Eigandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hreinn S. Hákonarson – stefna blaðsins byggir á lúthersk-evangelískum grunni – ritstjóri er höfundur efnis nema annars sé getið og aðsendar greinar eru á ábyrgð höfunda þeirra. kirkjubladid@kirkjubladid.is

Forsíða2024-05-17T12:48:06+00:00

Tvöföld skráning í trúfélög

Í nokkur ár hefur farið fram umræða meðal danskra stjórnmálamanna hvort gefa eigi leyfi fyrir tvöfaldri skráningu í trúfélög. Það sé lýðræðislegt og gefi fólki tækifæri á því að leggja fleiri trúfélögum lið. Í þessu sambandi eru sérstaklega nefndir meðlimir í kristnum trúfélögum eins og rétttrúnaðarkirkjunni í Úkraínu. Þeir njóti þjónustu dönsku kirkjunnar og vilji margir gjarnan vera formlega innan hennar raða án þess að segja skilið við sína heimakirkju. Danski kirkjumálaráðherrann, Morten Dahlin hefur sent erindi til biskupanna fimmtán í Danmörku og óskað eftir áliti þeirra og tillögum. Morten er býsna vinsæll og prédikaði um síðustu helgi í Hans ...
Lesa meira

Deildu Kirkjublaðinu endilega með þeim sem þú vilt!