Dr. Cyril Hovorun er prófessor í kirkjufræðum við Sankt Ignatio College, Svíþjóð. Greinin er þýdd af ritstjóra Kirkjublaðsins.is með góðfúslegu leyfi höfundar. Hún birtist í The Daily Telegraph föstudaginn 25. mars 2022. Þess skal getið að dr. Hovorun er fæddur í Zolotonosha, Úkraínu.

Patríarkinn í Moskvu hefur snúið kristinni trú í þjóðernissinnaða hugmyndafræði í anda Pútíns

Formúlan fyrir stríðinu í Úkraínu er einföld: stríð er ekki annað en vopn að viðbættum hugmyndum. Vopnin koma frá Kremlverjum en hugmyndirnar koma ekki frá hugsuðum sem eru í nánu sambandi við þá. Rússneska stjórnmálaforystan hefur fengið þær að láni frá rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni.

Leiðtogi kirkjunnar, Kirill patríarki, er miklu meira en trúarleiðtogi. Hann er arktitekt hinnar rússnesku heimssýnar sem kristallast í átökum í Úkraínu, heimalandi mínu, frá því 2014.

Kirill hefur alls ekki farið á mis við átök þann tíma sem hann hefur verið patríarki. Fyrst var hann ásakaður um að hafa hagnast á hlunnindum sem kirkjan fékk um 1990 sem fólust í því að mega flytja inn sígarettur tollfrjálst. Þetta var reyndar aldrei sannað. Árið 2012 var hann ásakaður um að vera með svissneskt Breguet-úr að andvirði 20.000 sterlingspunda. Samkvæmt skjölum úr sovéskum skjalasöfnum var hann virkur foringi í KGB. Sé það satt þá var hann og viðriðinn brotthvarf þeirra skjala sem tengdust stofnunum sem hann hafði veitt forstöðu. Þessi hugsanlegu tengsl eru mikilvæg fyrir Úkraínu sem er ekki búin að gleyma ofsóknum Sovétríkjanna.

Ég hef fylgst nákvæmlega með starfi patríarkans í Moskvu og séð hvernig hin trúarlega hugmyndafræði rétttrúnaðarkirkjunnar var mótuð. Upphaflegi tilgangurinn var sá að hún skyldi vera tæki til nýs trúboðs meðal rússnesku þjóðarinnar eftir herskáa guðsleysistefnu undir stjórn kommúnistanna. Það átti að fylla tómarúm tilgangsleysis sem myndaðist við brotthvarf pólitískra trúarjátninga.

Hins vegar hefur þessi hugmyndafræði farið að lifa sjálfstæðu lífi. Smám saman hefur rússneska þjóðin aðlagast nokkurs konar menningarkristni sem krefst þess ekki einu sinni af henni að hún trúi á Guð. Slíkur kristindómur hefur verið soðinn saman af Kremlverjum til að búa til frásagnir í því skyni að fá Rússa til að styðja árásargirni um leið og þeir horfa til kirkjunnar sem þjóðernislegs auðkennis síns fremur en trúarstofnunar.

Innan rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sjálfrar hefur þetta hlaupið í mun tilfinningaríkari og hættulegri farveg. Meirihluti fólks innan kirkjunnar styður við innrásina í Úkraínu með beinum hætti eða óbeinum með því að yppa öxlum. Líta á stríðið sem heilagt og sem sjálfsvörn gagnvart ímynduðum ágangi vestrænna gilda. Rússneski áróðurinn gengur út á það að þessi vestrænu gildi dragi taum  minnihlutahópa (t.d. samkynhneigðra og transfólks), grafi undan fjölskyldulífi og breiði út siðleysi. Slík afstaða er ekki svo ólík þeirri sem til dæmis Ísis-liðar í Miðausturlöndum hafa haft uppi og réttlætt dráp sín með þeim orðum að þeir séu að verja það sem þeim er kærast fyrir vestrænni árás.

Það hefur verið sérstakt áhugamál hjá Vladimir Pútín að beita kirkjunni fyrir sig sem merkisbera rússneskrar þjóðernishyggju, upphefja hana og styrkja. Tilgangurinn er sá að hún geti með því krafist tryggðar af meðlimum sínum sem standa utan landamæra rússneska sambandslýðveldisins.

Skilningur forsetans á Stór-Rússlandi – sem að hans hyggju innifelur Úkraínu – hvílir ekki aðeins á sögu og etnískum grunni heldur einnig á sameiginlegri kirkju og skiptir þá engu máli hve kennisetningar hinnar upprunalegu kirkju eru orðnar brenglaðar.

Staðreyndin er að sú hugmyndafræði sem runnin er frá Kirill patríarka og hans bandamönnum er í raun umsnúningur á réttrúnaðarkristni. Þótt þeir telji sig vera að verja hana þá ætti að fordæma hana sem hverja aðra villutrú.

Þetta er í raun og veru kjarni Yfirlýsingarinnar um hinn rússneska heim (Russkii mir) sem margir rétttrúnaðarmenntamenn undirrituðu ekki alls fyrir löngu, ásamt guðfræðingum frá öðrum kirkjudeildum. Í þessari yfirlýsingu fordæma guðfræðingarnir afdráttarlaust þá hugmyndafræði rússneska kirkjuvaldsins sem ósamrýmanlega við meginstraum þeirra hefða sem eiga rætur í rétttrúnaði Austurkirkjunnar:

„Við höfnum villutrú hins rússneska heims og hinnar smánarlegu aðgerða rússnesku ríkisstjórnarinnar með vægðarlausu stríði á hendur Úkraínu sem flóir frá þessari viðurstyggilegu og óverjanlegu kenningu með þegjandi samþykki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sem veður reyk hvað snertir rétttrúnað eða kristni og stendur gegn mannkyni.“

Ein forsendan fyrir slíkri fordæmingu er sú að rússneska rétttrúnaðarkirkjan er talin vera sek um phyletisma, sem hægt er að þýða sem ættbálkahyggju. Þessari hugsun var hafnað sem villukenningu á þingi rétttrúnaðarkirkjunnar 1872. Það var ákvörðun sem fól í sér áhrifamikil skilaboð um að hvort tveggja skipulag kirkunnar og hugmyndafræði hennar yrði að standa utan öfgaþjóðernishyggju sem við verðum vitni að nú á dögum í Rússlandi.

Þess vegna eru átökin ekki milli rússneskra hefðbundinna gilda og vestræns guðleysis, sem Kirill patríarki talar um, heldur milli grimmdar og menningar. Þetta er árekstur milli alræðishyggju og lýðræðis.

Úkraína er í fremstu víglínu þessara átaka. Úkraínumenn standa vörð um vestræn gildi og úthella blóði sínu fyrir þau. Þessi gildi felast í samstöðu, réttlæti og ábyrgð. Þau eru ekki aðeins pólitísk heldur og líka andleg. Þau eru öll svo sannarlega samofin hinni kristnu hefð, sem þeir báðir, Pútín forseti og Kirill patríarki, telja sig vera að verja en eru í raun og veru að eyðileggja og útrýma.

Vopnahlé og friður er eina lausnin – mynd: The Daily Telegraph

.  

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Dr. Cyril Hovorun er prófessor í kirkjufræðum við Sankt Ignatio College, Svíþjóð. Greinin er þýdd af ritstjóra Kirkjublaðsins.is með góðfúslegu leyfi höfundar. Hún birtist í The Daily Telegraph föstudaginn 25. mars 2022. Þess skal getið að dr. Hovorun er fæddur í Zolotonosha, Úkraínu.

Patríarkinn í Moskvu hefur snúið kristinni trú í þjóðernissinnaða hugmyndafræði í anda Pútíns

Formúlan fyrir stríðinu í Úkraínu er einföld: stríð er ekki annað en vopn að viðbættum hugmyndum. Vopnin koma frá Kremlverjum en hugmyndirnar koma ekki frá hugsuðum sem eru í nánu sambandi við þá. Rússneska stjórnmálaforystan hefur fengið þær að láni frá rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni.

Leiðtogi kirkjunnar, Kirill patríarki, er miklu meira en trúarleiðtogi. Hann er arktitekt hinnar rússnesku heimssýnar sem kristallast í átökum í Úkraínu, heimalandi mínu, frá því 2014.

Kirill hefur alls ekki farið á mis við átök þann tíma sem hann hefur verið patríarki. Fyrst var hann ásakaður um að hafa hagnast á hlunnindum sem kirkjan fékk um 1990 sem fólust í því að mega flytja inn sígarettur tollfrjálst. Þetta var reyndar aldrei sannað. Árið 2012 var hann ásakaður um að vera með svissneskt Breguet-úr að andvirði 20.000 sterlingspunda. Samkvæmt skjölum úr sovéskum skjalasöfnum var hann virkur foringi í KGB. Sé það satt þá var hann og viðriðinn brotthvarf þeirra skjala sem tengdust stofnunum sem hann hafði veitt forstöðu. Þessi hugsanlegu tengsl eru mikilvæg fyrir Úkraínu sem er ekki búin að gleyma ofsóknum Sovétríkjanna.

Ég hef fylgst nákvæmlega með starfi patríarkans í Moskvu og séð hvernig hin trúarlega hugmyndafræði rétttrúnaðarkirkjunnar var mótuð. Upphaflegi tilgangurinn var sá að hún skyldi vera tæki til nýs trúboðs meðal rússnesku þjóðarinnar eftir herskáa guðsleysistefnu undir stjórn kommúnistanna. Það átti að fylla tómarúm tilgangsleysis sem myndaðist við brotthvarf pólitískra trúarjátninga.

Hins vegar hefur þessi hugmyndafræði farið að lifa sjálfstæðu lífi. Smám saman hefur rússneska þjóðin aðlagast nokkurs konar menningarkristni sem krefst þess ekki einu sinni af henni að hún trúi á Guð. Slíkur kristindómur hefur verið soðinn saman af Kremlverjum til að búa til frásagnir í því skyni að fá Rússa til að styðja árásargirni um leið og þeir horfa til kirkjunnar sem þjóðernislegs auðkennis síns fremur en trúarstofnunar.

Innan rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sjálfrar hefur þetta hlaupið í mun tilfinningaríkari og hættulegri farveg. Meirihluti fólks innan kirkjunnar styður við innrásina í Úkraínu með beinum hætti eða óbeinum með því að yppa öxlum. Líta á stríðið sem heilagt og sem sjálfsvörn gagnvart ímynduðum ágangi vestrænna gilda. Rússneski áróðurinn gengur út á það að þessi vestrænu gildi dragi taum  minnihlutahópa (t.d. samkynhneigðra og transfólks), grafi undan fjölskyldulífi og breiði út siðleysi. Slík afstaða er ekki svo ólík þeirri sem til dæmis Ísis-liðar í Miðausturlöndum hafa haft uppi og réttlætt dráp sín með þeim orðum að þeir séu að verja það sem þeim er kærast fyrir vestrænni árás.

Það hefur verið sérstakt áhugamál hjá Vladimir Pútín að beita kirkjunni fyrir sig sem merkisbera rússneskrar þjóðernishyggju, upphefja hana og styrkja. Tilgangurinn er sá að hún geti með því krafist tryggðar af meðlimum sínum sem standa utan landamæra rússneska sambandslýðveldisins.

Skilningur forsetans á Stór-Rússlandi – sem að hans hyggju innifelur Úkraínu – hvílir ekki aðeins á sögu og etnískum grunni heldur einnig á sameiginlegri kirkju og skiptir þá engu máli hve kennisetningar hinnar upprunalegu kirkju eru orðnar brenglaðar.

Staðreyndin er að sú hugmyndafræði sem runnin er frá Kirill patríarka og hans bandamönnum er í raun umsnúningur á réttrúnaðarkristni. Þótt þeir telji sig vera að verja hana þá ætti að fordæma hana sem hverja aðra villutrú.

Þetta er í raun og veru kjarni Yfirlýsingarinnar um hinn rússneska heim (Russkii mir) sem margir rétttrúnaðarmenntamenn undirrituðu ekki alls fyrir löngu, ásamt guðfræðingum frá öðrum kirkjudeildum. Í þessari yfirlýsingu fordæma guðfræðingarnir afdráttarlaust þá hugmyndafræði rússneska kirkjuvaldsins sem ósamrýmanlega við meginstraum þeirra hefða sem eiga rætur í rétttrúnaði Austurkirkjunnar:

„Við höfnum villutrú hins rússneska heims og hinnar smánarlegu aðgerða rússnesku ríkisstjórnarinnar með vægðarlausu stríði á hendur Úkraínu sem flóir frá þessari viðurstyggilegu og óverjanlegu kenningu með þegjandi samþykki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sem veður reyk hvað snertir rétttrúnað eða kristni og stendur gegn mannkyni.“

Ein forsendan fyrir slíkri fordæmingu er sú að rússneska rétttrúnaðarkirkjan er talin vera sek um phyletisma, sem hægt er að þýða sem ættbálkahyggju. Þessari hugsun var hafnað sem villukenningu á þingi rétttrúnaðarkirkjunnar 1872. Það var ákvörðun sem fól í sér áhrifamikil skilaboð um að hvort tveggja skipulag kirkunnar og hugmyndafræði hennar yrði að standa utan öfgaþjóðernishyggju sem við verðum vitni að nú á dögum í Rússlandi.

Þess vegna eru átökin ekki milli rússneskra hefðbundinna gilda og vestræns guðleysis, sem Kirill patríarki talar um, heldur milli grimmdar og menningar. Þetta er árekstur milli alræðishyggju og lýðræðis.

Úkraína er í fremstu víglínu þessara átaka. Úkraínumenn standa vörð um vestræn gildi og úthella blóði sínu fyrir þau. Þessi gildi felast í samstöðu, réttlæti og ábyrgð. Þau eru ekki aðeins pólitísk heldur og líka andleg. Þau eru öll svo sannarlega samofin hinni kristnu hefð, sem þeir báðir, Pútín forseti og Kirill patríarki, telja sig vera að verja en eru í raun og veru að eyðileggja og útrýma.

Vopnahlé og friður er eina lausnin – mynd: The Daily Telegraph

.  

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir