Eigandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hreinn S. Hákonarson – stefna blaðsins byggir á lúthersk-evangelískum grunni – ritstjóri er höfundur efnis nema annars sé getið og aðsendar greinar eru á ábyrgð höfunda þeirra. kirkjubladid@kirkjubladid.is

Forsíða2024-05-17T12:48:06+00:00

Leirárkirkja

Leirárkirkja er í Garða- og Saurbæjarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi. Kirkju er getið á Leirá í kirknatali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917) arkitekt gerði teikningar kirkjunnar 1914 og yfirsmiður var Ólafur Þorsteinsson (?) í Halldórshúsi. Leirárkirkja er steypt kirkja en síðar var slegið utan um hana járni. Forkirkja var byggð við kirkjuna 1950-1951 og hún rifin á áttunda áratug síðustu aldar og byggð ný. Leirárkirkja tekur um 80 manns í sæti. Það var prófasturinn í Görðum á Akranesi, sr. Jón Sveinsson (1858-1921), sem vígði kirkjuna 6. desember 1914. Altaristaflan er eftir Eggert Guðmundsson (1906-1983) listmálara, olíumálverk á striga, ...
Lesa meira

2. desember 2025|Kirkja mánaðarins|

Deildu Kirkjublaðinu endilega með þeim sem þú vilt!