Ég les leiðara Morgunblaðsins einu sinni á ári, á aðfangadag, og raunar stundum um páskana líka. Þá leitast skríbentinn eða skríbentarnir við að lyfta athyglinni upp úr erli hversdagsins og hverfulleikans — nálgast eilífðarmálin. Þetta er góðra gjalda vert af slíkum miðli. Oftar en einu sinni hafa dálkarnir líka vakið mig til umhugsunar. Það er svo sannarlega þakkarvert og skákar að því leyti mörgum predikunum, jafnvel jólapredikunum! Því má ekki minna vera en maður þakki fyrir sig.
Boðskapurinn
Leiðarahöfundurinn kemur víða við en auðvitað var það fyrst og fremst hið trúarlega inntak sem höfðaði til þessa lesanda hér. Þar er líka af nógu að taka. Meðal annars bendir höfundur á það fyrirbæri sem víða hefur orðið vart upp á síðkastið og er oft nefnt „endurkoma trúarinnar“. Í því felst að eftir langt tímabil efnishyggju á öldinni sem leið megi í seinni tíð greina vaxandi áhuga á og jafnvel ákafa þörf fyrir dýpri svör við lífsgátunni en þá voru látin nægja. Einnig bendir höfundurinn á róttækan boðskap Krists um sammannlegan jöfnuð frammi fyrir almættinu. Þetta eru vissulega mikilvæg umhugsunarefni. En það er líka boðskapur leiðarans um aðskilnað — eða e.t.v. frekar verkaskiptingu — trúar og pólitíkur sem er algengt stef í textum af þessu tagi en um það segir:
„Í því samhengi kann að vera rétt að rifja upp sjónarmið um aðskilnað ríkis og kirkju, hins veraldlega og hins andlega. Það snýst ekki aðeins um það að hið geistlega kennivald eigi að halda sig fjarri veraldarvafstrinu, heldur mun frekar að hið veraldlega vald eigi að halda sig frá hinu andlega. Þar á meðal hverju menn eigi að trúa, hvað þeim eigi að finnast eða hvað þeir megi segja upphátt.“
Hér skal tekið undir með höfundi að afleitt væri ef ríkisvaldið tæki að skerða trú-, skoðana- og tjáningarfrelsi okkar. Ástæða er þó til að staldra við það „samhengi“ sem hér er vísað til. Um það segir:
„Það má einnig greina þann þráð í stjórnmálum undanfarinna ára, hér á landi sem víða annars staðar, að þar vilja menn ekki láta sér lög og reglur nægja sem lágmarksviðmið í mannlegu samfélagi. Þar hefur æ meir borði á siðferðislegum álitaefnum, siðareglum og fyrirmælum um nærgætni, jafnvel svo að áður algild mannréttindi eigi að víkja.“
Það er eiginlega einhvers staðar hér sem álitamálin skjóta verulega upp kollinum. Ómögulegt virðist annað en að tengja þessi ummæli við viðleitni ríkisvaldsins til að stemma stigu við hatursorðræðu og skyldum fyrirbærum svo sem Kóran-brennum í nágrannalöndunum. Það er einkum í því sambandi sem „fyrirmæli um nærgætni“ hafa verið sett.
Mogginn og siðað samfélag
Á örskömmum tíma hefur íslenska þjóðfélagið tekið róttækum breytingum. Allt fram á síðustu áratugi liðinnar aldar var hér við lýði einsleitt, hvítt, lútherskt samfélag. Nú er öldin önnur. Nú lifum við í litskrúðugu, fjölmenningar- og fjölhyggjusamfélagi. Þessar nýju aðstæður hafa í för með sér alveg nýjar áskoranir.
Við sem frá fornu fari höfum talið okkur eiga landið þurfum nú að temja okkur að deila því með fólki með annað útlit, aðra reynslu, önnur gildi og aðra menningu en okkar — jafnvel aðra trú. Þetta hefur gengið misjafnlega og áskoranirnar eiga aðeins eftir að vaxa. Við slíkar aðstæður má vel líta svo á að það sé skylda stjórnvalda að leiða aðgerðir sem slaka á spennu, vinna gegn skautun og stuðla að friðsamlegri sambúð einstaklinga og hópa eða einfaldlega byggja upp siðað samfélag. Ráð til þess er að útfæra ákvæði stjórnarskrár okkar sem vissulega er ætlað að standa vörð um frelsi allra landsmanna með því að bregðast við siðferðislegum álitaefnum, setja siðareglur og jafnvel lög þegar þess gerist þörf. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar þess er gætt að íslenska samfélagið einkennist af sterkri einstaklings- og sérhyggju í anda nýfrjálshyggjunnar.
Annars vekur það athygli að í jólaleiðara Moggans skuli agnúast út í „fyrirmæli um nærgætni“ í samskiptum okkar, til hvers svo sem orðin vísa. Örlar hér á beinni andúð á fjölmenningu og fjölhyggju? Er þetta yfirlýsing um að betra væri að hér ríkti óheft samkeppni og kapphlaup þar sem allir eru á móti öllum? Þá væri vissulega ráðist að rótum siðaðs samfélags.
Kristur hefði aldrei verið krossfestur
En hverfum aftur að þeirri hugsjón Moggans um aðskilnað trúar og pólitíkur sem fram kemur í leiðaranum þar sem stendur:
„Það snýst ekki aðeins um það að hið geistlega kennivald eigi að halda sig fjarri veraldarvafstrinu, heldur mun frekar að hið veraldlega vald eigi að halda sig frá hinu andlega.“
Hér veltur raunar allt á hvað átt er við með „veraldarvafstri“ og „hinu andlega“. Nærtækt virðist að með „veraldarvafstri“ sé vísað til stóru, opinberu, samfélagsmálefnanna en til einstaklingsmálefna með „hinu andlega“. Sé svo verður að skilja þessa hugsun — sem virðist almennt viðtekin meðal nýfrjálshyggjufólks — svo að gengið sé út frá því að til sé tvenns konar siðfræði: félagsleg og einstaklingsbundin. Ekki verður fallist á að þetta sé sjónarmið sem kirkja Krists hljóti að skrifa upp á þótt auðvitað hafi sum trúfélög og guðfræðistefnur gert það að sínu. Þvert á móti má benda á sterk rök fyrir því að aðskilnaðurinn sé í megnu ósamræmi við kristna arfleifð og sögu.
Í fyrsta lagi er nær óhugsandi að þessi aðskilnaður hafi verið gerlegur fyrr en í seinni tíð. Á upphafsöldum kristni var tilverunni vissulega oft lýst sem baráttu andstæðra póla: ljóss og myrkur, góðs og ills, andlegs og efnislegs eða líkamlegs. Hugmyndir um algerlega veraldlegt svið eða veraldlegt ríkisvald voru á hinn bóginn vart til. Aðskilnaður af þessu tagi getur því ekki verið upprunalegur þáttur í kristindóminum.
Í öðru lagi er ólíklegt að trúarkerfi sem einvörðungu lét sér umhugað um einstaklingsbundna eða persónulega siðfræði hefði náð því að verða heimstrúarbrögð með tvö þúsund ára sögu. Líklegra er að það hefði fljótt horfið í það haf hugmynda sem ríkti á fyrstu öldum kristni, orðið fyrir mun meiri klofningi og upplausn en þó hefur gert vart við sig í kristnisögunni.
Loks má geta þess að Kristur hefði auðvitað aldrei verið krossfestur ef hann hefði látið sér nægja að boða einstaklingssiðfræði. Hvers vegna ættu valdhafarnir þá að hafa haft horn í síðu hans og vilja þagga niður í honum? Þar með hefði kristindómurinn aldrei komið fram., a.m.k. ekki í þeirri mynd sem raun varð á.
Ég les leiðara Morgunblaðsins einu sinni á ári, á aðfangadag, og raunar stundum um páskana líka. Þá leitast skríbentinn eða skríbentarnir við að lyfta athyglinni upp úr erli hversdagsins og hverfulleikans — nálgast eilífðarmálin. Þetta er góðra gjalda vert af slíkum miðli. Oftar en einu sinni hafa dálkarnir líka vakið mig til umhugsunar. Það er svo sannarlega þakkarvert og skákar að því leyti mörgum predikunum, jafnvel jólapredikunum! Því má ekki minna vera en maður þakki fyrir sig.
Boðskapurinn
Leiðarahöfundurinn kemur víða við en auðvitað var það fyrst og fremst hið trúarlega inntak sem höfðaði til þessa lesanda hér. Þar er líka af nógu að taka. Meðal annars bendir höfundur á það fyrirbæri sem víða hefur orðið vart upp á síðkastið og er oft nefnt „endurkoma trúarinnar“. Í því felst að eftir langt tímabil efnishyggju á öldinni sem leið megi í seinni tíð greina vaxandi áhuga á og jafnvel ákafa þörf fyrir dýpri svör við lífsgátunni en þá voru látin nægja. Einnig bendir höfundurinn á róttækan boðskap Krists um sammannlegan jöfnuð frammi fyrir almættinu. Þetta eru vissulega mikilvæg umhugsunarefni. En það er líka boðskapur leiðarans um aðskilnað — eða e.t.v. frekar verkaskiptingu — trúar og pólitíkur sem er algengt stef í textum af þessu tagi en um það segir:
„Í því samhengi kann að vera rétt að rifja upp sjónarmið um aðskilnað ríkis og kirkju, hins veraldlega og hins andlega. Það snýst ekki aðeins um það að hið geistlega kennivald eigi að halda sig fjarri veraldarvafstrinu, heldur mun frekar að hið veraldlega vald eigi að halda sig frá hinu andlega. Þar á meðal hverju menn eigi að trúa, hvað þeim eigi að finnast eða hvað þeir megi segja upphátt.“
Hér skal tekið undir með höfundi að afleitt væri ef ríkisvaldið tæki að skerða trú-, skoðana- og tjáningarfrelsi okkar. Ástæða er þó til að staldra við það „samhengi“ sem hér er vísað til. Um það segir:
„Það má einnig greina þann þráð í stjórnmálum undanfarinna ára, hér á landi sem víða annars staðar, að þar vilja menn ekki láta sér lög og reglur nægja sem lágmarksviðmið í mannlegu samfélagi. Þar hefur æ meir borði á siðferðislegum álitaefnum, siðareglum og fyrirmælum um nærgætni, jafnvel svo að áður algild mannréttindi eigi að víkja.“
Það er eiginlega einhvers staðar hér sem álitamálin skjóta verulega upp kollinum. Ómögulegt virðist annað en að tengja þessi ummæli við viðleitni ríkisvaldsins til að stemma stigu við hatursorðræðu og skyldum fyrirbærum svo sem Kóran-brennum í nágrannalöndunum. Það er einkum í því sambandi sem „fyrirmæli um nærgætni“ hafa verið sett.
Mogginn og siðað samfélag
Á örskömmum tíma hefur íslenska þjóðfélagið tekið róttækum breytingum. Allt fram á síðustu áratugi liðinnar aldar var hér við lýði einsleitt, hvítt, lútherskt samfélag. Nú er öldin önnur. Nú lifum við í litskrúðugu, fjölmenningar- og fjölhyggjusamfélagi. Þessar nýju aðstæður hafa í för með sér alveg nýjar áskoranir.
Við sem frá fornu fari höfum talið okkur eiga landið þurfum nú að temja okkur að deila því með fólki með annað útlit, aðra reynslu, önnur gildi og aðra menningu en okkar — jafnvel aðra trú. Þetta hefur gengið misjafnlega og áskoranirnar eiga aðeins eftir að vaxa. Við slíkar aðstæður má vel líta svo á að það sé skylda stjórnvalda að leiða aðgerðir sem slaka á spennu, vinna gegn skautun og stuðla að friðsamlegri sambúð einstaklinga og hópa eða einfaldlega byggja upp siðað samfélag. Ráð til þess er að útfæra ákvæði stjórnarskrár okkar sem vissulega er ætlað að standa vörð um frelsi allra landsmanna með því að bregðast við siðferðislegum álitaefnum, setja siðareglur og jafnvel lög þegar þess gerist þörf. Þetta er ekki síst mikilvægt þegar þess er gætt að íslenska samfélagið einkennist af sterkri einstaklings- og sérhyggju í anda nýfrjálshyggjunnar.
Annars vekur það athygli að í jólaleiðara Moggans skuli agnúast út í „fyrirmæli um nærgætni“ í samskiptum okkar, til hvers svo sem orðin vísa. Örlar hér á beinni andúð á fjölmenningu og fjölhyggju? Er þetta yfirlýsing um að betra væri að hér ríkti óheft samkeppni og kapphlaup þar sem allir eru á móti öllum? Þá væri vissulega ráðist að rótum siðaðs samfélags.
Kristur hefði aldrei verið krossfestur
En hverfum aftur að þeirri hugsjón Moggans um aðskilnað trúar og pólitíkur sem fram kemur í leiðaranum þar sem stendur:
„Það snýst ekki aðeins um það að hið geistlega kennivald eigi að halda sig fjarri veraldarvafstrinu, heldur mun frekar að hið veraldlega vald eigi að halda sig frá hinu andlega.“
Hér veltur raunar allt á hvað átt er við með „veraldarvafstri“ og „hinu andlega“. Nærtækt virðist að með „veraldarvafstri“ sé vísað til stóru, opinberu, samfélagsmálefnanna en til einstaklingsmálefna með „hinu andlega“. Sé svo verður að skilja þessa hugsun — sem virðist almennt viðtekin meðal nýfrjálshyggjufólks — svo að gengið sé út frá því að til sé tvenns konar siðfræði: félagsleg og einstaklingsbundin. Ekki verður fallist á að þetta sé sjónarmið sem kirkja Krists hljóti að skrifa upp á þótt auðvitað hafi sum trúfélög og guðfræðistefnur gert það að sínu. Þvert á móti má benda á sterk rök fyrir því að aðskilnaðurinn sé í megnu ósamræmi við kristna arfleifð og sögu.
Í fyrsta lagi er nær óhugsandi að þessi aðskilnaður hafi verið gerlegur fyrr en í seinni tíð. Á upphafsöldum kristni var tilverunni vissulega oft lýst sem baráttu andstæðra póla: ljóss og myrkur, góðs og ills, andlegs og efnislegs eða líkamlegs. Hugmyndir um algerlega veraldlegt svið eða veraldlegt ríkisvald voru á hinn bóginn vart til. Aðskilnaður af þessu tagi getur því ekki verið upprunalegur þáttur í kristindóminum.
Í öðru lagi er ólíklegt að trúarkerfi sem einvörðungu lét sér umhugað um einstaklingsbundna eða persónulega siðfræði hefði náð því að verða heimstrúarbrögð með tvö þúsund ára sögu. Líklegra er að það hefði fljótt horfið í það haf hugmynda sem ríkti á fyrstu öldum kristni, orðið fyrir mun meiri klofningi og upplausn en þó hefur gert vart við sig í kristnisögunni.
Loks má geta þess að Kristur hefði auðvitað aldrei verið krossfestur ef hann hefði látið sér nægja að boða einstaklingssiðfræði. Hvers vegna ættu valdhafarnir þá að hafa haft horn í síðu hans og vilja þagga niður í honum? Þar með hefði kristindómurinn aldrei komið fram., a.m.k. ekki í þeirri mynd sem raun varð á.