Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:
Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“
Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.
Hér eru svör Jóns Gnarr:
Ég aðhyllist trúfrelsi og að öll eigi jafnan rétt á að rækta sína trú eða lífsskoðun og ekki megi mismuna fólki eftir lífsskoðun eða trú. En Ísland hefur verið kristið land frá landnámi og margt landnámsfólk kristið, einsog Helgi magri t.d. Menning okkar byggir á mjög kristnum gildum og kirkjan hefur gegnt höfuðhlutverki í því að varðveita og efla menningu okkar og tungu.
Ég virði þjóðkirkjuna og hlutverk hennar í íslensku samfélagi og mun ekki eiga í neinum erfiðleikum með að sinna skyldum mínum gagnvart henni og samkvæmt stjórnarskrá og eiga ánægjulegt samstarf við þjóna hennar.
Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:
Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“
Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.
Hér eru svör Jóns Gnarr:
Ég aðhyllist trúfrelsi og að öll eigi jafnan rétt á að rækta sína trú eða lífsskoðun og ekki megi mismuna fólki eftir lífsskoðun eða trú. En Ísland hefur verið kristið land frá landnámi og margt landnámsfólk kristið, einsog Helgi magri t.d. Menning okkar byggir á mjög kristnum gildum og kirkjan hefur gegnt höfuðhlutverki í því að varðveita og efla menningu okkar og tungu.
Ég virði þjóðkirkjuna og hlutverk hennar í íslensku samfélagi og mun ekki eiga í neinum erfiðleikum með að sinna skyldum mínum gagnvart henni og samkvæmt stjórnarskrá og eiga ánægjulegt samstarf við þjóna hennar.