Stefán Magnússon, bóndi og kirkjuþingsmaður

Dr. Hjalti Hugason, prófessor emeritus

Hjalti Hugason og Stefán Magnússon setjast við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is á laugardegi og ræða hvort prestaskortur sé yfirvofandi eða ekki. Báðir eru þeir gjörkunnugir málefnum þjóðkirkjunnar og hafa skarpa sýn á hvernig málum hennar skuli vera háttað. Skrif þeirra vekja athygli alls kirkjufólks.

 

Undanfarið hefur því verið haldið fram að upp sé kominn prestaskortur í þjóðkirkjunni. Fær það staðist og hvernig kemur hann þá fram?

Þjóðkirkjan eða „trúarkerfið“ í landinu á um margt skylt við heilbrigðis- og menntakerfið. Í mennta- eða skólakerfinu mælist kennaraskortur í hlutfalli ófaglærðra leiðbeinenda en í heilbrigðiskerfinu mælist læknaskortur með biðlistum og/eða biðtíma.

Okkur vitanlega starfar enginn ófaglærður prestur í þjóðkirkjunni. Við höfum heldur ekki heyrt að langur biðtími sé eftir því að þiggja sakramentin, hlýða á predikun eða ná skriftum og aflausn en í þessu felast sérverkefni presta. — Hvernig kemur prestaskorturinn þá fram?

Svarið mun vera fólgið í að óvenju fáar umsóknir hafi borist um ákveðin sveitaprestaköll sem áður þóttu eftirsóknarverð sem og að í tveimur tilvikum hafi engin umsókn borist er störf hafa losnað í nýlega tilkomnum „stórprestaköllum“.[1] Þetta væri væntanlega ekki talið prestaskortur í mörgum nágrannakirkna okkar.

Er prestaskortur vandamál?

Spyrja má hvort það sé endilega best að bregðast við „prestaskorti“ í „stórprestaköllum“ með því að ráða þangað fleiri presta. Er ekki vænlegra til sóknar og nýsköpunar í kirkjustarfi að ráða frekar fólk með annars konar fagmenntun en hefðbundið embættispróf í guðfræði til að starfa við hlið prests eða presta og þróa þar með starfshætti og mannauð þjóðkirkjunnar til nútímalegra horfs? Er prestaskortur af því tagi sem að ofan getur ekki miklu freka tækifæri eða áskorun sem leitt getur til nýsköpunar en eiginlegt vandamál?

Einu sinni störfuðu aðeins læknar á heilbrigðissviðinu og aðeins kennarar í skólunum. Svo er ekki lengur. Nú starfa fjöldi faglærðra starfsstétta á báðum þessum sviðum enda hafa þau gengið í endurnýjun lífdaga. Aðeins þjóðkirkjan hefur móast við og rekur starfsemi sína enn nær einvörðungu með prestum nema á stökum stað þar sem sóknarnefndir hafa kallað til annað starfsfólk: djákna, æskulýðsstarfsmenn o.s.frv.[2] Þessi einhæfa mannauðsstefna hefur ugglaust ráðið miklu um að takmörkuð nýsköpun hefur orðið í safnaðarstarfi.

Landsbyggðavandi

„Prestaskorturinn“ sem bent er á hefur hingað til aðeins skotið upp kollinum úti á landsbyggðunum. Ekki hefur á hinn bóginn vantað áhugasama umsækjendur á Stór-Reykjavíkursvæðinu og næsta nágrenni þess. Því virðist sem að hér kunni að stefna í sérhæfðan landsbyggðavanda sem mæta þurfi með sértækum aðgerðum. Þá hlýtur að vakna spurning um hvort skýringuna sé að finna í launakjörum stéttarinnar og þá helst breiðu launabili innan hennar.

Samkvæmt gildandi kjarasamningi er rúmlega 300 þús. kr. launabil á milli mánaðarlauna presta  og ræðst það alfarið af fjölda „íbúa í prestakalli deilt með fjölda presta“ eins og þar stendur.[3] Væntanlega er hér um að ræða tilraun til að miða laun við álag í starfi. En er þetta raunhæfur eða sanngjarn mælikvarði?

Í kjarasamningnum er aðeins rætt um „íbúa í sókninni“ en ekki skráð þjóðkirkjufólk eða „sóknarbörn“. Í fjölmennum sóknum á Stór-Reykjavíkursvæðinu stendur töluverður hluti íbúanna víða utan þjóðkirkjunnar. Skiptir það engu máli varðandi álag í prestsstarfinu og þar með við ákvörðun prestslaunanna? Á landbyggðunum er þessu allt öðru vísi farið þar sem mun hærra hlutfall íbúanna tilheyrir víðast þjóðkirkjunni en „fyrir sunnan“. Það vegur þó vissulega ekki upp á móti mismunandi höfðatölu í prestaköllum.

Einhver kann að benda á að í fjölmennum prestaköllum falli fleiri kirkjulegar athafnir til en í þeim smærri. Fyrir flestar þeirra er þó gert ráð fyrir að innheimtar séu sérstakar „aukaverka“-greiðslur. Því má taka þann þátt út fyrir sviga í sambandi við launamun presta. Ef á annað borð á að taka tillit til álags vegna „aukaverka“ við launaákvörðun presta verður jafnframt að fella aukatekjurnar brott. Vera má að það hafi „gleymst“ þegar tekið var að ganga út frá höfðatölu við launaákvörðun presta með fyrrgreindum hætti. Á hinn bóginn þjóna prestar í fjölmennustu prestaköllunum á suð-vestur horninu aðeins við eina starfsstöð nema í „stórprestaköllum“ þar sem þeir embætta reglulega við fleiri kirkjur en þá er það fremur þeim sjálfum til hagsbóta en söfnuðunum.[4] Á landsbyggðunum koma mun fleiri kirkjur og söfnuðir/sóknir í hlut hvers prests og oft eru prestaköllin mjög víðfeðm sem skapa margháttaða erfiðleika í starfi. Vissulega er tekið tillit til þessa í kjarasamningnum en sú ráðstöfun nær þó aðeins að helminga þann launamun sem framar getur.[5] Mjög er líka til efs að með því sé álag í starfi metið á sanngjarnan máta til launa þegar prestar í einmenningsprestaköllum á landsbyggðunum eiga í hlut. Þar koma og til álita ýmis önnur íþyngjandi atriði sem áhrif hafa á kjör og aðstöðu presta. Má þar nefna að meira reynir oftast á prestsheimilið starfsins vegna en í stærra þéttbýli. Skortur á hentugu húsnæði getur líka gert prestum erfitt fyrir og reynst kostnaðarsamur þáttur sem tæpast reynir á „fyrir sunnan“. Þau atriði sem hér hafa verið tíunduð benda eindregið til þess að finna þurfi launaviðmiðanir sem hvetja fremur en letja umsækjendur til að sækja um embætti á landsbyggðunum. — Þó má ekki gleyma að í því að þjóna sem prestur á landsbyggðunum geta falist ýmis lífsgæði en þau verða ekki metin til tekna.

Þá má benda á að með tilkomu „stórprestakalla“ á landsbyggðunum hafa orðið jákvæðar breytingar á starfsaðstæðum presta þar. Í þeim er mögulegt að skipuleggja starfið með allt öðrum hætti en áður. Prestar geta nú skipt milli sín messuhelgum, ábyrgð á ýmsum liðum í safnaðarstarfinu og öðrum prestsverkum. Þeir geta líka skipt með sér vikum vegna útfara og helgum vegna skírna. Í einmenningsprestaköllum á landsbyggðunum háttar allt öðru vísi til. Þau eru oftar en ekki  víðfeðm og jafnvel einangruð frá öðrum prestaköllum. Af því leiðir  að akstur er svo mikill að talsverður vinnutími fer í hann. Erfitt er líka að skipuleggja frí þar sem langt er í næsta prest.[6] Mikilvægt er að horft sé til þessa þáttar við ákvörðun launa í fámennum einmenningspretaköllum.

Til að vinna gegn þeim landsbyggðavanda sem kann að vera í uppsiglingu virðist heppilegasta leiðin vera að draga úr launamuninum milli þéttbýlis og breifbýlis eða að minnsta kosti að haga honum samkvæmt fjölþættari og raunhæfari mælistiku en gert er í núgildandi samningi.

Putti á púls

Líklega veit ekki nokkur maður hver þörf þjóðkirkjunnar fyrir nýliðun er næstu fimm til tíu árin. Þar verður t.d. að hafa í huga að hreyfanleiki á vinnumarkaði er nú meiri en áður var. Leiðir það bæði til þess að fólk kemur nú í auknum mæli inn í prestastéttina eftir að hafa gegnt öðrum störfum um árabil og endurmenntað sig síðan, sem og í hinu að prestar eru í nokkrum mæli teknir að hverfa til annarra starfa áður en eftirlaunaaldri er náð. Starfsaldur margra presta verður því ekki ýkja langur.  Þetta flækir alla áætlunargerð um nýliðun.

Þá verður að hafa í huga að fram undan kunna að bíða nýjar aðstæður sem leitt geta til varanlegs prestaskorts hér líkt og víða hefur orðið raun á síðastliðna áratugi. Þessi nýi prestaskortur stafar af því að prestshlutverkið hefur dagað uppi í samtímanum. Prestsstarfið er framandi og „öðru vísi“ sem veldur því að fleiri og fleiri eiga torvelt með að hugsa sig inn í það eða halda það út til lengdar. Þjóðkirkjan verður vissulega að búa sig undir þá stöðu.

Hvernig svo sem á málin er litið virðist ljóst að kirkjustjórnin þarf að hafa puttann á púlsinum og fylgjast náið með starfslokum og nýliðun í prestastéttinni ef ekki á að koma til alvöru prestaskorts. — Meira er þó um vert að hún endurskoði starfsmannastefnu sína út frá þörfum í nútímasamfélagi og þrói þar með mannauð sinn með líkum hætti og gert hefur verið á sambærilegum sviðum þjóðfélagsins.[7]

Tilvísanir:

[1] Hjalti Hugason, „Eru stórprestaköll framtíðin?“, Kirkjublaðið 13. desember 2024, sótt 9. janúar 2025.

[2] Hér er vissulega ekki getið alls þess ágæta kirkjutólistarfólks sem starfar í söfnuðum landsins enda fjallar greinin einkum um vígða þjónustu.

[3] Kjarasamningur Prestafélags Íslands og kjaranefndar Þjóðkirkjunnar.  Gildir frá 1. maí 2024 til 31. mars 2028.

[4] Hjalti Hugason, „Eru stórprestaköll framtíðin?“, Kirkjublaðið 13. desember 2024, sótt 9. janúar 2025.

[5] Kjarasamningur Prestafélags Íslands og kjaranefndar Þjóðkirkjunnar.  Gildir frá 1. maí 2024 til 31. mars 2028.

[6] Skýrsla um vinnutíma -og bakvaktir og fyrirkomulag greiðslna fyrir tiltekin prestverk (aukaverk). Febrúar 2024, bls. 8–9.

[7] Veikburða tilraunir hafa verið gerðar í þessa veru t.d. á kirkjuþingi 2021-2022 er stofnuð var nefnd til að skilgreina þörf fyrir presta og djákna vegna vígðrar þjónustu um land allt.  Hún skilaði skýrslu sem hefur ekki verið nýtt til neins.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Stefán Magnússon, bóndi og kirkjuþingsmaður

Dr. Hjalti Hugason, prófessor emeritus

Hjalti Hugason og Stefán Magnússon setjast við Gestaglugga Kirkjublaðsins.is á laugardegi og ræða hvort prestaskortur sé yfirvofandi eða ekki. Báðir eru þeir gjörkunnugir málefnum þjóðkirkjunnar og hafa skarpa sýn á hvernig málum hennar skuli vera háttað. Skrif þeirra vekja athygli alls kirkjufólks.

 

Undanfarið hefur því verið haldið fram að upp sé kominn prestaskortur í þjóðkirkjunni. Fær það staðist og hvernig kemur hann þá fram?

Þjóðkirkjan eða „trúarkerfið“ í landinu á um margt skylt við heilbrigðis- og menntakerfið. Í mennta- eða skólakerfinu mælist kennaraskortur í hlutfalli ófaglærðra leiðbeinenda en í heilbrigðiskerfinu mælist læknaskortur með biðlistum og/eða biðtíma.

Okkur vitanlega starfar enginn ófaglærður prestur í þjóðkirkjunni. Við höfum heldur ekki heyrt að langur biðtími sé eftir því að þiggja sakramentin, hlýða á predikun eða ná skriftum og aflausn en í þessu felast sérverkefni presta. — Hvernig kemur prestaskorturinn þá fram?

Svarið mun vera fólgið í að óvenju fáar umsóknir hafi borist um ákveðin sveitaprestaköll sem áður þóttu eftirsóknarverð sem og að í tveimur tilvikum hafi engin umsókn borist er störf hafa losnað í nýlega tilkomnum „stórprestaköllum“.[1] Þetta væri væntanlega ekki talið prestaskortur í mörgum nágrannakirkna okkar.

Er prestaskortur vandamál?

Spyrja má hvort það sé endilega best að bregðast við „prestaskorti“ í „stórprestaköllum“ með því að ráða þangað fleiri presta. Er ekki vænlegra til sóknar og nýsköpunar í kirkjustarfi að ráða frekar fólk með annars konar fagmenntun en hefðbundið embættispróf í guðfræði til að starfa við hlið prests eða presta og þróa þar með starfshætti og mannauð þjóðkirkjunnar til nútímalegra horfs? Er prestaskortur af því tagi sem að ofan getur ekki miklu freka tækifæri eða áskorun sem leitt getur til nýsköpunar en eiginlegt vandamál?

Einu sinni störfuðu aðeins læknar á heilbrigðissviðinu og aðeins kennarar í skólunum. Svo er ekki lengur. Nú starfa fjöldi faglærðra starfsstétta á báðum þessum sviðum enda hafa þau gengið í endurnýjun lífdaga. Aðeins þjóðkirkjan hefur móast við og rekur starfsemi sína enn nær einvörðungu með prestum nema á stökum stað þar sem sóknarnefndir hafa kallað til annað starfsfólk: djákna, æskulýðsstarfsmenn o.s.frv.[2] Þessi einhæfa mannauðsstefna hefur ugglaust ráðið miklu um að takmörkuð nýsköpun hefur orðið í safnaðarstarfi.

Landsbyggðavandi

„Prestaskorturinn“ sem bent er á hefur hingað til aðeins skotið upp kollinum úti á landsbyggðunum. Ekki hefur á hinn bóginn vantað áhugasama umsækjendur á Stór-Reykjavíkursvæðinu og næsta nágrenni þess. Því virðist sem að hér kunni að stefna í sérhæfðan landsbyggðavanda sem mæta þurfi með sértækum aðgerðum. Þá hlýtur að vakna spurning um hvort skýringuna sé að finna í launakjörum stéttarinnar og þá helst breiðu launabili innan hennar.

Samkvæmt gildandi kjarasamningi er rúmlega 300 þús. kr. launabil á milli mánaðarlauna presta  og ræðst það alfarið af fjölda „íbúa í prestakalli deilt með fjölda presta“ eins og þar stendur.[3] Væntanlega er hér um að ræða tilraun til að miða laun við álag í starfi. En er þetta raunhæfur eða sanngjarn mælikvarði?

Í kjarasamningnum er aðeins rætt um „íbúa í sókninni“ en ekki skráð þjóðkirkjufólk eða „sóknarbörn“. Í fjölmennum sóknum á Stór-Reykjavíkursvæðinu stendur töluverður hluti íbúanna víða utan þjóðkirkjunnar. Skiptir það engu máli varðandi álag í prestsstarfinu og þar með við ákvörðun prestslaunanna? Á landbyggðunum er þessu allt öðru vísi farið þar sem mun hærra hlutfall íbúanna tilheyrir víðast þjóðkirkjunni en „fyrir sunnan“. Það vegur þó vissulega ekki upp á móti mismunandi höfðatölu í prestaköllum.

Einhver kann að benda á að í fjölmennum prestaköllum falli fleiri kirkjulegar athafnir til en í þeim smærri. Fyrir flestar þeirra er þó gert ráð fyrir að innheimtar séu sérstakar „aukaverka“-greiðslur. Því má taka þann þátt út fyrir sviga í sambandi við launamun presta. Ef á annað borð á að taka tillit til álags vegna „aukaverka“ við launaákvörðun presta verður jafnframt að fella aukatekjurnar brott. Vera má að það hafi „gleymst“ þegar tekið var að ganga út frá höfðatölu við launaákvörðun presta með fyrrgreindum hætti. Á hinn bóginn þjóna prestar í fjölmennustu prestaköllunum á suð-vestur horninu aðeins við eina starfsstöð nema í „stórprestaköllum“ þar sem þeir embætta reglulega við fleiri kirkjur en þá er það fremur þeim sjálfum til hagsbóta en söfnuðunum.[4] Á landsbyggðunum koma mun fleiri kirkjur og söfnuðir/sóknir í hlut hvers prests og oft eru prestaköllin mjög víðfeðm sem skapa margháttaða erfiðleika í starfi. Vissulega er tekið tillit til þessa í kjarasamningnum en sú ráðstöfun nær þó aðeins að helminga þann launamun sem framar getur.[5] Mjög er líka til efs að með því sé álag í starfi metið á sanngjarnan máta til launa þegar prestar í einmenningsprestaköllum á landsbyggðunum eiga í hlut. Þar koma og til álita ýmis önnur íþyngjandi atriði sem áhrif hafa á kjör og aðstöðu presta. Má þar nefna að meira reynir oftast á prestsheimilið starfsins vegna en í stærra þéttbýli. Skortur á hentugu húsnæði getur líka gert prestum erfitt fyrir og reynst kostnaðarsamur þáttur sem tæpast reynir á „fyrir sunnan“. Þau atriði sem hér hafa verið tíunduð benda eindregið til þess að finna þurfi launaviðmiðanir sem hvetja fremur en letja umsækjendur til að sækja um embætti á landsbyggðunum. — Þó má ekki gleyma að í því að þjóna sem prestur á landsbyggðunum geta falist ýmis lífsgæði en þau verða ekki metin til tekna.

Þá má benda á að með tilkomu „stórprestakalla“ á landsbyggðunum hafa orðið jákvæðar breytingar á starfsaðstæðum presta þar. Í þeim er mögulegt að skipuleggja starfið með allt öðrum hætti en áður. Prestar geta nú skipt milli sín messuhelgum, ábyrgð á ýmsum liðum í safnaðarstarfinu og öðrum prestsverkum. Þeir geta líka skipt með sér vikum vegna útfara og helgum vegna skírna. Í einmenningsprestaköllum á landsbyggðunum háttar allt öðru vísi til. Þau eru oftar en ekki  víðfeðm og jafnvel einangruð frá öðrum prestaköllum. Af því leiðir  að akstur er svo mikill að talsverður vinnutími fer í hann. Erfitt er líka að skipuleggja frí þar sem langt er í næsta prest.[6] Mikilvægt er að horft sé til þessa þáttar við ákvörðun launa í fámennum einmenningspretaköllum.

Til að vinna gegn þeim landsbyggðavanda sem kann að vera í uppsiglingu virðist heppilegasta leiðin vera að draga úr launamuninum milli þéttbýlis og breifbýlis eða að minnsta kosti að haga honum samkvæmt fjölþættari og raunhæfari mælistiku en gert er í núgildandi samningi.

Putti á púls

Líklega veit ekki nokkur maður hver þörf þjóðkirkjunnar fyrir nýliðun er næstu fimm til tíu árin. Þar verður t.d. að hafa í huga að hreyfanleiki á vinnumarkaði er nú meiri en áður var. Leiðir það bæði til þess að fólk kemur nú í auknum mæli inn í prestastéttina eftir að hafa gegnt öðrum störfum um árabil og endurmenntað sig síðan, sem og í hinu að prestar eru í nokkrum mæli teknir að hverfa til annarra starfa áður en eftirlaunaaldri er náð. Starfsaldur margra presta verður því ekki ýkja langur.  Þetta flækir alla áætlunargerð um nýliðun.

Þá verður að hafa í huga að fram undan kunna að bíða nýjar aðstæður sem leitt geta til varanlegs prestaskorts hér líkt og víða hefur orðið raun á síðastliðna áratugi. Þessi nýi prestaskortur stafar af því að prestshlutverkið hefur dagað uppi í samtímanum. Prestsstarfið er framandi og „öðru vísi“ sem veldur því að fleiri og fleiri eiga torvelt með að hugsa sig inn í það eða halda það út til lengdar. Þjóðkirkjan verður vissulega að búa sig undir þá stöðu.

Hvernig svo sem á málin er litið virðist ljóst að kirkjustjórnin þarf að hafa puttann á púlsinum og fylgjast náið með starfslokum og nýliðun í prestastéttinni ef ekki á að koma til alvöru prestaskorts. — Meira er þó um vert að hún endurskoði starfsmannastefnu sína út frá þörfum í nútímasamfélagi og þrói þar með mannauð sinn með líkum hætti og gert hefur verið á sambærilegum sviðum þjóðfélagsins.[7]

Tilvísanir:

[1] Hjalti Hugason, „Eru stórprestaköll framtíðin?“, Kirkjublaðið 13. desember 2024, sótt 9. janúar 2025.

[2] Hér er vissulega ekki getið alls þess ágæta kirkjutólistarfólks sem starfar í söfnuðum landsins enda fjallar greinin einkum um vígða þjónustu.

[3] Kjarasamningur Prestafélags Íslands og kjaranefndar Þjóðkirkjunnar.  Gildir frá 1. maí 2024 til 31. mars 2028.

[4] Hjalti Hugason, „Eru stórprestaköll framtíðin?“, Kirkjublaðið 13. desember 2024, sótt 9. janúar 2025.

[5] Kjarasamningur Prestafélags Íslands og kjaranefndar Þjóðkirkjunnar.  Gildir frá 1. maí 2024 til 31. mars 2028.

[6] Skýrsla um vinnutíma -og bakvaktir og fyrirkomulag greiðslna fyrir tiltekin prestverk (aukaverk). Febrúar 2024, bls. 8–9.

[7] Veikburða tilraunir hafa verið gerðar í þessa veru t.d. á kirkjuþingi 2021-2022 er stofnuð var nefnd til að skilgreina þörf fyrir presta og djákna vegna vígðrar þjónustu um land allt.  Hún skilaði skýrslu sem hefur ekki verið nýtt til neins.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir