Eigandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hreinn S. Hákonarson – stefna blaðsins byggir á lúthersk-evangelískum grunni – ritstjóri er höfundur efnis nema annars sé getið og aðsendar greinar eru á ábyrgð höfunda þeirra. kirkjubladid@kirkjubladid.is

Forsíða2024-05-17T12:48:06+00:00

Akraneskirkja

Akraneskirkja er í Garða- og Saurbæjarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi. Guðmundur Jakobsson (1860-1933) forsmiður hannaði kirkjuna. Hún er úr timbri og tvílofta. Kirkjan var vígð 23. ágúst 1896 af sóknarprestinum og prófastinum séra Jóni Sveinssyni (1858-1921) en vegna illviðris komst séra Hallgrímur Sveinsson (1841-1909), biskup, ekki til vígslunnar. Altaristafla kirkjunnar er eftir Sigurð Guðmundsson (1833-1874) málara frá 1871 og var áður í Garðakirkju. Hún er gerð eftir altaristöflu Dómkirkjunnar í Reykjavík en þá töflu gerði G. T. Wegener (1817-1877). Um er að ræða olíumálverk, 240 x 134 cm að stærð. Skírnarfontur kirkjunnar frá árinu 1947 er skorinn út af Ríkarði Jónssyni (1888-1972). Prédikunarstóll ...
Lesa meira

1. apríl 2025|Kirkja mánaðarins|

Deildu Kirkjublaðinu endilega með þeim sem þú vilt!