Höfundar þessarar greinar sem birtist í Kristeligt Dagblad 21. júlí eru þau Helga Døssing Bendfeldt, sóknarprestur, Lars Hougaard Clausen, cand. theol., Erik Holmgaard, sóknarprestur, Peter Krabbe-Larsen, sóknarprestur, Jesper Birkler, fyrrv. fangelsisprestur og dr. Steen Skovsgaard, biskup emeritus. Hreinn S. Hákonarson þýddi með leyfi höfunda

Með réttu má segja að guðfræði Lúthers snúist í mestum mæli um leit að svari við spurningunni um það hvernig maðurinn komist hjá því að verða fordæmdur á dómsdegi.[1] Á sínum yngri árum glímdi Lúther vissulega við dómsdag sem sérstakt viðfangsefni. Það sem leysti hann úr þeirri sálarkreppu var trúin á Krist sem frelsara er myndi losa hann frá raunum dómsdagsins. Og trúin var það sterk að hann öðlaðist svo sterka trúarvissu að telja verður fáheyrða. Hann segir:

Á hverjum degi eigum við sífellt að berjast gegn efanum og fanga vissuna og leitast við að útrýma frá rótum hinni skaðlegu blekkingu sem allur heimurinn er tældur af sem er sú að maðurinn geti ekki vitað hvort hann standi í náðinni eða ekki. Því að ef við efumst um náð Guðs og trúum ekki að Guð vegna Krists hafi ekki yndi af okkur þá neitum við því að Kristur hafi leyst okkur, já við efumst hreint út sagt um allar velgjörðir hans okkur til handa.[2]

Lúther barðist þess vegna ekki við afdrif mannsins á dómsdegi. Þvert á móti horfði hann til dómsdags með dirfsku og kallaði hann kæran dómsdag. Þess vegna getum enn lært margt af Lúther. Sumar lútherskar kirkjur leggja áherslu á að Lúther standi fyrir kraft framtíðar, arf og ríkidæmi, sem enn sé hægt að draga jákvæða lærdóma af. Það gildi einnig um samband okkar við dómsdag.[3]

Þar sem prestar og kristið fólk talar almennt sjaldan um dómsdag er ástæðan vafalaust sú að hugsun fólks er steypt í óþolandi og óttafullt samband við dómsdag þar sem margt svífur yfir vötnum: efi og öryggisleysi um dóm og refsingu. Fólk velur því að ýta frá sér öllu tali um dóm og dómsdag með þeim afleiðingum að dómsdagsraddir verða háværar og ótti þrífst og dafnar myndarlega.

Það er auðvelt að útskýra hvers vegna múslimar og aðrir geta nært ótta og öryggisleysi með tali um dómsdag. Hins vegar er það ástæðulaust og rangt að kristið fólk ali á slíkum ótta. Jesús segir nefnilega: „ Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim sem sendi mig hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms…“ (Jóhannesarguðspjall 5.24). Og Páll postuli skrifar: „Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú.“ (Rómverjabréfið 8.1). Sem kristið fólk höfum við sem sé með öðrum orðum leyfi til að leggja til hliðar áhyggjur af dómsdegi.

Það er því alvarlegt skeytingarleysi í trúnni og boðun hennar að horfa fram hjá orðum Jesú um endurkomu hans og dómsdag. Í raun og veru er það ekkert minna en aflimun kristinnar trúar. Í boðun Jesú og mörgum líkingum hans sem og hjá Páli er endurkoma og dómsdagur rauður þráður. Heimsslit og kenningar um efsta dag er ákveðinn kjarni í kristinni trú, já í raun hjarta hennar. Áhrifamiklir guðfræðingar hafa kallað heimsslitafræðina móður allrar guðfræði og þann tón sem öll önnur hljóðfæri hinnar guðfræðilegu hljómsveitar verða að eiga samhljóm við.

Guðfræðingurinn Karl Barth[4] leggur sömuleiðis áherslu á að þýðing heimsslitafræðinnar sé sú að „ef kristin trú er ekki gegnsýrð af heimsslitum þá sé hún í engu sambandi við Krist.“ Trú sem gengur fram hjá dómsdegi og vanrækir boðun hans byggir því á engri kristinni guðfræði. Í ljósi þessa er því full ástæða til að láta sig miklu máli varða allt sem snertir dómsdag og heimsslit, lok tímanna.

Það er lítill hópur presta og guðfræðinga sem hefur sett þessa grein saman. Hópurinn hefur hist um hríð til að fjalla um heimsslitafræðina. Við vorum samtals sex manns í hópnum sem köfuðum í efnið. Hvert og eitt okkar setti fram sitt sjónarhorn. Umræður voru líflegar og fóru um víðan völl eins og gengur og gerist. Mörg mikilvæg guðfræðileg sjónarhorn komu fram. Okkur var það ljóst að mörg þemu guðfræðinnar er þegar öllu er á botninn hvolft að finna í heimsslitafræðinni og því gagnlegt og gefandi að skiptast á skoðunum um hana.

Á fundum okkar kynnti Steen Skovsgaard [5] samtalsbók um dómsdag sem hann gaf út í sumar. Bókin heitir: „Dómsdagur kvaddur – með von kristninnar.“ Bókin fjallar ekki um að binda endi á umræðu um dómsdaginn. Þvert á móti snýst bókin um að taka dómsdag alvarlega. Í bókinni er að finna stutta pistla og hjálplegar leiðbeiningar um hvernig taka skuli á erfiðum en þó mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem tengjast dómsdegi: refsingu, synd, réttlæti, reikningsskilum, frelsi, glötun, fyrirgefningu og afturhvarfi.

Í samtölum okkar kom upp lítil saga um eldri mann sem var kristinnar trúar. Einhverju sinni sat hann í strætisvagninum eins og svo oft áður og sá hvar hraustlegur maður kom hlaupandi að vagninum og var með stóra og þunga tösku í hendinni. Maðurinn rétt náði vagninum og kom sér fyrir miðsvæðis rjóður í kinnum og lafmóður eftir hlaupin. Vagninn fór af stað en maðurinn stóð og hélt fast um tösku sína. „Þú getur nú lagt frá þér töskuna,“ sagði eldri maður við hann. „Þú ert kominn í vagninn.“ Svona ferðast margur óttafullur og stynjandi undan þungum byrðum án þess að þurfa þess.

Þó að kristin manneskja hafi kjark til að leggja frá sér byrðina og kveðja dómsdag þá hefur það ekki í för með sér að dómsdag skuli ekki taka alvarlega. Þvert á móti. Það er merkingarlaust að tala um einhvern dómsdag án þess að glötun komi þar við sögu. Jesús segir: „Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.“ (Lúkasarguðspjall 19.10). Þessi orð hans ganga augljóslega út frá því að manneskjan sé í fjötrum glötunar. Þó svo að það kunni að hljóma sem ákaflega neikvæður mannskilningur þar sem manneskjan er töluð niður, þá er merkingin sú að tala frelsið upp.

Evangelísk-lútherskt sjónarhorn til dómsdags verður ætíð að skoðast í ljósi hinnar kristnu vonar. Með þá von í brjósti þarf fólk ekki að hafa lengur áhyggjur af dómsdegi né óttast hann. Í raun og veru má halda því fram að kjarni kristinnar trúar og það einstaka við hana sé að einmitt í þessu megi finna vonina sem getur gefið okkur djörfung andspænis dómsdegi. Dómsdagur bankar nefnilega upp á hjá þeim sem trúir. Þegar maður trúir þessu og heldur sig við það er þarflaust að hafa áhyggjur af birtingarmyndum dómsdagsins hvort sem maður kallar þær ragnarök eða dag reikningsskilanna.

Þetta hefur ekki í för með sér að engu máli skipti hvernig kristin manneskja lifir lífi sínu. Sá dagur kemur að líf kristins manns verður vegið og metið frammi fyrir dómstóli Krists. Páll postuli skrifar svo: „Því að öllum ber okkur að birtast fyrir dómstóli Krists til þess að sérhver fái það endurgoldið sem hann hefur aðhafst í lifanda lífi, hvort sem það er gott eða illt.“ (2. Korintubréf 5.10).

Það ber hins vegar að hafa í huga að þetta er ekki dagur sem kristin manneskja þarf að bera kvíðboga fyrir. Hér er hvorki verið að tala um fordæmingu eða glötun. Frammi fyrir dómstóli Krists er líf kristinnar manneskju vegið og metið af kærleika.

Svo virðist sem heimurinn sé vonlaus og ótti um komandi dómsdag og heimsendi fari vaxandi. Þá hljómar hins vegar úr Biblíunni lítið orð: en. Með lífi sínu, dauða og upprisu vakti Jesús von og tendraði ljós. Andspænis myrkri, angist og ráðalausum heimi, er þörf fyrir kristið fólk knúið áfram af von, fólk sem rís upp með blik í auga móti eilífðinni, já fólk sem stendur öruggum fótum á jörðinni og bendir á vonina og talar um hana. Við erum í heiminum en samtímis á ferð í trú og von um bjarta framtíð. Sú trú gefur hvort tveggja dirfsku til að trúa og að tala um dómsdag. [5]

Tilvísanir

[1] Hér vitna höfundar í grein guðfræðingsins og kirkjusögukennarans við Kaupmannahafnarháskóla, Rasmus H. C. Dreyer, í Kristeligt Dagblad 11. júlí sl. sem heitir: „Luther er gammeldags hjemme – men næsten woke ude i verden.“

[2] Marteinn Lúther, „Skýringarrit hið meira við Galatabréfið,“ WA 40 I, 579.

[3] Karl Barth (1886-1968) var svissneskur guðfræðingur og talinn mestur guðfræðinga 20. aldarinnar.

[4] Biskup í dönsku þjóðkirkjunni 2005-2017 og einn höfunda greinarinnar. Bókin heitir á dönsku „Farvel til dommedag – med det kristne håb,“ og er útgefin af ProRex.

[5] Tilefni þessar greinar höfundanna erfullyrðing guðfræðingsins og rithöfundarins Lars Sandback um að guðfræði Lúthers snúist að mestu um spurninguna hvernig maðurinn gæti losnað undan refsingu Guðs á dómsdegi. Höfundar leggja áherslu á að svarið við spurningunni sé kjarni málsins. Grein Sandbacks birtist 28. júní í Kristeligt Dagblad og heitir: „Lærebog kritiseres for ikke at være luthersk nok. Men husk, at vi ikke uddanner præster til den lutherske kirke.“

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Höfundar þessarar greinar sem birtist í Kristeligt Dagblad 21. júlí eru þau Helga Døssing Bendfeldt, sóknarprestur, Lars Hougaard Clausen, cand. theol., Erik Holmgaard, sóknarprestur, Peter Krabbe-Larsen, sóknarprestur, Jesper Birkler, fyrrv. fangelsisprestur og dr. Steen Skovsgaard, biskup emeritus. Hreinn S. Hákonarson þýddi með leyfi höfunda

Með réttu má segja að guðfræði Lúthers snúist í mestum mæli um leit að svari við spurningunni um það hvernig maðurinn komist hjá því að verða fordæmdur á dómsdegi.[1] Á sínum yngri árum glímdi Lúther vissulega við dómsdag sem sérstakt viðfangsefni. Það sem leysti hann úr þeirri sálarkreppu var trúin á Krist sem frelsara er myndi losa hann frá raunum dómsdagsins. Og trúin var það sterk að hann öðlaðist svo sterka trúarvissu að telja verður fáheyrða. Hann segir:

Á hverjum degi eigum við sífellt að berjast gegn efanum og fanga vissuna og leitast við að útrýma frá rótum hinni skaðlegu blekkingu sem allur heimurinn er tældur af sem er sú að maðurinn geti ekki vitað hvort hann standi í náðinni eða ekki. Því að ef við efumst um náð Guðs og trúum ekki að Guð vegna Krists hafi ekki yndi af okkur þá neitum við því að Kristur hafi leyst okkur, já við efumst hreint út sagt um allar velgjörðir hans okkur til handa.[2]

Lúther barðist þess vegna ekki við afdrif mannsins á dómsdegi. Þvert á móti horfði hann til dómsdags með dirfsku og kallaði hann kæran dómsdag. Þess vegna getum enn lært margt af Lúther. Sumar lútherskar kirkjur leggja áherslu á að Lúther standi fyrir kraft framtíðar, arf og ríkidæmi, sem enn sé hægt að draga jákvæða lærdóma af. Það gildi einnig um samband okkar við dómsdag.[3]

Þar sem prestar og kristið fólk talar almennt sjaldan um dómsdag er ástæðan vafalaust sú að hugsun fólks er steypt í óþolandi og óttafullt samband við dómsdag þar sem margt svífur yfir vötnum: efi og öryggisleysi um dóm og refsingu. Fólk velur því að ýta frá sér öllu tali um dóm og dómsdag með þeim afleiðingum að dómsdagsraddir verða háværar og ótti þrífst og dafnar myndarlega.

Það er auðvelt að útskýra hvers vegna múslimar og aðrir geta nært ótta og öryggisleysi með tali um dómsdag. Hins vegar er það ástæðulaust og rangt að kristið fólk ali á slíkum ótta. Jesús segir nefnilega: „ Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim sem sendi mig hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms…“ (Jóhannesarguðspjall 5.24). Og Páll postuli skrifar: „Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú.“ (Rómverjabréfið 8.1). Sem kristið fólk höfum við sem sé með öðrum orðum leyfi til að leggja til hliðar áhyggjur af dómsdegi.

Það er því alvarlegt skeytingarleysi í trúnni og boðun hennar að horfa fram hjá orðum Jesú um endurkomu hans og dómsdag. Í raun og veru er það ekkert minna en aflimun kristinnar trúar. Í boðun Jesú og mörgum líkingum hans sem og hjá Páli er endurkoma og dómsdagur rauður þráður. Heimsslit og kenningar um efsta dag er ákveðinn kjarni í kristinni trú, já í raun hjarta hennar. Áhrifamiklir guðfræðingar hafa kallað heimsslitafræðina móður allrar guðfræði og þann tón sem öll önnur hljóðfæri hinnar guðfræðilegu hljómsveitar verða að eiga samhljóm við.

Guðfræðingurinn Karl Barth[4] leggur sömuleiðis áherslu á að þýðing heimsslitafræðinnar sé sú að „ef kristin trú er ekki gegnsýrð af heimsslitum þá sé hún í engu sambandi við Krist.“ Trú sem gengur fram hjá dómsdegi og vanrækir boðun hans byggir því á engri kristinni guðfræði. Í ljósi þessa er því full ástæða til að láta sig miklu máli varða allt sem snertir dómsdag og heimsslit, lok tímanna.

Það er lítill hópur presta og guðfræðinga sem hefur sett þessa grein saman. Hópurinn hefur hist um hríð til að fjalla um heimsslitafræðina. Við vorum samtals sex manns í hópnum sem köfuðum í efnið. Hvert og eitt okkar setti fram sitt sjónarhorn. Umræður voru líflegar og fóru um víðan völl eins og gengur og gerist. Mörg mikilvæg guðfræðileg sjónarhorn komu fram. Okkur var það ljóst að mörg þemu guðfræðinnar er þegar öllu er á botninn hvolft að finna í heimsslitafræðinni og því gagnlegt og gefandi að skiptast á skoðunum um hana.

Á fundum okkar kynnti Steen Skovsgaard [5] samtalsbók um dómsdag sem hann gaf út í sumar. Bókin heitir: „Dómsdagur kvaddur – með von kristninnar.“ Bókin fjallar ekki um að binda endi á umræðu um dómsdaginn. Þvert á móti snýst bókin um að taka dómsdag alvarlega. Í bókinni er að finna stutta pistla og hjálplegar leiðbeiningar um hvernig taka skuli á erfiðum en þó mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem tengjast dómsdegi: refsingu, synd, réttlæti, reikningsskilum, frelsi, glötun, fyrirgefningu og afturhvarfi.

Í samtölum okkar kom upp lítil saga um eldri mann sem var kristinnar trúar. Einhverju sinni sat hann í strætisvagninum eins og svo oft áður og sá hvar hraustlegur maður kom hlaupandi að vagninum og var með stóra og þunga tösku í hendinni. Maðurinn rétt náði vagninum og kom sér fyrir miðsvæðis rjóður í kinnum og lafmóður eftir hlaupin. Vagninn fór af stað en maðurinn stóð og hélt fast um tösku sína. „Þú getur nú lagt frá þér töskuna,“ sagði eldri maður við hann. „Þú ert kominn í vagninn.“ Svona ferðast margur óttafullur og stynjandi undan þungum byrðum án þess að þurfa þess.

Þó að kristin manneskja hafi kjark til að leggja frá sér byrðina og kveðja dómsdag þá hefur það ekki í för með sér að dómsdag skuli ekki taka alvarlega. Þvert á móti. Það er merkingarlaust að tala um einhvern dómsdag án þess að glötun komi þar við sögu. Jesús segir: „Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það.“ (Lúkasarguðspjall 19.10). Þessi orð hans ganga augljóslega út frá því að manneskjan sé í fjötrum glötunar. Þó svo að það kunni að hljóma sem ákaflega neikvæður mannskilningur þar sem manneskjan er töluð niður, þá er merkingin sú að tala frelsið upp.

Evangelísk-lútherskt sjónarhorn til dómsdags verður ætíð að skoðast í ljósi hinnar kristnu vonar. Með þá von í brjósti þarf fólk ekki að hafa lengur áhyggjur af dómsdegi né óttast hann. Í raun og veru má halda því fram að kjarni kristinnar trúar og það einstaka við hana sé að einmitt í þessu megi finna vonina sem getur gefið okkur djörfung andspænis dómsdegi. Dómsdagur bankar nefnilega upp á hjá þeim sem trúir. Þegar maður trúir þessu og heldur sig við það er þarflaust að hafa áhyggjur af birtingarmyndum dómsdagsins hvort sem maður kallar þær ragnarök eða dag reikningsskilanna.

Þetta hefur ekki í för með sér að engu máli skipti hvernig kristin manneskja lifir lífi sínu. Sá dagur kemur að líf kristins manns verður vegið og metið frammi fyrir dómstóli Krists. Páll postuli skrifar svo: „Því að öllum ber okkur að birtast fyrir dómstóli Krists til þess að sérhver fái það endurgoldið sem hann hefur aðhafst í lifanda lífi, hvort sem það er gott eða illt.“ (2. Korintubréf 5.10).

Það ber hins vegar að hafa í huga að þetta er ekki dagur sem kristin manneskja þarf að bera kvíðboga fyrir. Hér er hvorki verið að tala um fordæmingu eða glötun. Frammi fyrir dómstóli Krists er líf kristinnar manneskju vegið og metið af kærleika.

Svo virðist sem heimurinn sé vonlaus og ótti um komandi dómsdag og heimsendi fari vaxandi. Þá hljómar hins vegar úr Biblíunni lítið orð: en. Með lífi sínu, dauða og upprisu vakti Jesús von og tendraði ljós. Andspænis myrkri, angist og ráðalausum heimi, er þörf fyrir kristið fólk knúið áfram af von, fólk sem rís upp með blik í auga móti eilífðinni, já fólk sem stendur öruggum fótum á jörðinni og bendir á vonina og talar um hana. Við erum í heiminum en samtímis á ferð í trú og von um bjarta framtíð. Sú trú gefur hvort tveggja dirfsku til að trúa og að tala um dómsdag. [5]

Tilvísanir

[1] Hér vitna höfundar í grein guðfræðingsins og kirkjusögukennarans við Kaupmannahafnarháskóla, Rasmus H. C. Dreyer, í Kristeligt Dagblad 11. júlí sl. sem heitir: „Luther er gammeldags hjemme – men næsten woke ude i verden.“

[2] Marteinn Lúther, „Skýringarrit hið meira við Galatabréfið,“ WA 40 I, 579.

[3] Karl Barth (1886-1968) var svissneskur guðfræðingur og talinn mestur guðfræðinga 20. aldarinnar.

[4] Biskup í dönsku þjóðkirkjunni 2005-2017 og einn höfunda greinarinnar. Bókin heitir á dönsku „Farvel til dommedag – med det kristne håb,“ og er útgefin af ProRex.

[5] Tilefni þessar greinar höfundanna erfullyrðing guðfræðingsins og rithöfundarins Lars Sandback um að guðfræði Lúthers snúist að mestu um spurninguna hvernig maðurinn gæti losnað undan refsingu Guðs á dómsdegi. Höfundar leggja áherslu á að svarið við spurningunni sé kjarni málsins. Grein Sandbacks birtist 28. júní í Kristeligt Dagblad og heitir: „Lærebog kritiseres for ikke at være luthersk nok. Men husk, at vi ikke uddanner præster til den lutherske kirke.“

 

 

Viltu deila þessari grein með fleirum?

Aðrar fréttir