Tímamót urðu í dönsku kirkjunni í síðustu viku þegar tíu einstaklingar tóku prestsvígslu. Þeir munu fara til starfa í Álaborgarbiskupsdæmi.

Hvaða tímamót voru þetta?

Jú, meirihluti vígsluþeganna sem allir hafa lokið meistaranámi á ýmsum sviðum hafði bætt við menntun sína námskeiðum í guðfræði. Þeir höfðu sem sé ekki lokið hefðbundnu guðfræðinámi frá háskólunum.

Nýjar reglar gefa þann möguleika að fólk með meistarapróf geti tekið styttra nám í guðfræði en venjulegt er og fengið svo prestsvígslu. Þessi viðbótarmenntun er fléttuð úr greinum sem taka eftir atvikum mið af þeirri menntun umsækjandans sem hann eða hún hefur þegar fengið. Á þessu ári verða 25 nemendur teknir inn í þetta nám.

Vígsluþegarnir tíu koma úr ýmsum áttum samfélagsins og eru eldri en venjulegir nýútskrifaðir guðfræðingar.

Prestaskortur hefur verið tilfinnanlegur í Danmörku og því var brugðið á þetta ráð til að manna stöður þar sem erfitt hefur reynst að fá presta.

Biskupinn í Álaborgarbiskupsdæmi á Jótlandi, Thomas Reinholdt Rasmussen, var að vonum ánægður og sagði að eftir þennan vígsludag væru aðeins þrjú prestsstörf laus í umdæmi hans.

Einn hinna nýju presta er samskiptasérfræðingur og vann hjá dönsku Vegagerðinni. Þá var annar í hópnum sem flutti sig af organistabekknum og yfir í prédikunarstólinn. Ekki ónýt skipti þar. Eða hvað?

Aldurssamsetning þessa hóps er önnur en fólk er vant enda hinir nýju prestar að hefja svo að segja annan starfsferil sinn. Reynsla af öðrum vettvangi er mikill kostur sem og þroski sem aldri fylgir.

Til stendur að meta þesar breytingar eftir fimm ár.

Grein um tengt efni sem Kirkjublaðið.is birti.

Hér má sjá hvernig Danskurinn skipuleggur þetta. 

Byggt á frétt úr kirke.dk

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Tímamót urðu í dönsku kirkjunni í síðustu viku þegar tíu einstaklingar tóku prestsvígslu. Þeir munu fara til starfa í Álaborgarbiskupsdæmi.

Hvaða tímamót voru þetta?

Jú, meirihluti vígsluþeganna sem allir hafa lokið meistaranámi á ýmsum sviðum hafði bætt við menntun sína námskeiðum í guðfræði. Þeir höfðu sem sé ekki lokið hefðbundnu guðfræðinámi frá háskólunum.

Nýjar reglar gefa þann möguleika að fólk með meistarapróf geti tekið styttra nám í guðfræði en venjulegt er og fengið svo prestsvígslu. Þessi viðbótarmenntun er fléttuð úr greinum sem taka eftir atvikum mið af þeirri menntun umsækjandans sem hann eða hún hefur þegar fengið. Á þessu ári verða 25 nemendur teknir inn í þetta nám.

Vígsluþegarnir tíu koma úr ýmsum áttum samfélagsins og eru eldri en venjulegir nýútskrifaðir guðfræðingar.

Prestaskortur hefur verið tilfinnanlegur í Danmörku og því var brugðið á þetta ráð til að manna stöður þar sem erfitt hefur reynst að fá presta.

Biskupinn í Álaborgarbiskupsdæmi á Jótlandi, Thomas Reinholdt Rasmussen, var að vonum ánægður og sagði að eftir þennan vígsludag væru aðeins þrjú prestsstörf laus í umdæmi hans.

Einn hinna nýju presta er samskiptasérfræðingur og vann hjá dönsku Vegagerðinni. Þá var annar í hópnum sem flutti sig af organistabekknum og yfir í prédikunarstólinn. Ekki ónýt skipti þar. Eða hvað?

Aldurssamsetning þessa hóps er önnur en fólk er vant enda hinir nýju prestar að hefja svo að segja annan starfsferil sinn. Reynsla af öðrum vettvangi er mikill kostur sem og þroski sem aldri fylgir.

Til stendur að meta þesar breytingar eftir fimm ár.

Grein um tengt efni sem Kirkjublaðið.is birti.

Hér má sjá hvernig Danskurinn skipuleggur þetta. 

Byggt á frétt úr kirke.dk

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir