Hér líkt og annars staðar hafa upp á síðkastið orðið ýmsar breytingar á skipulagi og starfsháttum þjóðkirkjunnar. Mest munar þar um sameiningar prestakalla. Ljóst er að áfram verður haldið í þessa átt um land allt. Því er full ástæða til að staldra við, meta breytingarnar og áhrif þeirra, skerpa á markmiðum og leiðum; rétta jafnvel af kúrsinn til framtíðar.
Til hvers hafa breytingarnar leitt?
Torvelt er að svara til um hvaða breytingar sameiningar hafa leitt til þessa. Það er enda að líkindum mismunandi frá einu svæði til annars og munar þar hugsanlega miklu hvort um dreifbýli eða þéttbýli er að ræða. Hér skal aðeins staldrað við sameiningu þriggja prestakalla miðsvæðis í Reykjavík.
Sameiningin vakti eftirvæntingu um að hún mundi reynast vítamínssprauta fyrir kirkjulífið; auka samvinnu, sveigjanleika og fjölbreytni í kirkjustarfinu sem full þörf virtist á. Nú þegar nokkur reynsla er fengin af breytingunni taka spurningar aftur á móti að gera vart við sig. Sú ágengasta er hvort sameiningin hafi nokkru skilað hvað varðar starfið í söfnuðunum. — Eða var kannski aldrei að því stefnt?
Raunar virðist aðeins eitt atriði standa upp úr: Breytingin hefur tvímælalaust leitt til að prestar á svæðinu fá nú fleiri fríhelgar en áður þar sem sami prestur þjónar nú á tveimur kirkjum sama helgidaginn. Hugsanlega var markmið sameiningarinnar frekar að skapa starfsmönnunum (lesist prestum) hægari starfsskilyrði en að þróa safnaðarstarfið til fjölbreyttara og nútímalegra horfs. Hafi svo verið hefur sameiningin vissulega skilað sínu.
Sameining er þróunarverkefni
Sameiningu prestakalla ber tvímælalaust að skoða sem mikilvægt þróunarstarf. Í slíku starfi þarf alltaf að ganga út frá skýrum markmiðum. Þau geta svo verið af ýmsum toga. Nægir þar að nefna rekstrar- eða fjárhagsleg markmið þegar stefnt er að betri nýtingu fjármuna eða jafnvel sparnaði; markmið á sviði mannauðsmála þegar stefnt er að því að skapa starfsfólki betri starfsskilyrði t.d. með auknu samstarfi og reglulegri vinnutíma og loks markmið á sviði safnaðarstarfs sem miða m.a. að því auka fjölbreytni og sveigjanleika.
Ekkert mælir auðvitað gegn því að gengið sé út frá mörgum og ólíkum markmiðum við sameiningar prestakalla. Þau þurfa heldur ekki alls staðar og alltaf að vera nákvæmlega hin sömu við einstakar sameiningar. Þvert á móti gætu áherslurnar verið breytilegar eftir því hvort um er að ræða strjálbýli eða þéttbýli. Þarfirnar eru mismunandi.
Í metnaðarfullu og framsæknu kirkjulegu þróunarstarfi virðist þó ekki úr vegi að markmið á sviði safnaðarstarfs séu fyrst tekin til greina, síðan verður auðvitað að vega önnur markmið inn á eðlilegan hátt. Markmiðum breytingaþróunar, sem fyrir nokkrum áratugum kallaðist safnaðaruppbygging, verður ekki náð án mannauðs og fjármögnunar.
Afleiðingar sameininga
Við sameiningu prestakalla þarf að hugsa langt fram í tímann. Það er ekki nóg að setja skýr markmið og keppa eftir að ná þeim með markvissum aðgerðum. Það verður líka að leitast við að sjá fyrir fram hvaða áskoranir eru líklegar til með að segja til sín í framhaldinu af sameiningum.
Ljóst er að með stórfelldri sameiningu prestakalla um land allt kemur fram nýtt lag í uppbyggingu þjóðkirkjunnar. Köllum það til bráðabirgða „stórprestaköll“. Mjög fljótlega hljóta þau að skapa núning við prófastsdæmin sem varla geta samanstaðið af einu eða tveimur „stórprestaköllum“. Hvað gerir kirkjustjórnin þá? Fækkar hún prófastsdæmunum; fellir þau brott eða gerir eitthvað enn annað? Prófasturinn í núverandi mynd er ekki eitthvert eldgamalt og fornhelgt fyrirbæri sem sjálfsagt sé að halda í hefðarinnar vegna.
Sameiningar prestakalla skapa einnig núning niður á við í kirkjustofnuninni þar sem eru söfnuðir og/eða sóknir. Sá núningur er raunar mun flóknari. Að vísu vill svo til hér á landi — og ugglaust víðar, að við búum að langri hefð þar sem margar sóknir og þar með söfnuðir hafa tilheyrt sama prestakalli. Ástæða þess er að fyrr á tíð var kirkjan á ýmsum tímabilum neydd til að ganga einhliða út frá rekstrar- eða fjárhagslegum markmiðum sem aðeins varð náð með fækkun presta og þar með sameiningum brauða. Þær tóku þó aðeins til strjálbýlissvæða. „Stórprestaköllin“ verða þó enn stærri og fyrirferðarmeiri en prestaköll í sveit eru núna og þá ekki síst í þéttbýli.
Í kirkjum þar sem rekstur hefur ekki staðið í járnum hafa söfnuðir, sóknir og prestaköll frá eldfornu fari verið samhverfar stærðir. Hugtökin sókn og söfnuðir marka í raun aðeins tvö sjónarhorn á eitt og sama fyrirbærið: Orðið sókn byggðist á landfræðilegu sjónarhorni en söfnuður á félagslegu. Söfnuðurinn var samfélag þeirra sem bjuggu innan sóknarmarkanna. Það sem raunverulega hélt söfnuðinum saman var þó ekki fyrst og fremst búsetan heldur það að fólkið sem bjó í sókninni safnaðist saman til guðsþjónustu á sama stað og sama tíma og kom því fram sem einn tilbiðjandi söfnuður. Sóknarpresturinn þjónaði svo þessum söfnuði en ekki öðrum. Af þessum sökum er það enn grundvallarhugsun í fjölmörgum kirkjudeildum að söfnuðurinn sé frumeining kirkjunnar en þau lög stofnunarinnar sem bætast við, „stórprestaköll“, prófastsdæmi og biskupsdæmi eigi tilverurétt sinn í að þau þjóni söfnuðinum.
Ruðningsáhrif sameininga
Þar sem „stórprestaköll“ hafa orðið til við stórfelldar sameiningar hafa komið í ljós margháttuð vandamál bæði hvað varðar starfshætti, stjórnun (vald) og ábyrgð og þá ekki síst rekstrarábyrgð. Engin ástæða er til að ætla annað en að þessar sömu áskoranir geri vart við sig hér þegar „stórprestaköllin“ hafa náð festu og tekið er að snjóa yfir núverandi skipan varðandi „starf kirkjunnar í héraði“ eins og sagt er með málfari kirkjuþings.
Í fyrsta lagi hefur nýskipanin þá afleiðingu í för með sér að prestar og annað starfsfólk kirkjunnar verður með tímanum að störfum í „stórprestaköllum“ en ekki í sóknum eða söfnuðum. Ef þessi verður ekki raunin kemur sameiningin ekki til með að skila neinu hvað varðar rekstrarleg markmið eða markmið á sviði mannauðsmála. Ekki má gleyma þeim þótt þau ættu ekki að ráða ferðinni í einstökum sameiningum nema þess gerist sérstök þörf. Hið virka kirkjufólk mun á hinn bóginn áfram sækja sína kirkju og samsama sig með starfinu sem þar er unnið. Þar með slitnar mjög í sundur með söfnuðinum og starfsfólkinu. Huga þarf að þeim vanda.
Þá er ljóst að ef „stórprestaköllin“ eiga að nýtast við að skapa fjölbreytni og sveigjanleika og þar með stuðla að þróun safnaðarstarfs verða þau að öðlast virka yfirstjórn sem tekur til alls starfs innan prestakallsins. Fyrr eða síðar þarf því að stofna einhvers konar „prestakallsráð“ eða „-stjórn“. Með tilkomu þeirra lengjast boðleiðir og stjórnunarleg óvissa, jafnvel samkeppni milli sóknarnefndanna og hinna nýju „prestakallsráða“.
Loks ber svo að huga að rekstri „stórprestakallanna“ og fjárstreymi innan þeirra. Ljóst er að fyrr eða síðar mun fjármagn í auknum mæli streyma frá söfnuðum/sóknum til „stórprestakallanna“. „Prestakallaráðin“ hljóta smám saman að taka yfir fjárhagslega ábyrgð og rekstrarlegt frumkvæði frá sóknarnefndunum. Hvað finnst sóknarnefndafólki um það?
Sameiningar eru samt málið!
Hér er ekki bryddað upp á þessari framtíðarmúsík, að ekki sé sagt sviðsmynd, til að mæla gegn sameiningum. Þvert á móti. Í þeim felast mikilvægir möguleikar fyrir þjóðkirkjuna til sóknar og varnar.
Það sem máli skiptir er aftur á móti að gengið sé út frá skýrum markmiðum og ekki síður að reynt sé að horfa til annarra kirkna þar sem brugðið hefur verið á það ráð að stofna „stórprestaköll“. Þannig má ná mestum ávinningi af sameiningum og vonandi komast hjá einhverjum af þeim vandamálum sem fram hafa komið þar sem lengri reynsla er af sameiningum.
Hér líkt og annars staðar hafa upp á síðkastið orðið ýmsar breytingar á skipulagi og starfsháttum þjóðkirkjunnar. Mest munar þar um sameiningar prestakalla. Ljóst er að áfram verður haldið í þessa átt um land allt. Því er full ástæða til að staldra við, meta breytingarnar og áhrif þeirra, skerpa á markmiðum og leiðum; rétta jafnvel af kúrsinn til framtíðar.
Til hvers hafa breytingarnar leitt?
Torvelt er að svara til um hvaða breytingar sameiningar hafa leitt til þessa. Það er enda að líkindum mismunandi frá einu svæði til annars og munar þar hugsanlega miklu hvort um dreifbýli eða þéttbýli er að ræða. Hér skal aðeins staldrað við sameiningu þriggja prestakalla miðsvæðis í Reykjavík.
Sameiningin vakti eftirvæntingu um að hún mundi reynast vítamínssprauta fyrir kirkjulífið; auka samvinnu, sveigjanleika og fjölbreytni í kirkjustarfinu sem full þörf virtist á. Nú þegar nokkur reynsla er fengin af breytingunni taka spurningar aftur á móti að gera vart við sig. Sú ágengasta er hvort sameiningin hafi nokkru skilað hvað varðar starfið í söfnuðunum. — Eða var kannski aldrei að því stefnt?
Raunar virðist aðeins eitt atriði standa upp úr: Breytingin hefur tvímælalaust leitt til að prestar á svæðinu fá nú fleiri fríhelgar en áður þar sem sami prestur þjónar nú á tveimur kirkjum sama helgidaginn. Hugsanlega var markmið sameiningarinnar frekar að skapa starfsmönnunum (lesist prestum) hægari starfsskilyrði en að þróa safnaðarstarfið til fjölbreyttara og nútímalegra horfs. Hafi svo verið hefur sameiningin vissulega skilað sínu.
Sameining er þróunarverkefni
Sameiningu prestakalla ber tvímælalaust að skoða sem mikilvægt þróunarstarf. Í slíku starfi þarf alltaf að ganga út frá skýrum markmiðum. Þau geta svo verið af ýmsum toga. Nægir þar að nefna rekstrar- eða fjárhagsleg markmið þegar stefnt er að betri nýtingu fjármuna eða jafnvel sparnaði; markmið á sviði mannauðsmála þegar stefnt er að því að skapa starfsfólki betri starfsskilyrði t.d. með auknu samstarfi og reglulegri vinnutíma og loks markmið á sviði safnaðarstarfs sem miða m.a. að því auka fjölbreytni og sveigjanleika.
Ekkert mælir auðvitað gegn því að gengið sé út frá mörgum og ólíkum markmiðum við sameiningar prestakalla. Þau þurfa heldur ekki alls staðar og alltaf að vera nákvæmlega hin sömu við einstakar sameiningar. Þvert á móti gætu áherslurnar verið breytilegar eftir því hvort um er að ræða strjálbýli eða þéttbýli. Þarfirnar eru mismunandi.
Í metnaðarfullu og framsæknu kirkjulegu þróunarstarfi virðist þó ekki úr vegi að markmið á sviði safnaðarstarfs séu fyrst tekin til greina, síðan verður auðvitað að vega önnur markmið inn á eðlilegan hátt. Markmiðum breytingaþróunar, sem fyrir nokkrum áratugum kallaðist safnaðaruppbygging, verður ekki náð án mannauðs og fjármögnunar.
Afleiðingar sameininga
Við sameiningu prestakalla þarf að hugsa langt fram í tímann. Það er ekki nóg að setja skýr markmið og keppa eftir að ná þeim með markvissum aðgerðum. Það verður líka að leitast við að sjá fyrir fram hvaða áskoranir eru líklegar til með að segja til sín í framhaldinu af sameiningum.
Ljóst er að með stórfelldri sameiningu prestakalla um land allt kemur fram nýtt lag í uppbyggingu þjóðkirkjunnar. Köllum það til bráðabirgða „stórprestaköll“. Mjög fljótlega hljóta þau að skapa núning við prófastsdæmin sem varla geta samanstaðið af einu eða tveimur „stórprestaköllum“. Hvað gerir kirkjustjórnin þá? Fækkar hún prófastsdæmunum; fellir þau brott eða gerir eitthvað enn annað? Prófasturinn í núverandi mynd er ekki eitthvert eldgamalt og fornhelgt fyrirbæri sem sjálfsagt sé að halda í hefðarinnar vegna.
Sameiningar prestakalla skapa einnig núning niður á við í kirkjustofnuninni þar sem eru söfnuðir og/eða sóknir. Sá núningur er raunar mun flóknari. Að vísu vill svo til hér á landi — og ugglaust víðar, að við búum að langri hefð þar sem margar sóknir og þar með söfnuðir hafa tilheyrt sama prestakalli. Ástæða þess er að fyrr á tíð var kirkjan á ýmsum tímabilum neydd til að ganga einhliða út frá rekstrar- eða fjárhagslegum markmiðum sem aðeins varð náð með fækkun presta og þar með sameiningum brauða. Þær tóku þó aðeins til strjálbýlissvæða. „Stórprestaköllin“ verða þó enn stærri og fyrirferðarmeiri en prestaköll í sveit eru núna og þá ekki síst í þéttbýli.
Í kirkjum þar sem rekstur hefur ekki staðið í járnum hafa söfnuðir, sóknir og prestaköll frá eldfornu fari verið samhverfar stærðir. Hugtökin sókn og söfnuðir marka í raun aðeins tvö sjónarhorn á eitt og sama fyrirbærið: Orðið sókn byggðist á landfræðilegu sjónarhorni en söfnuður á félagslegu. Söfnuðurinn var samfélag þeirra sem bjuggu innan sóknarmarkanna. Það sem raunverulega hélt söfnuðinum saman var þó ekki fyrst og fremst búsetan heldur það að fólkið sem bjó í sókninni safnaðist saman til guðsþjónustu á sama stað og sama tíma og kom því fram sem einn tilbiðjandi söfnuður. Sóknarpresturinn þjónaði svo þessum söfnuði en ekki öðrum. Af þessum sökum er það enn grundvallarhugsun í fjölmörgum kirkjudeildum að söfnuðurinn sé frumeining kirkjunnar en þau lög stofnunarinnar sem bætast við, „stórprestaköll“, prófastsdæmi og biskupsdæmi eigi tilverurétt sinn í að þau þjóni söfnuðinum.
Ruðningsáhrif sameininga
Þar sem „stórprestaköll“ hafa orðið til við stórfelldar sameiningar hafa komið í ljós margháttuð vandamál bæði hvað varðar starfshætti, stjórnun (vald) og ábyrgð og þá ekki síst rekstrarábyrgð. Engin ástæða er til að ætla annað en að þessar sömu áskoranir geri vart við sig hér þegar „stórprestaköllin“ hafa náð festu og tekið er að snjóa yfir núverandi skipan varðandi „starf kirkjunnar í héraði“ eins og sagt er með málfari kirkjuþings.
Í fyrsta lagi hefur nýskipanin þá afleiðingu í för með sér að prestar og annað starfsfólk kirkjunnar verður með tímanum að störfum í „stórprestaköllum“ en ekki í sóknum eða söfnuðum. Ef þessi verður ekki raunin kemur sameiningin ekki til með að skila neinu hvað varðar rekstrarleg markmið eða markmið á sviði mannauðsmála. Ekki má gleyma þeim þótt þau ættu ekki að ráða ferðinni í einstökum sameiningum nema þess gerist sérstök þörf. Hið virka kirkjufólk mun á hinn bóginn áfram sækja sína kirkju og samsama sig með starfinu sem þar er unnið. Þar með slitnar mjög í sundur með söfnuðinum og starfsfólkinu. Huga þarf að þeim vanda.
Þá er ljóst að ef „stórprestaköllin“ eiga að nýtast við að skapa fjölbreytni og sveigjanleika og þar með stuðla að þróun safnaðarstarfs verða þau að öðlast virka yfirstjórn sem tekur til alls starfs innan prestakallsins. Fyrr eða síðar þarf því að stofna einhvers konar „prestakallsráð“ eða „-stjórn“. Með tilkomu þeirra lengjast boðleiðir og stjórnunarleg óvissa, jafnvel samkeppni milli sóknarnefndanna og hinna nýju „prestakallsráða“.
Loks ber svo að huga að rekstri „stórprestakallanna“ og fjárstreymi innan þeirra. Ljóst er að fyrr eða síðar mun fjármagn í auknum mæli streyma frá söfnuðum/sóknum til „stórprestakallanna“. „Prestakallaráðin“ hljóta smám saman að taka yfir fjárhagslega ábyrgð og rekstrarlegt frumkvæði frá sóknarnefndunum. Hvað finnst sóknarnefndafólki um það?
Sameiningar eru samt málið!
Hér er ekki bryddað upp á þessari framtíðarmúsík, að ekki sé sagt sviðsmynd, til að mæla gegn sameiningum. Þvert á móti. Í þeim felast mikilvægir möguleikar fyrir þjóðkirkjuna til sóknar og varnar.
Það sem máli skiptir er aftur á móti að gengið sé út frá skýrum markmiðum og ekki síður að reynt sé að horfa til annarra kirkna þar sem brugðið hefur verið á það ráð að stofna „stórprestaköll“. Þannig má ná mestum ávinningi af sameiningum og vonandi komast hjá einhverjum af þeim vandamálum sem fram hafa komið þar sem lengri reynsla er af sameiningum.