Þau voru sennilega frægasta flóttafólk sögunnar. María og Jósef. Þegar drengurinn þeirra var fæddur í borginni Betlehem samkvæmt guðspjöllunum lögðu þau á flótta til Egyptalands undan þeim sem vildu barnið þeirra feigt. Og þaðan héldu þau til heimaborgar sinnar Nasaret.

Hann hefur síðan verið kenndur við Nasaret. Þar ólst hann upp. Jesús frá Nasaret.

Borgin Nasaret er í norður Ísrael.

Hún er helg borg í augum kristinna og það af augljósum ástæðum. Æskuslóðir Jesú þar sem hann steig sín fyrstu spor, lék sér við önnur börn og lærði smíðar af föður sínum. Þar eyddi hann unglingsárunum og engar sagnir greina frá neinum unglingastælum og óyndi sem stundum fylgir þeim þroskaárum. Nasaret var sum sé hans fæðingarhreppur og hann fær enginn sigrað eins og skáldið sagði.

Tæplega 80 þúsund manns búa nú í Nasaret en á dögum Jesú bjuggu þar um tvö þúsund manns. Nú er borgin fjölmennasta borg Palestínu-araba í Ísrael. Þeir eru um 70% íbúanna, nær allir múslímar, og kristnir eru um 30%. Við stofnun Ísraelsríkis 1948 var meirihluti íbúa í Nasaret kristinn. Borgin er stundum kölluð höfuðborg araba í Ísrael. Nær tvær milljónir múslíma búa í Ísrael eða um 18% af þjóðinni. Um 10 milljónir búa í Ísrael.

Nú fer kristnu fólki óðum fækkandi í Nasaret.

Hvers vegna?

Ástæðan er sú að mafíuklíkur herja á verslunareigendur en fjölmargir þeirra eru kristnir. Klíkurnar heimta svokallað verndargjald af þeim. Þó að nafn gjaldsins hljómi fagurlega þá er um andhverfu þess að ræða, þ. e. glæpaklíkurnar krefjast fjár fyrir það að ráðast ekki að borgurunum. Þær láta skothríð dynja á húsveggi verslana til að hrella fólk. Glæpalýðurinn brýst inn, stelur bílum og vinnur skemmdarverk á eignum. Neyða kristnar fjölskyldur til að geyma vopn fyrir sig ella hafi þær verra af.

Glæpahópar fitna iðulega þegar stríðsástand ríkir í löndum. Þeir nota tækifæri upplausnar og öryggisleysis borgaranna sér í hag. Eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október síðastliðinn og stríðsátökin á Gasa hafa mafíuklíkurnar látið meira til sín taka en áður. Það skal tekið fram að glæpagengin múslímsku gera ekki neinn greinarmun á kristnu fólki eða múslímsku. Trúarbrögð skipta þau engu máli.

Samfélög kristinna í Ísrael telja tæplega tvö hundruð þúsund manns. Fjölmennast er kristið fólk í Nasaret, rúmlega tuttugu þúsund.

Kristið fólk stendur betur fjárhagslega og hefur því getað flúið borgina og farið til annarra landa og þá einkum Englands og Kanada. Aðrir færa sig um set innanlands.

Vöxtur glæpagengja í Nasaret hefur áhrif á ferðamannastraum til borgarinnar. Nasaret er ekki örugg borg og ferðamenn sneiða hjá slíkum borgum. Margir óttast að frægir sögustaðir í bænum þar sem Gabríel erkiengill birtist Maríu mey, bænum sem Jesús ólst upp í, verði ekki sjón að sjá þegar allt kristið fólk er á bak og burt. Haft er eftir Shadi Khalloul, stofnanda Ísraelsku kristnu-arameísku samtakanna (e. Israeli Christian Aramaic Association NGO) að 70% af þeim sem í borginni búa séu að leita færis til að yfirgefa hana. Við má bæta að morðalda hefur gengið yfir í hópi arabíska minnihlutans í Ísrael.

Nýliðin páskahátíð kristinna íbúa í Nasaret var daufleg miðað við fyrri ár og fáir á ferli við Boðunarkirkju Maríu í Al Bishara-stræti í borginni. Við það stræti er urmull af túristabúðum og eru flestar þeirra núna í eigu múslímskra kaupmanna.

Heimild: Frétt rituð af Melanie Swan blaðakonu á The Daily Telegraph (blaðútgáfan) 30. mars og Wikipedia (demographics of Israel and Nazareth)

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Þau voru sennilega frægasta flóttafólk sögunnar. María og Jósef. Þegar drengurinn þeirra var fæddur í borginni Betlehem samkvæmt guðspjöllunum lögðu þau á flótta til Egyptalands undan þeim sem vildu barnið þeirra feigt. Og þaðan héldu þau til heimaborgar sinnar Nasaret.

Hann hefur síðan verið kenndur við Nasaret. Þar ólst hann upp. Jesús frá Nasaret.

Borgin Nasaret er í norður Ísrael.

Hún er helg borg í augum kristinna og það af augljósum ástæðum. Æskuslóðir Jesú þar sem hann steig sín fyrstu spor, lék sér við önnur börn og lærði smíðar af föður sínum. Þar eyddi hann unglingsárunum og engar sagnir greina frá neinum unglingastælum og óyndi sem stundum fylgir þeim þroskaárum. Nasaret var sum sé hans fæðingarhreppur og hann fær enginn sigrað eins og skáldið sagði.

Tæplega 80 þúsund manns búa nú í Nasaret en á dögum Jesú bjuggu þar um tvö þúsund manns. Nú er borgin fjölmennasta borg Palestínu-araba í Ísrael. Þeir eru um 70% íbúanna, nær allir múslímar, og kristnir eru um 30%. Við stofnun Ísraelsríkis 1948 var meirihluti íbúa í Nasaret kristinn. Borgin er stundum kölluð höfuðborg araba í Ísrael. Nær tvær milljónir múslíma búa í Ísrael eða um 18% af þjóðinni. Um 10 milljónir búa í Ísrael.

Nú fer kristnu fólki óðum fækkandi í Nasaret.

Hvers vegna?

Ástæðan er sú að mafíuklíkur herja á verslunareigendur en fjölmargir þeirra eru kristnir. Klíkurnar heimta svokallað verndargjald af þeim. Þó að nafn gjaldsins hljómi fagurlega þá er um andhverfu þess að ræða, þ. e. glæpaklíkurnar krefjast fjár fyrir það að ráðast ekki að borgurunum. Þær láta skothríð dynja á húsveggi verslana til að hrella fólk. Glæpalýðurinn brýst inn, stelur bílum og vinnur skemmdarverk á eignum. Neyða kristnar fjölskyldur til að geyma vopn fyrir sig ella hafi þær verra af.

Glæpahópar fitna iðulega þegar stríðsástand ríkir í löndum. Þeir nota tækifæri upplausnar og öryggisleysis borgaranna sér í hag. Eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október síðastliðinn og stríðsátökin á Gasa hafa mafíuklíkurnar látið meira til sín taka en áður. Það skal tekið fram að glæpagengin múslímsku gera ekki neinn greinarmun á kristnu fólki eða múslímsku. Trúarbrögð skipta þau engu máli.

Samfélög kristinna í Ísrael telja tæplega tvö hundruð þúsund manns. Fjölmennast er kristið fólk í Nasaret, rúmlega tuttugu þúsund.

Kristið fólk stendur betur fjárhagslega og hefur því getað flúið borgina og farið til annarra landa og þá einkum Englands og Kanada. Aðrir færa sig um set innanlands.

Vöxtur glæpagengja í Nasaret hefur áhrif á ferðamannastraum til borgarinnar. Nasaret er ekki örugg borg og ferðamenn sneiða hjá slíkum borgum. Margir óttast að frægir sögustaðir í bænum þar sem Gabríel erkiengill birtist Maríu mey, bænum sem Jesús ólst upp í, verði ekki sjón að sjá þegar allt kristið fólk er á bak og burt. Haft er eftir Shadi Khalloul, stofnanda Ísraelsku kristnu-arameísku samtakanna (e. Israeli Christian Aramaic Association NGO) að 70% af þeim sem í borginni búa séu að leita færis til að yfirgefa hana. Við má bæta að morðalda hefur gengið yfir í hópi arabíska minnihlutans í Ísrael.

Nýliðin páskahátíð kristinna íbúa í Nasaret var daufleg miðað við fyrri ár og fáir á ferli við Boðunarkirkju Maríu í Al Bishara-stræti í borginni. Við það stræti er urmull af túristabúðum og eru flestar þeirra núna í eigu múslímskra kaupmanna.

Heimild: Frétt rituð af Melanie Swan blaðakonu á The Daily Telegraph (blaðútgáfan) 30. mars og Wikipedia (demographics of Israel and Nazareth)

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir