Dagana 26. – 27. október næstkomandi verður þess minnst með sérstakri dagskrá að liðin eru 350 ár frá andláti Hallgríms Péturssonar.
Skáldpresturinn Hallgrímur Pétursson andaðist á bænum Ferstiklu í Hvalfirði laugardaginn 27. október 1674 og var jarðsettur í Saurbæjarkirkjugarði miðvikudaginn 31. október vestanvert við Saurbæjarkirkju. Lengi hefur verið stefnt að því í Saurbæ að minnast 350. ártíðar Hallgríms Péturssonar hinn 27. október 2024.
Hallgrímshátíð í Saurbæ 2024
Laugardaginn 26. október klukkan 16.00 eru tónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Kór Breiðholtskirkju í Reykjavík undir stjórn Arnar Magnússonar organista flytur „Hallgrímskeðju“ sem samanstendur af tónlist frá endurreisnartíma til samtíma þar sem textar Hallgríms eru í forgrunni. Flutt verða verk eftir Orlando di Lassó, Hróðmar Sigurbjörnsson, Knut Nysted, Sergei Rachmaninoff, Þorkel Sigurbjörnsson og Steingrím Þórhallsson. Örn Magnússon var á sínum tíma organisti við Hallgrímskirkju í Saurbæ um fjögurra ára skeið. Aðgangur er ókeypis.
Sunnudagurinn 27. október er dánardagur Hallgríms Péturssonar og verður hátíðarmessa í kirkjunni kl. 14.00 þann dag. Séra Þráinn Haraldsson sóknarprestur predikar. Fyrir altari þjóna séra Ólöf Margrét Snorradóttir, séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, séra Kristján Valur Ingólfsson, fyrrum vígslubiskup í Skálholti og séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands. Kór Saurbæjarprestakalls hins forna syngur. Stjórnandi og organisti er Zsuzsanna Budai. Sif Tulinius leikur einleik á fiðlu. Í messunni verða frumflutt tvö ný sálmalög við ljóð Hallgríms Péturssonar sem sérstaklega voru samin af þessu tilefni: „Heilræðavísur“ Hallgríms við lag eftir Eygló Viborg Höskuldsdóttur og sálmurinn „Guð er minn Guð þótt geysi nauð“, eða „Hugbót“ eftir Högna Egilsson.
Biskup Íslands, séra Guðrún Karls Helgudóttir, flytur ávarp í lok messunnar.
Kirkjukaffi verður í Vatnaskógi.
Hátíðardagskrá hefst í kirkjunni klukkan 16.30
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, flytur ræðu. Kór Saurbæjarprestakalls hins forna, Sif Tulinius fiðluleikari, tríóið Hvalreki og Zsuzsanna Budai organisti annast tónlistarflutning. Formaður Hollvinafélags Hallgrímskirkju í Saurbæ, Birgir Þórarinsson, flytur ávarp. Séra Kristján Valur Ingólfsson segir frá Hallgrími og Guðríði í Saurbæ. Séra Þráinn Hallgrímsson stýrir dagskránni og flytur lokaorð.
Stiklur um Hallgrímskirkju í Saurbæ og ýmsar framkvæmdir
Listgluggar Gerðar Helgadóttur voru teknir niður sumarið 2021 og sendir til Oidtmann- glerverkstæðisins í Linnich í Þýskalandi til viðgerðar og hreinsunar. Um haustið voru þeir settir í aftur með nýju hlífðargleri. Verkið unnu starfsmenn fyrirtækisins með aðstoð heimamanna. Sex af gluggum kirkjunnar voru gerðir hjá Oidtmannverkstæðinu og komu í kirkjuna 1964 en stóri glugginn á vesturgaflinum var gerður í París og var kominn upp þegar kirkjan var vígð 1957. Allir gluggarnir voru á sínum tíma gjafir til kirkjunnar. Allan kostnað við hreinsun og viðgerð glugganna greiddi velunnari kirkjunnar.
Sumarið 2022 fékkst styrkur úr Kirkjugarðasjóði til að hlaða upp gamla kirkjugrunninn í kirkjugarðinum. Þar stóðu áður Saurbæjarkirkjur um aldir. Eina þeirra byggði Hallgrímur Pétursson með aðstoð nágranna sinna árið 1661. Sú síðasta var tekin upp í heilu lagi og flutt að Vindáshlíð þegar núverandi kirkja hafði verið vígð 1957. Unnsteinn Elíasson hleðslumaður sá um verkið sem nú er staðarprýði. Styrkurinn dugði fyrir öllu verkinu.
Á árinu 2021 var í samráði við Karl Sigurbjörnsson, fyrrum biskup Íslands, ákveðið að gera minningarstein um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur og setja á leiði Hallgríms en gamla steininum, sem orðinn er mjög veðraður og nánast ólæsilegur, yrði komið fyrir í kirkjunni. Karl biskup gerði tillögu að formi og áletrun steinsins. Þór Sigmundsson steinsmiður hjá Steinkompaníinu tók að sér verkið en umsjón með því hafði Guðmundur Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs. Verkinu lauk í byrjun ágústmánaðar 2024. Minningarsteininum var komið fyrir á leið Hallgríms en gamli steinninn fluttur inn í kirkju. Hinn 20. ágúst afhjúpuðu séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Kristín Þ. Guðjónsdóttir, ekkja séra Karls biskups, minningarsteininn við hátíðlega athöfn í kirkju og kirkjugarði að viðstöddu fjölmenni. Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ hafði aflað styrkja til að gera steininn og greiddi allan kostnað.
Altarismynd kirkjunnar, freska Lennard Segerstråle, varð fyrir rakaskemmdum fyrir nokkrum árum vegna þess að sprungur voru í austurgafli kirkjunnar. Þessum sprungum var lokað, en það tók nærri fimm ár að veggurinn þornaði svo óhætt væri að gera við myndina. Í júlí síðastliðnum fór viðgerð fram. Verkið unnu forverðir frá Danmörku, feðginin Søren Bernsted og Christine dóttir hans, frá Malerikonservering Bernsted ApS. Velunnari kirkjunnar greiddi kostnaðinn við viðgerðina að fullu.
Ný Hallgrímslind hefur þegar verið mótuð en eftir er að ganga frá umhverfi hennar og að tryggja öryggi lindarinnar og þeirra ferðamanna sem vitja hennar. Hin forna Hallgrímslind er vatnsból staðar og kirkju. Vegna hennar þarf sérstakrar aðgæslu við. Umsókn um styrk í framkvæmdasjóð ferðamanna til að ljúka verkinu á næsta ári er í farvegi. Auk þess sem að framan greinir var kirkjan máluð að utan 2020-2021 með myndarlegum stuðningi Jöfnunarsjóðs kirkjunnar og sprungur í veggjum turns kirkjunnar voru lagfærðar 2023.
Eftir er að lagfæra og merkja stíginn að Hallgrímssteini. Enn fremur er eftir að setja upp nýjar merkingar þannig að gestir staðarins rati að Hallgrímssteini, Hallgrímslind og að minningarsteini Hallgríms og Guðríðar.
Hvalfjarðarsveit hefur einnig lagt staðnum lið. Á árinu 2021 setti Hvalfjarðarsveit upp myndarlegt söguskilti á bílastæðinu við kirkjuna sem segir sögu Hallgríms og Guðríðar og Hallgrímskirkju í Saurbæ. Enn fremur kostaði sveitarfélagið nú í sumar vandaðan göngustíg frá bílastæðinu allt til sjávar sem lokið var í byrjun september sl.
Hallgrímsdagar til undirbúnings ártíðarinnar voru haldnir þessa sömu daga árin 2022 og 2023. Áformað er að Hallgrímshátíð verði fastur árlegur viðburður í Saurbæ.
Á Hallgrímsdögum 2023 var stofnað Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ. Í lögum félagsins er tilgreint að tilgangur félagsins sé að styðja við kirkjulegt og menningarlegt starf í Saurbæ, í kirkjunni og á staðnum sem efli áhrif kristinnar trúar og kristinnar menningar í íslensku þjóðlífi og að standa vörð um verk og nafn Hallgríms Péturssonar og þær menningarminjar er tengjast nafni hans og Guðríðar Símonardóttur í Saurbæ.
Hollvinafélagið vill styrkja uppbyggingu og starfsemi á staðnum í samstarfi við sóknarnefnd Saurbæjarsóknar, presta Garða- og Saurbæjarprestakalls, Tónleikanefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ, minjavörð Vesturlands, Kirkjugarðaráð og Fasteignasvið þjóðkirkjunnar sem og aðra er málið varðar og taka þátt í að móta framtíðarsýn staðarins. Félagið hefur þegar sýnt vilja sinn í verki með því að afla nauðsynlegs fjár til ákveðinna verkefna.
Auk stuðnings Hollvinafélagsins hefur Tónleikanefnd kirkjunnar skilað verulegum arði af starfsemi sinni og meðal annars kostað nýtt hljóðkerfi í kirkjuna. Einnig hefur Kvenfélagið Lilja stutt ákveðin verkefni og síðast en ekki síst velunnarar kirkjunnar sem ekki láta nafns síns getið.
Dagana 26. – 27. október næstkomandi verður þess minnst með sérstakri dagskrá að liðin eru 350 ár frá andláti Hallgríms Péturssonar.
Skáldpresturinn Hallgrímur Pétursson andaðist á bænum Ferstiklu í Hvalfirði laugardaginn 27. október 1674 og var jarðsettur í Saurbæjarkirkjugarði miðvikudaginn 31. október vestanvert við Saurbæjarkirkju. Lengi hefur verið stefnt að því í Saurbæ að minnast 350. ártíðar Hallgríms Péturssonar hinn 27. október 2024.
Hallgrímshátíð í Saurbæ 2024
Laugardaginn 26. október klukkan 16.00 eru tónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Kór Breiðholtskirkju í Reykjavík undir stjórn Arnar Magnússonar organista flytur „Hallgrímskeðju“ sem samanstendur af tónlist frá endurreisnartíma til samtíma þar sem textar Hallgríms eru í forgrunni. Flutt verða verk eftir Orlando di Lassó, Hróðmar Sigurbjörnsson, Knut Nysted, Sergei Rachmaninoff, Þorkel Sigurbjörnsson og Steingrím Þórhallsson. Örn Magnússon var á sínum tíma organisti við Hallgrímskirkju í Saurbæ um fjögurra ára skeið. Aðgangur er ókeypis.
Sunnudagurinn 27. október er dánardagur Hallgríms Péturssonar og verður hátíðarmessa í kirkjunni kl. 14.00 þann dag. Séra Þráinn Haraldsson sóknarprestur predikar. Fyrir altari þjóna séra Ólöf Margrét Snorradóttir, séra Sigurður Grétar Sigurðsson, prestur í Útskálaprestakalli, séra Kristján Valur Ingólfsson, fyrrum vígslubiskup í Skálholti og séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands. Kór Saurbæjarprestakalls hins forna syngur. Stjórnandi og organisti er Zsuzsanna Budai. Sif Tulinius leikur einleik á fiðlu. Í messunni verða frumflutt tvö ný sálmalög við ljóð Hallgríms Péturssonar sem sérstaklega voru samin af þessu tilefni: „Heilræðavísur“ Hallgríms við lag eftir Eygló Viborg Höskuldsdóttur og sálmurinn „Guð er minn Guð þótt geysi nauð“, eða „Hugbót“ eftir Högna Egilsson.
Biskup Íslands, séra Guðrún Karls Helgudóttir, flytur ávarp í lok messunnar.
Kirkjukaffi verður í Vatnaskógi.
Hátíðardagskrá hefst í kirkjunni klukkan 16.30
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, flytur ræðu. Kór Saurbæjarprestakalls hins forna, Sif Tulinius fiðluleikari, tríóið Hvalreki og Zsuzsanna Budai organisti annast tónlistarflutning. Formaður Hollvinafélags Hallgrímskirkju í Saurbæ, Birgir Þórarinsson, flytur ávarp. Séra Kristján Valur Ingólfsson segir frá Hallgrími og Guðríði í Saurbæ. Séra Þráinn Hallgrímsson stýrir dagskránni og flytur lokaorð.
Stiklur um Hallgrímskirkju í Saurbæ og ýmsar framkvæmdir
Listgluggar Gerðar Helgadóttur voru teknir niður sumarið 2021 og sendir til Oidtmann- glerverkstæðisins í Linnich í Þýskalandi til viðgerðar og hreinsunar. Um haustið voru þeir settir í aftur með nýju hlífðargleri. Verkið unnu starfsmenn fyrirtækisins með aðstoð heimamanna. Sex af gluggum kirkjunnar voru gerðir hjá Oidtmannverkstæðinu og komu í kirkjuna 1964 en stóri glugginn á vesturgaflinum var gerður í París og var kominn upp þegar kirkjan var vígð 1957. Allir gluggarnir voru á sínum tíma gjafir til kirkjunnar. Allan kostnað við hreinsun og viðgerð glugganna greiddi velunnari kirkjunnar.
Sumarið 2022 fékkst styrkur úr Kirkjugarðasjóði til að hlaða upp gamla kirkjugrunninn í kirkjugarðinum. Þar stóðu áður Saurbæjarkirkjur um aldir. Eina þeirra byggði Hallgrímur Pétursson með aðstoð nágranna sinna árið 1661. Sú síðasta var tekin upp í heilu lagi og flutt að Vindáshlíð þegar núverandi kirkja hafði verið vígð 1957. Unnsteinn Elíasson hleðslumaður sá um verkið sem nú er staðarprýði. Styrkurinn dugði fyrir öllu verkinu.
Á árinu 2021 var í samráði við Karl Sigurbjörnsson, fyrrum biskup Íslands, ákveðið að gera minningarstein um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur og setja á leiði Hallgríms en gamla steininum, sem orðinn er mjög veðraður og nánast ólæsilegur, yrði komið fyrir í kirkjunni. Karl biskup gerði tillögu að formi og áletrun steinsins. Þór Sigmundsson steinsmiður hjá Steinkompaníinu tók að sér verkið en umsjón með því hafði Guðmundur Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs. Verkinu lauk í byrjun ágústmánaðar 2024. Minningarsteininum var komið fyrir á leið Hallgríms en gamli steinninn fluttur inn í kirkju. Hinn 20. ágúst afhjúpuðu séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Kristín Þ. Guðjónsdóttir, ekkja séra Karls biskups, minningarsteininn við hátíðlega athöfn í kirkju og kirkjugarði að viðstöddu fjölmenni. Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ hafði aflað styrkja til að gera steininn og greiddi allan kostnað.
Altarismynd kirkjunnar, freska Lennard Segerstråle, varð fyrir rakaskemmdum fyrir nokkrum árum vegna þess að sprungur voru í austurgafli kirkjunnar. Þessum sprungum var lokað, en það tók nærri fimm ár að veggurinn þornaði svo óhætt væri að gera við myndina. Í júlí síðastliðnum fór viðgerð fram. Verkið unnu forverðir frá Danmörku, feðginin Søren Bernsted og Christine dóttir hans, frá Malerikonservering Bernsted ApS. Velunnari kirkjunnar greiddi kostnaðinn við viðgerðina að fullu.
Ný Hallgrímslind hefur þegar verið mótuð en eftir er að ganga frá umhverfi hennar og að tryggja öryggi lindarinnar og þeirra ferðamanna sem vitja hennar. Hin forna Hallgrímslind er vatnsból staðar og kirkju. Vegna hennar þarf sérstakrar aðgæslu við. Umsókn um styrk í framkvæmdasjóð ferðamanna til að ljúka verkinu á næsta ári er í farvegi. Auk þess sem að framan greinir var kirkjan máluð að utan 2020-2021 með myndarlegum stuðningi Jöfnunarsjóðs kirkjunnar og sprungur í veggjum turns kirkjunnar voru lagfærðar 2023.
Eftir er að lagfæra og merkja stíginn að Hallgrímssteini. Enn fremur er eftir að setja upp nýjar merkingar þannig að gestir staðarins rati að Hallgrímssteini, Hallgrímslind og að minningarsteini Hallgríms og Guðríðar.
Hvalfjarðarsveit hefur einnig lagt staðnum lið. Á árinu 2021 setti Hvalfjarðarsveit upp myndarlegt söguskilti á bílastæðinu við kirkjuna sem segir sögu Hallgríms og Guðríðar og Hallgrímskirkju í Saurbæ. Enn fremur kostaði sveitarfélagið nú í sumar vandaðan göngustíg frá bílastæðinu allt til sjávar sem lokið var í byrjun september sl.
Hallgrímsdagar til undirbúnings ártíðarinnar voru haldnir þessa sömu daga árin 2022 og 2023. Áformað er að Hallgrímshátíð verði fastur árlegur viðburður í Saurbæ.
Á Hallgrímsdögum 2023 var stofnað Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ. Í lögum félagsins er tilgreint að tilgangur félagsins sé að styðja við kirkjulegt og menningarlegt starf í Saurbæ, í kirkjunni og á staðnum sem efli áhrif kristinnar trúar og kristinnar menningar í íslensku þjóðlífi og að standa vörð um verk og nafn Hallgríms Péturssonar og þær menningarminjar er tengjast nafni hans og Guðríðar Símonardóttur í Saurbæ.
Hollvinafélagið vill styrkja uppbyggingu og starfsemi á staðnum í samstarfi við sóknarnefnd Saurbæjarsóknar, presta Garða- og Saurbæjarprestakalls, Tónleikanefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ, minjavörð Vesturlands, Kirkjugarðaráð og Fasteignasvið þjóðkirkjunnar sem og aðra er málið varðar og taka þátt í að móta framtíðarsýn staðarins. Félagið hefur þegar sýnt vilja sinn í verki með því að afla nauðsynlegs fjár til ákveðinna verkefna.
Auk stuðnings Hollvinafélagsins hefur Tónleikanefnd kirkjunnar skilað verulegum arði af starfsemi sinni og meðal annars kostað nýtt hljóðkerfi í kirkjuna. Einnig hefur Kvenfélagið Lilja stutt ákveðin verkefni og síðast en ekki síst velunnarar kirkjunnar sem ekki láta nafns síns getið.