Dietrich Bonhoeffer (1906-1945) var einn kunnasti guðfræðingur 20. aldar, bæði fyrir guðfræðileg skrif sín en einnig fyrir andspyrnu sína gegn valdastjórn nasista í Þýskalandi sem fól í sér aðild að banatilræði við Adolf Hitler. Fyrir andspyrnu sína var Bonhoeffer tekinn af lífi þann 9. apríl, 1945.

Upp á síðkastið hefur borið á því að nafn Bonhoeffers hefur verið nýtt í miður heppilegum tilgangi í hinu spennuhlaðna pólitíska umhverfi Bandaríkjanna – tilgangi sem fer beint á skjön við hugmyndir hans að mati þeirra sem best til þekkja. Kristnir þjóðernissinnar þar í landi hafa gert mikið úr þátttöku Bonhoeffers í banatilræði við Hitler og séð þar réttlætingu fyrir beitingu ofbeldis á trúarlegum forsendum gegn pólitískum andstæðingum – sem eru jafnframt bornir saman við nasistastjórn Hitlers.

Í síðustu viku birtu nokkrir þýskir og bandarískir guðfræðingar opið bréf í Die Zeit (17.10.24) undir yfirskriftinni, „Svona var Bonhoeffer ekki!“ þar sem þeir vara gegn misnotkun á arfleifð Bonhoeffers meðal kristinna þjóðernissinna. Þar kemur m.a. fram að „slíkir hópar hafa notað tákn og tungutak kristinnar trúar til þess að seilast til valda og ná stjórn yfir öðru fólki“. Með slíkum hætti sé mótspyrna Bonhoeffers gegn ógnarstjórn Hitlers notuð með mjög misvísandi hætti til að styðja við eigin málstað og beitingu ofbeldis í pólitískum tilgangi. Í bréfinu skrifa þau:

„Dietrich Bonhoeffer beitti sér fyrir réttlæti og náungakærleika, einkum í þágu hinna veikustu. Hann þekkti hættur kristilegrar þjóðernishyggju og var þegar farinn að tala gegn henni árið 1930. Í predikun sem hann hélt í New York sagði hann að kristið fólk skyldi aldrei gleyma að það á systkin með allra þjóða, ekki bara í sinni eigin.“

Bréfinu er stefnt gegn málflutningi sem hefur birst á ýmsum vettvangi. Þar má nefna skrif bandaríska rithöfundarins Eric Metaxas sem ritaði afar umdeilda ævisögu um Bonhoeffer árið 2010 og hefur tekið virkan þátt í störfum kristinna þjóðernissinna í Bandaríkjunum, m.a. með aðild að áhlaupinu á þinghúsið í janúar 2021 og ýmiss konar vegsömun pólitísks ofbeldis. Nýjasta bók hans, sem einnig vísar til Bonhoeffers, hefst á orðunum „Við erum í stríði“. Þá vísa höfundarnir einnig til pólitísku stefnuyfirlýsingarinnar Project 25 sem þeir segja uppskrift að því hvernig gera megi Bandaríkin að valdboðsríki (þ, autoritären Staat; e. authoritarian state) undir stjórn Repúblikana frá árinu 2025.

Höfundar bréfsins benda einnig á kvikmynd um Bonhoeffer sem væntanleg er til sýningar í nóvember nk. Kvikmyndin ber titilinn Bonhoeffer. Pastor. Spy. Assassin. Á auglýsingaplakati myndarinnar má sjá Dietrich Bonhoeffer vopnaðan skammbyssu. Um það tiltekna atriði hafa ættingjar Bonhoeffer talað skýrum orðum: „Þar sjáum við frænda okkar með skammbyssu í hönd. Hvílík sögufölsun. Hræðilegt!“ Í auglýsingaefni fyrir myndina spyrja framleiðendur hennar: „Hversu langt munt þú ganga fyrir málstað réttlætisins?“

Gegn slíkri framsetningu rita höfundar bréfsins:

„Þetta eru hættuleg orð inn í hið pólitíska andrúmsloft í Bandaríkjunum sem nú um stundir einkennist af mikilli skautun. Kosningaúrslitin gætu haft í för með sér fordæmalausa ofbeldisöldu. Við höfnum sérhverri tilraun til að nýta Dietrich Bonhoeffer og mótspyrnu hans gegn Hitler til að réttlæta pólitískt ofbeldi í samtímanum.“

Bréfinu lýkur á eftirfarandi orðum:

„Í Bandaríkjunum munu næstu vikur og mánuðir einkennast af skautun og klofningi. Kristnir þjóðernissinnar munu nýta orð og vitnisburð Dietrichs Bonhoeffers til að djöfulgera andstæðinga sína, hrópa „America First“ og réttlæta ofbeldi. Okkar varnaðarorð eru þessi: „Slík slagorð og slíkt atferli á ekkert skylt við það sem Dietrich Bonhoeffer lifði fyrir og var á endanum tekinn af lífi fyrir. Megi enginn láta blekkjast!“

Höfundar bréfsins, sem eru forsvarsmenn kirkna og sérfræðingar í skrifum Bonhoeffers, hafa sett á stað umfangsmeiri undirskriftasöfnun á þessari síðu. Frekari upplýsingar má einnig finna hér.

Fyrir íslenska lesendur skal einnig bent á að Fangelsisbréfin eftir  Bonhoeffers komu út árið 2015 í íslenskri þýðingu dr. Gunnars Kristjánssonar.

Undir bréfið skrifar fjöldi virtra og áhrifamikilla þýskra og bandarískra guðfræðinga:

Undirskriftir – skjáskot úr Die Zeit

 

Úr Die Zeit – presturinn Bonhoeffer með fermingarbörnum sínum 1932

Hér má sjá myndskeið úr hinni umdeildu kvikmynd.

Listaverkið „Eldraun Bonhoeffers“ við útrýmingarbúðir nasista í Fuhlsbüttel í Hamborg. Verkið gerði þýska listakonan Edith Breckwoldt (1937-2013). Á stöpli verksins er svofelld tilvitnun í Bonhoeffer: „Enginn mannvera í heiminum getur breytt sannleikanum. Það er aðeins hægt að leita sannleikans, finna hann og þjóna honum. Sannleikurinn finnst alls staðar.“

 

Fangelsisbréf Dietrichs Bonhoffers eru stórmerkileg og komu út 2015  á íslensku

 

Á vesturhlið Westminster Abbey í London eru tíu styttur af
píslarvottum nútímans og er Bonhoeffer meðal þeirra

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Dietrich Bonhoeffer (1906-1945) var einn kunnasti guðfræðingur 20. aldar, bæði fyrir guðfræðileg skrif sín en einnig fyrir andspyrnu sína gegn valdastjórn nasista í Þýskalandi sem fól í sér aðild að banatilræði við Adolf Hitler. Fyrir andspyrnu sína var Bonhoeffer tekinn af lífi þann 9. apríl, 1945.

Upp á síðkastið hefur borið á því að nafn Bonhoeffers hefur verið nýtt í miður heppilegum tilgangi í hinu spennuhlaðna pólitíska umhverfi Bandaríkjanna – tilgangi sem fer beint á skjön við hugmyndir hans að mati þeirra sem best til þekkja. Kristnir þjóðernissinnar þar í landi hafa gert mikið úr þátttöku Bonhoeffers í banatilræði við Hitler og séð þar réttlætingu fyrir beitingu ofbeldis á trúarlegum forsendum gegn pólitískum andstæðingum – sem eru jafnframt bornir saman við nasistastjórn Hitlers.

Í síðustu viku birtu nokkrir þýskir og bandarískir guðfræðingar opið bréf í Die Zeit (17.10.24) undir yfirskriftinni, „Svona var Bonhoeffer ekki!“ þar sem þeir vara gegn misnotkun á arfleifð Bonhoeffers meðal kristinna þjóðernissinna. Þar kemur m.a. fram að „slíkir hópar hafa notað tákn og tungutak kristinnar trúar til þess að seilast til valda og ná stjórn yfir öðru fólki“. Með slíkum hætti sé mótspyrna Bonhoeffers gegn ógnarstjórn Hitlers notuð með mjög misvísandi hætti til að styðja við eigin málstað og beitingu ofbeldis í pólitískum tilgangi. Í bréfinu skrifa þau:

„Dietrich Bonhoeffer beitti sér fyrir réttlæti og náungakærleika, einkum í þágu hinna veikustu. Hann þekkti hættur kristilegrar þjóðernishyggju og var þegar farinn að tala gegn henni árið 1930. Í predikun sem hann hélt í New York sagði hann að kristið fólk skyldi aldrei gleyma að það á systkin með allra þjóða, ekki bara í sinni eigin.“

Bréfinu er stefnt gegn málflutningi sem hefur birst á ýmsum vettvangi. Þar má nefna skrif bandaríska rithöfundarins Eric Metaxas sem ritaði afar umdeilda ævisögu um Bonhoeffer árið 2010 og hefur tekið virkan þátt í störfum kristinna þjóðernissinna í Bandaríkjunum, m.a. með aðild að áhlaupinu á þinghúsið í janúar 2021 og ýmiss konar vegsömun pólitísks ofbeldis. Nýjasta bók hans, sem einnig vísar til Bonhoeffers, hefst á orðunum „Við erum í stríði“. Þá vísa höfundarnir einnig til pólitísku stefnuyfirlýsingarinnar Project 25 sem þeir segja uppskrift að því hvernig gera megi Bandaríkin að valdboðsríki (þ, autoritären Staat; e. authoritarian state) undir stjórn Repúblikana frá árinu 2025.

Höfundar bréfsins benda einnig á kvikmynd um Bonhoeffer sem væntanleg er til sýningar í nóvember nk. Kvikmyndin ber titilinn Bonhoeffer. Pastor. Spy. Assassin. Á auglýsingaplakati myndarinnar má sjá Dietrich Bonhoeffer vopnaðan skammbyssu. Um það tiltekna atriði hafa ættingjar Bonhoeffer talað skýrum orðum: „Þar sjáum við frænda okkar með skammbyssu í hönd. Hvílík sögufölsun. Hræðilegt!“ Í auglýsingaefni fyrir myndina spyrja framleiðendur hennar: „Hversu langt munt þú ganga fyrir málstað réttlætisins?“

Gegn slíkri framsetningu rita höfundar bréfsins:

„Þetta eru hættuleg orð inn í hið pólitíska andrúmsloft í Bandaríkjunum sem nú um stundir einkennist af mikilli skautun. Kosningaúrslitin gætu haft í för með sér fordæmalausa ofbeldisöldu. Við höfnum sérhverri tilraun til að nýta Dietrich Bonhoeffer og mótspyrnu hans gegn Hitler til að réttlæta pólitískt ofbeldi í samtímanum.“

Bréfinu lýkur á eftirfarandi orðum:

„Í Bandaríkjunum munu næstu vikur og mánuðir einkennast af skautun og klofningi. Kristnir þjóðernissinnar munu nýta orð og vitnisburð Dietrichs Bonhoeffers til að djöfulgera andstæðinga sína, hrópa „America First“ og réttlæta ofbeldi. Okkar varnaðarorð eru þessi: „Slík slagorð og slíkt atferli á ekkert skylt við það sem Dietrich Bonhoeffer lifði fyrir og var á endanum tekinn af lífi fyrir. Megi enginn láta blekkjast!“

Höfundar bréfsins, sem eru forsvarsmenn kirkna og sérfræðingar í skrifum Bonhoeffers, hafa sett á stað umfangsmeiri undirskriftasöfnun á þessari síðu. Frekari upplýsingar má einnig finna hér.

Fyrir íslenska lesendur skal einnig bent á að Fangelsisbréfin eftir  Bonhoeffers komu út árið 2015 í íslenskri þýðingu dr. Gunnars Kristjánssonar.

Undir bréfið skrifar fjöldi virtra og áhrifamikilla þýskra og bandarískra guðfræðinga:

Undirskriftir – skjáskot úr Die Zeit

 

Úr Die Zeit – presturinn Bonhoeffer með fermingarbörnum sínum 1932

Hér má sjá myndskeið úr hinni umdeildu kvikmynd.

Listaverkið „Eldraun Bonhoeffers“ við útrýmingarbúðir nasista í Fuhlsbüttel í Hamborg. Verkið gerði þýska listakonan Edith Breckwoldt (1937-2013). Á stöpli verksins er svofelld tilvitnun í Bonhoeffer: „Enginn mannvera í heiminum getur breytt sannleikanum. Það er aðeins hægt að leita sannleikans, finna hann og þjóna honum. Sannleikurinn finnst alls staðar.“

 

Fangelsisbréf Dietrichs Bonhoffers eru stórmerkileg og komu út 2015  á íslensku

 

Á vesturhlið Westminster Abbey í London eru tíu styttur af
píslarvottum nútímans og er Bonhoeffer meðal þeirra

 

 

 

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir