Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957) hefur ritað fjölmargar bækur um guðfræði.  Á síðasta ári kom út bók eftir hann sem ber heitið Augljóst en hulið – Að skilja táknheim kirkjubygginga   

 

 

 

Inngangur

Ólöf Nordal hefur verður útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur 2021. Það er því við hæfi að skoða verk þessa merka listamanns. Í þessum greinarstúf verður það gert með að huga að verki hennar Geirfugl. Styttunni var upphaflega komið fyrir á skeri í Skerjafirði og var hluti af afmælissýningunni Strandlengjan sem Myndhöggvarafélag Reykjavíkur stóð fyrir 1998. Reykjavíkurborg keypti verkið árið 2000 og kom því til frambúðar fyrir á sama stað. Í nálguninni hér á eftir verður gert grein fyrir listamanninum og dregið fram vægi hvítleikans (e. whiteness) í listsköpun hennar og í samhengi þess hugað að nokkrum spurningum sem verkið Geirfugl vekur.

Listamaðurinn

Í tengslum við yfirlitsýninguna Úngl á verkum Ólafar Nordal á Kjarvalstöðum (19.10.2019–05.01.2020) var gefið út efnismikið rit eða sýningarskrá, Úngl – Ólöf Nordal.[1] Í því er að finna ítarlegar greinargerðir Æsu Sigurjónsdóttur og Didier Semin um starfsferil og hugmyndaheim Ólafar, auk viðtals og ferilskrár. Samkvæmt ferilskrá hóf Ólöf 1981 nám í Myndlistar– og handíðaskóla Íslands þar sem hún innritaðist í textíldeildina. Hún útskrifaðist þaðan1985, en sama ár stúderaði hún í Gerrit Rievelt Academie í Amsterdam í Hollandi.[2] Árunum 1989–91 stundaði Ólöf framhaldsnám í textíl við Cranbrok Academy of Art í Michigam í Bandaríkjunum og lauk þar námi með MFA–gráðu.[3] Sama ár innritaðist hún í höggmyndadeild Yale University – School of Art New Haven, Connecticut og útskrifaðist 1993 með MFA–gráðu.[4]

Þegar rennt er yfir sýningarskrá yfirlitsýningarinnar koma fram greinilegir áhersluþættir í verkum Ólafar, sem Æsa Sigurjónsdóttir tekur vel saman í heiti greinar sinnar „Aðdráttarafl upprunans“.[5] Í greininni er dregið fram hvernig Ólöf nýtir sér íslenska arfleið til að varpa ljósi á sjálfmynd sína og þá um leið á sjálfskilning íslensku þjóðarinnar.[6] Þessi nálgun Ólafar eru samofin uppruna og ætterni hennar. Sú ætt sem Ólöf tilheyrir hefur ekki einungis verið mótandi í íslensku menningar- og menntalífi, heldur í íslenska stjórnkerfinu. Það má því vel segja að frá blautu barnsbeini tilheyri Ólöf íslenskri yfirstétt og hámenningu. Nægir einungis að huga afa hennar, bókmenntafræðingnum Sigurði Nordal (1886–1974); föður hennar, tónskáldinu Jóni Nordal, og föðurbróður, seðlabankastjóranum Jóhannesi Nordal. Þetta eru þættir sem hún vinnur með í verkum sínum er hún hugar að þeim breytingum sem íslenskt samfélag hefur verið að ganga í gegnum.[7]

Vægi hugmynda og reynslu

Á síðari hluta tuttugustu alda átti sér stað róttækt uppgjör við ríkjandi gildismat innan íslensks samfélags. Þar voru framarlega í flokki femínistar sem kröfðust endurskoðun á listasögunni og hófu hana með að skoða framlag kvenna til hennar. Konur öðluðust nú „hugrekki til að láta í sér heyra, lögðu áherslu á sérstöðu kvenna í verkum sínum og gagnrýndu viðteknar skoðanir á list kvenna.“[8] Þar að auki var vísað til munar í listsköpun karla og kvenna, þar sem haldið var fram að karlar og myndlist þeirra væri frekar „hörð“ og tilheyrði svonefndri hámenningu. Á meðan „mjúk“ listsköpun kvenna sem oftar en ekki var tengd við útsaum, vefnað eða textílvinnu, var bundin alþýðumenningu.[9] Í kjölfarið er textíllist hafin til vegs og virðingar og nær hámarki á þeim tíma sem Ólöf hefur nám við textíldeild Myndlistar– og handíðaskóla Íslands.[10]

Þegar Ólöf hefur framhaldsnám í Bandaríkjunum er hún meðvituð um að hún tilheyrir forréttindahópi eða „menntaelítu“ innan íslensks samfélags, en líka um þær róttæku breytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum. Þegar hún kemur út þá verður henni aftur á móti ljóst að þessa stöðu hefur hún ekki innan þess samfélags sem Ólöf varð hluti af í framhaldsnáminu. „Þegar ég kom til Bandaríkjanna varð ég fyrir sjokki, ég uppgötvaði að ég átti ekkert sameiginlegt með þessu fólki nema fjöldamenninguna en þegar við fórum að tala um myndlist á alvarlegri nótum þá gekk ég út frá allt öðrum forsendum. Ég var svo háð minni menningu sem þetta fólk þekkti ekki og gat ekki skilið.“[11] Ólöf áttar sig á að hún tilheyrir menningarheimi fyrrverandi nýlendu og flokkast þar með menningarlega séð með svonefndum „þriðja heimi“. Hún er „hvítur furðufugl“ og sjaldgæft eintak.[12] Íslenska þjóðin er auk þess ekki smáþjóð, heldur örþjóð með eigin menningararfleifð og það er á reiki hvert inntak hennar er. Ólöf er vissulega hvít og tilheyrði örþjóð sem telur sig vera mikilvægan hluta af vestrænni menningararfleifð. Þessi sýn var og er mótandi innan íslenskrar menningarumræðu, en þar voru og eru áberandi sjónarmið Sigurðar Nordal um sérleika íslenskrar menningar.[13] Íslensk sjálfsmynd er nú aftur á móti komið fyrir innan eftir–nýlendufræðanna, þar sem viðteknar hugmyndir um hvítleikann eru afgoðaðar og afbyggðar.[14]. Goðsögukenndar hugmyndir íslensku þjóðernisstefnunnar um norræna sagna- og menntaþjóð, rekast nú harkalega á og við rasískar hugmyndir um vægi hins hvíta kynstofns. Ólöf tilheyrði sem sé samfélagi „hvítra“ Íslendinga sem var í sömu menningarlegu stöðu og aðrir kúgaðir minnihlutar. Ólöf stóð svo að segja frammi fyrir þeim vanda hvernig mætti þýða „sín eigin hvítleikatákn og merkingu þeirra milli menningarheima. Þessar aðstæður opnuðu henni nýja leið til sjálfsskoðunar og gáfu henni hæfni til að horfa á heimalandið úr fjærlægð og á gagnrýninn hátt.“[15]

Í verkum sínum staðsetur hún sig í bókstaflegri merkingu inni í þessari íslensku menningararfleifð. Í útskriftarsýningunni Ólafar 1993 er verkið Draumur. Það er mynd á hvítum stöpli af Sýslumannskonunni frá Bustarfelli, sem Ólöf hefur fellt inn í andlitsmynd af sjálfri sér í stað sýslumannsfrúarinnar. Þar að auki var þar mynd af afa hennar Sigurði Nordal sem ungum manni við lestur í baðstofu, en á henni hefur hún hefur einnig komið sér fyrir.[16] Ólöf játast þannig þeirri menningu sem hún er hluti af og um leið framandleika hennar. Hvítleikinn, sem á að vera þekkt stærð og mælikvarði alls, á hér ekki við. Hún gerir framandleika hvítleika íslenskrar menningar, sem fyrrverandi nýlendu sýnilegan, og þýðir inn í samtímann.

Svipað er upp á teningnum í verki hennar Musée Islandique. Það sem samanstendur af afsteypum af Íslendingum sem gerðar voru í Jérome Bonaparte með franskra mannfræðinga til Íslands 1856. Í þeirri ferð var einnig gerð afsteypa eða brjóstmynd af einu ættmenni Ólafar.[17] Það er vart hægt að staðsetja á Íslendinga sem nýlendu og „vanþróað–samfélag“ á afgerandi máta.

Í verkum Ólafar gætir þó mikillar varfærni og virðingar gagnvart íslenskri menningararfleifð. Hún dregur um leið fram hve brotthættur íslenskur veruleiki er og hve hugsunarlaus við Íslendingar erum í umgengni við hann. Verk hennar Geirfugl er gott dæmi um þá áminningu Ólafar.

Geirfugl

Ólöf Nordal: Geirfugl. 1998: Ál, 120 x 40 x 40 cm, Listasafn Reykjavíkur.[18]

Túlkun á verki Ólafar: Geirfugl

Hugmyndafræðilegur bakgrunnur

Í umfjöllun um verk Ólafar benda fræðimenn á að hún nýti sér fornar kristnar túlkunaraðferðir við að ljúka upp inntaki verka sinna. Ólafur Gíslason segir að Ólöf „leitist við að rjúfa þá einangrun hinnar fagurfræðilegu reynslu í okkar samfélagi, sem einkennist af stofnanaramma listasafnanna og listagalleríunnar, og færa hana að einhverju leyti til síns trúarlega uppruna, inn á vettvang „hins heilaga“, eða inn í kirkjuna.“[19] Að mati Æsu Sigurjónsdóttur grípur Ólöf hér til túlkunarhefðar allegoríunnar, sem kemur á samtali milli menningarheima eða fortíðar og samtíma. Hlutverk allegoríunnar eða táknsögunnar er að gera fortíðina og samtímann læsilegan. Ólöf hefur „oft á tíðum leitað til táknsögunnar sem eins konar spéspegils sem gerir athafnir manna og viðfangsefni þeirra fáránleg eða jafnvel spaugileg. Samslátturinn og náttúrubræðingurinn gegna jafnframt því hlutverki að vera eins konar skuggsjá hinna ýmsu siðferðilegu álitamála í samtímanum.“[20]

Þegar fjalla á um verk Ólafar Geirfugl er því freistandi að grípa til þessarar gömlu túlkunarhefðar sem Ágústínusar (354–430) kirkjufaðir kynnti í riti sínu, Um kristilega kenningu. Þar nefnir hann fjögur atriði sem fylgja beri þegar lagt er út af texta Biblíunnar. Í fyrsta lagi ber að virða hina bókstaflegu merkingu þar sem fylgja skal orðalagi Ritningarinnar og þekkja merkingu hugtakanna innan hennar. Í öðru lagi er nauðsynlegt að kunna skil á frummálinu, hebresku og grísku, til þess að ná því hvað höfundurinn sagði upprunalega og ennfremur að gera grein fyrir merkingu orða hans samkvæmt stöðu hans í sögunni. Í þriðja lagi verður að huga að táknrænni merkingu orðanna. Þegar ritskýrandinn hefur fullnægt þessum skilyrðum getur hann tekist á við fjórða hlutann sem er að grennslast fyrir um dýpri boðskap orðanna, það er að segja hina andlegu merkingu þeirra.[21]

Ágústínus setur hér fram grunninn að kenningunni um ferns konar merkingu Ritningarinnar:

(1) bókstafleg merking (l. sensus litteralis eða sensus historicus).

(2) andleg, dulin eða yfirfærð merking og/eða tilvistarleg (sensus allegoricus).

(3) siðferðileg merking og/eða tilvistarleg (l. sensus moralis og sensus tropologicus) og

(4) merkingin sem vísar til markmiðs mannlegs lífs í ríki Guðs (l. sensus anagogicus).[22]

Í túlkun á verki Ólafar Geirfugl verður stuðst við fyrsta þ.e. sögulegan og annan þáttinn, þ.e. til allegoríunnar eða táknsögunnar.

Bókstafleg og söguleg merking – sensus historicus

Geirfuglinn (Pinguinus impennis) er um 70 cm á lengd og langstærsti fuglinn af svartfuglaætt. Hann var algengur fyrr á öldum í Norður–Atlantshafi, en ekki er ljóst hve stór stofninn var hér við land. Upp úr 1800 fækkar ört í stofninum vegna ofveiði, en geirfuglinn var kjötmikill og auðveiðanlegur. Síðustu tveir fuglarnir voru veiddir í Eldey í byrjun júní 1844, til að ná í eintök af fuglinum fyrir danska náttúrugripasafnara.[23] Á áttunda áratugnum var gert þjóðarátak til að kaupa uppstoppaðann geirfugl. Hann var keyptur 1973 á uppboði á Sothebys og er geymdur í Náttúrufræðistofnun Íslands.[24]

Verk Ólafar Geirfugl er úr áli og er nokkuð stærri en hinn upprunalegi eða 120 cm á hæð. En Reykjavíkurborg keypti verkið árið 2000 og var verkinu þá aftur komið fyrir á sama stað. Verkið stendur á hnullungi í fjörunni og vísar til Eldeyjar þar sem tveir síðustu geirfuglarnir á Íslandi voru drepnir.[25]

 Andleg merking – sensus allegoricus

Umfjallanir Auðar A. Ólafsdóttur um verkið eru þekktar[26] meðal þeirra sem velta fyrir sér listinni.  Að mati hennar er Ál–Geirfugl Ólafar einföld höggmynd í klassískum stíl en með mikið táknrænt vægi. Þessu veldur að mati Auðar yfir hundrað ára samviskubit og sektarvitund sem liggur á þjóðinni fyrir að hafa útrýmt Geirfuglinum í hundahlýðni við ósk erlendra aðila og blindu skjótfengins gróða. Þegar menn gátu keypt uppstoppaðan fugl árið 1973 virkaði það samkvæmt Auði sem syndaraflausn. Þjóðin sýndi iðrun sína í verki með að láta fé í söfnunarbaukinn er gerði mögulegt að koma fuglinum aftur heim. Samkvæmt Auði risti iðrunin þó ekki djúpt, því aftur hlupu Íslendingar upp til handa og fóta til að þjóna erlendum hagsmunum þegar verið var verið að setja verkið upp. Það átti að virkja fyrir álver. Og nú var íslenskri náttúru fórnað fyrir græðgi, hlýðni og þjónustulund við óskir útlendinga. Og aftur var lítt hugað að fórnarkostnaðinum. Þetta birtir verkið á hógværan og virðingarfullan máta.[27] Æsa útfærir þess túlkun nánar og segir að afsteypan af fuglinum sé sem einhverskonar spegill fortíðar og „gljáandi yfirborð hans skuggsjá, siðferðileg áminning og pólitísk ádeila á stóriðju og græðgi Íslendinga“.[28] Í þessari nálgun verksins mætti segja að hin dulda merking (sensus allegoricus) renni sama við hinn siðferðilega (sensus moralis).

Samantekt

Ef efni er dregið saman má vel segja að Ál–geirfuglinn horfi út í Eldey til áminningar um fall þjóðarinnar – vegna þess að Íslendingar eiga bágt með að horfast í augu við og taka þá iðrun alvarlega sem þeir tóku á sig fyrir fyrri kynslóðir. Þjóðin á líka erfitt með að tengja iðrunina við verk sín í eigin samtíma. Þau mótast líkt og áður af græðgi og þjónustulund við erlent vald. Ef til vill birtir verkið Geirfugl hve djúpt í sjálfsvitund þjóðarinnar býr enn vitundin um að hafa verið nýlenda. Er hlýðnin okkur Íslendingum nærtækari en gagnrýni og sjálfstæði? Við hlið þessa mæti einnig bæta við persónulegri áminningu og tilvistarlegri spurningu sem verkið vekur. Af hverju viljum við frekar iðrast fyrir aðra en okkur sjálf? Og af hverju er maður svo oft viljugur til að fórna því sem er dýrmætt og jafnvel ómetanlegt í lífi okkar fyrir svo lítið og það líka í okkar persónulega lífi?

Verk Ólafar vekja forvitni hjá þeim áhorfendum sem þekkja söguna að baki þeirrar sögu. Þ.e.a.s. sögu  sem  áhorfandinn er ekki bara hluti af, heldur villl líka varpa ljósi á. Verkin krefja áhorfandann um að spyrja um merkingu og hreinlega að leita hennar þ.á.m. í túlkunum annarra.

Neðanmálsgreinar

[1] Úngl – Ólöf Nordal, ritstjóri Ólöf Kristín Sigurðardóttir, (Reykjavík, Ísland: Útgefandi Forlagið og Listasafn Ísland, 2019).

[2] Ólöf Nordal – Ferill, Úngl – Ólöf Nordal, 245–247.

[3] Höfundur óþekktur, Ólöf Nordal – Ferill, Úngl – Ólöf Nordal, 245–247.

[4] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, Úngl – Ólöf Nordal, 136 [135–163].

[5] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 135–163.

[6] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 159.

[7] Um þetta vitna m.a verk Ólafur: „Faðir og Sonur“, Úngl – Ólöf Nordal, 178. „Viaggio sentimentale“, Úngl – Ólöf Nordal, 85. „Musée Islandique“, Úngl – Ólöf Nordal, 212–213.

[8] Dagný Heiðdal, „Listin sem loftvog mannlegra hræringa“, Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. IV. bindi. Poplist, raunsæi og hugmyndarlit ritstjóri Ólafur Kvaran, (Reykjavík, Ísland: Útgefandi Forlagið og Listasafn Ísland, 2019), 140 [88–165].

[9] Dagný Heiðdal, „Listin sem loftvog mannlegra hræringa“, 141–144.

[10] Klara Rúna Ragnarsdóttir, Ólöf Nordal – Endurvinnsla þjóðlegrar arfleifðar, Ritgerð til BA–prófs í listfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, Háskólaprent Reykjavík 2013, 6.

[11] Tilvitnunin fengin í Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 136, sbr. Sigríður Ólafsdóttir, „Saga mótuð í leir“, Andblær. Tímarit um bókmenntir og listir 6:1999, 68 [68–75].

[12] Í framhaldsnámi er Ólöf í aðstæðum sem margir íslendingar hafa líka reynt. Sbr. „Hvítir hrafnar“, Úngl – Ólöf Nordal, 59.

[13] Sigurjón Árni Eyjólfsson, Trú, von og þjóð – Sjálfmynd og staðleysur, (Reykjavík, Ísland: HÍB, 2014), 469–473.

[14] Þetta er eitthvað sem margir Íslendingar kannast við sem hafa verið í námi erlendis m.a. í Evrópu eða USA.

[15] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 139.

[16] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 138–139.

[17] Didier Semin, „Franskt vegabréf“ Úngl – Ólöf Nordal, 199–200, 212–213 [199–213].

[18] Ljósmynd fengin úr Íslensk listasaga, bindi V. (Reykjavík, Ísland: Útgefandi Forlagið og Listasafn Íslands, 2011), 287. Ljósmyndari: Vigfús Birgirsson.

[19] Ólafur Gíslason, „Fagurfræðileg og trúarleg „leiðsla“ Ólafar Nordal“, Hugrúnir – Greinasafn Ólafs Gíslasonar. vefslóð: https://hugrunir.com/2019/12/15/fagurfraedileg-og-truarleg-leidsla-olafar-nordal/ sótt 2.02 20202

[20] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 146.

[21] Peter Stuhlmacher, Vom Verstehen des Neuen Testaments. Eine Hermeneutik, NTD Ergänzungsreihe 6, (Göttingen, Þýskaland: Vandenhoeck & Ruprecht, 1979), 81–83.

[22] Sigurjón Árni Eyjólfsson, Kristin siðfræði í sögu og samtíð, (Reykjavík, Ísland: HÍB, 2004), 92.

[23] Jón Már Halldórsson „Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?“, vefslóð: www.visindavefur.is/svar.php?id=2328.

[24] Eva Heiser, „Hugmyndir, hlutir og rými“, Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. V. bindi. Nýtt málverk, gjörningar og innsetningarı, ritstjóri Ólafur Kvaran, (Reykjavík, Ísland: Útgefandi Forlagið og Listasafn Íslands, 2011), 288 [216–201].

[25] Eva Heiser, „Hugmyndir, hlutir og rými“, 287–288.

[26] Auður A. Ólafsdóttir, „Nútímaafsteypur táknmynda – Um myndlist Ólafar Nordal“, Skírnir 177 (haust 2003), 515–518 [515–525]; sama, „Ímynd Íslands, sagan, menningararfurinn og hin ýmsu sjálf Íslendingsins“ Saga, haust (2008): 61–63 [56–85].

[27] Auður A. Ólafsdóttir, „Nútímaafsteypur táknmynda“, 517; sama, „Ímynd Íslands, sagan, menningararfurinn og hin ýmsu sjálf Íslendingsins“, 61. Klara Rúna Ragnarsdóttir, tekur undir orð Auðar í ritgerð sinni Ólöf Nordal – Endurvinnsla þjóðlegrar arfleifðar, 17–18.

[28] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 147.

Ritaðar heimildir

Auður A. Ólafsdóttir,

„Nútímaafsteypur táknmynda – Um myndlist Ólafar Nordal“, Skírnir 177 haust 2003, 515–525.

„Ímynd Íslands, sagan, menningararfurinn og hin ýmsu sjálf Íslendingsins“ Saga, haust 2008, 56–85.

Dagný Heiðdal,

„Listin sem loftvog mannlegra hræringa“, Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. IV. bindi. Poplist, raunsæi og hugmyndarlist, ritstjóri Ólafur Kvaran, Forlagið og Listasafn Íslands Reykjavík 2011, 88–165.

Heiser, Eva

„Hugmyndir, hlutir og rými“, Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. V. bindi. Nýtt málverk, gjörningar og innsetningarı, Ólafur Kvaran, Forlagið og Listasafn Íslands Reykjavík 2011, 216–301.

Höfundur óþekktur,

Ólöf Nordal – Ferill, Úngl – Ólöf Nordal, Úngl – Ólöf Nordal, ritstjóri Ólöf Kristín Sigurðardóttir, útgefandi Listasafn Íslands, Reykjavík 2019, 245–247.

Klara Rúna Ragnarsdóttir,

Ólöf Nordal – Endurvinnsla þjóðlegrar arfleifðar, Ritgerð til BA–prófs í listfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, Háskólaprent, Reykjavík 2013.

Semin, Didier

„Franskt vegabréf“, Úngl – Ólöf Nordal, , ritstjóri Ólöf Kristín Sigurðardóttir, útgefandi Listasafn Ísland, Reykjavík 2019, 199–213.

Sigríður Ólafsdóttir,

„Saga mótuð í leir“, Andblær. Tímarit um bókmenntir og listir 6:1999, 68–75.

Sigurjón Árni Eyjólfsson,

Kristin siðfræði í sögu og samtíð, HÍB, Reykjavík 2004.

Trú, von og þjóð – Sjálfmynd og staðleysur, HÍB, Reykjavík 2014.

Stuhlmacher, Peter

Vom Verstehen des Neuen Testaments. Eine Hermeneutik, NTD Ergänzungsreihe 6,    Vandenhoeck & Ruprecht, Göttingen, 1979.

Úngl – Ólöf Nordal,

ritstjóri Ólöf Kristín Sigurðardóttir, útgefandi Listasafn Íslands, Reykjavík 2019.

Æsa Sigurjónsdóttir,

„Aðdráttarafl upprunans“, Úngl – Ólöf Nordal, ritstjóri Ólöf Kristín Sigurðardóttir, útgefandi Listasafn Íslands, Reykjavík 2019, 135–163.

Rafrænar heimildir

 Jón Már Halldórsson,

„Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?“, Vísindavefurinn www.visindavefur.is/svar.php?id=2328.

Ólafur Gíslason,

„Fagurfræðileg og trúarleg „leiðsla“ Ólafar Nordal“, Hugrúnir – Greinasafn Ólafs Gíslassonar, https://hugrunir.com/2019/12/15/fagurfraedileg-og-truarleg-leidsla-olafar-nordal/ sótt 2.02 20202.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson (f. 1957) hefur ritað fjölmargar bækur um guðfræði.  Á síðasta ári kom út bók eftir hann sem ber heitið Augljóst en hulið – Að skilja táknheim kirkjubygginga   

 

 

 

Inngangur

Ólöf Nordal hefur verður útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur 2021. Það er því við hæfi að skoða verk þessa merka listamanns. Í þessum greinarstúf verður það gert með að huga að verki hennar Geirfugl. Styttunni var upphaflega komið fyrir á skeri í Skerjafirði og var hluti af afmælissýningunni Strandlengjan sem Myndhöggvarafélag Reykjavíkur stóð fyrir 1998. Reykjavíkurborg keypti verkið árið 2000 og kom því til frambúðar fyrir á sama stað. Í nálguninni hér á eftir verður gert grein fyrir listamanninum og dregið fram vægi hvítleikans (e. whiteness) í listsköpun hennar og í samhengi þess hugað að nokkrum spurningum sem verkið Geirfugl vekur.

Listamaðurinn

Í tengslum við yfirlitsýninguna Úngl á verkum Ólafar Nordal á Kjarvalstöðum (19.10.2019–05.01.2020) var gefið út efnismikið rit eða sýningarskrá, Úngl – Ólöf Nordal.[1] Í því er að finna ítarlegar greinargerðir Æsu Sigurjónsdóttur og Didier Semin um starfsferil og hugmyndaheim Ólafar, auk viðtals og ferilskrár. Samkvæmt ferilskrá hóf Ólöf 1981 nám í Myndlistar– og handíðaskóla Íslands þar sem hún innritaðist í textíldeildina. Hún útskrifaðist þaðan1985, en sama ár stúderaði hún í Gerrit Rievelt Academie í Amsterdam í Hollandi.[2] Árunum 1989–91 stundaði Ólöf framhaldsnám í textíl við Cranbrok Academy of Art í Michigam í Bandaríkjunum og lauk þar námi með MFA–gráðu.[3] Sama ár innritaðist hún í höggmyndadeild Yale University – School of Art New Haven, Connecticut og útskrifaðist 1993 með MFA–gráðu.[4]

Þegar rennt er yfir sýningarskrá yfirlitsýningarinnar koma fram greinilegir áhersluþættir í verkum Ólafar, sem Æsa Sigurjónsdóttir tekur vel saman í heiti greinar sinnar „Aðdráttarafl upprunans“.[5] Í greininni er dregið fram hvernig Ólöf nýtir sér íslenska arfleið til að varpa ljósi á sjálfmynd sína og þá um leið á sjálfskilning íslensku þjóðarinnar.[6] Þessi nálgun Ólafar eru samofin uppruna og ætterni hennar. Sú ætt sem Ólöf tilheyrir hefur ekki einungis verið mótandi í íslensku menningar- og menntalífi, heldur í íslenska stjórnkerfinu. Það má því vel segja að frá blautu barnsbeini tilheyri Ólöf íslenskri yfirstétt og hámenningu. Nægir einungis að huga afa hennar, bókmenntafræðingnum Sigurði Nordal (1886–1974); föður hennar, tónskáldinu Jóni Nordal, og föðurbróður, seðlabankastjóranum Jóhannesi Nordal. Þetta eru þættir sem hún vinnur með í verkum sínum er hún hugar að þeim breytingum sem íslenskt samfélag hefur verið að ganga í gegnum.[7]

Vægi hugmynda og reynslu

Á síðari hluta tuttugustu alda átti sér stað róttækt uppgjör við ríkjandi gildismat innan íslensks samfélags. Þar voru framarlega í flokki femínistar sem kröfðust endurskoðun á listasögunni og hófu hana með að skoða framlag kvenna til hennar. Konur öðluðust nú „hugrekki til að láta í sér heyra, lögðu áherslu á sérstöðu kvenna í verkum sínum og gagnrýndu viðteknar skoðanir á list kvenna.“[8] Þar að auki var vísað til munar í listsköpun karla og kvenna, þar sem haldið var fram að karlar og myndlist þeirra væri frekar „hörð“ og tilheyrði svonefndri hámenningu. Á meðan „mjúk“ listsköpun kvenna sem oftar en ekki var tengd við útsaum, vefnað eða textílvinnu, var bundin alþýðumenningu.[9] Í kjölfarið er textíllist hafin til vegs og virðingar og nær hámarki á þeim tíma sem Ólöf hefur nám við textíldeild Myndlistar– og handíðaskóla Íslands.[10]

Þegar Ólöf hefur framhaldsnám í Bandaríkjunum er hún meðvituð um að hún tilheyrir forréttindahópi eða „menntaelítu“ innan íslensks samfélags, en líka um þær róttæku breytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum. Þegar hún kemur út þá verður henni aftur á móti ljóst að þessa stöðu hefur hún ekki innan þess samfélags sem Ólöf varð hluti af í framhaldsnáminu. „Þegar ég kom til Bandaríkjanna varð ég fyrir sjokki, ég uppgötvaði að ég átti ekkert sameiginlegt með þessu fólki nema fjöldamenninguna en þegar við fórum að tala um myndlist á alvarlegri nótum þá gekk ég út frá allt öðrum forsendum. Ég var svo háð minni menningu sem þetta fólk þekkti ekki og gat ekki skilið.“[11] Ólöf áttar sig á að hún tilheyrir menningarheimi fyrrverandi nýlendu og flokkast þar með menningarlega séð með svonefndum „þriðja heimi“. Hún er „hvítur furðufugl“ og sjaldgæft eintak.[12] Íslenska þjóðin er auk þess ekki smáþjóð, heldur örþjóð með eigin menningararfleifð og það er á reiki hvert inntak hennar er. Ólöf er vissulega hvít og tilheyrði örþjóð sem telur sig vera mikilvægan hluta af vestrænni menningararfleifð. Þessi sýn var og er mótandi innan íslenskrar menningarumræðu, en þar voru og eru áberandi sjónarmið Sigurðar Nordal um sérleika íslenskrar menningar.[13] Íslensk sjálfsmynd er nú aftur á móti komið fyrir innan eftir–nýlendufræðanna, þar sem viðteknar hugmyndir um hvítleikann eru afgoðaðar og afbyggðar.[14]. Goðsögukenndar hugmyndir íslensku þjóðernisstefnunnar um norræna sagna- og menntaþjóð, rekast nú harkalega á og við rasískar hugmyndir um vægi hins hvíta kynstofns. Ólöf tilheyrði sem sé samfélagi „hvítra“ Íslendinga sem var í sömu menningarlegu stöðu og aðrir kúgaðir minnihlutar. Ólöf stóð svo að segja frammi fyrir þeim vanda hvernig mætti þýða „sín eigin hvítleikatákn og merkingu þeirra milli menningarheima. Þessar aðstæður opnuðu henni nýja leið til sjálfsskoðunar og gáfu henni hæfni til að horfa á heimalandið úr fjærlægð og á gagnrýninn hátt.“[15]

Í verkum sínum staðsetur hún sig í bókstaflegri merkingu inni í þessari íslensku menningararfleifð. Í útskriftarsýningunni Ólafar 1993 er verkið Draumur. Það er mynd á hvítum stöpli af Sýslumannskonunni frá Bustarfelli, sem Ólöf hefur fellt inn í andlitsmynd af sjálfri sér í stað sýslumannsfrúarinnar. Þar að auki var þar mynd af afa hennar Sigurði Nordal sem ungum manni við lestur í baðstofu, en á henni hefur hún hefur einnig komið sér fyrir.[16] Ólöf játast þannig þeirri menningu sem hún er hluti af og um leið framandleika hennar. Hvítleikinn, sem á að vera þekkt stærð og mælikvarði alls, á hér ekki við. Hún gerir framandleika hvítleika íslenskrar menningar, sem fyrrverandi nýlendu sýnilegan, og þýðir inn í samtímann.

Svipað er upp á teningnum í verki hennar Musée Islandique. Það sem samanstendur af afsteypum af Íslendingum sem gerðar voru í Jérome Bonaparte með franskra mannfræðinga til Íslands 1856. Í þeirri ferð var einnig gerð afsteypa eða brjóstmynd af einu ættmenni Ólafar.[17] Það er vart hægt að staðsetja á Íslendinga sem nýlendu og „vanþróað–samfélag“ á afgerandi máta.

Í verkum Ólafar gætir þó mikillar varfærni og virðingar gagnvart íslenskri menningararfleifð. Hún dregur um leið fram hve brotthættur íslenskur veruleiki er og hve hugsunarlaus við Íslendingar erum í umgengni við hann. Verk hennar Geirfugl er gott dæmi um þá áminningu Ólafar.

Geirfugl

Ólöf Nordal: Geirfugl. 1998: Ál, 120 x 40 x 40 cm, Listasafn Reykjavíkur.[18]

Túlkun á verki Ólafar: Geirfugl

Hugmyndafræðilegur bakgrunnur

Í umfjöllun um verk Ólafar benda fræðimenn á að hún nýti sér fornar kristnar túlkunaraðferðir við að ljúka upp inntaki verka sinna. Ólafur Gíslason segir að Ólöf „leitist við að rjúfa þá einangrun hinnar fagurfræðilegu reynslu í okkar samfélagi, sem einkennist af stofnanaramma listasafnanna og listagalleríunnar, og færa hana að einhverju leyti til síns trúarlega uppruna, inn á vettvang „hins heilaga“, eða inn í kirkjuna.“[19] Að mati Æsu Sigurjónsdóttur grípur Ólöf hér til túlkunarhefðar allegoríunnar, sem kemur á samtali milli menningarheima eða fortíðar og samtíma. Hlutverk allegoríunnar eða táknsögunnar er að gera fortíðina og samtímann læsilegan. Ólöf hefur „oft á tíðum leitað til táknsögunnar sem eins konar spéspegils sem gerir athafnir manna og viðfangsefni þeirra fáránleg eða jafnvel spaugileg. Samslátturinn og náttúrubræðingurinn gegna jafnframt því hlutverki að vera eins konar skuggsjá hinna ýmsu siðferðilegu álitamála í samtímanum.“[20]

Þegar fjalla á um verk Ólafar Geirfugl er því freistandi að grípa til þessarar gömlu túlkunarhefðar sem Ágústínusar (354–430) kirkjufaðir kynnti í riti sínu, Um kristilega kenningu. Þar nefnir hann fjögur atriði sem fylgja beri þegar lagt er út af texta Biblíunnar. Í fyrsta lagi ber að virða hina bókstaflegu merkingu þar sem fylgja skal orðalagi Ritningarinnar og þekkja merkingu hugtakanna innan hennar. Í öðru lagi er nauðsynlegt að kunna skil á frummálinu, hebresku og grísku, til þess að ná því hvað höfundurinn sagði upprunalega og ennfremur að gera grein fyrir merkingu orða hans samkvæmt stöðu hans í sögunni. Í þriðja lagi verður að huga að táknrænni merkingu orðanna. Þegar ritskýrandinn hefur fullnægt þessum skilyrðum getur hann tekist á við fjórða hlutann sem er að grennslast fyrir um dýpri boðskap orðanna, það er að segja hina andlegu merkingu þeirra.[21]

Ágústínus setur hér fram grunninn að kenningunni um ferns konar merkingu Ritningarinnar:

(1) bókstafleg merking (l. sensus litteralis eða sensus historicus).

(2) andleg, dulin eða yfirfærð merking og/eða tilvistarleg (sensus allegoricus).

(3) siðferðileg merking og/eða tilvistarleg (l. sensus moralis og sensus tropologicus) og

(4) merkingin sem vísar til markmiðs mannlegs lífs í ríki Guðs (l. sensus anagogicus).[22]

Í túlkun á verki Ólafar Geirfugl verður stuðst við fyrsta þ.e. sögulegan og annan þáttinn, þ.e. til allegoríunnar eða táknsögunnar.

Bókstafleg og söguleg merking – sensus historicus

Geirfuglinn (Pinguinus impennis) er um 70 cm á lengd og langstærsti fuglinn af svartfuglaætt. Hann var algengur fyrr á öldum í Norður–Atlantshafi, en ekki er ljóst hve stór stofninn var hér við land. Upp úr 1800 fækkar ört í stofninum vegna ofveiði, en geirfuglinn var kjötmikill og auðveiðanlegur. Síðustu tveir fuglarnir voru veiddir í Eldey í byrjun júní 1844, til að ná í eintök af fuglinum fyrir danska náttúrugripasafnara.[23] Á áttunda áratugnum var gert þjóðarátak til að kaupa uppstoppaðann geirfugl. Hann var keyptur 1973 á uppboði á Sothebys og er geymdur í Náttúrufræðistofnun Íslands.[24]

Verk Ólafar Geirfugl er úr áli og er nokkuð stærri en hinn upprunalegi eða 120 cm á hæð. En Reykjavíkurborg keypti verkið árið 2000 og var verkinu þá aftur komið fyrir á sama stað. Verkið stendur á hnullungi í fjörunni og vísar til Eldeyjar þar sem tveir síðustu geirfuglarnir á Íslandi voru drepnir.[25]

 Andleg merking – sensus allegoricus

Umfjallanir Auðar A. Ólafsdóttur um verkið eru þekktar[26] meðal þeirra sem velta fyrir sér listinni.  Að mati hennar er Ál–Geirfugl Ólafar einföld höggmynd í klassískum stíl en með mikið táknrænt vægi. Þessu veldur að mati Auðar yfir hundrað ára samviskubit og sektarvitund sem liggur á þjóðinni fyrir að hafa útrýmt Geirfuglinum í hundahlýðni við ósk erlendra aðila og blindu skjótfengins gróða. Þegar menn gátu keypt uppstoppaðan fugl árið 1973 virkaði það samkvæmt Auði sem syndaraflausn. Þjóðin sýndi iðrun sína í verki með að láta fé í söfnunarbaukinn er gerði mögulegt að koma fuglinum aftur heim. Samkvæmt Auði risti iðrunin þó ekki djúpt, því aftur hlupu Íslendingar upp til handa og fóta til að þjóna erlendum hagsmunum þegar verið var verið að setja verkið upp. Það átti að virkja fyrir álver. Og nú var íslenskri náttúru fórnað fyrir græðgi, hlýðni og þjónustulund við óskir útlendinga. Og aftur var lítt hugað að fórnarkostnaðinum. Þetta birtir verkið á hógværan og virðingarfullan máta.[27] Æsa útfærir þess túlkun nánar og segir að afsteypan af fuglinum sé sem einhverskonar spegill fortíðar og „gljáandi yfirborð hans skuggsjá, siðferðileg áminning og pólitísk ádeila á stóriðju og græðgi Íslendinga“.[28] Í þessari nálgun verksins mætti segja að hin dulda merking (sensus allegoricus) renni sama við hinn siðferðilega (sensus moralis).

Samantekt

Ef efni er dregið saman má vel segja að Ál–geirfuglinn horfi út í Eldey til áminningar um fall þjóðarinnar – vegna þess að Íslendingar eiga bágt með að horfast í augu við og taka þá iðrun alvarlega sem þeir tóku á sig fyrir fyrri kynslóðir. Þjóðin á líka erfitt með að tengja iðrunina við verk sín í eigin samtíma. Þau mótast líkt og áður af græðgi og þjónustulund við erlent vald. Ef til vill birtir verkið Geirfugl hve djúpt í sjálfsvitund þjóðarinnar býr enn vitundin um að hafa verið nýlenda. Er hlýðnin okkur Íslendingum nærtækari en gagnrýni og sjálfstæði? Við hlið þessa mæti einnig bæta við persónulegri áminningu og tilvistarlegri spurningu sem verkið vekur. Af hverju viljum við frekar iðrast fyrir aðra en okkur sjálf? Og af hverju er maður svo oft viljugur til að fórna því sem er dýrmætt og jafnvel ómetanlegt í lífi okkar fyrir svo lítið og það líka í okkar persónulega lífi?

Verk Ólafar vekja forvitni hjá þeim áhorfendum sem þekkja söguna að baki þeirrar sögu. Þ.e.a.s. sögu  sem  áhorfandinn er ekki bara hluti af, heldur villl líka varpa ljósi á. Verkin krefja áhorfandann um að spyrja um merkingu og hreinlega að leita hennar þ.á.m. í túlkunum annarra.

Neðanmálsgreinar

[1] Úngl – Ólöf Nordal, ritstjóri Ólöf Kristín Sigurðardóttir, (Reykjavík, Ísland: Útgefandi Forlagið og Listasafn Ísland, 2019).

[2] Ólöf Nordal – Ferill, Úngl – Ólöf Nordal, 245–247.

[3] Höfundur óþekktur, Ólöf Nordal – Ferill, Úngl – Ólöf Nordal, 245–247.

[4] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, Úngl – Ólöf Nordal, 136 [135–163].

[5] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 135–163.

[6] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 159.

[7] Um þetta vitna m.a verk Ólafur: „Faðir og Sonur“, Úngl – Ólöf Nordal, 178. „Viaggio sentimentale“, Úngl – Ólöf Nordal, 85. „Musée Islandique“, Úngl – Ólöf Nordal, 212–213.

[8] Dagný Heiðdal, „Listin sem loftvog mannlegra hræringa“, Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. IV. bindi. Poplist, raunsæi og hugmyndarlit ritstjóri Ólafur Kvaran, (Reykjavík, Ísland: Útgefandi Forlagið og Listasafn Ísland, 2019), 140 [88–165].

[9] Dagný Heiðdal, „Listin sem loftvog mannlegra hræringa“, 141–144.

[10] Klara Rúna Ragnarsdóttir, Ólöf Nordal – Endurvinnsla þjóðlegrar arfleifðar, Ritgerð til BA–prófs í listfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, Háskólaprent Reykjavík 2013, 6.

[11] Tilvitnunin fengin í Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 136, sbr. Sigríður Ólafsdóttir, „Saga mótuð í leir“, Andblær. Tímarit um bókmenntir og listir 6:1999, 68 [68–75].

[12] Í framhaldsnámi er Ólöf í aðstæðum sem margir íslendingar hafa líka reynt. Sbr. „Hvítir hrafnar“, Úngl – Ólöf Nordal, 59.

[13] Sigurjón Árni Eyjólfsson, Trú, von og þjóð – Sjálfmynd og staðleysur, (Reykjavík, Ísland: HÍB, 2014), 469–473.

[14] Þetta er eitthvað sem margir Íslendingar kannast við sem hafa verið í námi erlendis m.a. í Evrópu eða USA.

[15] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 139.

[16] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 138–139.

[17] Didier Semin, „Franskt vegabréf“ Úngl – Ólöf Nordal, 199–200, 212–213 [199–213].

[18] Ljósmynd fengin úr Íslensk listasaga, bindi V. (Reykjavík, Ísland: Útgefandi Forlagið og Listasafn Íslands, 2011), 287. Ljósmyndari: Vigfús Birgirsson.

[19] Ólafur Gíslason, „Fagurfræðileg og trúarleg „leiðsla“ Ólafar Nordal“, Hugrúnir – Greinasafn Ólafs Gíslasonar. vefslóð: https://hugrunir.com/2019/12/15/fagurfraedileg-og-truarleg-leidsla-olafar-nordal/ sótt 2.02 20202

[20] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 146.

[21] Peter Stuhlmacher, Vom Verstehen des Neuen Testaments. Eine Hermeneutik, NTD Ergänzungsreihe 6, (Göttingen, Þýskaland: Vandenhoeck & Ruprecht, 1979), 81–83.

[22] Sigurjón Árni Eyjólfsson, Kristin siðfræði í sögu og samtíð, (Reykjavík, Ísland: HÍB, 2004), 92.

[23] Jón Már Halldórsson „Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?“, vefslóð: www.visindavefur.is/svar.php?id=2328.

[24] Eva Heiser, „Hugmyndir, hlutir og rými“, Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. V. bindi. Nýtt málverk, gjörningar og innsetningarı, ritstjóri Ólafur Kvaran, (Reykjavík, Ísland: Útgefandi Forlagið og Listasafn Íslands, 2011), 288 [216–201].

[25] Eva Heiser, „Hugmyndir, hlutir og rými“, 287–288.

[26] Auður A. Ólafsdóttir, „Nútímaafsteypur táknmynda – Um myndlist Ólafar Nordal“, Skírnir 177 (haust 2003), 515–518 [515–525]; sama, „Ímynd Íslands, sagan, menningararfurinn og hin ýmsu sjálf Íslendingsins“ Saga, haust (2008): 61–63 [56–85].

[27] Auður A. Ólafsdóttir, „Nútímaafsteypur táknmynda“, 517; sama, „Ímynd Íslands, sagan, menningararfurinn og hin ýmsu sjálf Íslendingsins“, 61. Klara Rúna Ragnarsdóttir, tekur undir orð Auðar í ritgerð sinni Ólöf Nordal – Endurvinnsla þjóðlegrar arfleifðar, 17–18.

[28] Æsa Sigurjónsdóttir, „Aðdráttarafl upprunans“, 147.

Ritaðar heimildir

Auður A. Ólafsdóttir,

„Nútímaafsteypur táknmynda – Um myndlist Ólafar Nordal“, Skírnir 177 haust 2003, 515–525.

„Ímynd Íslands, sagan, menningararfurinn og hin ýmsu sjálf Íslendingsins“ Saga, haust 2008, 56–85.

Dagný Heiðdal,

„Listin sem loftvog mannlegra hræringa“, Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. IV. bindi. Poplist, raunsæi og hugmyndarlist, ritstjóri Ólafur Kvaran, Forlagið og Listasafn Íslands Reykjavík 2011, 88–165.

Heiser, Eva

„Hugmyndir, hlutir og rými“, Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. V. bindi. Nýtt málverk, gjörningar og innsetningarı, Ólafur Kvaran, Forlagið og Listasafn Íslands Reykjavík 2011, 216–301.

Höfundur óþekktur,

Ólöf Nordal – Ferill, Úngl – Ólöf Nordal, Úngl – Ólöf Nordal, ritstjóri Ólöf Kristín Sigurðardóttir, útgefandi Listasafn Íslands, Reykjavík 2019, 245–247.

Klara Rúna Ragnarsdóttir,

Ólöf Nordal – Endurvinnsla þjóðlegrar arfleifðar, Ritgerð til BA–prófs í listfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, Háskólaprent, Reykjavík 2013.

Semin, Didier

„Franskt vegabréf“, Úngl – Ólöf Nordal, , ritstjóri Ólöf Kristín Sigurðardóttir, útgefandi Listasafn Ísland, Reykjavík 2019, 199–213.

Sigríður Ólafsdóttir,

„Saga mótuð í leir“, Andblær. Tímarit um bókmenntir og listir 6:1999, 68–75.

Sigurjón Árni Eyjólfsson,

Kristin siðfræði í sögu og samtíð, HÍB, Reykjavík 2004.

Trú, von og þjóð – Sjálfmynd og staðleysur, HÍB, Reykjavík 2014.

Stuhlmacher, Peter

Vom Verstehen des Neuen Testaments. Eine Hermeneutik, NTD Ergänzungsreihe 6,    Vandenhoeck & Ruprecht, Göttingen, 1979.

Úngl – Ólöf Nordal,

ritstjóri Ólöf Kristín Sigurðardóttir, útgefandi Listasafn Íslands, Reykjavík 2019.

Æsa Sigurjónsdóttir,

„Aðdráttarafl upprunans“, Úngl – Ólöf Nordal, ritstjóri Ólöf Kristín Sigurðardóttir, útgefandi Listasafn Íslands, Reykjavík 2019, 135–163.

Rafrænar heimildir

 Jón Már Halldórsson,

„Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?“, Vísindavefurinn www.visindavefur.is/svar.php?id=2328.

Ólafur Gíslason,

„Fagurfræðileg og trúarleg „leiðsla“ Ólafar Nordal“, Hugrúnir – Greinasafn Ólafs Gíslassonar, https://hugrunir.com/2019/12/15/fagurfraedileg-og-truarleg-leidsla-olafar-nordal/ sótt 2.02 20202.

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir