Svo sannarlega var mikið um dýrðir í Parísarborg á laugardaginn þegar Notre-Dame-kirkjan var formlega opnuð almenningi eftir að hafa verið lokuð frá brunanum mikla fyrir tæpum fimm árum.
Strax eftir brunann var ákveðið að byggja kirkjuna upp og var mikill hugur í Frökkum með það stórvirki enda er Notre-Dame eitt þekktasta kennileiti Parísarborgar en hafist var handa um byggingu hennar 1163 og henni lokið á 14. öld. Lagfæringar á hinni skemmdu kirkju voru skipulagðar af arkitektum og sérfræðingum úr ýmsum áttum. Ákveðið var að halda í hefðina en breyta líka ýmsu og í því sambandi talað um nýsköpun. Endurreisnin var mjög kostnaðarsöm en fé til hennar kom úr opinberum sjóðum, frá hollvinum kirkjunnar heima sem heiman, einstaklingum og stórfyrirtækjum.
Þegar eldur varð laus í kirkjunni í miðjum apríl 2019 var það logandi kirkjuturninn sem fangaði athygli heimsins og varð tákn brunans. Þessi turn var settur á Notre-Dame-kirkjuna 1864. Víst er að ef turn Hallgrímskirkju hryndi niður yrði hann byggður á ný og þá ekki eingöngu vegna þess að Hallgrímskirkja er eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar heldur er hún listaverk og eitt mesta myndaða hús í Reykjavík. Svo má ekki gleyma því að hún er kirkja sálmaskáldsins, séra Hallgríms Péturssonar.
Opnun Notre-Dame fór fram við hátíðlega athöfn laugardaginn 7. desember. Fimmtán hundruð manns var boðið til athafnarinnar og þar með ýmsum þjóðhöfðingjum eins og nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, Vilhjálmi Bretaprins og Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu – og sá frægi Elon Musk var sömuleiðis mættur til leiks. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, var að sjálfsögðu í sviðsljósinu. Segja má að hann hafi „neyðst til að halda ræðu inni í kirkjunni“ en sem kunnugt er þá eru Frakkar mjög svo nákvæmir þegar kemur að sambandi ríkis og kirkju, og á hinn lýðræðislega kjörni forseti ekki að gera sér of dælt við hana. Samkvæmt lögum má forsetinn ekki tjá sig um trú sína, hún er einkamál hans, og því var Macron bara sem hlutlaus áhorfandi að messunni í gær. En veður var hið versta á laugardaginn og varð því forsetinn að halda hátíðarræðuna inni í hinu nýuppgerða guðshúsi. Hann er fyrsti forsetinn sem heldur þar ræðu. Notre-Dame-kirkjan er í eigu franska ríkisins en kaþólska kirkjan hefur ein lagalegan rétt til að nota hana. Utan við kirkjuna hafði verið tekið sérstakt rými fyrir 40.000 manns sem létu ekki veðrið á sig fá.
Hin umfangsmikla viðgerð á kirkjunni hefur tekist afar vel að sögn kunnugra.
Steindir gluggar kirkjunnar voru allir hreinsaðir sem og veggir hennar. Óhreinindi af völdum borgarmengunarinnar höfðu sest á þá sem og efni úr reykelsinu sem prestar sveifla fram og aftur í messunum í reykelsiskerum. Rósagluggarnir frægu eru nú nánast eins og þeir voru í fyrstu. Burðartrévirki kirkjunnar sem hélt uppi blýþakinu var endurnýjað og til þess þurfti þúsund eikartrjástofna. Marmaragólfið var einnig hreinsað.
Fólk er að vonum áhugasamt að sjá kirkjuna og það sem henni hefur verið gert til góða. Áætlað er að 15 milljónir manna komi á næsta ári í kirkjuna.
Slökkviliðsmenn unnu þrekvirki í störfum sínum við að ná tökum á eldinum og ráða niðurlögum hans. Þeir skipuðu heiðurssess við athöfnina á laugardaginn og var sérstaklega þakkað fyrir vaska framkomu og djörfung í baráttunni við eldinn.
Í gær var svo messa í Notre-Dame þar sem nýtt altari kirkjunnar var vígt við hátíðlega athöfn. Altarið er listaverk og höfundur þess er franski listamaðurinn Guillaume Bardet. Hann hannaði líka stóla, lektara og skírnarsá. Allt er það úr bronsi. Stíll hans er mínimalískur; einfaldur og sléttur, og hann leitast við að ná jafnvægi milli hefðbundinnar kaþólskrar listar og nútímalegrar. Hann segir þessi verk vera tímalaus og muni ná betur til fólks á öllum aldri – og á öllum tímum. Bardet telur líka að þau geti höfðað í látleysi sínu til þeirra sem glíma við vantrú.
Messuklæði kennilýðsins vöktu líka athygli í þessari messu gærdagsins í Notre- Dame. Þau eru ný af nálinni og hönnuð af hinum fræga franska hönnuði, Jean-Charles de Castelbajac. Hann hefur hannað föt fyrir ýmsar dægurstjörnur heimsins eins og Lady Gaga. Kaþólska kirkjan hefur líka notið starfskrafta hans enda er hann trúaður kaþólikki. Þegar eldur kom upp í kirkjunni fyrir fimm árum var honum mjög brugðið eins og mörgum öðrum kaþólikkum.
Eldtungur eru stef í hinum nýju messuklæðum, litríkar og á mikilli hreyfingu. Upp úr þeim rís gullinn krossinn sem kallast á við krossinn bak við pietaverkið í Notre- Dame. Fjörugir litir eldsins dansa í kringum krossinn á messuklæðunum en hafa ekki sigur. Franski hönnuðurinn sagði að hann hefði notað vinstri höndina til að teikna mynstrið í messuklæðin til þess að það bæri með sér svip mannshandarinnar sem væri ekki fullkomin.
Kirkjan var að sjálfsögðu í sínu besta standi á þessari stundu. Spikk og span.
Allsherjarþrif kirkjunnar kunna að hafa áhrif á hinn rómaða hljómburð hennar. Óhreinindi sem safnast hafa svo öldum skiptir breyttu hljóðvistinni svo um munaði. Þá voru teppi fjarlægð og reflar. Allt þetta hefur sín áhrif. Hljómurinn er því nú harðari en hann var áður en þó líkari því sem áður var. Hljómburðarfræðingar (e. acoustics) gerðu sér vitanlega grein fyrir þessu og gripið var til ýmissa gagnvirkra tæknilegra ráða í því skyni að bæta hljómburðinn og gera hann jafnvel betri en hann var áður. Hreinsunin hafði líka þau áhrif að upprunaleg hljómgæði voru kölluð fram. Sérfræðingar munu hins vegar setjast yfir málið á næstu vikum og mánuðum til að kanna með hvaða hætti verði hægt að vega og meta hljómburðargæðin.
Nútímalegt hljóðkerfi fyrir hið talaða orð var sett upp í kirkjunni og er það til mikilla bóta.
Með réttu má segja að það hafi verið stór stund í menningu Evrópu og í sögu kristinnar trúar þegar Notre-Dame-kirkjan var tekin í notkun eftir eldsvoðann mikla í apríl 2019.
Fyrir þá sem eru áhugasamir: Messan í Notre-Dame sunnudaginn 8. desember 2024. Í messunni er öllu því besta tjaldað til sem hæfir svo stórri stund og í henni sjást vel hinir nýju kirkjugripir og kirkjubúnaður. Dæmi svo hver fyrir sig.
Svo sannarlega var mikið um dýrðir í Parísarborg á laugardaginn þegar Notre-Dame-kirkjan var formlega opnuð almenningi eftir að hafa verið lokuð frá brunanum mikla fyrir tæpum fimm árum.
Strax eftir brunann var ákveðið að byggja kirkjuna upp og var mikill hugur í Frökkum með það stórvirki enda er Notre-Dame eitt þekktasta kennileiti Parísarborgar en hafist var handa um byggingu hennar 1163 og henni lokið á 14. öld. Lagfæringar á hinni skemmdu kirkju voru skipulagðar af arkitektum og sérfræðingum úr ýmsum áttum. Ákveðið var að halda í hefðina en breyta líka ýmsu og í því sambandi talað um nýsköpun. Endurreisnin var mjög kostnaðarsöm en fé til hennar kom úr opinberum sjóðum, frá hollvinum kirkjunnar heima sem heiman, einstaklingum og stórfyrirtækjum.
Þegar eldur varð laus í kirkjunni í miðjum apríl 2019 var það logandi kirkjuturninn sem fangaði athygli heimsins og varð tákn brunans. Þessi turn var settur á Notre-Dame-kirkjuna 1864. Víst er að ef turn Hallgrímskirkju hryndi niður yrði hann byggður á ný og þá ekki eingöngu vegna þess að Hallgrímskirkja er eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar heldur er hún listaverk og eitt mesta myndaða hús í Reykjavík. Svo má ekki gleyma því að hún er kirkja sálmaskáldsins, séra Hallgríms Péturssonar.
Opnun Notre-Dame fór fram við hátíðlega athöfn laugardaginn 7. desember. Fimmtán hundruð manns var boðið til athafnarinnar og þar með ýmsum þjóðhöfðingjum eins og nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, Vilhjálmi Bretaprins og Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu – og sá frægi Elon Musk var sömuleiðis mættur til leiks. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, var að sjálfsögðu í sviðsljósinu. Segja má að hann hafi „neyðst til að halda ræðu inni í kirkjunni“ en sem kunnugt er þá eru Frakkar mjög svo nákvæmir þegar kemur að sambandi ríkis og kirkju, og á hinn lýðræðislega kjörni forseti ekki að gera sér of dælt við hana. Samkvæmt lögum má forsetinn ekki tjá sig um trú sína, hún er einkamál hans, og því var Macron bara sem hlutlaus áhorfandi að messunni í gær. En veður var hið versta á laugardaginn og varð því forsetinn að halda hátíðarræðuna inni í hinu nýuppgerða guðshúsi. Hann er fyrsti forsetinn sem heldur þar ræðu. Notre-Dame-kirkjan er í eigu franska ríkisins en kaþólska kirkjan hefur ein lagalegan rétt til að nota hana. Utan við kirkjuna hafði verið tekið sérstakt rými fyrir 40.000 manns sem létu ekki veðrið á sig fá.
Hin umfangsmikla viðgerð á kirkjunni hefur tekist afar vel að sögn kunnugra.
Steindir gluggar kirkjunnar voru allir hreinsaðir sem og veggir hennar. Óhreinindi af völdum borgarmengunarinnar höfðu sest á þá sem og efni úr reykelsinu sem prestar sveifla fram og aftur í messunum í reykelsiskerum. Rósagluggarnir frægu eru nú nánast eins og þeir voru í fyrstu. Burðartrévirki kirkjunnar sem hélt uppi blýþakinu var endurnýjað og til þess þurfti þúsund eikartrjástofna. Marmaragólfið var einnig hreinsað.
Fólk er að vonum áhugasamt að sjá kirkjuna og það sem henni hefur verið gert til góða. Áætlað er að 15 milljónir manna komi á næsta ári í kirkjuna.
Slökkviliðsmenn unnu þrekvirki í störfum sínum við að ná tökum á eldinum og ráða niðurlögum hans. Þeir skipuðu heiðurssess við athöfnina á laugardaginn og var sérstaklega þakkað fyrir vaska framkomu og djörfung í baráttunni við eldinn.
Í gær var svo messa í Notre-Dame þar sem nýtt altari kirkjunnar var vígt við hátíðlega athöfn. Altarið er listaverk og höfundur þess er franski listamaðurinn Guillaume Bardet. Hann hannaði líka stóla, lektara og skírnarsá. Allt er það úr bronsi. Stíll hans er mínimalískur; einfaldur og sléttur, og hann leitast við að ná jafnvægi milli hefðbundinnar kaþólskrar listar og nútímalegrar. Hann segir þessi verk vera tímalaus og muni ná betur til fólks á öllum aldri – og á öllum tímum. Bardet telur líka að þau geti höfðað í látleysi sínu til þeirra sem glíma við vantrú.
Messuklæði kennilýðsins vöktu líka athygli í þessari messu gærdagsins í Notre- Dame. Þau eru ný af nálinni og hönnuð af hinum fræga franska hönnuði, Jean-Charles de Castelbajac. Hann hefur hannað föt fyrir ýmsar dægurstjörnur heimsins eins og Lady Gaga. Kaþólska kirkjan hefur líka notið starfskrafta hans enda er hann trúaður kaþólikki. Þegar eldur kom upp í kirkjunni fyrir fimm árum var honum mjög brugðið eins og mörgum öðrum kaþólikkum.
Eldtungur eru stef í hinum nýju messuklæðum, litríkar og á mikilli hreyfingu. Upp úr þeim rís gullinn krossinn sem kallast á við krossinn bak við pietaverkið í Notre- Dame. Fjörugir litir eldsins dansa í kringum krossinn á messuklæðunum en hafa ekki sigur. Franski hönnuðurinn sagði að hann hefði notað vinstri höndina til að teikna mynstrið í messuklæðin til þess að það bæri með sér svip mannshandarinnar sem væri ekki fullkomin.
Kirkjan var að sjálfsögðu í sínu besta standi á þessari stundu. Spikk og span.
Allsherjarþrif kirkjunnar kunna að hafa áhrif á hinn rómaða hljómburð hennar. Óhreinindi sem safnast hafa svo öldum skiptir breyttu hljóðvistinni svo um munaði. Þá voru teppi fjarlægð og reflar. Allt þetta hefur sín áhrif. Hljómurinn er því nú harðari en hann var áður en þó líkari því sem áður var. Hljómburðarfræðingar (e. acoustics) gerðu sér vitanlega grein fyrir þessu og gripið var til ýmissa gagnvirkra tæknilegra ráða í því skyni að bæta hljómburðinn og gera hann jafnvel betri en hann var áður. Hreinsunin hafði líka þau áhrif að upprunaleg hljómgæði voru kölluð fram. Sérfræðingar munu hins vegar setjast yfir málið á næstu vikum og mánuðum til að kanna með hvaða hætti verði hægt að vega og meta hljómburðargæðin.
Nútímalegt hljóðkerfi fyrir hið talaða orð var sett upp í kirkjunni og er það til mikilla bóta.
Með réttu má segja að það hafi verið stór stund í menningu Evrópu og í sögu kristinnar trúar þegar Notre-Dame-kirkjan var tekin í notkun eftir eldsvoðann mikla í apríl 2019.
Fyrir þá sem eru áhugasamir: Messan í Notre-Dame sunnudaginn 8. desember 2024. Í messunni er öllu því besta tjaldað til sem hæfir svo stórri stund og í henni sjást vel hinir nýju kirkjugripir og kirkjubúnaður. Dæmi svo hver fyrir sig.