem undirstrika kyrrðarhugmynd efnisins. Maður nánast slakar á við að horfa á og handfjalla þessi fallegu spjöld.

Bylgja Dís Gunnarsdóttir er höfundur textans og myndirnar eru eftir Angelu Árnadóttur. Þær eru báðar listakonur. Bylgja er tónlistarkona, m.a. óperusöngkona og með kennsluréttindi í þeim bænahefðum sem eru kynntar í Kyrrðarlyklunum. Angela hefur fengist við myndlist, listdans og söng. Þetta eru sannarlega fjölhæfar konur sem fara inn á nýjar slóðir með útgáfu þessara kyrrðarlykla.

Eins og segir á bls. 11 í bókinni, Kyrrðarlyklar, þá er þetta einföld aðferð en ekki þar með sagt auðveld. Við erum vön að biðja með orðum en hér eru orð óþörf. Hér er það kyrrðin sem gildir. Kyrrð til að hlusta á Guð.

Við sem erum lúthersk höfum ekki mikla reynslu af aðferð sem þessari. Við erum venjulega orðmörg en hér er bænaaðferð sem að miklu leyti er stunduð í þögn. Þögn til að hlusta á Guð. Hugurinn fer oft á fullt en hér er bent á leið til að kyrra hugann. Orð er valið til að beina huganum aftur að bæn, kyrrð og hlustun. Orðin gætu t.d. verið amen eða friður. Lögð er áhersla á að dæma sig ekki þegar hugurinn fer á fullt heldur að snúa sér blíðlega aftur að bænarorðinu sínu.

Þetta efni gæti verið gagnlegt fyrir fólk sem alltaf er að miðla boðskap Krists t.d. í prédikun. Öll þurfum við á endurnýjun að halda og að dýpka samband okkar við Guð til að geta þjónað honum/henni.

Í þessu efni eru margar leiðbeiningar og við fyrstu sýn virðist erfitt að stunda þessar aðferðir án þjálfunar með öðrum eða jafnvel námskeiði. Það er þó hægt að byrja einslega en gagnlegt að taka eitt skref í einu. Að mati undirritaðrar hentar þetta efni vel þeim sem hafa kynnst öðrum bænaaðferðum en vilja dýpka sig og komast áfram á vegi trúarinnar. Sem betur fer bjóða kyrrðarbænasamtökin upp á bænahópa, námskeið og kyrrðardaga til að stunda þessa bænaaðferð.

Í kristinni trú er löng hefð fyrir kyrrð og íhugun sem hefur varðveist í klaustrum en ekki náð til almennings. Það hefur hins vegar jóga gert og hafa mörg stundað jóga til að ná slökun og kyrrð.

Frumkvöðull kyrrðarbænarinnar, Thomas Keating (1923-2018) taldi að bjóða yrði upp á kristna hefð sem valkost við austurlenskar hefðir. Hann kom til Íslands árið 2000 og kenndi kristna íhugun (Centering Prayer). Stofnuð voru samtökin Contemplative Outreach til að kynna kyrrðarbænina. Slík samtök voru stofnuð hér 2013. Þetta er sjálfboðahreyfing og ber að fagna því hversu mörg hafa lagt henni lið og þetta efni er sannarlega stór áfangi í kynningu hennar.

Bylgja Dís Gunnarsdóttir, gerði textann í bókinni: Kyrrðarlyklar – mynd: Edda Möller

 

Hér er stutt myndband þar sem Bylgja Dís Gunnarsdóttir kynnir Kyrrðarlykla

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?