Eigandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hreinn S. Hákonarson – stefna blaðsins byggir á lúthersk-evangelískum grunni – ritstjóri er höfundur efnis nema annars sé getið og aðsendar greinar eru á ábyrgð höfunda þeirra. kirkjubladid@kirkjubladid.is

Forsíða2024-05-17T12:48:06+00:00

Frumkvöðuls minnst

Í gær var guðsþjónusta í Vídalínskirkju í Garðabæ og í henni fór fram kynning á nýrri ævisögu sr. Braga Friðrikssonar (1927-2010) sem þjónaði þar að segja má frá 1959 og til starfsloka, 1997. Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, hefur síðastliðin átta ár fengist við að skrifa ævisögu afa síns. Þetta er mikil bók að vöxtum (652 bls.), vönduð og ríkulega myndskreytt. Sögufélag Garðabæjar gefur út. Vídalínskirkjan var þétt setin í guðsþjónustunni og þar hafa sennilega verið á fimmta hundrað manns. Í lok guðsþjónustunnar voru kaffiveitingar og bauðst fólki að kaupa bókina á góðu verði. Nánar verður fjallað ...
Lesa meira

10. nóvember 2025|Mál líðandi stundar, Menning, Trú og líf|

Deildu Kirkjublaðinu endilega með þeim sem þú vilt!