Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Höllu Hrundar Logadóttur:

Ég er í þjóðkirkjunni og þykir vænt um hana, enda gegnir hún mikilvægu hlutverki í samfélaginu.

Ég er sátt við það sem segir í 62. grein stjórnarskrárinnar, þar sem kemur fram að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli styðja og vernda hana. Ég treysti mér vel til að sinna hlutverki verndara kirkjunnar sem forseti. Hins vegar mun ég sinna öllum Íslendingum, óháð trú eða lífsskoðun. Það er trúfrelsi í landinu og sem  forseti mun ég umvefja alla þjóðina óháð því hvort fólk er trúað eða ekki.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur:

Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“

Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.

Hér eru svör Höllu Hrundar Logadóttur:

Ég er í þjóðkirkjunni og þykir vænt um hana, enda gegnir hún mikilvægu hlutverki í samfélaginu.

Ég er sátt við það sem segir í 62. grein stjórnarskrárinnar, þar sem kemur fram að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli styðja og vernda hana. Ég treysti mér vel til að sinna hlutverki verndara kirkjunnar sem forseti. Hins vegar mun ég sinna öllum Íslendingum, óháð trú eða lífsskoðun. Það er trúfrelsi í landinu og sem  forseti mun ég umvefja alla þjóðina óháð því hvort fólk er trúað eða ekki.

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir