Marteinn Lúther var ekki maður málamiðlana. Þvert á móti hefur hann verið frekar erfiður, jafnvel mjög erfiður, einkum í augum þeirra sem voru honum ósammála. Það er gild spurning hversu mjög og yfirhöfuð hvort lofa skyldi þann hæfileika Lúthers að geta rifist út í hið óendanlega í þágu málstaðarins sem hann trúði á. Það getur verið stutt á milli þess að standa á sínu og blindrar þrjósku. Sennilega hefur Lúther sveiflast þarna á milli og víst er að kappið bar hann stundum ofurliði eins og gagnrýnendur hans þá og nú hafa reglulega rifjað upp. Lúther er legið á hálsi fyrir að hafa verið óbilgjarn og ruddalegur þegar hann tókst á við menn og má finna mörg slík dæmi í öllum textanum sem frá penna hans kom. Að því leyti var hann ólíkur samverkamanni sínum Filippusi Melankton, rólyndum húmanista sem rambaði á barmi taugaáfalls þegar lætin í Lúther voru sem mest. Hefðu enda margir andstæðingar Lúthers viljað að Melankton leiddi siðbreytinguna en ekki skaphundurinn Lúther.

Stundum er ýjað að því að þetta persónueinkenni Lúthers – þrætugirnin, þrjóskan og skapofsinn – hafi verið hinum kristna heimi mikil bölvun. Hann hafi verið friðarspillir sem sundraði kristninni. Kirkjan hafi aldrei orðið söm eftir að þetta tundurdufl sprakk, kveikti ófriðarbál í Evrópu og kynti undir óeiningu meðal kristinna manna allar götur síðan. Slík túlkun er auðvitað einföldun. Það er ósanngjarnt að persónugera allar neikvæðar afleiðingar þeirra breytinga sem þegar voru hafnar á evrópskri trú og samfélagi í Lúther. Jafnframt er þó sjálfsagt að viðurkenna að hvass málflutningur Lúthers og ósveigjanleiki hans kom hreyfingu á samfélag síðmiðalda með áður óséðum sprengikrafti. Það hrikkti í aldagömlum stoðum miðaldasamfélagsins og breytingum var hrundið af stað með gagnrýni, deilum – sumir myndu segja þrasi – og efnislegum átökum um trú og kirkjufyrirkomulag.

Nú eru þrjú ár síðan haldið var upp á 500 ára afmæli siðbreytingarinnar árið 2017. Árin sem fylgdu í kjölfarið, 2018 og 2019 voru líka afmælisár þó þau hafi verið smærri í sniðum: 500 ára afmæli Heidelbergfundarins 1518 og málfundarins í Leipzig 1519 þar sem Lúther útskýrði málstað sinn með sannfærandi hætti og vann til liðs við sig menn sem áttu eftir að verða öflugustu málsvarar siðbreytingarhreyfingarinnar. Árið í fyrra, 2020, var svo 500 ára afmælisár hins svonefnda „kraftaverkaárs“ 1520 þegar Lúther sendi frá sér þrjú þungavigtarrit: Um frelsi kristins manns, Um Babýlonsherleiðingu kirkjunnar og Til hins kristna aðals. Sama ár var Lúther bannfærður af Leó X. páfa. Árið sem nú er að hefjast er líka afmælisár. Árið 2021 eru 500 ár síðan Lúther hélt sína frægustu ræðu, varnarræðuna í Worms 1521 sem lauk með hinum þekktu orðum (a.m.k. er góð ástæða til að hugsa sér að svo hafi verið): „Hér stend ég og get ekki annað.“

Í upphafi árs 2021 er því rík ástæða til að hugleiða gildi kirkjulegrar rökræðu. Með því á ég við efnisleg skoðanaskipti og átök um þau málefni sem brenna á fólki í kirkjunni. Hvar er rými fyrir gagnrýna umræðu – kirkjukrítík – á kirkjulegum vettvangi? Hvers virði er kirkjulegur átakakúltúr? Hverjum ber að taka þátt í slíkri rökræðu? Hvenær er rétt og nauðsynlegt að hefja hana? Þessar spurningar og aðrar tengdar mun ég taka til umfjöllunar á komandi vikum – bæði í ljósi sögunnar og samtíma okkar – í nokkrum pistlum hér á vettvangi gestaglugga Kirkjublaðsins.is.


Haraldur Hreinsson er guðfræðingur og sagnfræðingur.
Hann lauk doktorsprófi frá háskólanum í Münster 2019.
Starfar nú við háskólann í Leipzig og Háskóla Íslands.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Marteinn Lúther var ekki maður málamiðlana. Þvert á móti hefur hann verið frekar erfiður, jafnvel mjög erfiður, einkum í augum þeirra sem voru honum ósammála. Það er gild spurning hversu mjög og yfirhöfuð hvort lofa skyldi þann hæfileika Lúthers að geta rifist út í hið óendanlega í þágu málstaðarins sem hann trúði á. Það getur verið stutt á milli þess að standa á sínu og blindrar þrjósku. Sennilega hefur Lúther sveiflast þarna á milli og víst er að kappið bar hann stundum ofurliði eins og gagnrýnendur hans þá og nú hafa reglulega rifjað upp. Lúther er legið á hálsi fyrir að hafa verið óbilgjarn og ruddalegur þegar hann tókst á við menn og má finna mörg slík dæmi í öllum textanum sem frá penna hans kom. Að því leyti var hann ólíkur samverkamanni sínum Filippusi Melankton, rólyndum húmanista sem rambaði á barmi taugaáfalls þegar lætin í Lúther voru sem mest. Hefðu enda margir andstæðingar Lúthers viljað að Melankton leiddi siðbreytinguna en ekki skaphundurinn Lúther.

Stundum er ýjað að því að þetta persónueinkenni Lúthers – þrætugirnin, þrjóskan og skapofsinn – hafi verið hinum kristna heimi mikil bölvun. Hann hafi verið friðarspillir sem sundraði kristninni. Kirkjan hafi aldrei orðið söm eftir að þetta tundurdufl sprakk, kveikti ófriðarbál í Evrópu og kynti undir óeiningu meðal kristinna manna allar götur síðan. Slík túlkun er auðvitað einföldun. Það er ósanngjarnt að persónugera allar neikvæðar afleiðingar þeirra breytinga sem þegar voru hafnar á evrópskri trú og samfélagi í Lúther. Jafnframt er þó sjálfsagt að viðurkenna að hvass málflutningur Lúthers og ósveigjanleiki hans kom hreyfingu á samfélag síðmiðalda með áður óséðum sprengikrafti. Það hrikkti í aldagömlum stoðum miðaldasamfélagsins og breytingum var hrundið af stað með gagnrýni, deilum – sumir myndu segja þrasi – og efnislegum átökum um trú og kirkjufyrirkomulag.

Nú eru þrjú ár síðan haldið var upp á 500 ára afmæli siðbreytingarinnar árið 2017. Árin sem fylgdu í kjölfarið, 2018 og 2019 voru líka afmælisár þó þau hafi verið smærri í sniðum: 500 ára afmæli Heidelbergfundarins 1518 og málfundarins í Leipzig 1519 þar sem Lúther útskýrði málstað sinn með sannfærandi hætti og vann til liðs við sig menn sem áttu eftir að verða öflugustu málsvarar siðbreytingarhreyfingarinnar. Árið í fyrra, 2020, var svo 500 ára afmælisár hins svonefnda „kraftaverkaárs“ 1520 þegar Lúther sendi frá sér þrjú þungavigtarrit: Um frelsi kristins manns, Um Babýlonsherleiðingu kirkjunnar og Til hins kristna aðals. Sama ár var Lúther bannfærður af Leó X. páfa. Árið sem nú er að hefjast er líka afmælisár. Árið 2021 eru 500 ár síðan Lúther hélt sína frægustu ræðu, varnarræðuna í Worms 1521 sem lauk með hinum þekktu orðum (a.m.k. er góð ástæða til að hugsa sér að svo hafi verið): „Hér stend ég og get ekki annað.“

Í upphafi árs 2021 er því rík ástæða til að hugleiða gildi kirkjulegrar rökræðu. Með því á ég við efnisleg skoðanaskipti og átök um þau málefni sem brenna á fólki í kirkjunni. Hvar er rými fyrir gagnrýna umræðu – kirkjukrítík – á kirkjulegum vettvangi? Hvers virði er kirkjulegur átakakúltúr? Hverjum ber að taka þátt í slíkri rökræðu? Hvenær er rétt og nauðsynlegt að hefja hana? Þessar spurningar og aðrar tengdar mun ég taka til umfjöllunar á komandi vikum – bæði í ljósi sögunnar og samtíma okkar – í nokkrum pistlum hér á vettvangi gestaglugga Kirkjublaðsins.is.


Haraldur Hreinsson er guðfræðingur og sagnfræðingur.
Hann lauk doktorsprófi frá háskólanum í Münster 2019.
Starfar nú við háskólann í Leipzig og Háskóla Íslands.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir