Eigandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hreinn S. Hákonarson – stefna blaðsins byggir á lúthersk-evangelískum grunni – ritstjóri er höfundur efnis nema annars sé getið og aðsendar greinar eru á ábyrgð höfunda þeirra. kirkjubladid@kirkjubladid.is

Forsíða2024-05-17T12:48:06+00:00

Kópavogskirkja

Kópavogskirkja er í Kársnesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hún stendur í Borgarholti í vesturhluta Kópavogs. Kirkjuna teiknaði húsameistari ríkisins, Hörður Bjarnason (1910-1990). Ragnar Emilsson (1923-1990), arkitekt, vann einnig að teikningu kirkjunnar. Yfirsmiður var Siggeir Ólafsson (1916-1987). Hún var vígð 16. desember 1962. Kirkjan tekur tæplega 300 manns í sæti. Kópavogskirkja er rík af listaverkum. Átta bogstrengdir steindir gluggar prýða kirkjuna og eru þeir verk Gerðar Helgadóttur (1928-1975), myndhöggvara. Enda þótt gluggarnir séu í kjarna sínum afstraktlistaverk má ef vel er gáð sjá þar ýmis hulin tákn eins og kaleik, þríhyrninga, auga hins alsjáandi almættis. Í forkirkju er Kristsmynd eftir Benedikt Gunnarsson (1929-2018). ...
Lesa meira

1. júlí 2025|Kirkja mánaðarins|

Deildu Kirkjublaðinu endilega með þeim sem þú vilt!