Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur.
Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“
Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.
Hér eru svör Ástþórs Magnússonar:
Við fengum frið í vöggugjöf með boðskap Þorgeirs ljósvetningagoða á Alþingi árið 1000 þegar hann lagði til að leysa deilu um trúmál með því að Íslendingar gerðust kristin þjóð en með umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum. Ég tel þennan boðskap vera jólaguðspjall okkar Íslendinga sem forseti Íslands eigi að kynna um alla heimsbyggðina sem friðarboðskap til mannkyns.
Ég var alltaf í þjóðkirkjunni, er skírður og fermdur, ólst upp við að fara í sunnudagaskóla hjá KFUM og fór hvern einasta sunnudag í kirkju sem barn og unglingur. Þegar ég gifti mig var konan í Óháða söfnuðinum og bað mig að koma með sér þangað sem er í raun nákvæmlega sama kristna trúin og þjóðkirkjan, bara annað hús og annar prestur. Presturinn er skemmtilegur og messurnar vel sóttar. Í stað kosningavöku árið 2016 hélt ég friðarhugvekju í kirkjunni. Verði ég kjörinn forseti 2024 mun ég vilja fagna því með friðarbæn og hugvekju fyrir almenning úr öllum trúfélögum í Hallgrímskirkju.
Sem forseti mun ég standa vörð um þau góðu gildi og kærleika sem kristnin kennir okkur um leið og ég mun beita mínum áhrifum til að leiða allar þjóðir og öll trúarbrögð í samhent átak til friðar í heiminum.
Kirkjublaðið.is lagði eftirfarandi spurningar fyrir forsetaframbjóðendur.
Hvert er viðhorf þitt til þjóðkirkjunnar og stjórnarskrárákvæðisins um hana þar sem segir í 62. grein: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.“
Svör fjögurra forsetaframbjóðenda eru birt í einu þrjá daga í röð. Farið er eftir stafrófsröð.
Hér eru svör Ástþórs Magnússonar:
Við fengum frið í vöggugjöf með boðskap Þorgeirs ljósvetningagoða á Alþingi árið 1000 þegar hann lagði til að leysa deilu um trúmál með því að Íslendingar gerðust kristin þjóð en með umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum trúarbrögðum. Ég tel þennan boðskap vera jólaguðspjall okkar Íslendinga sem forseti Íslands eigi að kynna um alla heimsbyggðina sem friðarboðskap til mannkyns.
Ég var alltaf í þjóðkirkjunni, er skírður og fermdur, ólst upp við að fara í sunnudagaskóla hjá KFUM og fór hvern einasta sunnudag í kirkju sem barn og unglingur. Þegar ég gifti mig var konan í Óháða söfnuðinum og bað mig að koma með sér þangað sem er í raun nákvæmlega sama kristna trúin og þjóðkirkjan, bara annað hús og annar prestur. Presturinn er skemmtilegur og messurnar vel sóttar. Í stað kosningavöku árið 2016 hélt ég friðarhugvekju í kirkjunni. Verði ég kjörinn forseti 2024 mun ég vilja fagna því með friðarbæn og hugvekju fyrir almenning úr öllum trúfélögum í Hallgrímskirkju.
Sem forseti mun ég standa vörð um þau góðu gildi og kærleika sem kristnin kennir okkur um leið og ég mun beita mínum áhrifum til að leiða allar þjóðir og öll trúarbrögð í samhent átak til friðar í heiminum.