Gustavo Gutiérrez in memoriam

Gustavo Gutiérrez Merino, fæddur 8. juní 1928 í Lima, lést 22. október síðastliðinn. Hann var perúískur guðfræðingur og Dóminikanaprestur og er talinn frumkvöðull frelsunarguðfræðinnar með bók sinni A Theology of Liberation 1971.

Seinni part tuttugustu aldarinnar spruttu fram margar nýjar guðfræðistefnur innan heimskirkjunnar sem vildu skilgreina kristna trú upp á nýtt í ljósi nýrra aðstæðna í heiminum. Má þar nefna kvennaguðfræðina sem túlkar kristna trú í ljós kvenna, guðfræði minnihlutahópa er vill skilgreina kirkjuna í ljósi kynþátta og baráttu þeirra, guðfræði umhverfisins og frelsunarguðfræði. Frelsunarguðfræðingar vildu skipa öllum hinum ólíku nýju stefnum undir einn hatt. Kúgunin sameinar alla þessa hópa að þeirra mati og frelsunarguðfræðingar kenna að allir kúgaðir eigi samleið með Kristi. Hið nýja við þessar stefnur sé það, að nú sé í fyrsta sinn tekið afleiðingunum af boðskap og kenningu Jesú í heimi haturs og myrkurs.

Frumvandi kirkjunnar samkvæmt frelsunarguðfræðinni og Gutiérrez er að standa andspænis hinum fátæka og snauða og segja við hann: „Guð elskar þig“. Hvernig getur kirkjan sagt það og meint það? Að vera fátækur í fátækrahverfum stórborga heimsins er ekki aðeins félagsleg staða eða fjárhagslegt vandamál. Að vera öreigi á götum New York, París, London, Reykjavíkur og allra hinna er ekki bara það að eiga ekki peninga. Það er að vera persóna sem skiptir ekki máli, „dispensable“ er orðið sem oftast er notaði og þýðir einna helst „ónauðsynlegur“, einhver sem má missa sín, óþarfur! Sá sem er óþarfur er í raun ekki til í samfélaginu.

Að segja „Guð elskar þig“ við fólk sem lifir hvern dag sem „óþarft“ í samfélaginu, er að boða þeim sem eru án tilveru, tilverurétt. Fátæktin, kúgunin, kynþáttahatrið, jafnréttismálin, öll réttlætismál hverju nafni sem þau nefnast ættu því að vera málefni kirkju og trúar. Þau eru þá ekki aðeins félagsleg eða pólitísk. Því þau snúast um grundvallarspurningu trúarinnar „elskar Guð?“ Ef Guð elskar eins og kirkjan boðar á öllum tímum, eins og Jesús boðaði, þá er enginn óþarfur. Nútíminn segir „þú ert til, skiftir máli, ef þú átt eitthvað, ert einhvers metinn af samfélaginu“. Kirkjan á aftur á móti að segja „þú ert til, skiftir máli, af því að Guð elskar þig!“

Ef Guð elskar alla, verður kirkja hans auðvitað að vera kirkja allra, en þó sérstaklega hinna fátæku og kúguðu, þeirra sem eiga sér engan málsvara, þeirra „lifandi dauða í samfélaginu“. Hinir fátæku deyja í raun samfélaginu, þó þeir dragi andann. Þeir eru útskúfaðir frá landi hinna lifandi. Þetta verður átakanlega skýrt meðal heimilisleysingja stórborganna sem búa í pappakössum og holræsum undir glæsilegum stórhýsum og fjármálahöfuðstöðvum heimsins, afskiftir af öllum. Hvers vegna á kirkjan sérstaklega að vera kirkja þeirra?

Kirkjan boðar að lífið hafi sigrað dauðann fyrir upprisu Jesú Krists frá krossinum. Því verður kirkjan að boða líf, boða hinum lifandi dauðu í samfélaginu líf. Kirkjan á að vera nærri þar sem lífinu er ógnað og boða lífið, en ekki láta sér nægja að standa hlutlaus andspænis hinum andlega og félagslega dauða í samfélaginu.

Þetta var boðskapur Gutiérrez.

Requiescat in pace Domini.

Sr. Þórhallur Heimisson er prestur og rithöfundur

Viltu deila þessari grein með fleirum?

 

Gustavo Gutiérrez in memoriam

Gustavo Gutiérrez Merino, fæddur 8. juní 1928 í Lima, lést 22. október síðastliðinn. Hann var perúískur guðfræðingur og Dóminikanaprestur og er talinn frumkvöðull frelsunarguðfræðinnar með bók sinni A Theology of Liberation 1971.

Seinni part tuttugustu aldarinnar spruttu fram margar nýjar guðfræðistefnur innan heimskirkjunnar sem vildu skilgreina kristna trú upp á nýtt í ljósi nýrra aðstæðna í heiminum. Má þar nefna kvennaguðfræðina sem túlkar kristna trú í ljós kvenna, guðfræði minnihlutahópa er vill skilgreina kirkjuna í ljósi kynþátta og baráttu þeirra, guðfræði umhverfisins og frelsunarguðfræði. Frelsunarguðfræðingar vildu skipa öllum hinum ólíku nýju stefnum undir einn hatt. Kúgunin sameinar alla þessa hópa að þeirra mati og frelsunarguðfræðingar kenna að allir kúgaðir eigi samleið með Kristi. Hið nýja við þessar stefnur sé það, að nú sé í fyrsta sinn tekið afleiðingunum af boðskap og kenningu Jesú í heimi haturs og myrkurs.

Frumvandi kirkjunnar samkvæmt frelsunarguðfræðinni og Gutiérrez er að standa andspænis hinum fátæka og snauða og segja við hann: „Guð elskar þig“. Hvernig getur kirkjan sagt það og meint það? Að vera fátækur í fátækrahverfum stórborga heimsins er ekki aðeins félagsleg staða eða fjárhagslegt vandamál. Að vera öreigi á götum New York, París, London, Reykjavíkur og allra hinna er ekki bara það að eiga ekki peninga. Það er að vera persóna sem skiptir ekki máli, „dispensable“ er orðið sem oftast er notaði og þýðir einna helst „ónauðsynlegur“, einhver sem má missa sín, óþarfur! Sá sem er óþarfur er í raun ekki til í samfélaginu.

Að segja „Guð elskar þig“ við fólk sem lifir hvern dag sem „óþarft“ í samfélaginu, er að boða þeim sem eru án tilveru, tilverurétt. Fátæktin, kúgunin, kynþáttahatrið, jafnréttismálin, öll réttlætismál hverju nafni sem þau nefnast ættu því að vera málefni kirkju og trúar. Þau eru þá ekki aðeins félagsleg eða pólitísk. Því þau snúast um grundvallarspurningu trúarinnar „elskar Guð?“ Ef Guð elskar eins og kirkjan boðar á öllum tímum, eins og Jesús boðaði, þá er enginn óþarfur. Nútíminn segir „þú ert til, skiftir máli, ef þú átt eitthvað, ert einhvers metinn af samfélaginu“. Kirkjan á aftur á móti að segja „þú ert til, skiftir máli, af því að Guð elskar þig!“

Ef Guð elskar alla, verður kirkja hans auðvitað að vera kirkja allra, en þó sérstaklega hinna fátæku og kúguðu, þeirra sem eiga sér engan málsvara, þeirra „lifandi dauða í samfélaginu“. Hinir fátæku deyja í raun samfélaginu, þó þeir dragi andann. Þeir eru útskúfaðir frá landi hinna lifandi. Þetta verður átakanlega skýrt meðal heimilisleysingja stórborganna sem búa í pappakössum og holræsum undir glæsilegum stórhýsum og fjármálahöfuðstöðvum heimsins, afskiftir af öllum. Hvers vegna á kirkjan sérstaklega að vera kirkja þeirra?

Kirkjan boðar að lífið hafi sigrað dauðann fyrir upprisu Jesú Krists frá krossinum. Því verður kirkjan að boða líf, boða hinum lifandi dauðu í samfélaginu líf. Kirkjan á að vera nærri þar sem lífinu er ógnað og boða lífið, en ekki láta sér nægja að standa hlutlaus andspænis hinum andlega og félagslega dauða í samfélaginu.

Þetta var boðskapur Gutiérrez.

Requiescat in pace Domini.

Sr. Þórhallur Heimisson er prestur og rithöfundur

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir