Í byrjun árs sendi biskup frá sér svokallað hirðisbréf undir titlinum Í orði og verki (Skálholtsútgáfan, Rvík, 2022). Hirðisbréf eiga sér langa sögu. Í lútherskum kirkjum vísar hugtakið til bréfa sem biskupar, yfirhirðar kirkjunnar, senda prestum í umdæmi sínu oftast í kjölfar þess að þeir taka við embætti. Hafa þau oftast að geyma áherslur biskupanna við upphaf ferilsins ásamt hvatningu til viðtakendanna um að rækja vel hirðishlutverk sitt hvert á sínum stað. Þannig var t.a.m. með hirðisbréf Hallgríms Sveinssonar frá 1889 en það var ein og hálf prentuð síða. Bréf eftirmanns hans, Þórhalls Bjarnarsonar, frá 1909 var vissulega helmingi lengra eða örlítið á fjórðu síðu. Síðan þá hefur margt breyst. Biskupar hafa tekið að ávarpa fleiri en prestana og beina orðum sínum einnig til djákna og sérstaks trúnaðarfólks í kirkjunni og þá einkum sóknarnefndarfólks. Fer vel á því. Núverandi biskup hefur kosið að opna viðmælendahóp sinn enn frekar og beinir bréfinu til „fólksins í kirkjunni og annarra fróðleiksfúsra“. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja. Biskupinn er þó vel að merkja tæpast hirðir alls síðastnefnda hópsins en margt fróðleiksfúst fólk stendur auðvitað utan þjóðkirkjunnar. Önnur breyting er sú að að á tuttugustu öldinni lengdust hirðisbréfin til mikilla muna. Bréf núverandi biskups er t.d. um 85 sinnum lengra en bréf Hallgríms eða alls 128 blaðsíður. Eðli máls samkvæmt er því ekki lengur um stefnuskrá að ræða. Þá getur tekið tímann sinn að hamra saman svo langan texta. Bréfið tengist því fremur starfslokum en vígslu biskupsins. — Það er líklega allt í lagi. Biskupar ættu að tjá sig sem oftast og á sem víðustum vettvangi.
Kristið ríki?
Í hirðisbréfi sínu kemur biskup víða við. Þessi lesandi hér hefur þó aðeins séð ástæðu til að kynna sér þann hluta bréfsins sem lýtur að sambandi ríkis og kirkju eins og um það efni er fjallað í kaflanum „Kirkjan“. Þessa er getið sérstaklega vegna þess að vera má að eitthvað sem sagt er annars staðar bréfinu brjóti í bága við það sem hér verður haldið fram. Er þá beðist velvirðingar á því.
Réttilega kemur fram í hirðisbréfinu að þjóðkirkjuhugtakið verður ekki skilgreint til fulls nema tekið sé tillit til orðalags 62. gr. núgildandi stjórnarskrár sem raunar er lítið breytt frá upphaflegri gerð frá 1874. Með stjórnarskrárbreytingu 1915 var þó kveðið á um að breyta mætti ákvæðinu um stuðning ríkisvaldsins við kirkjuna með almennum lögum. Téða grein stjórnarskrárinnar túlkar biskup svo:
Á meðan núverandi stjórnarskrá gildir hlýtur sá skilningur að ríkja, að það sé viljayfirlýsing ríkisins að það vilji standa á kristnum grunni, viðurkenni að þjóðmenningin byggist á kristnum verðmætum og vilji styðja kirkjuna til áhrifa á fólkið í landinu hvað varðar hugsunarhátt, samskipti og framkomu. (Bls. 70–71).
Spyrja má hvort hér sé ekki fullmikið lesið í textann. Svo óheppilega vill vissulega til að 62. gr. stjskr. er oft nefnd „kirkjuskipan ríkisins“. Væri hún það í raun og veru mætti ugglaust skrifa upp á þessa túlkun biskups að flestu leyti. Þá væri þó tæpast nægilega sterkt að orði kveðið því stjórnarskrárgrein fæli þá í sér að hér skyldi vera lútherskt ríki við lýði. Hér er þó um rangnefni að ræða. Væri greinin „kirkjuskipan ríkisins“ bæri ríkisvaldinu að vera evangelískt-lútherskt með svipuðum hætti og að flestum múslímskum ríkjum ber að starfa á grundvelli Íslam. Viljum við það? Meinar biskup þetta? — Er ekki farsælla að standa vörð um það vestræna, tiltölulega opna og lýðræðislega fjölhyggjusamfélag sem hér hefur þróast þótt það „kosti“ að ríkisvaldið sé trúarlega hlutlaust.
Umrædda stjórnarskrárgrein ber að túlka í ljósi sögunnar. Hún á — eins og svo margt annað í stjórnarskrá okkar — rætur að rekja til dönsku grundvallarlaganna frá 1849 nánar til tekið 3. gr. þeirra. Grundvallarlögin og stjórnarskráin um sérmál Íslendinga frá 1874 skuldbundu ríkisvaldið aðeins til að styðja og vernda lúthersku kirkjuna sem ríkjandi trúarhefð þjóðanna tveggja. Þær höfðu til þessa ekki notið trúfrelsis en voru nú leystar undan þeirri kvöð að vera lútherskar. Við þær aðstæður þótti samt eðlilegt að ríkisvaldið hefði áfram hönd í bagga með þeirri trú. Skylda ríkisvaldsins í löndunum tveimur til að vera lútherskt hefur á hinn bóginn verið afnumin fyrir löngu.
Í viðkomandi stjórnarskrárgreinum felst því að það eitt að hinu opinbera ber að gera fólki kleift að iðka trú sína. Lengra nær skylda þess ekki á trúmálasviðinu og hana þarf að laga að ríkjandi aðstæðum á hverjum tíma. Nú á dögum þyrfti því að huga að útvíkkun 62. greinarinnar þannig að hún nái ekki aðeins til lútherskrar trúar heldur trúar og lífsskoðana almennt. Því ætti að varast að líta á ákvæði 62. gr. stjskr. sem sérstaka viljayfirlýsingu ríkisvaldsins um að það sé í sjálfu sér kristið í einhverri sértækri merkingu.
Margrætt þjóðkirkjuhugtak
Í bréfi sínu vekur biskup athygli á að þjóðkirkjuhugtakið megi skilja á mismunandi máta. Þetta er þeim mun mikilvægara þegar þess er gætt að upprunamerkingin, þ.e. meirihlutakirkja, kann senn að missa slagkraft sinn.
Hugtakið má t.d. skilja sögulega eins og fram kemur í hirðisbréfinu. Kristni hefur verið ríkjandi átrúnaður í landinu í 1000 ár og lúthersk kristni í helming þess skeiðs. Hún hefur því mótað sögu og menningu þjóðarinnar á aðskiljanlegum sviðum. Rök af þessu tagi höfða þó líklega helst til íhaldssams fólks og þeirra sem eldri eru. Þau munu því tæpast valdefla þjóðkirkjuna nema til skamms tíma.
Sú merking þjóðkirkjuhugtaksins sem líklega mun duga lengst er að þjóðkirkja sé kirkja sem standi öllum opin, gerir ekki kröfu um kirkjuaðild eða persónulega trú af þeim sem til hennar leita eftir þjónustu. Með nýjustu lögum um þjóðkirkjuna varð það raunar skylda hennar að tryggja öllum landsmönnum kirkjulega þjónustu án nokkurra skilyrða. Ekkert annað trúfélag er bundið slíkri kvöð og gengur hún raunar í berhögg við guðfræði og sjálfsskilning marga ef ekki flestra kirkna og trúfélaga.
Fram hjá því verður þó aldrei horft að þjóðkirkjuhugtak stjórnarskrár og gildandi laga er fyrst og fremst réttarfarslegs eðlis og vísar til tengsla þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins. Þegar rætt er um aðskilnað ríkis og kirkju reynir fyrst og fremst á þessa lagalegu merkingu.
Hefur aðskilnaður átt sér stað?
Er hér komið að öðru viðfangsefni í hirðisbréfinu sem velta má vöngum yfir en þar segir:
Það er ekki rétt sem haldið hefur verið á lofti að aðskilnaður hafi ekki átt sér stað milli ríkis og kirkju. Sú umræða hefur staðið í rúma eina öld og mikilvægum áföngum verið náð á vegferðinni með lagasetningu um kirkjuna 1997 og 2021. (Bls. 77 — Undirstr. HH).
Hér skal sérstök athygli vakin á að biskup fjallar um aðskilnað ríkis og kirkju sem ferli sem taki langan tíma en ekki einhvern einn skammtímaatburð. Þetta er hárrétt en er sjaldan nægilegur gaumur gefinn. Það er líka rétt að aðskilnaðarumræðan hófst hér á landi strax og þjóðkirkjuskipaninni hafði verið komið á og hefur oft verið miklu ágengari en nú er.
Um hitt má spyrja hvort biskup fari ekki fram úr sér þegar hún staðhæfir að slíkur aðskilnaður hafi átt sér stað. Fyrrgreind túlkun hennar á 62. gr. stjórnarskrárinnar mælir raunar gegn því. Sérlög um þjóðkirkjuna (svokölluð þjóðkirkjulög) sýna einnig að þjóðkirkjan er í nánari tengslum við ríkisvaldið en nokkurt annað trúfélag sem hér starfar. Þá er það mikilvægt að í flestum lögskýringargögnum með þjóðkirkjulögunum frá 1997 og 2021 kemur skýrt fram að markmið þeirra hafi ekki verið að breyta — því síður binda enda á — ríkjandi tengsl ríkis og kirkju heldur að auka sjálfstæði, sjálfræði og sjálfsábyrgð þjóðkirkjunnar.
Aðgreining en ekki aðskilnaður
Veikleikinn í fyrrgreindri fullyrðingu biskups felst í því að hún gerir ekki greinarmun á tveimur mikilvægum ferlum sem nálgast verður hvort út frá sínum forsendum. Er þar átt við ferlin aðgreiningu og aðskilnað ríkis og kirkju. Hér er ekki um samslátt hjá biskupi einni að ræða heldur virðast furðu mörg eiga erfitt með að halda fyrirbærunum aðskildum. — Raunar mætti spyrja hvort það þjóni ekki hagsmunum þjóðkirkjunnar að þæfa þessi fyrirbæri sem þéttast saman. Fullyrðinguna um að aðskilnaður „hafi átt sér stað“ má alveg skilja sem svo það mál sé þegar útrætt — að ekki sé sagt dautt!
Aðgreining ríkis og kirkju er stofnunar- og stjórnsýslulegt fyrirbæri. Markmið hennar er fyrst og fremst að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar, gera stjórnunarhætti hennar skýra og gagnsæja og tryggja að hún starfi að verkefnum sínum á þann hátt sem fullnægir nútímakröfum á stjórnsýslusviðinu. Aðskilnaður ríkis og kirkju er aftur á móti trúarpólitískt fyrirbæri og lýtur að því hve náin tengsl eigi að vera milli nútímalegs ríkisvalds í lýðræðislegu fjölhyggjusamfélagi og eins trúfélags/kirkju eða jafnvel ríkisins og trúfélaga almennt.
Þróunin sem biskup ræðir um í síðari tilvitnuninni rúmast öll á sviði aðgreiningarinnar. Lögin frá 1997 og 2021 leggja grunn að sjálfstæðri þjóðkirkju sem starfar í nánum tengslum við ríkisvaldið. Þetta hefur enda verið stefna þjóðkirkjunnar frá því á nítjándu öld. Nú er þessi aðgreining raunar orðin svo mikil að spyrja má um stöðu biskupsins í samfélaginu. Það er t.a.m. áhorfsmál hvort eðlilegt sé að biskup landsins gangi í broddi fylkingar milli alþingishúss og dómkirkju við þingsetningu eða sitji með silkihúfum samfélagsins á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Biskup er ekki lengur hluti af háembættismannakerfi ríkisins heldur er hann forstöðu-, embættis- eða starfsmaður þjóðkirkjunnar. Mergurinn málsins er að öll aðskilnaðarumræðan er eftir hér á landi. Er þar átt við eðli og inntak aðskilnaðar ríkis og kirkju, ástæður hans og afleiðingar, kosti og galla, stefnumótun og framkvæmd.
Í byrjun árs sendi biskup frá sér svokallað hirðisbréf undir titlinum Í orði og verki (Skálholtsútgáfan, Rvík, 2022). Hirðisbréf eiga sér langa sögu. Í lútherskum kirkjum vísar hugtakið til bréfa sem biskupar, yfirhirðar kirkjunnar, senda prestum í umdæmi sínu oftast í kjölfar þess að þeir taka við embætti. Hafa þau oftast að geyma áherslur biskupanna við upphaf ferilsins ásamt hvatningu til viðtakendanna um að rækja vel hirðishlutverk sitt hvert á sínum stað. Þannig var t.a.m. með hirðisbréf Hallgríms Sveinssonar frá 1889 en það var ein og hálf prentuð síða. Bréf eftirmanns hans, Þórhalls Bjarnarsonar, frá 1909 var vissulega helmingi lengra eða örlítið á fjórðu síðu. Síðan þá hefur margt breyst. Biskupar hafa tekið að ávarpa fleiri en prestana og beina orðum sínum einnig til djákna og sérstaks trúnaðarfólks í kirkjunni og þá einkum sóknarnefndarfólks. Fer vel á því. Núverandi biskup hefur kosið að opna viðmælendahóp sinn enn frekar og beinir bréfinu til „fólksins í kirkjunni og annarra fróðleiksfúsra“. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja. Biskupinn er þó vel að merkja tæpast hirðir alls síðastnefnda hópsins en margt fróðleiksfúst fólk stendur auðvitað utan þjóðkirkjunnar. Önnur breyting er sú að að á tuttugustu öldinni lengdust hirðisbréfin til mikilla muna. Bréf núverandi biskups er t.d. um 85 sinnum lengra en bréf Hallgríms eða alls 128 blaðsíður. Eðli máls samkvæmt er því ekki lengur um stefnuskrá að ræða. Þá getur tekið tímann sinn að hamra saman svo langan texta. Bréfið tengist því fremur starfslokum en vígslu biskupsins. — Það er líklega allt í lagi. Biskupar ættu að tjá sig sem oftast og á sem víðustum vettvangi.
Kristið ríki?
Í hirðisbréfi sínu kemur biskup víða við. Þessi lesandi hér hefur þó aðeins séð ástæðu til að kynna sér þann hluta bréfsins sem lýtur að sambandi ríkis og kirkju eins og um það efni er fjallað í kaflanum „Kirkjan“. Þessa er getið sérstaklega vegna þess að vera má að eitthvað sem sagt er annars staðar bréfinu brjóti í bága við það sem hér verður haldið fram. Er þá beðist velvirðingar á því.
Réttilega kemur fram í hirðisbréfinu að þjóðkirkjuhugtakið verður ekki skilgreint til fulls nema tekið sé tillit til orðalags 62. gr. núgildandi stjórnarskrár sem raunar er lítið breytt frá upphaflegri gerð frá 1874. Með stjórnarskrárbreytingu 1915 var þó kveðið á um að breyta mætti ákvæðinu um stuðning ríkisvaldsins við kirkjuna með almennum lögum. Téða grein stjórnarskrárinnar túlkar biskup svo:
Á meðan núverandi stjórnarskrá gildir hlýtur sá skilningur að ríkja, að það sé viljayfirlýsing ríkisins að það vilji standa á kristnum grunni, viðurkenni að þjóðmenningin byggist á kristnum verðmætum og vilji styðja kirkjuna til áhrifa á fólkið í landinu hvað varðar hugsunarhátt, samskipti og framkomu. (Bls. 70–71).
Spyrja má hvort hér sé ekki fullmikið lesið í textann. Svo óheppilega vill vissulega til að 62. gr. stjskr. er oft nefnd „kirkjuskipan ríkisins“. Væri hún það í raun og veru mætti ugglaust skrifa upp á þessa túlkun biskups að flestu leyti. Þá væri þó tæpast nægilega sterkt að orði kveðið því stjórnarskrárgrein fæli þá í sér að hér skyldi vera lútherskt ríki við lýði. Hér er þó um rangnefni að ræða. Væri greinin „kirkjuskipan ríkisins“ bæri ríkisvaldinu að vera evangelískt-lútherskt með svipuðum hætti og að flestum múslímskum ríkjum ber að starfa á grundvelli Íslam. Viljum við það? Meinar biskup þetta? — Er ekki farsælla að standa vörð um það vestræna, tiltölulega opna og lýðræðislega fjölhyggjusamfélag sem hér hefur þróast þótt það „kosti“ að ríkisvaldið sé trúarlega hlutlaust.
Umrædda stjórnarskrárgrein ber að túlka í ljósi sögunnar. Hún á — eins og svo margt annað í stjórnarskrá okkar — rætur að rekja til dönsku grundvallarlaganna frá 1849 nánar til tekið 3. gr. þeirra. Grundvallarlögin og stjórnarskráin um sérmál Íslendinga frá 1874 skuldbundu ríkisvaldið aðeins til að styðja og vernda lúthersku kirkjuna sem ríkjandi trúarhefð þjóðanna tveggja. Þær höfðu til þessa ekki notið trúfrelsis en voru nú leystar undan þeirri kvöð að vera lútherskar. Við þær aðstæður þótti samt eðlilegt að ríkisvaldið hefði áfram hönd í bagga með þeirri trú. Skylda ríkisvaldsins í löndunum tveimur til að vera lútherskt hefur á hinn bóginn verið afnumin fyrir löngu.
Í viðkomandi stjórnarskrárgreinum felst því að það eitt að hinu opinbera ber að gera fólki kleift að iðka trú sína. Lengra nær skylda þess ekki á trúmálasviðinu og hana þarf að laga að ríkjandi aðstæðum á hverjum tíma. Nú á dögum þyrfti því að huga að útvíkkun 62. greinarinnar þannig að hún nái ekki aðeins til lútherskrar trúar heldur trúar og lífsskoðana almennt. Því ætti að varast að líta á ákvæði 62. gr. stjskr. sem sérstaka viljayfirlýsingu ríkisvaldsins um að það sé í sjálfu sér kristið í einhverri sértækri merkingu.
Margrætt þjóðkirkjuhugtak
Í bréfi sínu vekur biskup athygli á að þjóðkirkjuhugtakið megi skilja á mismunandi máta. Þetta er þeim mun mikilvægara þegar þess er gætt að upprunamerkingin, þ.e. meirihlutakirkja, kann senn að missa slagkraft sinn.
Hugtakið má t.d. skilja sögulega eins og fram kemur í hirðisbréfinu. Kristni hefur verið ríkjandi átrúnaður í landinu í 1000 ár og lúthersk kristni í helming þess skeiðs. Hún hefur því mótað sögu og menningu þjóðarinnar á aðskiljanlegum sviðum. Rök af þessu tagi höfða þó líklega helst til íhaldssams fólks og þeirra sem eldri eru. Þau munu því tæpast valdefla þjóðkirkjuna nema til skamms tíma.
Sú merking þjóðkirkjuhugtaksins sem líklega mun duga lengst er að þjóðkirkja sé kirkja sem standi öllum opin, gerir ekki kröfu um kirkjuaðild eða persónulega trú af þeim sem til hennar leita eftir þjónustu. Með nýjustu lögum um þjóðkirkjuna varð það raunar skylda hennar að tryggja öllum landsmönnum kirkjulega þjónustu án nokkurra skilyrða. Ekkert annað trúfélag er bundið slíkri kvöð og gengur hún raunar í berhögg við guðfræði og sjálfsskilning marga ef ekki flestra kirkna og trúfélaga.
Fram hjá því verður þó aldrei horft að þjóðkirkjuhugtak stjórnarskrár og gildandi laga er fyrst og fremst réttarfarslegs eðlis og vísar til tengsla þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins. Þegar rætt er um aðskilnað ríkis og kirkju reynir fyrst og fremst á þessa lagalegu merkingu.
Hefur aðskilnaður átt sér stað?
Er hér komið að öðru viðfangsefni í hirðisbréfinu sem velta má vöngum yfir en þar segir:
Það er ekki rétt sem haldið hefur verið á lofti að aðskilnaður hafi ekki átt sér stað milli ríkis og kirkju. Sú umræða hefur staðið í rúma eina öld og mikilvægum áföngum verið náð á vegferðinni með lagasetningu um kirkjuna 1997 og 2021. (Bls. 77 — Undirstr. HH).
Hér skal sérstök athygli vakin á að biskup fjallar um aðskilnað ríkis og kirkju sem ferli sem taki langan tíma en ekki einhvern einn skammtímaatburð. Þetta er hárrétt en er sjaldan nægilegur gaumur gefinn. Það er líka rétt að aðskilnaðarumræðan hófst hér á landi strax og þjóðkirkjuskipaninni hafði verið komið á og hefur oft verið miklu ágengari en nú er.
Um hitt má spyrja hvort biskup fari ekki fram úr sér þegar hún staðhæfir að slíkur aðskilnaður hafi átt sér stað. Fyrrgreind túlkun hennar á 62. gr. stjórnarskrárinnar mælir raunar gegn því. Sérlög um þjóðkirkjuna (svokölluð þjóðkirkjulög) sýna einnig að þjóðkirkjan er í nánari tengslum við ríkisvaldið en nokkurt annað trúfélag sem hér starfar. Þá er það mikilvægt að í flestum lögskýringargögnum með þjóðkirkjulögunum frá 1997 og 2021 kemur skýrt fram að markmið þeirra hafi ekki verið að breyta — því síður binda enda á — ríkjandi tengsl ríkis og kirkju heldur að auka sjálfstæði, sjálfræði og sjálfsábyrgð þjóðkirkjunnar.
Aðgreining en ekki aðskilnaður
Veikleikinn í fyrrgreindri fullyrðingu biskups felst í því að hún gerir ekki greinarmun á tveimur mikilvægum ferlum sem nálgast verður hvort út frá sínum forsendum. Er þar átt við ferlin aðgreiningu og aðskilnað ríkis og kirkju. Hér er ekki um samslátt hjá biskupi einni að ræða heldur virðast furðu mörg eiga erfitt með að halda fyrirbærunum aðskildum. — Raunar mætti spyrja hvort það þjóni ekki hagsmunum þjóðkirkjunnar að þæfa þessi fyrirbæri sem þéttast saman. Fullyrðinguna um að aðskilnaður „hafi átt sér stað“ má alveg skilja sem svo það mál sé þegar útrætt — að ekki sé sagt dautt!
Aðgreining ríkis og kirkju er stofnunar- og stjórnsýslulegt fyrirbæri. Markmið hennar er fyrst og fremst að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar, gera stjórnunarhætti hennar skýra og gagnsæja og tryggja að hún starfi að verkefnum sínum á þann hátt sem fullnægir nútímakröfum á stjórnsýslusviðinu. Aðskilnaður ríkis og kirkju er aftur á móti trúarpólitískt fyrirbæri og lýtur að því hve náin tengsl eigi að vera milli nútímalegs ríkisvalds í lýðræðislegu fjölhyggjusamfélagi og eins trúfélags/kirkju eða jafnvel ríkisins og trúfélaga almennt.
Þróunin sem biskup ræðir um í síðari tilvitnuninni rúmast öll á sviði aðgreiningarinnar. Lögin frá 1997 og 2021 leggja grunn að sjálfstæðri þjóðkirkju sem starfar í nánum tengslum við ríkisvaldið. Þetta hefur enda verið stefna þjóðkirkjunnar frá því á nítjándu öld. Nú er þessi aðgreining raunar orðin svo mikil að spyrja má um stöðu biskupsins í samfélaginu. Það er t.a.m. áhorfsmál hvort eðlilegt sé að biskup landsins gangi í broddi fylkingar milli alþingishúss og dómkirkju við þingsetningu eða sitji með silkihúfum samfélagsins á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Biskup er ekki lengur hluti af háembættismannakerfi ríkisins heldur er hann forstöðu-, embættis- eða starfsmaður þjóðkirkjunnar. Mergurinn málsins er að öll aðskilnaðarumræðan er eftir hér á landi. Er þar átt við eðli og inntak aðskilnaðar ríkis og kirkju, ástæður hans og afleiðingar, kosti og galla, stefnumótun og framkvæmd.